Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR 26. JUNI1982. 15 Mihhuil Tal á shotshónum Líklega er enginn erlendur skák- meistari vinsælli hér uppi á Fróni en leikfléttusnillingurinn frá Ríga, Mikhail Tal. Frá því hann varð heimsmeistari og ekki síst eftir að hann tefldi á Reykjavíkurskákmót- inu 1964 hefur dyggur hópur ís- lenskra aðdáenda fylgst með ferli hans. Það kom nefnilega í ljós að maðurinn sjálfur var ekki síður skemmtilegur en taflmennskan, ávallt leiftrandi af lífi og f jöri. Það eru því ánægjuleg tíðindi fyrir marga, er Tal stendur sig vel. Hann hefur alla tíð verið heiisuveill og árangur hans því stundum ekki upp á marga fiska. En þess á milli „brillerar” hann og heldur aödáend- um sínum við efnið. Síöasta ár var gott ,,Tal-ár”, en afturkippur kom í þróunina í byrjun þessa árs — hon- um gekk t.a.m. herfilega á stórmót- inu í Wijk aan Zee. Nú virðist hann hins vegar aftur kominn á skrið, því nýlega varð hann efstur á tveimur stórmeistaramótum í Sovétríkjun- um. Þessir tveir sigrar Tals voru í Jerevan og Moskvu. I Jerevan hlaut hann 10 v. af 15 mögulegum, en jafnir í öðru sæti voru Bagirov, Vladimirov og Lputjan, sem allir fengu 9 v. Síöan kom góðkunningi okkar Islendinga, hinn hárprúði Abramovic, sem náði stórmeistaraárangri á Reykjavíkur- skákmótinu í febrúar. I Jerevan tap- aði Abramovic þremur fyrstu skák- unum, svo stórmeistaraárangurinn var úr sögunni. En hann gafst þó ekki upp og fékk 8 1/2 v. úr 12 síðustu skákunum. Mótiö í Moskvu var öllu sterkara, en þar deildi Tal sigrinum meö landa sínum Vaganian, með 9 v. Geller og Knaak komu næstir, en alls tefldu 8 stórmeistarar á mótinu. Árangur Tals því mjög góöur og nú bíöa menn spenntir eftir millisvæðamótinu í Moskvu í september. Skákstíll töframannsins frá Ríga hefur breyst mikið frá því á árunum um 1960. Þá var hann frægur fyrir aö taka mikla áhættu í skákum sínum og hafði mjög í heiðri máltækið „fóma fyrst og hugsa svo”. Síðan hefur mikiö vatn runnið til sjávar. Greina má sterk áhrif frá Karpov í taflmennsku hans nú. Helst kýs hann að hafa allt á hreinu, en leikfléttu- hæfileikarnir em þó alltaf til staðar. Hér kemur dæmigerð skák, tefld á mótinu í Jerevan. Stuöst er við athugasemdirTalsí „64”. Hvítt: Mikhail Tal Svart: K. Grigorjan Enskur leikur. 1. e4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. g3 Bb4 5. Rd5 Bc5 6. Bg2 d6 7. 0-0 0-0 8. e3 a5 9. b3 Rxd510. cxd5Rb4. Hér kemur stöðumynd í „64”, en fyrstu 10 leikirnir eru ekki gefnir upp. Leikjarööin gæti því verið önn- ur, en þaö skiptir ekki öllu máli. Þetta er sama afbrigði og í 15. ein- vígisskák Kortsnoj og Karpov í Meranó. 11. d4 exd4 12. Rxd4 Bxd4 13. exd4 He8? Svartur varð að reyna 13. -c6 14. dxc6 bxc6, því nú lendir riddarinn í vandræðum. 14. a3 Ra615. Bd2! b616. b4 Rb8. Ekki er það fagurt, en eftir 16. - axb4 17. axb4 er hótunin 18. b5 mjög óþægileg. Tal gefur upp eftirfarandi þvingað framhald: 17. -Bd7 18. Hel Bb5 19. Bfl Dd7 20. Hxe8+ Dxe8 21. Bxb5 Dxb5 22. Dfl Dxfl+ 23. Kxfl b5 24. Ha5 Kf8 25. Hxb5 og svartur fær „þungt” endatafl. 17. bxa5 bxa518. Hel a419. Dh5! Bd7 Eöa 19. -Rd7 20. Bg5! Hxel+ 21. Hxel Df8 22. Be7 De8 og nú 23. He3 eða 23. Ddl og svartur á ekkert svar við 24. Bxd6. 20. Be4 g6 21. Dh6 Df6 22. Bg5! Dxd4. 22. -Dg7 er auðvitað svarað með 23. Dh4 og síðan 24. Bf6. 23. Dh4 Dg7. Hvað annað? Tal hafði hugsað sér að svara 23. -Kg7 meö 24. Hadl Db2 25. Bd3 og svarti riddarinn kemst ekki í leikinn — ef 25. -Ra6 26. Hxe8 Bxe8 27. Bxa6 Hxa6 28. Bh6+ Kg8 29. De7! ogvinnur. 24. Bh6 Dh8. 25. Bf5! Laglegur leikur. Svartur getur sig hvergi hrært! 