Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Side 18
18 DV. MÁNUDAGUR7. OKTOBER1985. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir „Þeir komu mér ekki á óvart” — sagði Fred Stava, þjátfari Táby Basket „Þetta var mjög góður leikur hjá báðum liðum. Haukarnir léku sérstaklega vel í síðari hálfleik. Styrkleiki þeirra kom mér ekki á óvart. Ég hef fylgst með góðum árangri íslenska landsliðsins á síðasta ári og Haukarnir komu mér alls ekki á óvart,” sagði Fred Stava, þjálfari Taby Basket, eftir leikinn gegn Haukum á laugardag. Ekki virt- ist kappinn kippa sér mikið upp við ósigurinn og var brosmildur mjög þegar blaðamaður DV ræddi við hann eftir leikinn. „Eg veit að mínir menn geta ieikið raun betur en þeir gerðu i kvöld. Larry Robinson, okkar besti maður, er meiddur á hné og hann hefur aðeins getað æft í þrjá daga. Eg vona að á þeirri viku sem er í síðari leikinn nái hann að jafna sig og verði með á fullu í siðari leiknum. Við höfum góða möguleika á að komast áfram, sérstaklega ef Robinson verður tilbúinn í slaginn,” sagði Randa- ríkjamaðurinn Frcd Stava, þjálfari Taby Basket. -SK. „Við getum komist í 2. umferð” — sagði Mike Scheib „Þetta var mjög góður leikur. Við vorum hræddir í byrjun leiksins en síðan fór þetta aö ganga betur hjá okkur. Ég hef trú á því að við getum leikiö enn betur í Svíþjóð og vissulega getum við komist áfram í 2. umferð,” sagði Mike Scheib, Bandarikjamaðurinn sem lék með Haukum gegn Táby Basket. „Hvað sjálfan mig varðar þá er ég ekki í alveg nógu góðri æfingu. Mig vantar meira úthald og er staðráðinn í að æfa á fullu fram að siðari leiknum og á von á að verða sprækari þá. Hauka- liöið er gott lið en það vantar kannski meiri hæö i það. Munurinn á bandarískum og íslenskum körfuknattleik er sá að í Bandarikjunum eru leikmenn mun hærri og þessir stóru leik- menn geta skotið af færi.” -SK. „Ekki ánægður meðfráköstin” — sagði ívar Webster „Eg er að sjálfsogðu ánægður með þennan sigur hjá nkkur en ég get ekki verið ánægður mcð sjálfan mig, sér- staklcga frákftstin hjá mér," sagði Ivar Webster eftir leiklnn gegn Taby Basket. „Eg veit að þctta á eftir að koma. Maður er rétt að komast í leikæfingu og með fleiri leikjum verður þetta betra. Eg veit að ein mín sterkasta hlið í körfubultanum cru frákftstin og þetta kemur. Ég veit það,” sagðl fvar Webster.____________-SK. „Möguleiki á2. umferð” — sagði Pálmar Sigurðsson „Það tók okkur nokkuð langan tima að komast að því aö víð vorum ckki lakari en þeir. Við lékum mjög vel i síðari hálfleik og mögnleikinn á að komast í 2. umferð er vissulega fyrir hendi,” sagði Pálmar Sigurðsson eftir lcikinn gegn Taby Basket. „Það var sárgrætilegt að geta ekki leikið með á fullri ferft. Ég fann það vel að ég var greinilega ekki nægilega fljðtur í þessum leik. Eg vona bara að ég verði orðinn góftur af meiðslunum fyrir síðari leikinn. Ég er bjartsýnn á góð úrsbt i Svíþjóð,” sagði Pálmar Signrðsson._________-SK. „Það var hrein unun að sjá tíl ykkar í dag, þið eruð stolt bæjarins,” sagöi Kristinn Guðnason, formaöur körfu- knattleiksdeildar Hauka, í stuttu ávarpi til leikmanna Hauka eftir að þeir höfðu sigraö sænska liðið Táby Basket frá Stokkhólmi í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa í körfuknattleik á laugar- dag. Haukar sigruðu með 88 stigum gegn 83 eftir að hafa verið einu stigi undir í leikhléi, 45—46. Fyrir margra hluta sakir var brotið blað í sögu íslensks körfuknattleiks á laugardag. Þetta var fyrsti Evrópu- leikur hjá íslensku liði í áraraðir og fyrsti sigur hjá íslensku liöi í Evrópu- keppni. Og þessi sigur Haukanna er fyrsti sigur hjá íslensku meistara- flokksliði gegn sænsku meistaraflokks- liöi frá upphafi. Landsleikir eru þá meðtaldir. Það var sem sagt stór dagur hjá körfuknattleiksmönnum á laugardag og eftir leikinn gegn Taby Basket skein ánægjan úr hverju and- liti. Maöur haföi þaö á tiifinningunni aö enginn hefði haft trú á því fyrir leikinn að Haukunum myndi takast aö sigra Svíana. Fögnuður leikmanna og ekki síður aðstandenda liösins var mikill í lokin og ekki að furöa. Leit ekki vel út í byrjun Svíarnir komust í 6—0 í byrjun og svartsýnustu menn sögöu ékki eitt ein- asta orö. Síöar breyttist staðan í 11—18 en Haukarnir minnkuðu síðan muninn í 25—26 og komust síðan yfir í fyrsta skipti 27—26 þegar ellefu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum. Jafnt var á með liöunum til leikhlés og staöan í leikhléi var 45—46. Haukarnir komu eitilharðir til leiks í síðari hálfleik og breyttu varnaðar- aöferð sinni, úr maður á mann vörn í svæðisvörn, 1—3—1. Engu