Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Side 19
DV. MÁNUDAGUR 7. OKTOBER1985. 19 íþróttir íþróttir íþróttir Keyptu vitlausan leikmann — spaugileg saga af Spánverjum Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, Iréttamauni DV í Englandi: Forráðamenn spánska knatt- spyrnuliðsins Real Ovideo hlupu heldur betur á sig fyrir skömmu þegar þeir ætluðu að kaupa sér nýjan leikmann. Þeir höfðu heyrt um enskan ieikmaun, Thompson að nafni, sem hefði skorað mikið af mörkum. Þeir fóru til Englands og töluðu við Keíth Thompson hjá Coventry. Eftir viðrseður keyptu þeir kappann á 10 þúsund pund. Það er hins veg- ar komið á daginn núna að þeir spönsku voru allan tímann að hugsa um að kaupa Gary Thompson hjá Sheffield Wednes- day. Keith Thompson var að von- um ánægður með samninginn við Spánverjana enda hefur hann ekki komist í aðallið hjá Coventry. _SK Nógaðgera hjá Guðmundi Guðmundur Haraldsson, millirikjadómari i knattspyrnu, hélt i dag til Danmerkur en á morgun mun hann dæma lands- leik Dana og Svisslendinga undir 21 árs f Evrópukeppninni í knatt- spyrnu. Guðmundnr heldur síðan til Noregs og i vikulokín á hann að dæma landsleik Norðmanna og Norður-lra en þau Uð cru skipuð leikmönnum 16 ára og yngri. -SK. Halmstad vann Öster Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttamanni DV í Svíþjóð: Eggert Guðmundsson mark- vörður hélt marki sínu hreinu þegar lið hans Halmstad vann sigur gegn Teiti Þóðarsyni og félögum í öster um helgina, 1—0. Nú er aðeins eftir að leika úr- slitakcppnina í sænsku knatt- spyrnunni. Halmstad hafnaði í 7. sæti en öster í 8. Fjögur efstu liðin leika til úrslita en það eru Kalmar FF, Malmö FF, örgryte og IFK Gautaborg. _sk Svíar unnu stóran sigur Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttamanni DV íSvíþjóð: Svíar tryggðu sér í gær réttinn til að leika til úrslita í Davis-cup tennismótinu um helgina en keppnin er nokkurs konar heims- meistaramót í tennis. Svíar unnu Ástraliu 5—0 í gær og leika tij úrslita gegn Vestur- Þjóðverjum. Svíar eru núvcrandi meistarar. I liði Svía voru þeir Mats Vilandeer, Anders Jarryd, Stefan Edberg og varamaður er Joakim Nyström. Allir eru þessir kappar með þeim bestu í heimin- um í tcnnisiþróttinni. -SK. J6n Harmannsson, þjálfari Breiða- bliks. Jén áf ram með Biika „Það er frágengið að ég verð áfram með Breiðablik,” sagði Jón Hermanns- son í samtali við DV i gærkvöldi. Jón þjálfaði Breiðablik i 2. deildinni i knattspyrnu i sumar og kom liðinu upp í 1. deild sem kunnugt er. „Við ætlum að taka þetta svolitið ööruvísi núna en gert hefur verið áður. Við byrjum að æfa á mánudaginn og ætlum að æfa fram í desember. Þá kemur hvUd þar til í janúar en þá byrjum við aftur. Eg ætla að reyna aö fá meiri líkamsstyrk í liðið,” sagði Jón. Hann þjálfaöi Breiðablik árið 1979 þegar Blikarnir komust upp í 1. deild. Jón var síðan með liðið í 1. deildinni 1980. -SK. íþróttir Iþróttir íþróttir Ragnar og Friðjón fengu rautt spjald Tveir nýir dómarar dæma í 1. deildinni í knattspymu næsta sumar Þeir Ragnar örn Pétursson og Friðjón Eðvarðsson vcrða ekki á meðal þeirra 15 dómara sem dæma í 1. deildinni næsta sumar. Á fundi sem dómarar héldu með sér um helgina var tilkynntur nafnalisti þeirra dómara sem dæma í 1. deild næsta sumar og í stað þeirra Ragnars og Friðjóns koma þeir Magnús Jónatansson