Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Side 17
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR 5. JUNI1982. Arnia ^gnrðardóttir I Kvenna- si^usaM felamls í helgarvldtali karlmönnum sem hafa látíð sig varða kjör og réttindi kvenna, en mesta áherzlu leggjum við á að safna heimildum þannig að konur fái líka sinn hlut í sögu Islands. Eg skal taka hér eitt dæmi sem sýnir hversu konum eru gerð lítil skil í sögunni. Það er kafli úr bók sem heitír Gullöld Islendinga. Það er m.a. 16 blaðsíðna kafli um atvinnugreinar fommanna eöa réttara sagt um störf íslenzkra karlmanna á söguöld. Undir lok þessa kafla er svo komizt að orði: „Kvenfólk vann og engu síður en karlmenn, og vom dætur og konur höfðingja og heldri manna á söguöld við þvott, sauma og mjólkurstörf í seljum, og hirðum vér eigi að tína til sérstök dæmi þótt auðvelt væri.” — Höfundur hefur áður tínt til f jölmörg dæmi um störf karlmanna sem getið er um í sögunum. Hann virðist að- eins muna eftir dætmm og eiginkon- um höfðingja og þá helzt þeim sem vinna störf utan heimilisveggja í seljum og við þvotta og sauma inni við. Vefnaöinum gleymir hann þarna alveg og tóvinnu allri sem var ein- göngu í höndum kvenna, þó senni- lega ekki höfðingskvenna. Griðkonur á stærri bæjum og húsfreyjur á fá- mennari og fátækari bæjum lögðu fram krafta sína til að framleiða efni í klæönaö landsmanna, svo og sölu- vaming, útflutningsvörur, sem gaf í aðra hönd aðalkaupeyri Islendinga. — Á þennan hátt er farið að því að falsa söguna og þannig hefur hlutur kvenna gleymzt í kennslubókum í Islands- og í mannkynssögunni. Það er þvi mikilvægt að halda til haga öll- um heimildum um störf kvenna svo þær gleymist ekki áfram.” — Finnst þér tímabært að leggja niður kvenfélög ef við tölum út frá því að sumum finnst sem þar sé ekki jafnstaða þar sem um er að ræða félög sem samanstanda eingöngu af konum? ,,Nei, mér finnst eðlilegt að hópar, sem hafa sameiginleg áhugamál, séu út af fyrir sig. Kvenfélögin hafa gert og gera ómetanlegt gagn. I póli- tískum félögum ættu konur og karlar aö starfa saman, finnst mér, en reynslan virðist víða hafa sýnt að konurnar verða útundan, nema þær séuþátvíefldar!” — Hvert er álit þitt á sérstöku kvennaframboði? „Þessu verð ég að svara með því aö minna á að fyrir nær 70 árum tókst að fá ísienzka kariveldiö tíl að veita konum full stjómmálaréttindi tíl jafns við karla. Með jafnréttí í huga er sérframboð kvenna til bæjar- og sveitarstjórna, svo og til Alþingis, mér ekki alveg að skapi. En jafnrétti er aUt annað en jafn- staða. Jafnstaða með konum og körl- um er nú eitt aðaltakmark kvenrétt- indabaráttunnar, en á stjómmála- sviðinu bólar tæpast á jafnstöðu. Það er augljóst mál að eitthvað verður til bragðs að taka til þess að karlveldið geri sér f ulla grein fyrir því að konur hafa vilja, vit og dug til aö axla þann helming sem jafnréttið veitir þeim til þess að stjóma landi og þjóð, jafnt utan húss sem innan.” Anna hefur tekið tvö herbergi í íbúð sinni undir safnið, og ganginn að auki. Er nokkurt heimilislíf þegar safn er rekið inni á heimili? „Það er ekkert venjulegt heimilis- líf hjá mér,” segir Anna, ,,ég er ein, — en ég er ekki ein. Ég fæ mikið af gestum hingað í safnið, einkum koma margir nemendur hingað til að afla efnis í skólaritgerðir. Ég hef hér ljósritunarvél, svo nemendur geta fengiö ljósrit af því sem þeir óska eft- ir ef um er að ræða eitthvað sem ekki má fara út af safninu. Einnig geta þeir unnið hérna ef þeir óska eftir og ég gef þeim stundum kaffi ef þeir em hér á kaffitímanum. Hér er enginn sérstakur tími sem safnið er opið. Það getur verið allan daginn, eða á kvöldin, eftir því sem um semst. ” — Koma eingöngu stúlkur hingað? „Nei, karlmenn koma