25. -Dc3 26. Hxe8+ Bxe8 27. Hcl De5 28. Dd8! gxf5 29. Kfl!! Rúsínan í pylsuendanum. Svartur á ekkert svar við hótuninni 30. Hel og gafst því upp. Líklegt framhald er 29. -Rd7 30. Dxa8 Rf8 31. Hel Bb5+ 32. Kg2! og mátið blasir við. Eins og lokastaðan í skákinni ber með sér, fékk svartur engan frið til þess að koma mönnunum drottningarmegin í spilið. Svona á að tefla skák! Landslið íslands valið Ingi R. Jóhannsson, landsliös- einvaldurinn í skákinni, hefur nú kunngert skipan íslenska landsliðs- ins sem teflir við Englendinga í Middlesborough 11. og 12. júli nk. Skák Jón L Árnason Keppnin er liður í Evrópukeppni landsliða í skák og ræður úrslitum um það hvor sveitin kemst áfram í úrslitin, sem fram fara á næsta ári. Englendingar hafa hálfs vinnings forskot á íslensku sveitina. Teflt er á 8 borðum, tvær umferðir og hefur Ingi valiö eftirtalda skákmenn til keppninnar; innan sviga er núver- andiEló-stigatala: Stórmeistarana Friðrik Ölafsson (2530) og Guðmund Sigurjónsson (2435); alþjóðlegu meistarana Jón L. Ámason (2445), Inga R. Jóhannsson (2435), Helga Olafsson (2430), Mar- geir Pétursson (2415) og Hauk Angantýsson (2400); og „hálfa al- þjóðameistarann” Jóhann Hjartar- son (2425). Varamenn verða þeir Sævar Bjamason og Elvar Guðmundsson. Þetta er áreiöanlega sterkasta skáksveit sem Islendingar hafa nokkm sinni stillt upp. Búast má þó við aö róðurinn verði þungur, því Englendingar standa framarlega á skáksviöinu. Sterkustu menn þeirra eru Miles, Nunn, Stean, Keene, Speelman og Mestel, sem allir em stórmeistarar. Myndin er af norsku bridgemeisturunum Lien og Breck, sem margir álíta besta par norska liðsins. Á milli þeirra er Baldur Kristjánsson, þáverandi form. Bridgefélags Reykjavíkur. Island í þridjasætiá Míbrídge Noregur vann yfirburðasigur í nýaf- stöðnu Norðurlandamóti í bridge, enda engir aukvisar þar á ferð — Breck og Lien, Hellnes og Stabell, Aaby og Norbye. Sama lið gæti hæglega unnið Evrópumeistaratitil hvenær sem væri. ísland jafnaði sinn besta árangur í Norðurlandamóti til þessa og fjór- menningamir Jón-Valur-Þorlákur- Sævar eiga lof skilið fyrir góða frammistööu. Þriðja sætið í þetta sterku móti er enn ein skrautfjöður í hatt þeirra félaga. Þaö er hins vegar athyglisvert að svo mikill var yfir- burðasigur Norömannanna að þriðja sætið vinnst á 19 stigum undir meðal- skor. Röö og stig þjóöanna vóru annars þessi: 1. Noregur229 2. Svíþjóð 163 3.1sland 141 4. Danmörk 136 5. Finnlandll4 Spilaðir voru fjórir 20 spila leikir milli þjóðanna og var árangur Islands eftirfarandi: Noregur Svíþjóð Danmörk Finnland 10-10 5-15 13- 7 12- - 8 3-17 5-15 3-17 10- -10 1-19 20-2 13- 7 ' 10- -10 8-12 5-20 20-1 13- - 7 22-58 25-48 49-30 45- -35 Árangur Islands er talinn á undan. Sviþjóð sigraði örugglega í kvenna- flokki með 214 stigum, en Danmörk varð í ööm með 161 stig. Sveit Rosenkranz vann Vanderbiltbikarinn Nýlega lauk einu virtasta landsmóti Bandaríkjamanna — Vanderbilt- keppninni. Sigurvegarar aðþessusinni varð sveit undir forystu G. Rosen- kranz, en ásamt honum spiluðu Pre- cisionstjömurnar Rodwell og Meck- stroth, Jacoby, Passell og Wold. Rodwell og Meckstroth eru tveir af núverandi heimsmeistumm í bridge og hér er spil frá mótinu sem Rodwell leysti vel. Austur gefur/a-v á hættu Nordur * A94 0 ÁDG95 Vkstur * ÁK962 AtJ-TPl! ♦ D7632 A G8 V ÁK6 ’ 10854 0 K43 ” 108762 * 104 SlJIHJR á K105 * DG r: DG9732 0 — * 8753 Með Meckstroth og Rodwell n-s, þá gengu sagnir á þessa leiö: Austur Suður Vestur Noröur pass pass 1S 2G pass 3L pass 3S pass 5L pass 6L pass pass pass Vestur spilaöi út hjartaás og sagn- hafi trompaði. Hann trompaði síöan tígul heim, fór inn á trompás og horfði TÖ Bridge Stefán Guð johnsen með áhuga á trompdrottninguna frá austri. Síðan trompaði hann annan tíg- ul og spilaði hjartadrottningu. Þegar vestur lagði ekki á, þá trompaði hann í blindum og spilaði þriðja tíglinum og trompaöi með síðasta trompinu heima. Síðan trompaði hann hjarta, tók trompkóng og átti afganginn af slögun- um Það lærdómsríkasta við spilið er þó sennilega það að ekki er ráölegt aö opna á hindrunarsögn með jafngóð spil og suður hefur í reynd. Það sýndu sagnimar á hinu borðinu sannarlega. Suður opnaði í annarri hönd á þrem- ur hjörtum og fékk að spila þau. Hann fékk reyndar tíu slagi, en það var lítið upp í slemmuna á hinu borðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.