Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOT/Ð Hafír þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68- 78-58. Fyrir hvart fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000krónur og3.000krónur fyrir besta fréttaskotið íh verri viku. Fullrar nafnleyndar ergœtt. Við tökum við fréttaskotum allan sólar- hringinn. OO CO SÍMINN SEM OOmmÆ O «70 ALDREISEFUR ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL1984. Fyrrum gjaldkeri Verkstjórafélagsins Þórskærðurfyrir fjárdrátt: Nam um 230 þúsund kr. á 2 árum Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nú til meöferðar rannsóknarkæru á hendur fyrrverandi gjaldkera Verk- stjórafélagsins Þórs í Reykjavík fyrir fjárdrátt en samkvæmt kærunni nam hann um 230 þúsund kr. á timabilinu 1980-82. Þórir Oddsson vararannsóknarlög- reglustjóri ríkisins sagði i samtali við DV að mál þetta væri töluvert að vöxtum, kæran hefði komiö til þeirra á nóvember í fyrra og unniö hefði verið að málinu síöan. „Þetta er komið á góöan rekspöl hjá okkur en einn manna okkar hefur stöðugt unnið í málinu,” sagði hann. I máli hans kom fram að í kærunni væru einnig getið um bókhaldsóreiðu og væri talan 230 þúsund kr. ekki endanleg. Hann sagðist ekki getaö gefið nákvæmar upplýsingar um hvernig fjárdrátturinn var fram- kvæmdur þar sem hann hefði ekki veriðmeðmáliðsjálfur. -FRI. Landhelgisnefnd: Þyrlu sem allra fyrst Landhelgisnefnd leggur til að björg- unarþyrla verði keypt til Landhelgis- gæslunnar sem allra fyrst. Þetta kemur fram í nefnaráliti sem skilaö var til ríkisstjórnarinnar skömmu. fyrir hádegi. „Við teljum mjög nauðsynlegt að þyrlurekstur verði tekinn upp og strax verði snúið sér að því að fá þyrlu,” sagði Valdimar Indriöason al- þingismaður, sem sæti á i nefndinni, í samtali við DV í morgun. -KMU. LUKKUDA GAfí 10. apríl: 4021 REIÐHJÓL FRÁ FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR. 10.000 Vinningshafar hringi í síma 20068 LOKI Ég legg til að vélsleðá- menn hafi næst björg- unarsveitirnar með sér á hálendið! Ingvar Ketilsson sem hrapaði niður í 40 metra gil í Mjóadal: Matthías Bjarnason ráðherra um nýjan 5% niðurskurð: „ÞESSAR FLÖTU HUG- MYNDIR FÁRÁNLEGAR” „Þessar flötu hugmyndir, eða um flatan niðurskurð á fjárlögunum um 5%, eða eitthvað annað á línuna, eru fáránlegar. Eg mun ekki samþykkja þær enda eru þær óframkvæman- legar,” sagði Matthías Bjamason ráðherra í morgun um þessa aðferð til þess að loka fjárlagagatinu. For- sætisráöherra hefur haldið henni fram undanfama daga sem „líklega einufæmleiðinni”. Þannig hefur varia náðst friöur um það úrræði á ríkisstjómarfundi i morgun. Matthías, sem er bæði heil- brigðis- og tryggingaráðherra og samgönguráöherra, hefur hálf fjárlögin undir til þessara mála. Hann sagöist hafa reynslu af því frá ríkisstjómarsetu áður að svo einföld lausn og flatur niðurskurður væri út í bláinn. „En það er auðvelt að siá þessu fram og sleppa við að nefna hlutina sínum réttu nöfnum,” sagöi ráðherr- ann í morgun. Hann kvaðst vera til- búinn með tillögur um spamað og þó einkum tilfærslur upp á aö minnsta kosti þær 300 milljónir sem gert hefði verið ráö fyrir að spara f heilbrigðis- kerfinu við afgreiöslu fjárlaganna. »Það er enginn smáspamaöur sem búið er að ná nú þegar. Vilja menn svo fara að loka stofnunum til fram- búðar? Eða skerða almanna- tryggingamar? Eöa finnst ein- hverjum vegirnir og flugvellimir of góðir?" HERB lá í tvo tíma undir vélsleða í kafaldsbyl—Sjá einnig bls. 2 Frá Jóni Baldvin HaUdórssyni, fréttamanni DV i Bárðardal, Þing- eyjarsýslu: „Ég vissi ekki fyrr ensnjóhengjan sprakk undan mér og ég hrapaöi í miklu snjókófi niöur. Þegar ég lenti kom sieðinn yfir mig og eitt horn hans rakst í fótinn á mér. Sem betur fer meiddist ég ekkert, enda á kafi í snjó.” Þannig lýsti Ingvar Ketilsson því þegar hann hrapaöi niður giUð í Mjóadal á sunnudagskvöld. TaUð er að faUið hafi verið um 30 til 40 metr- ar. Með honum hrapaði einnig félagi hans, Sveinn Rúnar Arason frá Húsavik. Ingvar er héðan úr Bárðardal, frá bænum Halldórsstöðum. Lífsreynsla hans síðastUðið sunnudagskvöld er einstök. Ekki nóg með að hann hrapaði, heldur lá hann undir vél- sleðanum í um tvær klukkustundir, í kafaldsbyl og kolniöamyrkri. ,JEg gat bara hreyft aðra höndina. Sleöinn stóð upp á endann og var hálfur á kafi í snjó ofan á mér. Sveinn reyndi að losa mig en tókst það ekki. Snjórinn var svo blautur og harður. Það eina sem við vorum hræddir viö var aö fenna í kaf, renningskófið var sUkt. Við reyndum þvi að hlaða i kringum okkur þama niðri í gilinu.” Það vora svo þrír félagar þeirra Ingvars og Sveins Rúnars sem komu með skóflur niður til þeirra og gátu losað Ingvar. Þeir héldu síðan fimm til í gilinu um nóttina. Ein af þeim ástæðum sem nefndar hafa verið fyrir því að Ingvar meidd- ist ekki meira en raun ber vitni er sú að í hnévösum sinum geymdi hann vettlinga og lambhúshettu. En sleðinn lenti einmitt á hné honum i falUnu. —JGH. Ingvar KetHsson, lengst tH hægri, fyrir utan heimili sitt að nauaors- stöðum i Bárðardal skömmu eftir hádegið i gær. Vélsleðinn sem er fyrir framan hann er hans eigin. i kafaldsbyl og kolniðamyrkri mátti hann liggja undir honum eftir að hafa hrapað niður um 30 til 40 metra hengrfíug. Með Ingvari á myndinni eru þeir bræður Eiður og Cunnar Ingólfssynir. DV-mynd: JBH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.