Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Síða 29
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 5. JUNI1982. 29 Andlát Hannes Þór Ólafsson, Ferjubakka 10, sem andaðist á Landakoti 29. maí sl. veröur jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 8. júní. Hrefna Pétursdóttir, Gnoðarvogi 22, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn8. júníkl. 11.30. Kristján Kristinsson frá Hrísey.síðast til heimilis að Skúiagötu 58, lézt 31. marz. Hann fæddist 18. nóvember 1908. Foreldrar hans voru hjónin Kristinn Kristjánsson og Guðrún Kristjánsdótt- ir. Hann var giftur Sigrúnu Þorláks- Til sölu óryðgaðnr, mjög fallegur Ford Bronco árg. 74, 8 cyl., beinskiptur, útvarp + segulband, nýtt tvöfalt pústkerfi og demparar. Skipti koma til greina á ódýrari bíl eða góð greiðslukjör. Uppl. í síma 66846 og 83838. M.Benz ’67 til sölu. Stór kassi 30 ml, hliðarhurö. Stöðvarpláss getur fylgt. Á sama stað til sölu ný frambretti í Homet 74. Sími 39665 eftir kl. 19 og um helgar. dóttur og eignuðust þau 3 böm. Otfór Kristjáns veröur gerð frá Fossvogs- kirkjuídagkl. 13.30. Bára Sigurðardóttir, Yrsufelli 20, lézt 31. maí. Hún var fædd í Reykjavík 1. marz 1928, dóttir hjónanna Estherar Helgu Olafsdóttur og Sigurðar Guð- bjartssonar. Bára giftist Guðmundi G. Péturssyni og eignuðust þau 3 böm. Utför Báru verður gerð frá Bústaöa- kirkju í dag 7. júni kl. 13.30. SéCfl RAFMAGN&m H ANDVERKFÆRI Tilkynningar Listasafn Einars Jónssonar Skólavörðuholti Vinsamlega athugiö breyttan opnunartíma. Opiö aila daga, nema mánudaga, frá kl. 13.30-16.00. Tímarit Máls og menningar Annaö hefti Tímarits Máls og menningar 1982 er komið út, fjölbreytt aö vanda. Viöamesta greinin í heftinu er í túninu heima, umfjöllun Peters Hallberg um minningabækur Halldórs Laxness, splunkuný grein frá þeim manni sem mest hefur skrifaö um Halldór. Tvær aðrar greinar í heftinu snerta Halldór og verk hans. — Dagný Kristjánsdóttir túlkar Brekkukotsannál á nýstárlegan hátt í grein- inni Innan og utan við krosshliðið og Silja Aöalsteinsdóttir fjallar um Sölku Völku i greininni Breytileiki lifsins er sannleikurinn sem er svar við grein Arna Sigurjónssonar í fyrsta hefti ársins. Uppsláttarefni þessa heftis er suöur-amer- iski rithöfundurinn Gabriel García Marquez. Birt er langt viðtal við hann í þýðingu Péturs Gunnarssonar og Fegursta sjórekið lík í heimi, snjöll smásaga sem Ingibjörg Haralds- dóttir þýddi. önnur smásaga er í heftinu, A bafinu eina, eftir Véstein Lúðvíksson og þar birtist líka fyrri hluti greinar eftir Svein Skorra Hösk- uldsson um ferðir tveggja íslenzkra skálda til Rússlands, Ævintýr i Moskvu. Gunnar Gunn- arsson og Davíð Stefánsson ferðuðust báöir til Moskvu með árs millibili, Gunnar 1927, Davíð 1928, og má sjá margvísleg merki þess í verk- um beggja eins og Sveinn Skorri sýnir fram á. Ljóð eru í heftinu eftir Ingibjörgu Haralds- dóttur, Horatius, í þýðingu Helga Hálfdanar- sonar, Sigurð Pálsson, Arthúr Björgvin og Jóhönnu Sveinsdóttur. Adrepur eru eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, sem svarar ádrepu Steinunnar Jóhannesdóttur í síðasta hefti, og Véstein Ola- son sem skrifar um stöðu Ríkisútvarpsins. Loks eru í heftinu umsagnir um smásagna- safn Vésteins Lúðvikssonar, í Borginni okkar, Skáldsöguna Þetta eru asnar, Guðjón eftir Einar Kárason, Tveggja bakka veður eftir Matthias Johannessen og Hélstu að lifið væri svona? viðtalsbók Ingu Huldar Hákonardótt- ur. Starf aldraðra í Hallgrímskirkju Skemmtiferð verður farin um Kjósarskarð og Botnsdal að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd miðvikudaginn 9. júní. Lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju klukkan 11.00. Fólk hafi með sér nesti. Þátttaka tilkynnist í Hallgríms- kirkju frá klukkan 11—15 þriðjudaginn 8. júni. Simi 10745. Þjóðfélagsfræðinemar stækka blaðið sitt Þjóðfélagsfræðinemar við Háskóla Islands hafa breytt verulega formi Samfélags- tíðinda, tímaritsins sem þeir gefa út. Er það nú stærra og glæsilegra en áður hefur verið. Fyrsta tölublað ársins 1982 er nýkomið út. I því er að finna f jölmargar greinar sem snerta nemendur og námsefni í þjóðfélagsfræði, en til hennar teljast félagsfræði, mannfræði og stjórnmálafræði. Meðal efnis í tölublaðinu má nefna grein eftir Þorbjöm Broddason um myndbandabyltinguna, grein um kvenna- framboð í Reykjavík 1908 og 1982 eftir Sigríði D. Kristmundsdóttur og grein um bamabók- menntir Walt Disneys eftir Jóhann Hauksson. Blaðið fæst í bóksölu stúdenta, bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og bókabúð Máls og menningar. Slysavarnadeildin Tryggvi Gunnarsson, Selfossi ORSLIT: kosningagetraunar svd. Tryggva Gunnars- sonar, Selfossi. 1. vinn. seðill nr. 37 kr. 5620.00 með 84 i mismun. 2. vinn. seðill nr. 103 kr. 1405.00 með 100 í mismun. og seðill nr. 1559 kr. 1405.00 með 100 í mismun. 3. vinn. seðill nr. 206 kr. 1826.50 með 107 í mismun. 4. vinn. seðill nr. 505 kr. 1264.50 með 110 í mismun. Upplýsingar um vinninga í síma 99—1167. Slysavamadeildin þakkar öllum þeim, sem lagt hafa henni lið við byggingu björgunar- stöðvarinnar. Leiklist Silkitromman frumsýnd á laugardagskvöld Stórviðburður leikársins verður nú á laugardagskvöldið, en þá verður frumsýnd ný íslenzk ópera, Silkitromman. Tónlistin er eft- ir Atla Heimi Sveinsson, textinn er eftir ömólf Ámason, Gilbert Levine er hljóm- sveitarstjóri og stjórnar Sinfóníuhljómsveit Islands, danshreyfingar em eftir Nönnu Olafsdóttur, lýsingu annast Ámi Baldvinsson, búninga gerir Helga Bjömsson, en hún starf- ar sem tískuteiknari í París, leikmyndin er eftir Sigurjón Jóhannsson og Sveinn Einars- son er leikstjóri. Með hlutverkin i sýningunni fara Guðmundur Jónsson, en hlutverk hans er eitt af stærstu baritónhlutverkum sem til em, Olöf Kolbrún Harðardóttir, Helena Jóhanns- dóttir ballettdansari, Sigurður Bjömsson, Kristinn Sigmundsson, Jón Sigurbjömsson og Rut Magnússon. Söguþráðurinn segir frá vonlitilli ást gamals manns á ungri tískusýningardömu sem komin er á toppinn. Hún lifir í sínum lok- aða og skrautlega tískuheimi, söluvara