Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 4
4 .Wi jlmk .orHTK)At,nr.arw DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APRlL 1984. Fugladrápið á Barðastöðum í Staðarsveit: _ ,FYRIRMÆLUM UM UR- BÆTUR EKKISINNT — segir fulitrúi sýslumanns—„Ofsóknarbrjálæði” — segir vinnumaðurinn á Barðastöðum „Eg tók ákvöröun, með samþykki héraösdýralæknis, um aö láta gera þetta,” sagöi Klemenz Eggertsson, sýslufulltrúi í Snæfells- og Happa- dalssýslu, um fugladrápiö aö Baröa- stööum í Staöarsveit. DV skýröi frá því í gær að síðastliðinn föstudag heföi liö lög- reglumanna komiö aö Barðastööum og aflífað þar hænsni, kalkúna, kanínur og grágæs og eyöilagt egg sem voru í útungunarvél. „Þetta er búiö aö eiga sér langan aödraganda. Fyrirmælum um úr- bætur varöandi fóðrun og aöbúnað var ekki sinnt. Því var ekki um annað aö ræöa,” sagöi sýslufull- trúinn. Hann sagðist gera ráö fyrir aö málið yröi fljótlega sent ríkissak- sóknara aö lokinni rannsókn um meint brot á dýravemdunarlögum. „Tilhæfulaust" Ellert Guömundsson, áöur bóndi á Baröastöðum en nú vinnumaður þar, er ekki hress með aögerðir yfir- valda. „Þetta er tilhæf ulaust að fuglamir hafi veriö vannærðir. Þeir heföu ekki getaö eyðilagt nein egg ef fuglamir heföu verið vannæröir því vannærðir fuglar verpa ekki,” sagöi Ellert. „Þaö var ekkert óeölilegt héma. Auövitað dettur niöur einn og einn fugl eins og gengur og gerist í stórum búum. En það er fullkomlega eöli- legt. Dýralæknirinn kvaö upp úrskurö um vannæringu fuglanna áöur en hann var búinn aö skoöa nokkurn fugl. Þegar ég andmælti honum uröu viðbrögö hans þannig aö ég hélt aö hann ætlaöi aö ráöast á mig. Eg fór fram á þaö viö sýslumanns- embættið að ég fengi upplýst frá héraösdýralækni hvaö viö þyrftum aö gera til aö fá aö halda áfram búskap hérna. Þaö hefur ekki fengist ennþá. Þaö skal tekiö fram aö þeir kæröu aldrei réttan aöila. Þeir kæröu mig, sem er vinnumaður héma. Þeir kærðu aldrei bóndann, Guðrúnu Jónu Halldórsdóttur, sem er eigandi fugl- anna. Hún hefur aldrei veriö boöuð til yfirheyrslu. Sýslumannsembættið gaf lög- manni hennar hálfsmánaöarfrest daginn áöur en drápið var fram- kvæmt. Eg tel að því hafi veriö ábótavant aö fuglamir höfðu ekki poll til aö synda á í vetur enda var þá allt frosiö. En þaö er ekki bara hérna á þessum bæ sem endur hafa orðiö skitugar af þessum sökum. Ungar í íbúðarhúsi Það er satt aö ungar voru hafðir inni í íbúöarhúsi. Þeir vora teknir beint úr útungunarvél og aldir fyrstu þrjá til fjórar vikumar í þremur her- bergjum í íbúöarhúsinu, tveimur uppi á lofti og einu á neðri hæð. Þetta er ekkert launungarmál. Þetta var ekki falið fyrir neinum enda höföum viö ekki hugmynd um að þetta væri ólöglegt. Þaö útihús sem fuglamir höföu aögang aö var rammbyggö véla- geymsla meö heilu þaki og veggjum en dyrnar stóðu opnar til aö fuglarnir gætu gengið út og inn. Þessu húsi lýsir dýralæknir sem húsarústum. Eitt af því sem dýralæknir telur ástæðu fyrir niöurskuröi era heim- ilisástæður á Barðastööum. Eg spyr þá: Hvað skilja menn meö orðinu heimilisástæður? Er þaö ekki til dæmis drykkjuskapur eða ófriður? Og hvaö kemur þaö héraðsdýralækni viö? ” sagði Ellert Guömundsson. -KMU. AUKNAR VEÐUR- FREGNIR í DV „Við erum aö sjálfsögöu ánægöir meö þá þjónustu og áhuga sem DV sýnir veðurfréttum frá