Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 24
24 DV. LAUGARDAGUR 28. APRlL 1984. i'- Friðarmál og friðar- barátta hafa verið mikið til umfjöllunar að undanförnu og ekki þá síst vegna nýafstaðinn- ar friðarviku '84 í Nor- ræna húsinu. Á undanförnum árum hafa sprottið upp fjölmargar friðar- hreyfingar hérlendis og tóku 16 þeirra þátt í friðarvikunni. Allar þessar friðarhreyfingar hafa sama lokatak- markið að leiðarljósi, frið á jörðu, en þær greinir á um leiðir og áhersluatriði friðarbar- áttunnar. Þeir aðilar sem eflaust hvað lengst hafa staðið að friðar- baráttu, með misjöfn- um árangri að vísu, eru kirkjunnar þjónar. Lengi vel tók hin ís- lenska þjóðkirkja ekki beina afstöðu til þeirra átriða friðarbarátt- unnar sem lúta að stöðvun vígbúnaðar- kapphlaupsins og af- vopnun en gerði það að lokum við misjafnar undirtektir. Síðan hefur kirkjan verið virkur þátttak- andi í friðarstarfi hér- lendis og fulltrúi hennar átti sæti í fram- kvæmdanefnd friðar- viku '84. Sá fulltrúi var séra Bernharður Guð- mundsson, fréttafull- trúi þjóðkirkjunnar, og við hann ræðum við í dag um friðarmál vítt og breitt. Við spurðum Bernharð fyrst að því hvernig hann skil- greindi orðið friður. SPRETTUR AF ROTUM RETTLÆTISINS „1 þekktum ísraelskum söng, sem heitir Hevenu Shalom Alcahem og margir kunna, kemur oröið Shalom fyrir, friöur. Þetta orð kemur mikiö fyrir í Biblíunni, Gamla testamentinu sérstaklega, og þaö hefur miklu ríkara innihald þar heldur en orðið friöur i okkar máli. Shalom þýöir þegar maður er í jafnvægi, þegar maður nýtur sín og líður vel. Og til þess að það sé hægt þurfa frumþarfir mannsins að vera uppfylltar. Og þessar frumþarfir eru efnisgæöin, matur heilsa og húsaskjól, pólitísku gæðin, að búa við öryggi í samfélagi þar sem er réttlæti. Og svo eru sólarlegu gæðin, ef má orða það þannig, það er að njóta ástar, njóta hamingju, gleöi og trausts og svo f ram- vegis. Loks eru það andlegu gæðin, að vera í eðlilegum tengslum við Guð, við skapara sinn. Og þegar maðurinn fær þessi ferns konar gæði uppfyllt, þá lifir hannfriðinn. Shalom eða friður er því miklu meira en einungis frávera stríðsins. I vopnahléi getur ríkt neyð, hatur og kúgun. Samkvæmt kristnum skilningi byggist oröið fríöur á réttlæti. Eins og það er svo fallega orðað, friðartréð vex af rótum réttlætis. Afrískur maöur sem ég hitti eitt sinn benti á að á meðan helmingur mannkyns deyr úr hungri og hinn helmingurinn úr ofáti, þá verður aldrei friöur. Það er ekki fyrr en þessu rétt- læti hefur verið fullnægt að raunveru- legur friður kemst á.” En nú er það allsherjar afvopnun, sem er lokatakmark friðarbaráttu, eins og segir i ávarpi nýafstaðinnar friðarviku. „Við skorum á Bandarikin og Sovét- rikin og önnur kjarnorkuveldi að gera samkomulag um stöðvun kjarnorku- vígbúnaðar og hefja kerfisbúna afvopnun. Meðan unnið er að slíku samkomulagi ætti hvergi að koma fyrlr kjarnorkuvopnum eða tækjum tengdumþeim. Slikt samkomulag gæti orðið fyrsta skrefið til allsherjar afvopnunar, sem er lokatakmark f riðarbaráttu.” „Vopnabúnaðurinn er auövitað niðurstaðan af andlegri afstöðu fólks. Það er ástand sem hefur skapast vegna þess aö þjóðir tala ekki saman og ná ekki að skilja hver aðra og gera sér ekki far um að reytia að sjá hlutina frá sjónarhóli hver annarrar. Og hér kemur að þessu vandamáli, sem viö eigum ÖU viö að stríða. Við lifum í óUkum menningarheildum. Þannig að orð og hugsanir misskUjast svo auðveldlega manna á mUU. Það má sjá þetta vandamál heims- ins í hnotskum í Afríku. Þar mynda árfarvegir gjár og landiö mUU gjánna verður sjálfstæð málheUd því menn komast ekki yfir gjámar. Svo skapast Wf> með tímanum tortryggni gagnvart fólkinu sem býr handan við gjárnar vegna þess að þessir hópar tala ekki sama mál. Af þessu sprettur oft fjand- skapur, sem byggir á misskilningi.” Heldurðu aö það sé hægt að ná þessu lokatakmarki friðarbaráttu, sem um getur hér að framan, með samstUltu átaki? „Vonin felst í því. l aðfaraorðum tU- lögu, sem samþykkt var á kirkjuþingi í fyrrasegir: „Vígbúnaöur nútímans er kominn á það stig og stefnir óðfluga áfram í þá átt aö augljós ófæra er við næsta fót- mál, sem ógnar með tortímingu. I þessum aðstæðum hlýtur kirkjan með öUum þeim þunga, sem ábyrgð hennar fyrir Guði og mönnum felur í sér, að leggja áherslu á eitt: Gjöríð iðrun, snúið við, hverfið af þessari braut sem Uggur í opinn dauðann. Kirkjan hlýtur aö beina þessari brýningu tU allra því að lif allra manna er í veði. Og þó að hún taU fyrir daufum eyr- um einhverra sem miklu ráða í mann- heimi ber henni samt að tala, því að hún er undir valdi þess Guðs sem hefur skapað þennan heim og í Kristi kaUar aUa menn frá dauða tU lifs.” TUlaga, sem samþykkt var á þing- inu, eráþessaleið: „Kirkjuþing 1983 skorar á Islend- inga og aUar þjóöir heims að vinna að friði í heimi, stöðvun vígbúnaðarkapp- hlaups og útrýmingu gjöreyðingar- vopna. Þingið beinir því tU stjómmála- flokkanna og ríkisstjórnarinnar aö fylgja þessu máU eftir bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Þingið lýsir samstöðu með þeim samtökum sem vinna að friði, frelsi og mannréttindum, á þeim grundveUi sem Kristur boðar, og brýnir fyrir Is- lendingum að meta það frelsi, sem þjóðin býr viö og nýta það til þess að skapa réttlátari heim, þar sem almenn afvopnun verðúr liður í þeirri nýskipan efnahagsmála að lífsgæðum verði jafn- að meðal jarðarbarna aUra.” Eg fæ ekki séð að við eigum annars úrkosti en að reyna þessa leið. Það værí þversum á aila boöun kirkjunnar ef við gerðum þaðekki.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.