Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Qupperneq 15
DV. MANUDAGUR 7. OKTOBER1985. 15 Menning Menning Menning ÚRTAKA2 Tónleikar ungra einleikara í Norræna húsinu, 2. okt. Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Á seinni tónleikunum í úrtökunni fyrir Tónlistarhátíö ungra einleikara á Norðurlöndum léku þau Kolbeinn Bjarnason og Sigrún Eðvaldsdóttir. Eins og Pétur fyrra kvöldið kom Kol- beinn víða við í efnisvali sínu. Hann byrjaöi og endaði tónleikana með verkum sem hann lék hér fyrstur manna á Myrkum músíkdögum, Riding the Wind eftir Harvey Sol- berger og Afterlight eftir Robert Dick. Enn stendur maöur dolfallinn yfir þeim hugmyndum sem Harvey Solberger hefur um flautuleik. Að láta flautuleikarann spila jafnt á út- blæstri sem innsogi í einni samfelldri línu, fyrir utan að blása í flautuna á hinn furðulegasta máta. Þetta minnti mig eiginlega á það þegar ég varð vitni að því aö trumbuslagari nokkur frá Senegal sýndi mönnum hvernig leika mætti á bumbur á þúsund og guðmávitahvað marga vegu. Því er yfirleitt haldið fram, og ég hygg með réttu, að þegar menn leiki nútimamúsík með svo óhefð- Tónleikar Eyjólfur Melsted bundnum tónmyndunaraðferöum sé það einungis til að skerpa þá sem flytjendur hinnar gömlu, hefðbundnu tónlistar. Það var heldur ekkert að tóninum aö finna hjá Kolbeini í Ein- leikssónötu Carls Philipps Emanuels Bach en áherslurnar, einkum í fyrsta kaflanum, uröu að mínu mati til að rjúfa það sístreymi tónanna sem höfundurinn stefnir að í ritun sinni. Einskis slíks gætti hins vegar í Syrinx Debussys og í Sonata per Manuela náði Kolbeinn að sýna allar sínar bestu hliðar. Rómantísk háspenna Síöust á þessum úrtökutónleikum lék Sigrún Eðvaldsdóttir. Ekki var hún að ráðast á lægstan garðinn í efnisvali sínu. Ballade, sónata eftir Eugéne Ysaýe, var fyrra verkið sem hún lék. Sigrún sýndi það hér að hún hefur ekki aðeins færnina heldur einnig þroskann sem til þarf svo að jafntorleikið verk fái notið sín í flutningi. Hið sama gilti um César Franck sónötuna, en minnin eru þar mörg hin sömu og i Sinfóniunni hans. Likt og Hrefna kvöldið áður var Selma (af illri nauðsyn) helst til varfærin við píanóið. Það litaöi að sjálfsögðu samleikinn, en fiðluleikinn út af fyrir sig hafði þaö næsta lítil áhrif á. Þar var aldrei slakað á hinni rómantísku háspennu. EM. Eg, eins og flestir aðrir sem á þessa tvenna tónleika ungra einleik- ara i Norræna húsinu hlýddu, hef að sjálfsögðu valið mér minn óska- kandidat fyrir Norræna Biennalinn næstkomandi. Hvort sem dómnefnd- in velur á sama veg þá er þó eitt víst —■ af þeim fjórum sem til greina koma er ekki hægt annað en að velja veröugan fulltrúa okkar á þessa há- tíö. 1. MÓTORSTILLING 2. SKIPT UM KERTI 3. SKIPT UM PLATÍNUR 4. SKIPT UM BENSÍNSÍU 5. ATHUGA BLÖNDUNG 6. SKIPT UM VIFTUREIM 7. MÆLA HLEÐSLU 8. HREINSA OG SMYRjA RAFGEYMISPÓLA 9. SETJA ÍSVARA Á RÚÐUSPRAUTUR 10. STILLA RÚÐUSPRAUTUR 11. ATHUGA ÖLL LJÓS 12. LJÓSASTILLING 13. MÆLA FROSTÞOL KÆLIVÖKVA 14. ATHUGA FJAÐRABÚNAÐ 15. ATHUGA STÝRISBÚNAÐ 16. ATHUGA HEMLA 17. ATHUGA HANDHEMIL 18. ATHUGA PÚSTRÖR 19. ATHUGA DRIFSKAFT OG HJÖRULIÐI 20. SMYRJA HURÐARLÆSINGAR INNIFALIÐ í VERÐI: VINNA, KERTI, PLATÍNUR, BENSÍNSÍA, VIFTUREIM, ÍSVARI Á RÚÐUSPRAUTUR. TOYOTA & &***£»*£*&. Nybylavegi8 200Kópavogi S 91-44144 Y> GOÐ OG HENTUG BARNAHÚSGÖGN Svefnbekkur með dýnu og 3 púðum Yfirhilla ^3.380- W - LS " " AÉ ÍL i ht. i / Skrifborð m/hillu: Skrifborð m/hillu Svefnbekkir m/dýnum, og 3 púðum og hillum: Kommóður: 8 skúffur3.390,- 6 skúffur 2.780,- 4 skúff ur 2.040,- Húsgögnin eru með eikarfólíu eða furufólíu eða hvítri fólíu, sem er mjög slitsterk og auðvelt að þrifa. 30% útborgun og afgangur á 6 mánuðum. 5% stað- greiðsluafsláttur og svo eru kreditkortin að sjálfsögðu tekin sem staðgreiðsla og útborgun á samningi. Byrjið smátt og bætið við. Verið vandlát og skoðið verðin HÚSGAGNABÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK ® 91-81199 og 81410

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.