Veðurstof- unni enda er þaö okkar kappsmál aö hafa sem mest og best samskipti viö blöðin eins og aöra fjölmiðla,” sagöi Markús Á. Einarsson veðurfræðing- ur í viötali viö DV í gær. Tilefnið er bætt þjónusta blaösins við lesendur hvaö varöar veður- fregnir og veðurlýsingar víöa aö. Verður fjölgaö þeim stööum á land- inu sem sagt verður frá hvernig veðrið liafi veriö þar klukkan 6 um morguninn. Þá veröur einnig fjölgaö stööum erlendis og reynt aö segja frá hvemig veðrið er á helstu feröa- mannastöðum sem Islendingar sækja. Markús sagöi aö veðurspá byggö- ist á upplýsingum sem Veöurstof- unni bærast víðsvegar aö. Hér á landi væru til dæmis 40 veðurskeyta- stöövar sem sendu upplýsingar til veðurstofunnar 4 til 8 sinnum á sólar- hring. Síöan væra enn fleiri svokall- aöar veðurfarsstöðvar sem sendu upplýsingar þangaö og þannig væri hægt að fylgjast með veðurbreyting- umá landinu. Fyrir utan þetta bærast svo upplýsingar til Veðurstofunnar frá skipum og stöðvum á Noröur- Atlantshafi eins og frá norö-austur rikjum Bandaríkjanna, Kanada, Grænlandi og síöan frá allri Vestur- Evrópu — allt frá nyrsta hluta Noregs til syösta hluta Spánar. Veöurstofan fengi veðurlýsingu frá mun stærra svæði en notað væri í veöurlýsingum hér. Væri þaö til dæmis veður- og hitastig í ýmsum stórborgum og ferðamannastööum þar sem veöurathugunarstöðvar væra í næsta nágrenni. Þetta efni fengju þeir f jölmiðlar sem þess ósk- uðu enda hefði þaö sýnt sig aö fólk viidi fá fréttir um veður á hinum ýmsu stööum á landinu og úti í hin- umstóraheimi. -klp Frímerkjauppboð íMálmey: FJÓRBLOKKIN SELDIST EKKI Islenska 40 aura fjórblokkin seldist ekki á frímerkjauppboði hjá Beng(i Lilja í Málmey í Svíþjóö um helgina. Enginn var reiöubúinn til að greið^'460 þúsund sænskar krónur, sem var Iág- marksboö, í þessi verömætu frímerki. Kaupandi heföi meö kostnaði þurft aö greiöa sem samsvarar 600 þúsund krónum íslenskum. 40 aura frímerkin vora prentuö Frá Jóni Sigurðssyni, fréttaritara DV í Kelduhverfi: Laxaslátrun er nú hafin hjá ISNO í Kelduhverfi og verður 60 tonnum af laxi slátraö í þessum mánuöi en af- ganginum, um 100—120 tonnum, verö- ur síöan slátraö í júní. Laxinn er seldur á erlendan markaö en ekki er vitaö nákvæmlega til hvaða skömmu fyrir aldamótin síöustu, áriö 1898, en voru aldrei gefin út. Þau fóra þó í notkun meö yfirprentun ,,í gildi” áriö 1902. á - Frímerki án yfirprentunar voru til í vörslu Póststjórnarinnar íslensku en hurfu þaöan. Ur varö sakamál og voru nokkrir menn dæmdir fyrir, þjófnaö í kringum árið 1960. Hluti stolnu merkj- anna gengur kaupum og sölum á hin- lands hann fer. Héöan fer hann til sölu- fyrirtækis þess í Noregi sem á hlut í ISNO og sér þaö um aö koma honum áfram á erlenda markaöi. Laxinum er slátraö og gert að hon- um hér á staðnum en síðan er hann keyrður til Kópaskers til frystingar og pökkunar. -FRI um alþjóölega frímerkjamarkaði, þar á meðal f jórblokkin sem boöin var upp í Svíþjóö. Aðeins tvær slíkar eru til í heiminum. -KMU/SþS. Tvær 40 aura f jórblokkir eru til í heim ■ inum. Laxaslátrun hafin hjá ISNO íKelduhverfi: 60 tonn til að byrja með j dag mælir Dagfari_____________í dag mælir Pagfari í dag mælir Dagfari Sjálfsmorðssveitir á vélsleðum Hér á öldum áöur og allt fram á okkar daga hafa Islendingar lent í margvíslcgum hrakningum