h'ka, en þó munfærri.” Hvers vegna ekki? — Hver voru tildrög að stofnun Kvennasögusafnsins? , JStofnunin á sér þó nokkuð langan aðdaganda. Það varKarin Westman Berg, dósent við háskólann í Uppsölum, sem kveikti í mér, en hún kom hingað á ráðstefnu norrænna kvenréttindafélaga árið 1968, en þessi ráðstefna var haldin á Þing- völlum. Hún hélt erindi um rannsóknir í kvennasögu og þá hugs- aði ég með mér: Hvers vegna skyldum við ekki einhvem tíma geta sett á stofn íslenzkt kvenna- sögusafn? Skömmu síðarhóf ég sam- skipti við kvennasögusöfnin í Gauta- borg og Árósum og sendi þeim ýmis skjöl og gögn um íslenzkar konur. Sumariö 1973 óskaöi kvenna- sögusafniö í Gautaborg eftir því í bréfi að Norræna húsið benti á þrjá fulltrúa frá Islandi tíl að sitja ráð- stefnu um samvinnu kvennasögu- safns á Norðuriöndum. Ráöstefnan var haldin í marzmánuði 1974 en sjálf gat ég ekki farið þó bent hefði verið á mig. Else Mia Einarsdóttír og Svanlaug Baldursdóttír sátu þessa ráðstefnu og þar var rætt um möguleikana á því að stofnsetja kvennasögusafn í Finnlandi, Fær- eyjum, Islandi og Noregi. Þær Else Mia og Svanlaug töldu að það safn af skjölum og bókum um íslenzkar konur, sem var í minni eigu, gæti vel nægt sem stofn að íslenzku kvenna- sögusafni. Lokaákvöröun um að stofna saf nið var tekin sumarið 1974 og um haustið ákváöum við að það skyldi formlega og hátíðlega stofnað á fyrsta degi alþjóðakvennaárs Sameinuðu þjóöanna, 1. janúar 1975.” I safninu er að finna merka hluti og má þar nefna bréf sem Olöf Briem, kcna séra Valgarðs Briem, skrifaði fyrir aldamótín til Guönýjar Guðmundsdóttur, ömmusystur önnu. I einu bréfanna segir Olöf frá því að svo mikil inflúensa hafi herjað á bæinn aö hún hafi fengiö lánaða stúlku frá öðrum bæ sér til hjálpar, en það hafi ekki dugað til, og ekki hafi einu sinni verið hægt aö steypa kerti tíl jólanna. „Guðný sú, sem um getur, fór ásamt annarri stúlku, Kristínu Hallgrimsdóttur, til náms í hjúkrun við Diakonisse Stiftelsen í Danmörku árið 1897,” segir Anna, „og fóru þær síðan aö starfa við Holdsveikraspítalann árið 1898 þeg- ar hann var opnaöur. Þær Guðný og Kristín eru fyrstu íslenzku konumar sem vitað er aö hafi fariö tíl h júkrunarnáms til útlanda.” Starfskrafta vantar Anna segir mér síðan skemmtílega sögu um að hér áður fyrr hafi það þótt eölilegt að stúlkur sem uröu fyrir ástarsorgum vildu helga sig störfum í þágu sjúkra, jafnvel endur- gjaldslaust. I sögunni segir frá konu, í Danmörku, sem frétti um unga stúlku sem ætlaði að fara að læra hjúkmn og varð henni þá að orði: , j"yrir hvaða sorg skyldi hún hafa orðið?” Árið 1947 bregður þessari skoðun fyrir í íslenzku kvennatíma- riti. I safninu er að finna fjöldamörg blöð og tímarit og ég spýr önnu hversu mörg tímarit þær kaupi. „Eg hef ekki nákvæma tölu yfir þau núna, en í árslok 1980 áttum við hér á safninu 34 margvísleg islenzk tímarit og 15 erlend, sum reyndar hætt að koma út. Þau sem við fáum koma út mánaöarlega og það fara mörg kvöld og næturtímar hjá mér í aö kynna mér efni þeirra. Það má reikna með að við kaupum helminginn af þessu, hitt fáum við gefins. Eg hafði keypt blaðið Intemationai Women’s News frá árinu 1951 og meira að segja skrifaði ég grein í blaðið árið 1952, að beiðni Dame Margery Corbett Ashby sem þá var ritstjóri. Hún var meðal stofnenda Aiþjóðasambands kvmna, Intemational Aliiance of Women, sem var stofnað í Berlín 1904 (ekki 1903 eins og víða er skrifað). Hún lézt í fyrravor, nær 100 ára að aldri.” — Eru systur þinar jafnréttis- sinnaðar eins og þú? „Já, já, við vorum aidar upp viö þetta, ómeðvitað má þó kannski segja. Við emm 6 systur á lífi núna. Ein systir mín var Kristín L. Sigurðardóttír sem var kosin alþingismaöur árið 1949, eitt