Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APRlL 1984. 5 Nef nd skoðar rekstur Tollstjóraskrif stof unnar ogTollgæslunnar: HEFUR ALMNGIKLUÐR- AÐ TOLLHEIMTUNNI? „Þaö má rekja margt af því sem betur mætti fara í tollheimtu og toll- gæslu til vafasamra eöa rangra ákvaröana Alþingis. Lög um tollskrá og alls konar aukagjöld eru þess eölis aö f ramkvæmdin hlýtur aö vera erfið og seiiivirk. Við höfum þaö verkefni aö stuöla aö einfaldari starfsháttum og hagræðingu, sparn- aöi en um leið betri þjónustu,” segir Ami Arnason, framkvæmdastjóri Verslunarráösins. Árni er formaöur nefndar sem fjármálaráöherra skipaöi fyrir nokkrum dögum. „Viö munum skila bráðabirgðaáliti í maí og ljúka störf- um í júní, á því veröur enginn drátt- ur.” Nú er einmitt veriö aö endur- skoða tollskrána sjálfa í fjármála- ráöuneytinu. Þaö þykir kjöriö tilefni til þess aö hrista upp í tollheimtunni og tollgæslunni almennt. Aö sögn Arna Amasonar eru nú innheimt 16 mismunandi aðflutn- ingsgjöld. Þá sér Tollstjóraskrifstof- an um innheimtu söiuskatts og fleiri gjalda. Sumt af því sem innheimt er eru smágjöld, sem vafasamt er aö svari kostnaði aö innheimta. Þar í eru jafnvel g jöld sem tefja afgreiöslu stórlega. Um leiö og tollskráin er í endur- skoöun og starfshættir tollheimtu og tollgæslu stendur tölvuvæöing kerfis- ins fyrir dyrum. Ailt þetta í samein- ingu getur leitt til stórbættrar þjón- ustu meö lægri kostnaöi og jafnframt auðveldaö og treyst allt eftirlit. I nefndinni með Ama Arnasyni eru Arni Olafur Lárusson, Júlíus S. Olafsson, Pétur J. Eiríksson og Þóröur Sverrisson, en ritari er Sigur- geir Jónsson, starfsmaður í fjár- málaráöuneytinu. HERB Fjölmennur f undur Búseta Húsnæöissamvinnufélagiö Búseti hélt fjölmennan fund í Háskólabíói sl. laugardag og á þeim fundi voru eftir- taldar áskoranir til Alþingis sam- þykktar: 1. Alþingi tryggi aö húsnæöis- frumvarp félagsmáiaráðherra er nú bíöur afgreiðslu þingsins verði aö lögum á þessu þingi og aö við af- greiðslu frumvarpsins veröi tryggö réttindi húsnæöissamvinnufélaga til lána úr hinum félagslega byggingarsjóöi. 2. A yfirstandandi Alþingi veröi bú- seturéttur viðurkenndur í lögum og ótvíræö ákvæði um búseturétt felld inn i húsnæðislöggjöfina. 3. Bæöi húsnæöissamvinnufélögin og verkamannabústaðakerfið eigi ótvíræöan rétt á a.m.k. 90% lánum tila.m.k.43ára. 4. Tryggt verði aukiö fjármagn tii hins félagslega lánakerfis, þannig að lán til húsnæðissamvinnufélaga veröi ekki á kostnaö þeirra félagslegu íbúöabygginga sem fyrir em í iandinu. Samkeppni bankanna um innlánsféð: Utvegsbanki býður betur Utvegsbankinn tilkynnti fyrir Hér er um samskonar innlánsform helgina um ný innlánsskirteini, sem aö ræöa og Landsbankinn býöur hann hyggst bjóöa frá og með nema aö lágmarksupphæö skírteina mánudeginum. Skirteinin eru meö er tvö þúsund krónur hjá Utvegs- sex prósent hærri vöxtum en bankanum en tíu þúsund krónur almennar sparisjóðsbækur en hjá Landsbankanum. bundin í sex mánuði. -KMU. Samvinnubankinn með ný innlan Bankastjorn Samvinnubankans hefur ákveðiö í samræmi viö breytt- ar vaxtareglur Seölabankans aö hefja sölu innlánsskirteina. Fjórir flokkar innlánsskírteina veröa gefnir út: Kr. 5000, kr. 10.000, kr. 50.000 og kr. 100.000. Innlánsskírteinin eru til sex mánaöa og bera vexti sem eru 6% hærri en almennir sparisjóðs- vextir eins og þeir eru ákveðnir hverju sinni. Sala innlánsskirteinanna mun hefjast frá og meö þriðjudeginum 10. apríl næstkomandi. Þar sem innláns- skírteinin eru ekki komin úr prentun veröa þau seld gegn kvittun fyrstu dagana. „Áskorunar-kjör” Búnaðarbankans Bankastjórn Búnaöarbanka Islands hefur ákveöið útgáfu spari- skírteina með svonefndum „áskorunarkjörum”. Spariskíi-teini Búnaöarbankans eru aö tiltekinni fjárhæö í heilum þúsundum króna aö lágmarki kr. eitt þúsund. Grunnvextir skírteinanna fylgja vöxtum á almennum spari- reikningum samkvæmt ákvöröun Seölabankans en bera auk þess vaxtaálag sem nemur minnst 6 prósentum á ári. Skírteinin eru út- gefin til sex mánaöa og eru ársvextir þeirra nú 21 prósent en ávöxtun þeirra 22,1 prósent séu ný skirteini keypt aö sex mánaöa tímabili loknu. Búnaöarbankinn vekur sérstaka athygli á því að vaxtaálag spariskír- teinanna er lágmarksálag. Kjörin nefnir bankinn „áskorunar-kjör” og er markmiðið aö tryggja aö viðskiptavinir njóti jafnan vaxta- kjara sem eru sambærileg þeim bestu sem innlánsstofnanir bjóöa á hverjum tíma meö þessu innláns- formi. Sala spariskírteina hefst 10. apríl. Ný innlánsform Verslunarbankans Verslunarbankinn hefur ákveöiö að gefa út sérstök spariskírteini sem bundin eru til a.m.k. 6 mánaöa. Avöxtunarkjör spariskírteina verða sambærileg við þaö sem boðið hefur veriö upp á af öörum en um upphæð og skilmála verður nánar tilkynnt þegar undirbúningi er endanlega lokiö. Stefnt er aö því aö sala spari- skírteinanna hefjist 16. apríl nk. Rakvélar Phílips rakvélarnar eru óum- deilanlegar. Það er sama livort litið er á gæði, útlit, verð eða úrval, Philips er ávallt besti kost- urinn. Ódýrasta tveggja hnífa rakvélin kostar aðeins 1.998.- krónur. Stórglæsileg 3ja hnífa rakvél fyrir 820 volt og hleðslurafhlöður með bartskera kostar aðeins 3.990.- krónur, - og það er sann- kölluð eilífðarvél. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.