Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 9 Ferðamál Ferðamál Ferðamál Ferðamál OPIÐ TIL KL. 41 DAG Barnagæsla á 2. hæð Opið laugard. 10-16 Versltð þarsem úrvalið er mest Yjörin best. jut— KORT lliÉÍÍÉI Enginn korta- kostntl Jon Loftsson hf Hringbraut 121 Stmi 10600 ALTERNATORAR STARTARAR NÝIR 0G VERKSMIÐJUENDURBYGGÐIR í USA-bíla og vinnuvélar, t.d. Chevrolet Nova, Blazer, Malibu, Oldsmobile dísil, Ford Bronco, Fairmont, Maverick, Dodge Dart, Aspen, Ramcharger, Wag- oneer, Cherokee, Hornet, AMC, Willys. Einnig ívinnuvélar: Caterpillar, GM o.fl. Möguleiki að taka þann gamla upp í nýjan. Einnig mikið af varahlutum í alternatora og startara. Mjög hagstætt verð. Póstsendum. BILARAFHF Borgartúni 19. Simi 24700. Helgarferðir til stórborga Helgarferðir til helstu stórborga í nágrenninu, eins og London, Amst- erdam og Kaupmannahafnar, hafa verið vinsælar yfir vetrarmánuðina. Þær eru meðal. ferðatilboða yfir páskana. Úrval býður sérstaka páskaferð til Kaupmannahafnar sem er „góð“ helgarferð eða knöpp vikuferð. Farið verður héðan þriðjudaginn 25. mars og komið til baka annan í páskum, mánudaginn 31. mars. Eitt af glæsile- gustu hótelum Kaupmannahafnar er Royal SAS hótelið og þar verður gist. Fyrir einn kostar þessi páskaferð til Kaupmannahafnar 31.100 krónur en séu tveir saman á ferð kostar ferðin 25.100 krónur fyrir manninn. I þessu verði er innifalið flug, gist- ing í sex nætur og morgunverður. Flugvallarskatturinn, 750 krónur, er ekki innifalinn. Helgarferðir til Lúxemborgar, flug og bíll eða flug og hótel, eru líka í boði. Amsterdam, flug og bíll í viku, kostar 15.110 krónur ef fjórir ferðast í sama bílnum - og bíl í ódýrasta flokki. Ferð til London, farið á föstu- degi og komið til baka á mánudegi, er frá 13.700 krónum og upp í rúmar 17 þúsund krónur. í helgar- og vikupökkum er fram- boðið geysilega mikið. Við látum staðar numið á þeim vettvangi i bili en gætum hugað að þessum akri síðar. Það er nægur tími enn til páska. ÞG Kaupmannahöfn hefur í aldanna rás haft aðdráttarafl fyrir íslendinga. Borgin er líka þægileg eða „imödekomm- ende“ eins og danskurinn segir sjálfur.Páskadagar í Kaupmannahöfn, smurt brauð og öl, pylsur með öllu og Ráð- hústorgið geta glatt marga og hvílt hugann frá hversdagsamstrinu. í Austurríki geta skíðamenn látið drauma sína rætast. Páskamir eru einn mesti ferðatími ársins. Það er líka hagkvæmt fyrir launþega að nýta fimm daga frí til að ferðast og geta kannski bætt frí- dögum aftan eða framan við hina lögboðnu. Skíðaferðir innanlands eru vinsæl- ar á þessum árstíma. En sé haldið með skíðin út í heim, þá er brautin rudd til Austurríkis. Islenskar ferða- skrifstofur bjóða hópferðir til Mayr- hofen í Austurríki. Hjá Flugleiðum fengum við þær upplýsingar að brun- að verði til Mayrhofen 22. mars nk. og skíðað þar í brekkum til 5. apríl. Rudi Knapp fararstjóri, sem mörg- um íslendingum er kunnur, er til halds og trausts fyrir vana sem óvana skíðamenn í Mayrhofen. Mikið er selt til Mayrhofen, en ferð fyrir ein- stakling með gistingu er frá rúmum 23 þúsund krónum upp í rúm 33 þúsund og fer kostnaðurinn eftir gistiaðstæðum. Útsýn býður líka skíðaferðir til Austurríkis. Áðalstaðurinn, sem Útsýnarmenn hafa mælt með til skíðaiðkana, er Lech, en þangað verður ekki farið í hópferð um pásk- ana. En það er pantað fyrir einstakl- inga sem vilja fara til Lech. f páska- hópferð til Mayrhofen er hægt að fá gistingu bæði á hótelum og í íbúðum. Verðið er frá rúmum 26 þúsund krónum og upp í tæpar 44 þúsund krónur. Þetta er aðeins grunnkostn- aðurinn að sjálfsögðu. í skíðalöndum Austurríkis er al- deilis frábært að bruna á skíðum, þar eru brekkur við allra hæfi. Byrjand- inn verður betri við þær aðstæður og garparnir fullnuma. ÞG MEÐ SKÍÐIN TIL AUSTURRÍKIS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.