Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Qupperneq 12
12 DV. MÁNUDAGUR 7. OKTOBER1985. Ú gáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEjNN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNÁS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNUSSON Auglýsingrstjórar: PALLSTEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12-14, SlMI 686611 Auglýsingar: SIÐUMULA33, SlMI 27022 Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111.SIMI 27022 Sími ritstjórnar: 686611 Setning.umbrot.mynda- ogplötugerð: HILMIR HF„ SIÐUMÚLA12 Prentun: ÁRVAKUR H F. -Áskriftarverð á mánuði 400 kr. Verð I lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr. Festing gengis hættuleg Ráðherrar sverja, að gengið verði ekki fellt í framhaldi af ákvörðun bolfiskverðs. Slíkir svardagar ráðherra eru ekki nýlunda. Alræmt er dæmiö, þegar Tómas Árnason, fyrrverandi ráðherra, lét hafa eftir sér í blaðaviðtali, að gengiö yrði „alls ekki” fellt, sömu klukkustundirnar og gengisfelling var ákveðin. Ráðherrar tala eins og ekki megi hrófla við fyrirfram ákveðinni stefnu í gengismálum. Víst er þeim vandi á höndum. Menn þekkja afleiðingar gengislækkana. Verð- lag á innfluttum vörum rýkur upp. Kostnaður fer vax- andi. Verðbólgan eykst. Þetta þýðir ennfremur, til viðbót- ar öðru, að verðbólgan fer fram yfir „rauöu strikin” í kjarasamningunum. Launþegar ókyrrast. Erfiðara verð- ur að semja upp úr áramótum. Þetta eru auðvitað ekki góðir kostir. En reynslan sýnir, að ekki þýðir að „festa” gengið og selja erlendan gjald- eyri á útsölu. Sjómenn fengu og urðu að fá ríflega tíu prósent kaup- hækkun með þessari hækkun fiskverðs. Ekki var unnt að láta þá sitja eftir. Fiskverðshækkunin var að meöaltali um tíu prósent á bolfiski. Við sjáum, að slík fiskverðshækkun var óhjákvæmileg. Jafnvel fiskkaupendur virðast viðurkenna það, þótt þeir greiddu atkvæði gegn ákvörðuninni. Fulltrúar kaupenda létu bóka, meðal annars: „Eins og afkomureikningar vinnslunnar sýna, er engin grundvöll- ur til fiskverðshækkunar, miðað við núverandi aðstæður. Þessi ákvörðun jafngildir því ákvörðun um gengislækkun á næstunni...” Hvemig er staða vinnslunnar? Flestar greinar fiskvinnslunnar eru reknar meö tapi. Lítils háttar hækkanir hafa orðið á afurðum okkar er- lendis. En dollar hefur fallið, og krónan hefur ekki fallið gagnvart dollar. Bandaríkjamarkaður er okkar aðal- markaður. Verðbólga er miklu meiri hér en í Bandaríkj- unum, og fiskvinnslan hér hefur horft fram á erfiðleika. Fiskvinnslufólk á aö fá kjarabætur. Eigi þessar greinar að standast, þarf gengi krónunnar jafnan að vera nægi- lega sveigjanlegt til að tryggja jafnvægi. Fiskkaupendur tala um, að nú þurfi um tíu prósent gengisfellingu til að rétta hag vinnslunnar. Sumir aðrir tala um 6—9 prósent. Þarna gæti orðið um svokallað „gengissig” að ræða eða það, sem klaufskur stjórnmálamaður nefndi einu sinni „gengissig í einu stökki”. Hér gæti einnig orðið um beina gengisfellingu að ræða, þannig að seðlabankamenn og ráðherrar settust á fund og gæfu út tilkynningu um hádegisbil einhvern daginn. Reynslan sýnir, að sé gengi íslenzku krónunnar haldið of háu, leiðir það til ýmiss konar vandkvæða, sem eru verri en verðbólgan, sem af gengislækkun hlýzt. Utflutningsatvinnuvegirnir verða þá reknir með tapi eins og nú blasir við í fiskvinnslunni að óbreyttu. Vöruskiptajöfnuður verður æ óhagstæðari. Innfluttar vörur verða ódýrari en staða þjóðarbúsins útheimtir. Auðvitað er gengislækkun engin varanleg lausn. En sem stendur er ekki boðið upp á aðra kosti. Margræddar kerfisbreytingar láta á sér standa. Haukur Helgason. Að viðlögðum drengskap