Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 1
Hvenær tekur Tommi völdin? Maður nær þangað sem maður vill komast ef maður bara óskar þess nógu heitt. Einhvern veg- inn svona orðaði skáldið T. S. Eliot það þegar menn spurðu hann hvort hann hefði stefnt að því að fá nóbelsverðlaunin í bók- menntum. Það gilti það sama um Eliot og ýmsa aðra sem skarað hafa framúr, að hann var ákaf- lega vinnusamur, féil aldrei verk úr hendi, kunni að skipuleggja sinn tíma. Tommi i Tommaborgu- rum (sem hann er reyndar búinn að selja fyrir nokkru) hefur nóg við sinn tíma að gera og ætlar enn að sækja á brattann, fara í pólitík og áreiðanlega eitthvað fleira. Kona sem hann hitti í Bandaríkjun- um spáði því fyrir honum að hann myndi einhvern tíma verða forsætisráð- herra íslands. Við íslend- ingar erum hættir að láta pólitíkina koma okkur á óvart - og því mun vænt- anlega engum bregða þegar Tommi tekur völd- in. Út um víða veröld Helgarblaðið mun fjalla um ferðamál í auknum mæli fram á vorið. Nú er komin sú tíð að fólk er farið að gægjast í dagata- lið og velta fyrir sér möguleikum á skíðaferð, sumarleyfisferð - ævin- týraferð. Þórunn Gests- dóttir blaðamaður ætlar að leiða lesendur í ýmsan sannleika um ferðamögu- leika sem bjóðast - sem og kostnað og kjör. Helgarblaðið kemur reyndar víða við að þessu sinni - eins og ævinlega. Við birtum skemmtilega grein eftir Jón Orm Halld- órsson sem var í Marokkó um daginn. Þar hítti hann íslenskan ferðalang sem vlrtist helst vera sestur að í þessu landi spámanns- ins Múhameðs; þar er hassið auðfengið sem og margt annað sem yflrleitt er ekki selt á frjálsum markaði. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.