Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Blaðsíða 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUH16. NOVEMBER1962. Victoria Maria, 17 ára og Britt Ektand 40 ára. „Frábært aö eiga fallega mömmu” sem allir karlar hópast í kringum, segir dóttir Britt Ekland Britt Ekland er ætíö jafnfögur þótt árin séu orðin 40. Hún hefur orö á sér fyrir að vilja helst unga stráka er hún velursérkarlmenn. En Britt á dóttur sem er næstum jafn gömul og sumir elskhugar Britt á síö- ustu árum. Hún heitir Victoria Maria Sellers og er dóttir Britt og fyrrverandi eiginmanns hennar Peter heitins Sell- Britt segir aö hún sé langt frá því aö vera fyrirmyndar móöir. „Ég er ekki sú manngerö sem les sögur fyrir barn- iö á kvöldin og föndra meö því viö eld- húsborðið.” Dóttir Britt er samt sem áöur mjög hreykin af móöur sinni þó aö Britt hafi ekki tekið nándar nærri eins mikinn þátt í uppeldi bamsins og bamfóstran. „Ég er aldrei eins hamingjusöm og þegar við mamma förum út saman,” segir Victoria María. Samt hefur stundum kastast í kekki milli mæögn- anna enda er Britt ströng móðir og þol- ir bami sínu engin undanbrögö frá því sem hún telur Victoriu fyrir bestu. Til dæmis var stríö á milli Victoriu og Britt eftir að sú fyrrnefnda gerðist pönkari, lét broddaklippa sig og lita háriö á sér bleksvart. En þaö eru núna minniháttar fjöl- skylduerjur sem eru gleymdar. Og upp á síökastiö fara mæögurnar stund- um út saman, enda Victoria orðin 17 ára gömul og fær í flestan s jó. Victoria segir aö hún geri fátt skemmtilegra en að fara meö móöur sinni út. „Þaö er yndislegt aö eiga fallega mömmu sem allir karlmenn hópast í kringum,” seg- ir Victoria Maria Sellers. Lykillinn að vinsældum Dallas kvennanna bros Victoriu, hár Charlene og augnaráð Lindu „Eiginlega eru Dallas-konum-1 ar akkúrat ekkert meira spenn- andi en við hinar,” skrifar sænsk blaðakona og gætir vissrar öfundar. „En,” heldur hún; áfram, „munurinn er sá að þær kunna að koma fegurð sinni og hæfileikum á framfæri.” Sú sænska heldur áfram og reynir að finna skýringu á því af hverju danskir karlmenn horfa frekar á þær í Dallas í sjónvarp- inu en sínar eigin konur. „Victoria gerir sér grein fyrir því aö karlmenn vilja lífsglaðar hlátuimildar konur.” (?!!) „En það mikilvægasta er samt sem áður augnaráðið. Að hremma karlmennina með augnaráðinu. Horfa beint í augu hans! Hann fellurfyrirþví. ..” Hárprýði Charlene Tilton, hiö fagra bros Victoriu og augnaráð Lindu Gray — þetta er lykillinn að vinsældum Dallas-kvennanna segir sænska blaðakonan í Svensk Damtidning. Og Charlene Tilton er ekkert feimin við að lýsa því hversu stolt hún erafhárprýðinni. „Ég þvæ hárið á hverjum degi,” segir Charlene, „svo aö það glansi eins og gull. Allir elskhugar mínir hafa sagt mér að ég hafi fallegasta hár í heimi.” i. Og hór Charlene Tilton sem hennar sjálfrar. - v , . skín eins og gull" að sögn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.