Töluveröa athygli hefur vakiö aö samkvæmt upplýsingum frá ráö- gjafarþjónustu Húsnæöisstofnunar bera skattskýrslur þaö með sér að einstæðar mæður séu tekjuhærri en atvinnurekendur. En margt fleira athyglisvert kemur í Ijós ef skoðuð er álagning skatta fyrir áriö 1985. Má þar nefna upplýsingar um tekjuskiptinguna skv. skattaframtölum, ýmsar hlunn- indagreiðslur, eignir landsmanna og skuldir, lífeyrisgreiðslur, vaxtatekj- ur og vaxtagjöld o.s.frv. — Þar sem þessar upplýsingar gefa nokkra vís- bendingu um kjör landsmanna og af- komu verða þeim gerð nokkur skil hér. Tekjur skv. skattf ramtölum: Tekjur launþega og atvinnurek- enda samkvæmt yfirliti frá ríkis- skattstjóra yfir tekju- og frádráttar- liöi á skattframtölum vegna álagningar 1985 eru dregnar saman í töflu I. Samkvæmt töflunni hafa eigin- konur 152% lægri tekjur að meðaltali en eiginmenn. — Eiginmenn í laun- þegastétt hafa 101% hærri meðaltals- tekjur en eiginmenn í atvinnurek- endastétt og eiginkonur í launþega- stétt 65% hærri heildartekjur en eiginkonur í atvinnurekendastétt. Það sem sérstaka athygli hlýtur að vekja er hvað hlutur kvenna í öll- um hlunnindagreiöslum er miklu minni en karla bæði að því er varðar upphæð og fjölda þeirra sem hlunn- inda njóta. (Tafla II) ökutækja- styrkur eiginmannanna er að meðal- tali 146% hærri en eiginkvenna, og aöeins 2701 kona fær ökutækjastyrk á móti 12.542 körlum. Eiginmenn hafa 210% hærri meöaltalsgreiöslur í fæðispeninga en eiginkonur og fjöldi kvenna sem fæðispeninga nýtur er 750 á móti 6338 karlmönnum. Dag- peninga, ferðapeninga og risnu fá aö- eins 653 konur á móti 4517 körlum og þannig mætti áfram telja. Lífeyrisgreiðslur Greiðslur úr lífeyrissjóðum voru að meðaltali árið 1984 84.349 krónur hjá körlum en 39.381 hjá konum eða 114% hærri meðaltalsgreiðslur til karla en kvenna. Fjöldi eiginmanna, sem fékk greiðslur úr lífeyrissjóöi, var 4891 — f jöldi eiginkvenna 1483 og einhleypinga 8930. Eignir og skuldir Eignir einhleypra og hjóna voru samtals liðlega 154 milljarðar og 212 milljónir króna. Samtals var fjöldi hjóna 48.404 og meöaltal eigna 2 milljónir og 360 þúsund kr. Einhleyp- ir voru 46.923 og meðaltal eigna rúm- lega 851 þúsund krónur. Af álagningu 1985 og fjölda framteljenda má ráða að liölega 29 þúsund framteljendur séu algjörlega eignalausir. — Eignir að frádregnum skuldum, eða eigna- skattsstofn, nam rúmlega 120 millj- örðum og 671 milljón króna. Eignir umfram skuldir voru aö meðaltali tæpar 2 milljónir hjá hjónum en 774 þúsund hjá einhleypum. Skuldir einhleypra og hjóna námu samtals rúmlega 29 milljörðum og 420 milljónum króna. Samtals var fjöldi hjóna 38.668 sem að meðaltali skuldaði 550 þúsund krónur og f jöldi einhleypra 23.978 sem skuldaöi að meðaltali 338 þúsund krónur. Vaxtatekjur — vaxtagjöld Vaxtagjöld af fasteignaveölánum voru rúmlega 2 milljarðar og 90 milljónir króna. Vaxtagjöld til frá- dráttar tekjuskattsstofni (vaxta- Meflaltal árslauna Eiginmaður fyrirárið 1984 gjöld — vaxtatekjur) voru rúmlega 1 milljarður og 500 milljónir króna. — Fjöldi þeirra sem nýttu sér þennan frádrátt var 16.619. Þessi upphæð er umhugsunarverð þegar til þess er lit- ið að rannsóknir á skattalækkunum annars staöar á Noröurlöndum vegna vaxta af fasteignaveðlánum sýna að þessi niðurgreiðsla hús- næðiskostnaðar í formi skattalækk- anna fer aö mestu leyti til hátekju- fólks. Ef sú er einnig raunin hér á landi hlýtur að vera eðlilegt að leita annarra leiða til að nýta þetta fjár- magn í því skyni að ná fram meiri jöfnuði í niðurgreiöslu húsnæðis- kostnaðar fyrir húsbyggjendur og íbúðakaupendur. — Til samanburðar skal þess getiö að fjöldi þeirra