var líkara en Svíarnir heföu aldrei séö slíka vörn og stóðu þeir lengst af sem styttur á leikvellinum. Og Haukar komust í 63— 54 og var það mesta forskot þeirra í leiknum. Lokatölur urðu síðan 88—83 eins og áður sagði. Himnasending frá Dooley Með Haukunum í gær lék Banda- ríkjamaðurinn Mike Scheib, sem James Dooley útvegaði Haukunum, en Dooley þjálfaði hér á landi um tíma. Mike þessi átti snilldarleik og er þá vægt til oröa tekið. Aldrei hefur sneggri íþróttamaður sýnt listir sínar hér á landi. Hreint ótrúlegur snillingur og grátlegt að þessi leikmaður skuli ekki leika hér í vetur. Mike var lang- bestur hjá Haukum í þessum leik en einnig áttu þeir Olafur Rafnsson og Reynir „göngugarpur” Kristjánsson mjög góðan leik. I heild átti Haukaliðiö iM skínandi leik.og sigur liðsins var stór- kostlegur. Og ef einhver sem þetta les ætlar að draga úr árangri Haukanna vegna Mike Scheib skal þess getið að tveir Bandaríkjamenn léku með sænska liðinu og einn Þjóðverji. Hvort þessi sigur Haukanna nægir þeim til að komast í 2. umferð skal ósagt látið en vissulega er þessi sigur í mjórra lagi. I raun og veru skiptir ekki öllu máli hvort Haukarnir komast áfram eða ekki þó auðvitað sé stefnt aö því meö öllum tiltækum ráðum. Það sem mestu máli skiptir er sá sigur sem Haukarnir unnu á laugardag og vonandi verður þessi frammistaða til að ýta á önnur íslensk félagslið að taka þátt í Evrópu- keppnum. Eins og áður segir var Mike Seheib bestur Haukanna og skoraði 20 stig. Margar sendingar hans fengu áhorf- * Ólafur Rafnsson gerir atlögu aö körfu Svianna i ieiknum á laugardag. Blökkumaöurinn Nate Cole i liði Taby Basket reynir að trufla Ólaf en Cole var yfirburðamaður í sænska liðinu og skoraði 33 stig. Þessa skemmtilegu mynd af þeim félögum í loftdansinum tók Bjarnleifur Bjarnleifsson. endur til að gleyma stað og stund. Slík tilþrif sjást ekki oft til íþróttamanns. Scheib er skemmtilegasti og líklega einn allra besti körfuknattleiksmaður sem hér hefur leikið. Pálmar Sigurðs- son var ekki nema hálfur maöur vegna meiðslanna en ef hann verður orðinn góður fyrir síðari leikinn mega Sví- arnir fara að hugsa málið. Sænska liðið lék „tíbískan” sænskan körfuknattleik, yfirvegaðan og agaðan og í liðinu eru margir mjög snjallir leikmenn. Nate Cole var yfirburða- maður að þessu sinni og skoraði 33 stig. Hann hélt liðinu á floti í þessum leik og ef hans hefði ekki notið viö hefðu Svíarnir farið með stórtap á bakinu til síns heima. Besti maður liösins og Svíþjóöar í fyrra, Larry Robinson, var lítið með í þessum leik vegna meiðsla og verður vart búinn að ná sér fyrir síðari leikinn. I Haukaliöið vantaði Viðar Vignisson, sem er meiddur, og Pálmar lék á hálfum hraða. Stig Hauka: Mike Scheib 20, Ölafur Rafns- son 18, Reynir Kristjánsson 17, Ivar Webster 10, Pálmar Sigurðsson 12, Eyþór Þ. Árnason 7, Kristinn Kristinsson 2 og Henning Henningsson 2. Stigahæstur hjá Taby Basket var Banda- rikjamaðurinn Nate Cole með 33 stig. Dómarar voru þeir Dannicl O’Connor frá írlandi og Norðmaöurinn Robert Persson. Voru þeir frckar slakir og gerðu mftrg slæm mistiik. Var langt frá því aft Haukarnir hefðu hag af dómgæslu þeirra. Maöur leiksins: MikeScheib, Haukum. -sk. • Að leikslokum fókk Bandaríkjamaðurinn Mike Scheib viðurkenningu frá Haukunum fyrir frábæran leik. Hór svifur hann i háloftunum og liklega hefur þessi smái en knái leikmaður aldrei veriö jafnhátt uppi. DV-mynd Bjarnleifur. • Fögnuður leikmanna Hauka var mikill i leikslok eftir að Haukarnir höfðu innbyrt sigurinn gegn Taby Basket. Á miðri myndinni er þjálfari Hauka, Einar Boliason, kampakátur eins og raunar allir aðrir sem sáu leikinn. DV-mynd Bjarnleifur. • Mike Scheib, Bandaríkjamaðurinn sem lék með Haukum á laugardag í Evrópuleiknum gegn sænska iiðinu Táby Basket, sýndi snilldartakta í leiknum og heillaði áhorfendur alger- lega upp úr skónum. Margar send- ingar hans fengu áhorfendur til að gleyma stað og stund. Á myndinni hér að ofan sést Mike smeygja sér fram hjá einum leikmanna sænska liðsins og svifa í átt að körfunni. Knötturinn hafnaði að sjálfsögðu á réttum stað eftir að Mike hafði einleikið með knött- inn upp allan völlinn. Eigingirni er þó nokkuð sem þessi snjalli leikmaður þekkir ekki. Hann leitaði alltaf að sam- herja áður en hann gerði hlutina upp á eigiruspýtur. DV-mynd Bjarnleifur. Fyrsti sigur á Svium í körf u frá upphafi Stórgóður leikur Hauka þegar þeir sigruðu Táby Basket, 88:83, íEvrópukeppni bikarhafa á laugardag. Snillingurinn Mike Scheib sýndi otrulega takta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.