Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. NOVEMBER1982. 7 GÚMMÍVINNUSTOFAN Skipholti 35 — Reykj.avik — Simi 31055. 2175 Þarna er vel merkt. Innihald og nafn framleiðanda. Fleiri bakarar þyrftu aó gera slikt hiö sama. D V-mynd Bj. Bj. Hjólbarðasólun Kaldsólun — Heitsólun Úrvals dekk — Einstakt verð Fljót og örugg þjónusta ^ A. PRJÖNASTOFAN Uðuntu. MERKJA ILLA BRAUÐ OG KÖKUR en kæra erlenda starfsbræður sína fyrir sama verknað „Viö höfum lagt mjög hart aö íslenskum bökurum að merkja vöru sína vel. Viö krefjumst þess sama af okkur sjálfum og erlendum bökurum,” sagöi Jón Albert Kristinsson, for- maöur Landssambands bakara- meistara. Nýlega kæröi félagið erlenda bakara fyrir aö flytja til landsins kökur sem væru ekki merktar meö innihaldi og síöasta söludegi ásamt framleiöslu- degi. íslenskar reglur kveöa svo á að allur matur sem seldur er í luktum umbúöum skuli vera þannig merktur. Verulegur misbrestur er hins vegar á þvi aö íslenskir bakarar geri þaö sem þeir eru að kæra erlenda félaga sína fyrir að gera ekki. Þar sem ég kaupi brauö fæ ég þau til dæmis afhent i glærum plastpoka, gjörsamlega ómerktum. Ekki einu sinni nafn brauðsins er á pokanum. Víöa annars staöar hef ég séð svipaöar merkingar. Margir merkja eitthvað og einstaka maöur verulega vel. En flestir, er mér óhætt aö fullyrða, gera þaö illa eöa alls ekki. Síðasta söludag eöa framleiöslu- dag hef ég aldrei séö merktan á íslensk brauö eða kökur. Fróöir menn segja mér þó aö slíkt sé á brauðum Mjólkur- samsölunnar a.m.k. Kannski er þaö bara tilviljun. Kannski er hér líka i gildi dæmisagan um flísina í auga bróöurins og bjálkann í eigin auga. Eg notaöi tækifæriö til þess aö spyrja Jón um annaö atriði. Þaö er verö á því aö skera brauö. Þar sem ég versla kostar þaö þrjár krónur og fimmtíu aura á brauð. Skurður þess tekur um það bil 20 sekúndur. Ég hef heyrt um hærra verö á þessari athöfn, allt upp í fimm krónur. „Verðið væri ekki svona hátt ef ekki væru vísitölubrauðin,” sagði Jón. Hann rökstuddi þaö meö því að tap á vísitölubrauðunum væri þaö mikið aö bakarar yröu aö vinna sér inn peninga meö því að skera brauöin. Þeir hefðu ekki í sínum hópi komið sér saman um verö fyrir þaö en allir sem hann vissi um heföu eitt jafnaöarverð fyrir aö skera brauð, hvort heldur væru vísitölubrauðeöa önnur. Islensk brauö eru verulega góö. Þau er hægt aö fá fersk og ný allan ársins hring. En það er ekki nóg. Neytendur eiga kröfu á því að fá vel rrierkt brauð, meö síðasta söludegi og fram- leiðsludegi merktum á umbúöirnar og K án þess aö borga fáránlegt verö fyrir.' Verö upp í 25 krónur fyrir brauð er út í hött. Sama þyngd ætti líka alltaf aö vera á brauðunum. Eg hef tekið eftir því aö oft þegar verö brauðanna hefur hækkaö hafa þau minnkaö og lést. Og jafnvel á milli verðhækkana. Skuröur á brauöi ætti vitaskuld aö vera ókeypis eöa í hæsta lagi að kosta nokkra aura. önnur leið hlýtur að finnast til aö borga tapið á vísitölubrauöunum. DS. DÖMUPEYSUR PRJÓNAKJÓLAR HEILIR OG TVÍSKIPTIR 2191 BARNAPEYSUR, HEILAR OG HNEPPTAR HERRAPEYSUR OG VESTI LEGGHLÍFAR 2177 PRJÓNABUXUR Villti tryllti Villi: VATNSGLÖSIN SELD TIL AÐ KOMA í VEG FYRIR ÓÞRIFNAÐ Oánægöur unglingur, sem ómögu- lega vildi segja til nafns, hringdi og kvartaöi yfir verölagi á skemmti- staönum Villta tryllta Villa. Sagði hann aö drykkjarföng væru þar dýr og meira að segja vatnið selt. Tómas A. Tómasson var spurður um þetta. Hann sagðist ekki selja nokkrum manni vatn. Hitt sagöist hann gera aö selja krökkunum glös til að drekka vatn úr. Væru þetta plastglös sem kostuöu hann sjálfan krónu og tíu aura en væru seld á krónu hvert. Væri þaö aöeins gert til þess aö krakkarnir dreiföu ekki glös- unum um næsta nágrenni staðarins. Þau gætu keypt sér glas í upphafi kvölds og notaö þaö allt kvöldiö og jafnvel haft meö sér heim og komið meö þaö aftur næsta dag. Varðandi gosdrykki sagöi Tómas aö þeir væru ódýrari en á flestum veitingastöðum. Kostuöu þeir 12 krónur eöa 16 krónur eftir stærö glasa. Víða væru sams konar glös seld á 30 krónur. Allt starfsfólkiö sem ynni við gossöluna væri á nætur- vinnukaupi. Reiknaö væri út á hverjum degi hvaö inn kæmi og væri þaö ævinlega svo aö tap væri á gos- sölunni. Þaö færi allt niöur í helming krakkanna sem kæmu á staðinn sem keyptu gosdrykki. Inngangseyri á Villta tryllta Villa væri líka haldiö í algjöru lágmarki. Hann væri 99 krónur virka daga en 110 um helgar þegar hljómsveit spilaði. Á sveita- böll kostaði hins vegar 180 til 200 krónur. -DS. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur fe\e*sV>Vt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.