Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Qupperneq 32
Meirihluti yfimefndar ákvað 10,5% fiskverdshækkun: Hskvinnslan þarf 10J5% gengislækkun — segir Árni Benediktsson — hagsmunum sjómanna stefnt íalgjöra tvfsýnu, segir Ingólf ur Ingólfsson — ríkisstjórnin virðist stef na að allsherjar gjaldþroti útgerðarinnar, segir Kristján Ragnarsson ,,Til aö bera launahækkanir 1. júní og hækkun fiskverös þarf fisk- vinnslan nákvæmlega jafnmikla gengislækkun, 10,5 prósent,” sagði Ámi Benediktsson, annar fulltrúa fiskkaupenda í yfimefnd Verölags- ráös sjávarútvegsins. Hækkun fiskverös um 10,5% var ákveðin í gær af oddamanni yfir- nefndar, Olafi Davíössyni, og full- trúum fiskkaupenda, þeim Árna og Eyjólfi ísfeld Eyjólfssyni. Ingólfur Ingólfsson, fulltrúi sjómanna, og Kristján Ragnarsson, fulltrúi útvegsmanna, greiddu atkvæöi gegn veröákvöröun þessari. Fulltrúar fiskseljenda, þeir Ingólfur og Kristján, létu bókanir fylgja með fiskverösákvöröuninni. I bókun sinni segir Ingólfur meðal annars að hagsmunir sjómanna hafi gjörsamlega verið fyrir borö bornir. Ljóst sé aö tekjur sjómanna hafi dregizt saman um fjóröung eöa meira það sem af er árinu vegna minni og óhagstæöari afla. Því sé hagsmunum sjómanna stefnt í algjöra tvísýnu með verðákvörðun þessari sem stjómvöld hafi knúiö fram. „Meö þessari fiskverðsákvöröun er ekkert tillit tekið til minni þorsk- afla og rýrnandi aflaandvirðis,” segir Kristján Ragnarsson í bókun sinnL „Togararnir hafa veriö reknir meö 30—40 prósent halla það sem af er árinu og er þaö staðfest af Þjóðhags- sto&iun,” segir Kristján. Hann segir ennfremur að ríkisstjóm sem neiti aö horfast í augu við minnkandi afla virðist stefna aö því aö leiða yfir þjóðina allsherjar gjaldþrot út- gerðarinnar meö tilheyrandi atvinnuleysi. -KMU. Þeir eru aldeilis stoltir og ánægðir, strákarnir sem búnir eru að byggja þennan kofa á smíðavellinum við Breiðagerðis- skó,a (DV-mynd GVA). HJOLAÐ A ÞINGVOLLIDAG Hjólreiöakeppni Hollywood og Hótel Valhallar verður í dag og á morgun. Klukkan 12 á hádegi í dag hittast keppendur við Hollywood. Veröur hjólaö þaðan í einni fylkingu upp á Ár- túnshöfða og þar veröa hjólreiöa- mennirnir ræstir klukkan 13. Þegar síðast fréttist höfðu tugir manna látiö skrá sig til keppni. Eins og sagt var frá í DV í gær verður hjólaö til Þingvalla i dag, gist þar í nótt og hjólaö til baka á morgun. Veröur lagt upp frá Þingvöllum á morgun klukkan 15 og búizt er viö fyrstu mönnum í bæinn milli klukkan 17 og 18. Endamarkið er á Ártúnshöföa en formlega verður keppninni slitiö á tröppunum á Hollywood þar sem veitt veröa verðlaun í þremur aldurs- flokkum: 13 til 14 ára, 15 til 16 ára og 17 ára og eldri. Fyrstu verðlaun í öllum flokkum veröa eignarbikarar en verölaunapeningar í önnur og þriöju verðlaun. Þá verða sérstök verðlaun veitt þeimerfyrsturkemurímark. Eru ökumenn, sem leið eiga til og frá Þingvöllum á þeim tíma er keppnin fer fram beðnir aö sýna tillitssemi. ______________________________KÍL. Flugumferðarstjórinn sem hótað er brottrekstri úr eigin stéttarfélagi: .. Vísa ásökunum á „Eg vísa öllum ásökunum í máli þessu á bug. Ég mætti tilkvaddur á fundi í starfshópi sem kanna átti mannaflaþörf viö flugumferöarstjórn í Keflavík. Ég var staögengill flugum- feröarstjóra í veikindum hans og var