sem nýttu sér fastan frádrátt (10% reglan) var 132.726 manns og var frádráttur á þeim liö til lækkunar tekjuskatts rúmlega 4 milljarðar og 377 milljónir króna. Framtaldar vaxtatekjur vekja einnig athygli. — Fram kemur á yfir- liti ríkisskattstjóra vegna álagn- ingar 1985 að vaxtatekjur, sem eru skattfrjálsar en ber aö telja fram, svo sem af innistæðum hjá innláns- stofnunum, námu samkvæmt skatt- skýrslum rúmlega 798 milljónum króna og var fjöldi einstaklinga, sem gaf upp vaxtatekjur, samkvæmt þessum lið rúmlega 25 þúsund manns. Hér verður að draga þá ályktun að mikið sé vantalið í skattskýrslum að því er vaxtatekjur varðar því sam- Eiginkona Einhleypur 157.000 158.000 95.000 108.000 upphæð sé að ræða sem vantalin er vegna vaxtatekna sem koma til lækkunar vaxtagjöldum sem frá- dráttarbær eru til skatts. Leigutekjur af fasteignum Leiga á ibúðarhúsnæði eöa öðrum fasteignum virðist ekki vera arðbært „fyrirtæki” ef marka má skatt- skýrslur. 5049 einstaklingar telja fram leigutekjur af fasteignum fyrir árið 1984 að upphæð 185 milljónir og 875 þúsund krónur. Það gefur að meðaltali á mánuði í leigutekjur á árinu 1984 rúmlega 3 þúsund krónur. Götótt skattakerfi Hér verður látið staðar numiö þó af fleiru sé að taka sem athyglisvert er úr þessum gögnum frá ríkisskatt- stjóra vegna álagningar 1985. — Þaö sem hér hefur verið sett fram ætti aö gefa nokkra innsýn í kjör og afkomu landsmanna eða a.m.k. þá mynd sem skattskýrslur gefa sem allir undirrita að viðlögðum drengskap. — Væri ekki ráð fyrir ríkisstjórnina að huga betur að götóttu skattkerfi og skera upp herör gegn skattsvikum í stað þess að leggja sífellt þyngri skattbyrði á þá sem alltaf standa skil á sínu til samneyslunnar í landinu? Ráð til ríkisstjómarinnar væri að fylgja eftir af einurð framkvæmd á tillögum Alþýöuflokksins um að- gerðir stjórnvalda gegn skattsvikum sem samþykktar voru sem ályktun Alþingis vorið 1984. Jóhanna Sigurðardóttir. Launþegar Atvinnurekendur 396.000 197.000 Launþegar samtals: Atvinnur. samtals: 195.000 149.000 Tafla II Hlunnindi (meðaltal árs- greiflslna 1984) Bifreiflahlunnindi ú kutss kjasty rkur Dagpeningar, ferfla- peningar, rlsna Fæðishlunnindi (fæði sem vinnuv. Iratur i tó endur- gjaldslaust) Fœðispeningar önnur hlunnindi Fatnaður Eiginm (Fjöldi) Eigink. (Fjöldi) Einhleyp. (Fjöldi) 43.000 ( 577) 20.000 44.000 (12.542) 17.885 ( 45) (2.701) 21.000 ( 123) 22.744 (5.539) 34.302 14.935 (4.517) (1.121) 12.074 10.006 653) 118) 14.099 19.776 15.260 (6.338) 9.204 (2.217) 5.012 (1.732) 4.920 ( 750) 10.237 3.224 ( 505) 6.287 2.839 ( 651) 3.254 (2.213) (1.392) (5.124) (1.208) (1.380) Kjallarinn SIGURÐARDOTTIR ÞIIMGMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN kvæmt upplýsingum Seölabankans námu greiðslur viðskiptabanka og sparisjóða vegna vaxta og verðbóta samtals 3 milljörðum og 330 milljón- um á árinu 1984. Áætla má að ein- staklingar eigi u.þ.b. 60% af þessum vaxtatekjum eða tæpa 2 milljarða Vaxtatekjur til frádráttar vaxta- gjöldum, sem frádráttarbær eru frá tekjuskatti, námu samtals rúmlega 417 milljónum króna hjá rúmlega 14 þús. manns. Um er að ræða vaxta- tekjur af verðbréfum, útistandi skuldum o.fl. Áætla verður einnig að hér sé tölu- vert vantalið af vaxtatekjum því ef reynt er að nálgast þaö hve miklar vaxtatekjur voru af skuldabréfum vegna eigendaskipta á fasteignum á frjálsa markaðinum á árinu 1984 þá má áætla þær um 7—800 milljónir króna. Eftir stendur þá hve miklar vaxtatekjur eru af hvers kyns öðrum skuldabréfum sem í gangi eru, s.s. á verðbréfamarkaðinum, þannig að áætla má að um töluvert hærri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.