kjör- timabil, en hún sat á þingi mestalian tímann tíl ársins 1956. Hún var mjög virk í margs konar félagsmálum. Hún var t.d. í stjóm KRFl frá 1952 tíl dauöadags 1971 og lengi í Mæðra- styrksnefnd.” — Ertu ekki einmana núna, alin upp á stóm heimili og hefur sjálf verið gift og eignazt þr jú börn? „Nei, ég er ekkert einmana. Mér leiðist aldrei, nema hvað mér leiðist hvað ég er farin að missa starfs- krafta og kem því litlu í verk. Það er verst hvað lífið líður hratt. Ég vildi hafa miklu meiri tíma og orku til aö sinna þessu. Eg hef alltaf meira en nóg að gera. Núna er ég að reyna að ljúka við ritsmíð mína, Vinna kvenna á Islandi í 1100 ár, og svo era alltaf ótrúlega mörg bréf frá útlönd- um sem þarf að svara. Ég er hérna til dæmis með bréf sem ég var að fá frá Bandaríkjunum, frá safni sem er nýstofnað í Washington og heitir The National Museum of Women’s Art. Þar er beðið um heimildir um íslenzkar listakonur á mörgum sviðum” Enn er langt í land Taliö berst að elli og í framhaldi af því gleymsku margra sem komnir eru til ára sinna. Anna segir hlæjandi að hún hafi einu sinni sagt: „Ef ég myndi ekki ártaliö sem ég er fædd væri ég löngu orðin fimmtug.” „Eg var eitthvað innan við fimmtugt þegar ég lét þessi orð falla,” segir Anna, „en ég byrjaði að skrökva tíl um aldur strax um fermingu, því þá þótti ég fullorðins- leg, svo ég sagði alltaf að ég væri bráðum að verða 15 þegar mig vantaði hólft ár upp á aldurinn, bráðum að verða 16 o.s.frv., en það var svo þægilegt. þar sem ég er ekki fædd fyrr en í desember og ártaliö var því rétt. Svo hef ég eiginlega haldiö þessum sið gegnum árin og þarf ég þá að hugsa mig um þegar ég áafmæU!” — Reiknar þú með að Kvenna- sögusafnið verði til húsa að Hjarðar- haga 26 til eilífðarnóns? „Nei, alls ekki. Draumur okkar er að komast í Þjóðarbókhlööuna, og í fimmtu grein reglugerðar safnsins segirsvo: ,JCvennasögusafn Islands sem sUkt má aldrei leggja niður. Verði safninu, að mati stofnenda eða arftaka þeirra í starfi, tryggð fram- tíðarvist og starfsskilyrði á vegum Þjóðarbókhlöðu eða annars ríkis- bókasafns eöa skjalasafns, má fella safnið inn í þaö safn sem sérdeild með sínu sérheiti. — Kvennasögu- safn Islands verður þá ekki lengur sjálfseignarstofnun, heldur eign íslenzka ríkisins með sérstökum samningi við stofnendur safnsins eða arftakaþeirra.” ” — Eln hefur þú sjálf hugsað þér að starf a í þessu mikiö lengur ? „Já, eftír því sem mínir starfs- kraftar leyfa. Ég er núna að reyna að ljúka við það sem ég hefi nú á prjónunum og svo mikill tími hefur fariö í það undanfama mánuði að ég hefi varla gefið mér tíma til að hlusta á útvarp. Einnig hefi ég safnað saman 30 ritgerðum, sem ég hefi skrifað og tílheyra nútímanum, 1960—1980, og hefi hug á að gefa þær út einhvern tíma.” (Skrá yfir rit önnu er að finna í bókinni , Jíonur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðar- dóttur” sem kom út áriö 1980.) — Finnst þér mikið hafa áunnizt í jafnréttismálum? „Jafnréttið telst fengið að lögum, en langt er enn í land að jafnstöðu kvenna og karia í þjóðfélaginu, bæði innan heimilis og utan.” Með þessum orðum lýkur við- talinu við Önnu Sigurðardóttur. Hún hefur frá mörgu að segja og hjá henni er margt aö sjá svo þeir sem enn ekki hafa komið í Kvenna- sögusafn Islands ættu aö láta veröa af því hið fyrsta. Hún er oftast heima, konan sem veitir safninu for- stöðu i ólaunuðu starfi, og krefst einskis fjrir sjálfa sig, annars en þess að sjá jafnstöðu karla og kvenna komast á í raun og að vita að saga íslenzkra kvenna verður héðan af ekki látin gleymast. ■' -AKM. Atdfs Hafstað bókasafnsfrœðíngur starfar / hlutastarfl / safnlnu. 17 IjcMusGuniarV.Andréæon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.