Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 28. APRÍL1984. : .i'* r<rt a ----------- Hægterað lækka bflverð um fjórðung — með þvf að flytja yf irbyggingu ogundirvagn innhvortísínulagi Hver vill ekki fá nýjan bíl á meira en fjórðungi lægra verði en bílaumboö- in geta boöiö hann á? Hver sá sem vill leggja á sig þaö ómak aö flytja bílinn inn á eigin vegum getur sparaö sér þessa f járhæð. Leiðin til þess er aö hluta bílinn sundur og flytja yfirbygginguna inn sér og undirvagninn og vélina sérstak- lega. Með því sparast auövitað um- boðslaunin sem bílaumboðiö tekur og einnig tollurinn af yfirbyggingunni. Málið er nefnilega þannig vaxiö aö á fólksbíl sem fluttur er í heilu lagi leggst 90% tollur. A yfirbyggingu bíls leggst hins vegar enginn tollur ef hún er flutt inn án undirvagns og vélar. Undirvagninn einn sér fær hins vegar á sig 90% toll. Yfirbygging bíls er tollfrjáls sam- kvæmt EFTA-samningi. Þar sem yfir- byggingar á rútur eru framleiddar hér á landi voru innfluttar yfirbyggingar á bíla settar i sérstakan tollflokk og skyldu vera tollfrjálsar. Síðan hafa menn uppgötvaö aö þarna var gat í tollalögunum og hafiö innflutning á sundurliðuðum fólksbílum. Hefur þessi innflutningur aukist meö árunum enda greinilega ábatasamur. Ekki reyndist unnt að afla upplýs- inga um f jölda yfirbygginga sem flutt- ar eru inn meö þessum hætti. I skýrslum Hagstofunnar er einungis greint frá að innflutningur á yfir- byggingum fyrir fólksbila var 15 tonn aö þyngd á siöasta ári, þar af komu 12,1 tonn frá Vestur-Þýskalandi. Láta mun nærri aö það séu 15 bílar. Hjá Heklu hf. fengust þær upplýsingar aö sá sem flytti inn Range Rover meö þessum hætti gæti sparað rúmlega 300 þúsund krónur en nýr bíll af þeirri gerö kostar um 1350 þúsund krónur. Af verði nýs Audi, sem kostar 675 þúsund krónur frá umboðinu, mætti spara 190 þúsund krónur. Sæmi- leg umbun fyrir ómakiö við að flytja bílinn inn meö þessum hætti. „Við förum ef til vill út í þetta til aö geta lækkað tollana og boðið betra verö,” sagöi Sigfús Sigfússon hjá Heklu. Sagöi hann aö umboðið heföi ekki notfært sér þessa leiö af þeirri ein- földu ástæðu að þeir hefðu ekki vitað aö þetta væri hægt. Hjörtur Jónsson hjá Ræsi sagði að þeir flyttu aldrei inn Mercedes Benz á þennan hátt og myndu aldrei afgreiða bíla með þess- um hætti. En þessi leið er opin fyrir aðra sem vilja spara sér hundruð þúsunda króna. ÖEF Þessi Mercedes Benz bíður eiganda síns inni i Sundaskála. Benz 280 SE kostar 1165 þusund krónur hjá umboðinu en eigandi hans sparar sér um 250þúsund krónur. Þennan Range Rover má iækka i verði um rúmlega 300þúsund krónur með þviað fiytja hann inn i tvennu iagi. Erþað ekki ómaksins vert? DV-myndir GVA MEST SELDIBILL A ISLANDI Ftcl pví FIAT UNO vcn kynntur á miöju s.l. ári heíur hann selst meira en nokkur annar einstakur bíll hér á landi. T I T 11 Bíll ársins 1984 Unol FRÁBÆRTVERÐ FIAT UNO er íullur aí gœðum og glœsileika. Samt getum við boðið hann á sérlega góðu verði, írá kr. 229.000.- KJÖR VTÐ ALLRA HÆFI Aí viðtökunum sem UNO hefur íengið er ljóst að allir vilja eignast þennan metsölubíl. Við viljum leggja okkar aí mörkum til þess aö svo megi verða og reynum þvi að sveigja greiöslukjörin að getu sem ílestra. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 - 77202.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.