sem tískukóngamir eiga, en gamli maðurinn er úr heimi almúgans og starfar sem gluggapúss- ari. Þessir tveir heimar era andstæðir eins og austur og vestur og ná aldrei að snertast. Aðeins þrjár sýningar em fyrirhugaðar á Silkitrommunni á Listahátíð. Hassið og Jói að hætta Á laugardagskvöldið er ítalski gamanleik- urinn Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo á fjölunum, en í þessu verki er fjailað um fikni- efnamál í gamni og alvöm. I stærstu hlut- verkum era Margrét Olafsdóttir, Gísli Halldórsson, Emil G. Guðmundsson og Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri er Jón Sigur- bjömsson. Nú em aðeins eftir tvær sýningar á þessu verki í vor. A sunnudagskvöldið er svo Jói Kjartans Ragnarssonar sýndur og em einnig aðeins eftir tvær sýningar á því verki. Þetta leikrit Kjartans hefur eins og reyndar öll hans fyrri verk hjá Leikfélaginu, vakið mikla athygli og verið sýnt i allan vetur við fádæma góðar undirtektir. Þau Jóhann Sigurðarson, Hanna Maria Karlsdóttir og Sigurður Karlsson em í stærstu hlutverkum. Ýmislegt Frá Ferðafélagi íslands Dagsf erðir Ferðaf élagsins: 1. Laugardag 5. júní gönguferð á Esju kl. 13. Sjöunda ferðin af níu í tilefni 55 ára afmælis F.l. Allir þátttakendur sjálfkrafa með í happ- drætti og er vinningur helgarferð að eigin vali. Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. Verð kr. 50,- 2. Sunnudag 6. júni, kl. 10. Gengið frá Kolviðarhóli milli hrauns og hliða í Grafning (Hrómundartindur). Verð kr. 100.- 3. Sunnudag 6. júní kl. 13. Nesjavellir og nágrenni. Verð kr. 100,- Farið frá Umferðarmiðstöðinni austan- megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir böm í fylgd f ullorðina. Helgarferðir 4.-6. júní kl. 20. föstudag. 1. Söguslóðir Sturlungu í Borgarfirði og Dölum. Gist í svefnpokaplássi. Fararstjóri: Ari Gíslason. 2. Þórsmörk. Gönguferðir við allra hæfi í fallegu umhverfi. Allar upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, öldugötu 3. Ferðafélag Islands. Flóamarkaður og kökusala Félags einstæðra foreldra veröur haldin að Skeljanesi 6 í Skerjafiröi í kjallara hússins laugardaginn 5. júní kl. 14. Odýru sœnsku gard- húsgögnin komin í miklu úrvali FURURHÚSGÖGN, MARGAR GERÐIR SÝNUM LAUGARDAG 0G SUNNUDAG KL. 10-16 BÁÐA DAGANA SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJAGÖTU 7 ÚRFIRISEY SÍMAR 14093 0G 13320. Þjónustuauglýsingar // Húsaviðgerðir Húsráðendur Tökum að okkur allar nýbyggingar, loftasmíði og klæðningar, veggjasmíði, klæðningar., hurðaísetningar, parketlagnir, hvar sem er á iandinu, stór og smá verk. Sturla Jónsson, byggingameistari, sími 41529 eftir kl. 17. Heilsurækt - íþróttir iirouo Sr LÍI[AA\SI*A'.lkT Brautarholti 4, Sími 22224 Ef þú ert meðal þeirra sem lengi hafa ætlað sér í líkams- rækt, skalt þú líta inn til okkar, því i Ápolló er lang- bezta aðstaðan. ÞÚ NÆRÐ ÁRANGRI í APOLLÓ Bílaþjónusta Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu I BIL ARYOVÖRNhf | Skeifunni 17 Q 81390

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.