og Bragi Bergmann, báðir frá Akureyri. Þegar raðað er á listann hverju sinni eru hafðar til hliðsjónar skýrslur éftirlitsdómara frá leikjum sumarsins og þeir 15 sem fá bestu einkunnir dæma i 1. deildinni. Þegar DV hafði samband í gær- kvöldi við Inga Jónsson, sem sæti á í dómaranefnd KSÍ, til að fá hjá hon- um naf nalistann vildi hann ekki ræða valíð í smáatriðum en sagði að það mætti alitaf deila um einstök atíiði. Það vakti nokkra athygli að Ragnar Örn skyldi fá rauða spjaldið hjá dómurunum. Skammt er síðan að hann var linuvörður á Evrópuleik og þegar menn eru valdir til slíkra starfa er yfirleitt verið að verðlauna dómara fyrir góða frammistöðu. -SK. Kristján með 11 Siggi 5 á 25 mín. Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV ÍÞýskalandi: Sigurður Sveinsson meiddist illa á hné um helgina er lið hans Lemgo mætti Gummersbach i 1. deild þýska handboltans. Sigurður meiddist á 25. mínútu en áður hafði hann skorað fimm mörk fyrir lið sitt. Mikil mót- spyrna Lemgo virtist koma Gummers- bach í opna skjöldu en liðið náði þó að vinna nauman sigur, 18—17. Ekki var vitað i gærkvöldi hve meiðsli Sigurðar væru alvarleg. Hann er mjög bólginn um hnéð og það kæmi engum á óvart að hann missti af næstu leikjum liðs síns. Annar Islendingur varð einnig fyrir meiðslum um helgina. Það var Kristján Arason sem meiddist á höfði strax á 20. mínútu í leik liðs síns Hameln við Fredenbeck í 2. deildinni. Kristján lék þó til loka, reifaður um- búðum, og var óstöðvandi, skoraði — Sigurður Sveinsson og Kristján Arason slösuðust báðir íleikjum sinum íþýska handknattleiknum ellefu mörk, þar af þrjú úr vítaköstum í 25—16 sigri Hameln. Bjarni Guð- mundsson lék einnig í sömu deild með liöi sínu Wanne Eyckel en mátti þola tap á heimavelli gegn Bayer Leverkusen, 21—24. Atla Hilmarssyni gekk mjög vel með liði sínu Gunsburg um helgina þrátt fyrir að Gunsburg tapaöi. Atli skoraði sex mörk og var ánægður með leik liðs síns sem tapaði með fjögurra marka mun fyrir Grosswaldstadt, 26—22, á útivelli. Gunsburg lék án síns marka- hæsta leikmanns en náði þó aö standa uppi í hárinu á risum Groswaldstadt. Dankersen, lið Páls Ölafssonar, tapaði sínum sjötta leik í röð er liðið lá fyrir Schwabing á heimavelli sínum, 15-22. Lið Alfreðs Gíslasonar, Essen, lék ekki um helgina og heldur ekki lið Jóhanns Inga, Kiel. -fros. ’ Sigurflur Sveinsson ' Kristján Arason Þessar 3 nýju myndir koma á myndabandaleigur 1 dag: Breakdance II, Bleiku náttfötin, (She'll be wearing pink pyjamas), Hennessy leitar hefnda. Hennessyleitarh^ fjölskvldu^hVmyrtaaT^, maður SH'" Sér e*og,RAáWorður_ír|and^^hermönn. 10 Þetta umhverfist hann' Hann hefur nú ekken n 9I°rsamiega. ass&SftKs Bteiku náttfötin /cl wearingpin,< Pyjamas, 6 " bé Þessi skemmttea e'nU °rð' Sa9t frábær Sjaldan hefur tekist aj"! °9 "lverunnar- kvenna jafngóð skil oa I rT x t,,f,nningalif/ um- Leikaramirfa^*^ ná",Ö'Un- moi. sérstaklega þó JuliJ w/ ! ' mynd- svo eftirminnilega^i gegn l^d ^*8"' $tó Ste'ku náttfötin er ! nci' Educa,ln9 Rita. fireinlega verða að sjá. Sem aMar konur Breakdance II ,rjði við eftóSíisfðjVVra"'df ‘'Ö Verí ingarnir taka „es/u^ hljóðalaust i d. , 1 Þe9jandi q á nokkur frábil hm^fnSÍerb0ðíðuPI Fáanlegar á myndbandaleigum um allt land. mm} Dreifing Síðumúia 21 simi 686250.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.