aö gegna skyldustörfum mínum sem opinber starfsmaöur. Eg staðfesti ein- ungis skoöun mína í máli þessu meö til- liti til þeirra athugana sem fram höfðu fariö á mannaflaþörfinni. ” Þetta voru ummæli Olafs Haralds- sonar flugumferöastjóra vegna til- lögu þeirrar sem fram er komin um að reka hann úr Félagi flugumferðar- stjóra. DV greindi frá tillögu þessari í gær. Málefni Keflavíkurflugvallar heyra undir vamarmáladeild utanríkisráöu- neytisins. Helgi Ágústsson hjá vamar- máladeild haföi samband við DV og vildi gera athugasemdir um mál þetta. Hann sagöi að starfshópur heföi verið skipaður árið 1979 til að kanna mannaflaþörf viö flugumferöarstjóm á Keflavíkurflugvelli. Flugmálastjórnin á Keflavíkurflug- velli skipaði starfshópinn í samráöi við varnarmáladeild og Fjárlaga- og hag- sýslustofnun. Niöurstööur hópsins voru þær að hæfilegt væri aö hafa fimm menn á dagvakt og þrjá á næturvakt. Helgi sagöi aö í starfshópnum heföi átt sæti meðal annarra fulltrúi flugumferöar- stjóranna og hefði hann skrifað undir áUtiö. Fjórir flugumferöarstjórar hafa veriö á næturvakt á Keflavíkurflug- veUi en þeim var fækkaö í þrjá um helgar. Sú ráöstöfun oUi mikUU gremju í Félagi flugumferðarstjóra og vUja menn þar reka Olaf Haraldsson úr fé- laginu fyrir að standa með f ækkun: -GSG frfálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ1982. Flautusnilling- urínn James Galway ekki á Listahátíð Irski flautuleikarinn James Galway viðbeinsbrotnaði þannig aö hann getur ekki leikið á Listahátíö. Fyrirhugað var aö Galway léki einleik meö Sinfóníuhljómsveit Islands á miðviku- dag. Veriö er aö leita að öömm flautu- leikara sem hlaupið getur í skaröið. Ohapp þetta kemur í veg fyrir að Islendingar njóti snUU Galways, a.m.k. um sinn, en hann þykir einn bezti flautuleikari heims. -JH. Iðnaðarmenn: Afmælishátíð í Gamla bíói Landssamband iönaöarmanna held- ur hátíöarfund í Gamla bíói i dag klukkan 13.15. Tilefni fundarins er 50 ára afmæli Landssambandsins á þessu ári. Einnig eru 70 ár liðin frá upphafi samvinnu systursamtaka sámbands- ins á Norðuriöndunum. Forseti Islands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, er heiöursgestur fund- arins. Siguröur Kristinsson, forseti Landssambandsins, flytur hátíöar- ræðu. Ávörp flytja dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráöherra og Hjör- leifur Guttormsson iönaðarráöherra. Einnig flytur fulltrúi Norræna iðn- ráösins ávarp. Gísli Magnússon og Gunnar Kvaran leika saman á píanó og selló. -GSG. Útvarpið þegirenn Enn stendur allt fast i deilu tæknimanna útvarps og viðsemjenda þeirra. Engar viöræður hafa farið fram milli deiluaöila og enginn sátta- fundur veriö boðaður. -KÞ. Sauðárkrókur: Kæran könnuð Bæjarstjóm Sauöárkróks ákvaö á fundi í gær aö fá tvo lögfræðinga, þá Eirík Tómasson og Þórð Gunnarsson, sér til ráðuneytis vegna úrskurðar í kærumáli efsta manns A-listans, Jóns Karlssonar. Frestur bæjarstjómar til aö skera úr um málið rennur út næst- komandi miövikudag, 9. júní. Viöræður Framsóknarflokks og Alþýðubandalags um myndun meiri- hluta eru nú á lokastigi. Er taliö nær vist aö þessir tveir flokkar myndi næsta meirihluta í bæjarstjórn Sauðár- króks. -KMU. LOKI Ætii þeir hjá útvarpinu njóti þess ekki að loka á Ragnar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.