Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1985, Blaðsíða 36
36 DV. MÁNUDAGUR 7. OKTOBER1985. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar HJÚKRUNARFRÆÐINGAR OG SJÚKRALIÐAR óskast viö Barnaspítala Hringsins. UPPLÝSINGAR veitir hjúkrunarforstjóri Landspítalans i | síma 29000. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á morgun- og kvöldvaktir á öldrunarlækningadeild Landspítalans. SJÚKRALIÐI óskast á fastar næturvaktir á öldrunar- lækningadeild. Einnig óskast sjúkraliðar á allar vaktir á öldunarlækningadeild. UPPLÝSINGAR um ofangreind störf veitir hjúkrunar- framkvæmdastjóri öldrunarlækningadeildar í síma 29000. Reykjavik, 7. október 1985. I I FÓSTRUR óskast sem fyrst eða eftir samkomulagi á á dagheimilið Stubbasel við Kópavogshæli. UPPLÝSINGAR veitir forstöðumaður í síma 44024. STARFSMENN óskast nú þegar við dagheimili Land- spítalans við Engihlíð. UPPLÝSINGAR veitir forstöðumaður dagheimilisins i síma 29000 — 591. LÆKNARITARI óskast við krabbameinslækningadeild Landspítalans. Stúdentspróf eða sambærileg menntun áskilin ásamt góðri vélritunar- og íslenskukunnáttu. UPPLÝSINGAR veitir læknafulltrúi krabbameins- lækningadeildar í síma 29000. Reykjavík 7. október 1985. ^Dale . Carneeie námskeiðið Kynningarfundur veröur haldinn þriöjudaginn 8. október kl. 20.30, aö Síöumúla 35 uppi. ★ Námskeiöið getur hjátpaö þér aö: ★ Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFS- TRAUST. ★ Létta MINNI þitt á nöfn, andlit og staö- reyndir. ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sannfæringarkrafti í samræöum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐ- INGU og VIÐURKENNINGU. ★ Talið er að 85% af VELGENGNI þinni, séu komin undir því, hvernig þér tekst aö umgangast aöra. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustað. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíöa. ★ Verða hæfari aö taka viö meiri ÁBYRGÐ án óþarfa spennu og kvíða. ★ Okkar ráðlegging er því: Taktu þátt í Dale Carnegie-námskeiöinu. í dag er þitt tæki- færi. 82411 Einkaleyfi á Islandi STJÖRNUNARSKÓLINN Konráö Adolphsson Á árunum fyrir sjötiu var Twiggy fyrirmynd unglings- stúlkna um allan haim. Stuttklippt og slóttgreidd, hrattulega horuð og augun virtust eins og undir- skólar í smógerðu andlitinu. Twiggy er ekki lengur táningur Þessi frraga mynd birtist i Vogue og sýnir þann frœga tóning Twiggy i afriskum kjól hönnuöum af Yves Saint Laurent. Þama sóst vel vöxturinn sem sagt er að hafi orsakað sjúkdóminn anorexia nervosa hjó fjöl- mörgum jafnöldrum hennar viða um heiminn. Tágranni táningurinn Twiggy — réttu nafni Lesley Hornby — sem menn muna frá árunum fyrir sjötíu, hefur elst og þyngst verulega — og alfarið lagt sýningarstörfin á hilluna. Núna býr Twiggy í Ameríku og gerir þaö gott meðal Kananna — sló í gegn með leik, dansi og söng á Broadway í söngleiknum My One And Only eftir George Gershwin. Þessa dagana er að koma út piata með henni í London og bók er væntanleg þar á markaöinn þann sautjánda þessa mánaðar. Hljómplatan ber nafnið Feel Emotion og gefur augaleið að þar er söngur hennar á ferðinni. Bókin fjallar hins vegar um hvernig halda má ung- legu útliti og líða vel um leiö. Þarna fetar hún í fótspor margra annarra kvenna sem hafa skrifaö bækur til að ráðleggja öðrum í þessu efni. Nægir að nefna Jane Fonda og Victoriu Principal. Stærsta áfallið í lífinu segir Twiggy hafa verið þegar eiginmaður hennar Michael Whitney, lést af hjartaáfalli en mesta gleðin þegar söngleikurinn My One And Only sló í gegn á Broad- way. „Hugsið ykkur, eftir sýningu voru alltaf að koma einhverjir baksviðs — Charlton Heston kom og sagði þetta eina bestu sýningu sem hann hefði séð, Laurence Olivier kom eitt kvöldið og meira að segja Ginger Rogers kom og sagöi mér að hún hefði átt í erfiðleikum með að halda sér frammi í sal — hana langaði svo að hoppa upp á sviðið og syngja og dansa með okkur. Eg sagði bara: „Af hverju gerðirðu það ekki? Heimurinn hefði varla hrunið og húsið með þótt hún hefði látið eftir sér að gera það sem hún vildi.” Twiggy er núna í Loridon og nýtur þess að vera komin aftur eftir ára- langa dvöl í Amenku. „Hérna verð ég um sinn, fylgist með útkomu plötunnar minnar og bókar- innar og reyni að hvíla mig. Dóttir min, Charly, sem er sjö ára, verður hérna með mér og við gefum okkur tíma fyrir foreldra mína. Þau eru einstaklega flughrædd og hafa því ekki Nokkrum órum siðar með tilvonandi eiginmanni, Michael Whitney, i London. Þau giftust skömmu siðar og eignuöust eina dóttur en það var Twiggy mikið ófall þegar Michael lóst af hjartaófalli ó heimili þeirra i Bandaríkjunum. getaö heimsótt okkur til Ameriku. En síðan fer ég aftur til Ameríku til þess að leika í minni næstu kvikmynd. Leik- urinn á hug minn allan og það er á því sviði sem mig langar raunverulega til að slá í gegn og verða tekin alvarlega semleikkona. Táningurinn Twiggy er að berjast við aö breyta ímynd sinni — reka burtu gamla drauga úr fortíöinni og svo verður tíminn að leiða í ljós hvort henni tekst að sigra þar sem á öðrum sviðum — því bak við fagurt andlit og blítt bros Lesley Hornby býr sterkur vilji og hörkudugnaður — Twiggy veit hvað hún vill. Sviðsljósið Sviðsljósið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.