Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 22. JtJLl 1983. VILTU FILMU MEÐ í VERÐINU? Mefl nýja framköllunartilboð- inu okkar getur þú sparafl yfir 130 krónur á hverri framkall- aflri litfilmu. Þú velur: Vandaða japanska filmu með í verðinu — án nokkurs auka- gjalds, eða Kodak filmu með aðeins kr. 30 í aukagjald. GLÖGG- MYND Hafnarstræti 17 Suðurlandsbraut 20. .að það er líka opíð í hádeginu? .að við eigum ekki bara mikið a< og ódýra varahluti í LADA, GAZ , VOLGA, MOSKV.CH og UAZ? .að viö eigum líka hluti, sem henta í aðra bíla? .að það borgar sig oftast að tala við okkur fyrst? .að við leitum ávallt eftir hagstæð- ustu innkaupunum í hvert sinn? .að við kaupum líka varahluti frá Þýskalandi, Englandi, Svíþjóð, Ítalíu o.fl. o.fl.? Dæmi Suðurlandsbraut 14 Varahlutir Skiftiboró 39230 38600 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Með rútum er hœgt að komast nær hvart á land sam ar, an hér s/tast nokkr ar upp vaginn i Mosfallssvolt. DV-mynd S. Hvað kostar að fara með rútu út á land? Afsláttarmiðar í mörgum tilvikum bestu kaupin Eflaust hugsa margir sér til hreyf- ings nú tvær síðustu vikurnar í júlí. Unglingar halda á útisamkomur, starfsmenn í orlofshús og útlendingar upp í óbyggðir. En þótt haldið sé á óh'k- ar slóðir eiga flestir þaö sammerkt að ferðast í bílum, annaðhvort einka- eða áætlunarbílum. Til að kynna okkur hvað kostaði að fara meö áætlunarbíl á hina og þessa staöi á landinu slógum við á þráöinn til Bifreiðastöðvar Islands. Þar er hægt aö kaupa miöa meö áætlunarbílum sem gilda í eina til fjórar vikur og er hægt að ferðast ótakmarkað með rút- um innan þeirra tímamarka. Miði sem gildir í viku kostar 2350 kr., tveggja vikna miði 3100 kr., þriggja vikna miði 3800 kr. og miöi sem gildir í f jórar vik- urerá 4300 kr. Einnig er hægt að kaupa svokallaða hringmiða sem gilda með rútum hring- inn í kringum landið. Þeir kosta 2050 kr. og mega ferðalangamir stoppa eins lengi og þeir vilja á hinum ýmsu stöð- um landsins á leið sinni umhverfis það. Svo vikið sé að einstökum leiðum, þá má nefna að ferð með áætlunarbíl frá Reykjavík upp í Húsafell í Borgarfirði kostar 260 kr. Aöeins ódýrara er að fara í Reykholt, það kostar 225 kr. Sé síðan haldið út á Snæfellsnes, þá kostar 315 kr. frá Reykjavík í Stykkishólm en 320 kr. frá Reykjavík í Búðardal. Dýrt er að fara á Isafjörð. Kostar farmiðinn frá Reykjavík 800 kr., enda leiöin löng, einir 12 tímar. Til saman- burðar má nefna að til Akureyrar kost- ar 630 kr. en sú ferð tekur níu klukku- stundir. Ef hins vegar látið er nægja aö koma á Blönduós, þá kostar ferðin þangaðfrá Reykjavík425kr. Ekki er að efa að marga fýsir að fara austur á land í sólina, sem þar virðist skína alla daga. Atlavík er vinsæll staður en sá er hængur á að tvo daga tekur að fara þangað með rútu frá Reykjavík. Skiptir engu hvort farið er um Suður- eða Norðurland. Sé Norður- leiðin farin verður að skipta um rútu á Akureyri og taka aðra þaðan til Egils- staða. Aætlunarbíllinn frá Reykjavík kemur til Akureyrar um kl. 17 en þá er sá austur á Hérað lagður af stað. Dag- inn eftir er hins vegar hægt að halda á leiðarenda en fargjaldið frá Akureyri til Egiisstaða er 460 kr. Sé ekið austur Suðurland til Atlavík- ur verður að skipta um rútu á Höfn í Hornafirði. Farið þangað kostar 690 kr. og frá Höfn til Egilsstaða kostar 420 kr. Litlu munar því í verði hvor leiðin sem valin er. Þjórsárdalur er einnig vinsæll tjald- staður en að fara þangað með rútu er ekki dýrt, kostar 180 kr. Loks má nefna að fargjald frá Reykjavik til Víkur í Mýrdaler280 kr. Af ofanrituöu má sjá að heldur ódýr- ara er aö kaupa sér hringmiða á 2050 kr. en að greiða fargjald til hinnr. ýmsu staða á landinu. Ef við miðum t.d. við að ferðalangur nokkur kaupi sér fyrst miöa til Akureyrar, haldi þaðan til Eg- ilsstaða, svo á Höfn og loks aftur til baka til Reykjavikur þá kostar ferðin hann 2200 kr. Og þá verður að hafa í huga að viðkomandi hefur strangt til- tekið ekki farið hringinn, bæði sleppt Vestfjarðakjálkanum, Snæfellsnesinu og norðausturhorni landsins. Að sögn starfsmanna BSI virðist sem fólk ferðist meira með áætlunar- bílum í ár en fyrri sumur. Á það jafnt við um Islendinga sem útlendinga. Virðist svo sem almenningur sé ekki alveg fús til að skera niður ferðir sínar út á land en reyni hins vegar að komast þangað á ódýrasta mögulegan hátt, jafnvel þótt það kosti langar og leiðin- legar f erðir í rútum á holóttum vegum. -sa. nYRARA FN biFm. LEGRA AÐ FUÚGA Það er hægt að feröast á annan hátt um landið en í bílum. Flugvélar eru einnig vinsæll ferðamáti og þeir eru margir sem miklu fremur kjósa að fara sinna ferða í lofti en á láði. Flugferðir eru lika þægilegar og fljótlegar, en aö sama skapi dýrari en rútuferðir. Flugleiðir halda uppi áætlunar- flugi á fjölmarga staði á landinu, en Reykjavík er miðpunktur þess flugs. Sem dæmi um verð má nefna að flug frá Reykjavík til Isafjarðar kostar 1215 kr., en 1177 kr. til Patreks- fjarðar. Þá kostar 1163 kr. að fljúga frá Reykjavík til Þingeyrar. Til Sauðárkróks er hægt að fljúga fyrir 1170 kr. flug frá Reykjavík til Akureyrar kostar 1302 en heldur dýr- ara er til Húsavíkur, þangað kostar 1417 kr. aðfljúga. Ef leiðin liggur austur á land má nefna að flug til Egilsstaða kostar 1739 kr. og 1794 kr. kostar að fljúga frá Reykjavík til Norðfjarðar. Loks má nefna að flugfar til Hafn- ar í Homafirði kostar 1532 kr. og til Vestmannaeyja kostar 846 kr. Fargjöld þessi eru aðeins aðra leið og ofan á þau leggst flugvallar- skattur, sem í dag er 16 kr. Athygli ervakináþviaö Flugleiðir bjóða sérstakan fjölskylduafslátt. Greiðir þá annað foreldrið fullt verð fyrir flugmiöa sinn, en hitt foreldrið aðeins helming. Þá þurfa böm að- eins að greiða einn fjórðung far- gjaldsins og böm undir tveggja ára aldri einungis einn tíunda. -sa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.