Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 5
.mi jiaqA m HuoAaflAOUAJ -va DV. LAUGARDAGUR 28. APRlL 1984. Benóný Ásgrímsson, þyrluf lugmaður Landhelgisgæslu: GAGNRYNIR ÞINGMENN FYRIRBULL „Ég fullyröi þaö að í nefndinni er að finna hæfustu menn á Islandi til aö velja svona tæki,” sagði Benóný Ásgrímsson, þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni, í framhaldi af ummælum sem féllu á Alþingi fyrr i vikunni um væntanleg þyrlukaup Gæslunnar. „I nefndinni eru Þorsteinn Þor- steinsson, sem er eini íslenski flugvéla- verkfræðingurinn sem rekið hefur þyrlur, Páll Halldórsson þyrluflug- stjóri, sem flogið hefur þyrlum síðan 1969, Sigurður Steinar Ketilsson stýri- maöur, sem er kominn meö einna mestu reynslu Islendinga af björgunarstörfum með þyrlum, og Þórður Yngvi Guðmundsson stjórn- málafræðingur sem var fulltrúi fjár- veitingavaldsins í nefndinni,” sagði Benóný. Hann gagnrýndi harðlega alþingis- mennina Stefán Benediktsson og Garðar Sigurösson fyrir fullyrðingar í þingræðum sem ekki ættu við nein rök aðstyðjast. „Stefán Benediktsson sagði að snjó- koma hefði valdið því að frönsku þyrlumar Dauphin, sem nefndin hefur mælt með, hefðu misst vélarafl. Vitnaði Stefán í því sambandi til bandarísks flugblaðs. I þyrlum þeim, sem flugblaðið fjallaöi um, voru bandariskir hreyflar. I þeim þyrlum, sem samstarfshópurinn mælir með, eru hins vegar franskir hreyflar. Hópurinn hef ur kynnt sér þetta atriði mjög ítarlega. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þetta vandamál sé til staöar þegar frönsku hreyflarnir eiga í hlut. Stefán sagði í þingræöu sinni að afhendingu Dauphin-þyrlna til banda- risku strandgæslunnar hefði seinkað vegna þessa. Þar fór Stefán með rangt mál. Stefán Benediktsson sagði einnig að lítil reynsla væri af þessum þyrlum og íslenskum sjófarendum væri lítill greiði gerður ef af þeim kaupum yrði. Stefán virðist ekki bera mikla virð- ingu fyrir lífi þeirra manna sem koma til með að fljúga þessu tæki og hafa mæltmeöþví. Bullið í Garðari Sigurðssyni var öllu verra. Hann sagði aö frönsku þyrlunum hefði aöeins verið flogið 80 til 100 tíma. Staðreyndin í málinu er sú að í janúar síðastliðnum hafði þessum þyrlum verið flogið 150 þúsund klukku- stundir. Ekki veit ég hvort þessir tveir þing- menn ljúga vísvitandi eða ekki. Ekki veit ég hvaða hvatir liggja að baki þessum skyndilega áhuga þing- mannanna. Þeir sýndu þessu máli ekki neinn áhuga þegar ríkisstjórnin virtist um það bil vera að hætta við þyrlukaup. Eg renni grun í hvaðan þessar röngu upplýsingíu- komu til þingmannanna. Þjóöarinnar vegna vona ég að slíkur málflutningur á Alþingi heyri til undantekninga.” -KMU. 5 15% afsláttur af Gráfeldarmokka- skinns- fatnaði. Skinnastofan Feldur, Frakkastíg 12. Sími 12090. a /o o 15 INGVAR HELGASON HF. Sýnmgarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560. TRABANT FÖLKSBÍLL, skynsemisbfllinn á skynsamlegu verði með 20 ára frábæra og óyggjandi reynslu að baki hér á landi. LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 2-5 AÐ MELAVÖLLUM VIÐ RAUÐAGERÐI Sýnum NISSAN CHERRY fjölskyldubflinn sem er tvöfaldur í roðinu. Hann er fjölskyldubfll en að auki fjör- mikill sportbfll. Hann er ekki stór en þó ótrúlega rúm- góður þegar inn er komið. Hann er ríkulega búinn og bókstaflega hlaðinn aukahlutum, en samt er verðið aðeins kr. 301.000 fyrir Nissan Cherry, 3ja dyra, 1500 GLr 5 gíra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.