og svaöilförum í óbyggöum og hálendi. Til eru margar frásagnir af ferða- löngum sem hafa komist viö illan leik til mannabyggöa, hraktir af kaldri útivist, vosbúð og baráttu við snjó og trekk. Flestar eru þessar frá- sagnir í hetjustíl, enda gerði það enginn að gamni sinu aö leggja á f jöll í misjöfnum veðrum og um miðjan vetur. Þar fóru læknar og póstar, bændur sem sóttu vistir fyrir afskekkt heimili sín eöa aðrir sem brýn erindi áttu milli bæja. Islensk náttúruöfl fóru ekki í manngreinarálit, né heldur sýndu neina miskunn gagnvart ferðamönn- um, enda hefur margur maðurinn mátt bera bein sin á fjöllum uppi ofurliði borinn af kulda, snjóstormi og blindri leit að skjóli og skýli. Með bættum samgöngum, betri út- búnaöi og meiri vitneskju um veður- far og aðstæöur allar, hcfur mann- skööum fækkað í óbyggðum uppi. Helst hafa þaö verið villuráfandi útlcndingar, rjúpnaskyttur og stöku ævintýramaður, sem hafa týnst og tapast þegar þeir í óvitaskap hafa boðið islenskri veðráttu byrginn. Mörgum mannslifum hefur þar að auki veriö bjargað fyrir tilstilli hjálparsveita, björgunarleiöangra og slysavarnasveita, sem með ærnum kostnaði og fyrirhöfn, hafa leitað uppi örmagna ferðalanga við misjöfn skilyrði. Hefur mátt ætla að Islendingar sjálfir væru reynslunni ríkari af slikum uppákomum og leggðu ekki í óbyggðaferðir að nauðsynjalausu, nema þá i þeim ásetningi að drepa sig að yfirlögðu ráði. Sjálfsmorðstil- raunir af því tagi ætti hinsvegar að tilkynna fyrirfram, svo her manna sé ekki að ieggja sjálfan sig í lífs- hættu við leit að þeim, sem á annað borð hafa ekki áhuga á að finnast. En það er engu Hkara en að Islend- ingar hafi af því einhverja nautn að bjóða náttúruöflum og veðurguðum byrginn. Þessi árátta virðist sömu tegundar og skemmtanir á borð við kvenmannsleit á dansleikjum, þar sem menn fara af stað upp á von og óvon og láta skeika að sköpuðu hvemig fer. Um helgina var auglýst, að vél- sieðaeigendur boðuðu til stofnfundar í sporti sínu uppi i Nýjadal, sem er nokkurn veginn á miðju hálendinu. Eins og kunnugt er, eru vélsleöar nýjasta leikfang þeirra sem eru i vandræðum með peningana sína og hafa gaman af því að þeysast um í skíðalöndum án þess að hafa fyrir því. Hefur enginn amast sérstaklega við þessum sportidiotum, enda ekki til þess vitað, að slcðarnir væru keyptir i þeim tilgangi að fara sér að voða á. Þegar vélsleöaeigendur ákváðu aö efna til fundahalda á nákvæmlega þeim stað á landinu, þar sem lík- legast er að menn verði úti var hins- vegar ljóst, að ný sjálfsmorðssvcit var komin til sögunnar. Þurfti engan spcking til aö gera því skóna, að ævintýramcnnska af þessu tagi snerist upp í harmleik og neyðarútköll áður en helgin væri öll, ’ enda stóðst þaö á endum, að ekki höfðu fundarmenn fyrr yfirgefið sinn grátbroslega fundarstað, en leit var hafin að týndum vélsleðum og öku- mönnum þeirra. Sem betur fer eru þeir allir komnir i leitirnar, en það er ekki þeim að þakka, og það eru heldur ekki þeirra peningar eða fyrirhöfn, sem aðrir hafa mátt gjalda til að bjarga þeim til byggða. Ennfremur skal á það bent, að ef menn eru á annað borð í sjálfsmorðshugleiðingum, og vilja ieika hetjur í leiðinni, þá má gcra það með öðrum og ódýrari hætti en með fundahöldum á vélsleðum. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.