Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ&VISIR. LAUGARDAGUR 26. JUNI1982. 17 Þegar ég fer á eftörMmm get ég ehhi hugsað mér töireruna án bama Aðalheidur í Sókn segir frá hugmynd um tilraunablokk með kynslððablöndun. Ehnfiremur frá reglum lifeyrissjöða §em bindra flmðabygguigar Þessir þrir gæjar íkúrekaleik.... . . . verða smátt og smátt virðulegir borgarar sem horfa yfir farinn veg. „Það væri gaman, ef verkalýösfélög- in byggðu tilraunablokk, þar sem ólíkum aldurshópum væri blandað saman,” sagöi Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir í Sókn, þegar við spuröum hana ábts á byggingamálum aldraðra. „Sjálfri fyndist mér dásamlegt aö búa í íbúðum aldraðra eins og á Dal- braut. Satt að segja langar mig oft að verða þar eftir, þegar ég kem í heim- sókn. Aöeins eitt mælir gegn því: ég gæti ekki hugsað mér að eiga þess aldrei kost að bjóða inn til mín bami. Núna fer ég á mis við að njóta barna. Vinnudagurinn er langur og maður er orðinn of þreyttur til aö sinna þeim, þegar amstrinu lýkur á kvöldin. En þegar ég fer aö lifa á mínum eftirlaunum get ég ekki hugsaö mér til- verunaánþeirra.” Gamlir og ungir mundu hjálpa hverjir öðrum... Nútíma hagræðing leiðir af sér að hver kynslóð lendir í hólfi fyrir sig og lítið samband á milli. Mörg börn í dag þekkja ekkert gamalt fólk. Erlendis er víöa farið aö byggja bamaheimili og íbúðir aldraðra á sama stað. Og frá Noregi heyrðum við yndislegasögu: Þar brann barnaheim- ili og meðan verið var að byggja nýtt fengu litlu krílin inni á elliheimilinu. Þegar aö því kom að þau áttu að flytja til baka var táraflóð og sorg á báða bóga og sár söknuður. ,,I tilraunablokk eins og þeirri sem mig dreymir um yrðu ýmis félagsleg vandamál leyst innan veggja. Eldra fólkið gæti fengið heimilishjálp hjá þeim yngri gegn sanngjömu gjaldi. Það yrði hlýlegt fyrir börnin að geta litiö inn hjá þeim eldri, en annars vildi ég hafa sérstakt athvarf á daginn fyrir skólaböm ísvona húsi.” ... og vandamál lykla- barnanna yrðileyst „Þaö er svo dapurlegt,” segir Aöalheiöur „aö sjá krakka koma úr skóla og enginn heima. Þau hringja dyrabjöllunni, full eftirvæntingar á svip. Síðan kemur vonbrigðaskeifa á andlitið og litla höndin þreifar ofan í vasa eða niður í hálsmálið eftir hús- lyklinum. Þess vegna ætti ein íbúðin í húsinu aö vera notuö handa þeim á daginn. Einhver húsmóðirin yrði fengin til að taka á móti þeim, gefa þeim kakó og hlusta á fréttir dagsins. Hún gæti kannske þannig drýgt tekjurnar svo henni yrði kleift að vera heima með eigin böm. Á kvöldin yröi þessi sama íbúð notuð sem samkomustaöur fyrir þá eldri. Þar gætu þeir hitzt til aö spjalla saman, spila eða horfa á sjónvarpið.” Lífeyrissjóðum erbannaðað byggja íbúðir Aöalheiður segir, aö oft hafi komið til tals innan verkalýöshreyfingarinnar að byggja yfir eldri meðlimi, enda í hópi þeirra margir, sem aldrei hafa eignazt eigið húsnæði þrátt fyrir að hafa unniö hörðum höndum alla ævi. „Fyrir fáum missemm var samþykkt á aðalfundi Sóknar tillaga frá stjóm- inni um að byggja íbúðir fyrir aldraða félaga. Skyldi fjármagniö koma frá lífeyrissjóðnum. En tillagan strandaði á almennri reglugerö lífeyrissjóða. Þar segir að þeir megi hvorki kaupa né byggja önnur hús en þeir þurfa fyrir eigin starfsemi.” Hún bendir á að alþingi hefur gengið lengra og lengra í að tryggja ríkisvald- inu umframfjármagn lifeyrissjóöanna með því að láta þá kaupa verötryggö ríkisskuldabréf. Verkalýðsfélögin em nú skyldug til að verja 40% af tekjum lífeyrissjóðanna til kaupa á slikum bréfum. Verkamannabústaðir í Laugarásnum ,,Um það er ekki að fást. Meiningin með lífeyrissjóðnum var að tryggja eftirlaunin og meö skuldabréfa- kaupunum eru fjármunirnir vel ávaxtaðir. En ég veit að ýmsir meölimir verka- lýöshreyfingarinnar eru með ágætis- hugmyndir til lausnar á þessum málum. Til dæmis hefurÁmi Jóhanns- son, verkamaður í Dagsbrún, fyrir löngu stungið upp á að verkamanna- bústaðir verði reistir í Laugarásnum. Mörgu eldra fólki — og reyndar ungu líka — er illa við að flytja út fyrir bæjarmörkin. Á þessum stað gæti það einnig notið góðs af þjónustu sem boðin er á Hrafnistu. Mér finnst þetta vera hugmynd sem ekki hefur verið gefinn eins mikill gaumur og vert væri. En fólk er svo önnum kafið og flestir búnir að kasta sér út í meira en þeir geta — kannske gætu blöðin hjálpaö til að leiða þá saman sem gætu hugsað upp lausnir á þessum málum. Okkur varðar svo miklu meira um þaö hvernig fer um aldrað fólk í þjóðfé- laginu okkar heldur en hvernig fötum Rakel Welch og hennar líkar ganga í daglega....” ihh REYKJAVÍK, í DAG KL. 4 E.H. Á MELAVELLIIMUM. Á MORGUN - SUNNUDAG KL. 4 og KL.8 E.H. ÞEIR ERU KOMNIR AFTUR HINIR HEIMSFRÆGU Htll BRIVtRS Miðaverð 60 kr. fyrir fullorðna, 30 kr. fyrir sæti 20 kr Storkostlegar aksturslistir. Ekið á tveim hjólum: Stokkið á bilum Mótorhjólastökk, trúðar ásamt fjölda annarra aksturslista og skemmtiatriða á 90 minútna sýningu. Heimsins mestu ökugarpar i aksturslistum. Stórkostleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Stykkishólmi ísafjörður 29. júní þriðjud. 1. júlí fimmtud. Sauðárkrókur Akureyri Húsavík 3. júlí laugard. 4. júlí sunnud. 5. júlí mánud. LANDSSAMBAND ISLENSKRA AKSTURSlÞRÓTTAFELAGA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.