Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 Viðskipti Viðskipti Utlönd Utlönd Utlönd Peningamarkaðurinn Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36% nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og 42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%, 4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, eftir 6 mánuði 37% og eftir 12 mánuði 37%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 37%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reyn- ist hún betri. Vextir færast einu sinni á ári. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila árefjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru árevextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstóí við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfrn eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afíollum og ársávöxtun er al- mennt 12-18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til ka\|pa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 4. áréfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139-174 þúsund. 24 manna fjöl- skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyretu kaupa, annars mest 207-259 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjó$ir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyret 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og áreávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,125%. Bensín hefur lækkað allt upp í þrisvar á dag í Danmörku og bensínsalar hafa ekki haft undan að breyta auglýs- ingaskiltum með tilgreindu bensínverði. Nokkrum sinnum hefur bensínverðið komist niður fyrir hinar staðföstu fimm krónur dönsku sem lengi hefur verið mikill þröskuldur í olíuverðþróun hér. Forsetakosningarnará Filippseyjum: BÆÐIHRÓSA SIGRI, MARK0S 0G C0RAZ0N Fullyrt um víðtæk kosningasvik. Um 30 liggja í valnum eftir kjördaginn. Metkjörsókn Corazon Aquino, mótframbjóðandi Markosar forseta í kosningunum á Filippseyjum, lýsti yfir sigri í gær- kvöldi og að valdatíma Markosar væri lokið. „Það er ljóst hvert stefnir. fbúar landsins og ég höfum sigrað í kosn- ingunum og við vitum það, ekkert getur tekið sigurinn frá okkur,“ sagði Aquino, umvafin stuðnings- mönnum á búgarði sínum. Yfirlýsing Aquino kom skömmu eftir svipaða yfirlýsingu Markosar þar sem hann fullyrti að sigur sinn væri í höfn. Markos hefur hótað því að beita hörðu í skjóli sérstakra neyðarlaga ef andstæðingar hans reyna að kynda undir ólgu og óeirðir í kjölfar kosninganna. Engar marktækar tölur höfðu birst um kosningaúrslit er blaðið fór í prentun í gær en ljóst er að talning atkvæða gengur frekar hægt fyrir sig. Eftirlitsmaður staðfestir kosningasvik Opinber fréttastofa Filippseyja fullyrti síðdegis í gær að fyrstu tölur Markos og eiginkona hans, Imeida: ttr valdaterill þeirra á enda'í Lorazon Aquino fullyrðir að hún hafi sigrað í kosningunum. Markos heldur fram sínum sigri á móti. Erlendir gestir eru sannfærðir um að stórfelld kosningasvik jhafi verið höfð í frammi af hálfu stuðningsmanna Markosar. Ef satt reynist á Reaganstjórnin afar erfitt með að styðja Markos áfram. sýndu fram á sigur Markosar, en slíkt hefur þó almennt verið dregið íefa. Ljóst er að yfir 30 manns hafa fallið í átökum á kjördag og sífellt berast fréttir af frekara ofbeldi. Formaður 20 manna bandarískrar eftirlitsnefndar, er Reagan forseti sendi til að fylgjast með talningu, Richard Lugar öldungadeildarþing- maður, hefúr opinberlega látið hafa það eftir sér að draga megi kosn- ingaúrslit í efa vegna víðtækra kosningasvika. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Vísitölur Lánskjaravísitala í febrúar 1986 er 1396 stig en var 1364 stig í janúar. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986 er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 01.-10.02. 1986 INNLÁNMEÐSÉRKJÖRUM sjAsérlista iill 11 ll Íi ílÍIÍlÍiíl INNLAN úverðtryggð SPARISJÓÐSBÆKUR óbundin innstsaða 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 25.0 26.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0 6mAn. uppsögn 31.0 33.4 30.0 28.0 26.5 30.0 29.0 31.0 28.0 12mán.uppsögn 32,0 34,6 32.0 31,0 33.3 SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTUR Spar.ð 3 5 mén. 25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25,0 innlAnsskIrteini 29,0 26.0 23.0 29.0 28,0 Til 6 mánafta 28.0 30,0 28.0 28.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanaraiknmgar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10,0 8.0 10.0 10.0 Hlaupareikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0 INNLÁN VERDTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3)8 mán. uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6mán. uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 INNLAN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bendarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Starlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11,0 11.0 11.5 11.5 Vastur-þýsk mörk 5.0 4,5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Oanskar kránur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 útlAn ÚVERÐTRYGGÐ ALMENNIRVlXLAR (forvaxtir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 VIÐSKIPTAVlXLAR (forvextir) 34,02) kg. 34.0 kg. 32.5 kg. kg. kg* 34,0 ALMENN SKULDABRÉF 32.03) 32.0 32,0 32.0 32,0 32.0 32,0 32.0 32.0 VHJSKIPTASKULDABRÉF 35.02) kg. 35.0 kge 33.5 kg. kge kg. 35,0 HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 31.5 31.5 31,5 31.5 31.5 31,5 31.5 31.5 31,5 útlAn verðtryggð SKULDABRÉF Afl 21/2 éri 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Langrien21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLAN TIL FRAMLEIOSLU SJANEÐANMALSI) BENSÍN LÆKKAR DAGLEGA Haukur Lárus Hauksson. fréttaritari DV í Kaupmannahöfn: Verðlækkunin á heimsmarkaðs- verði olíu orsakaði skjótt verðlækk- un á bensíni og húshitunarolíu í allri Danmörku. Lækkaði bensínið um 15 aura danskar lítrinn og húshitunarolía um 12 aura. Lítrinn af bensíni kostar því 5,61 krónur danskar í dag, en fyrir um ári kostaði hann 6,48 krónur. Lítrinn af húshitunarolíu kostar nú 3,17 krónur. Með tilkomu nýrra bensínstöðva með sjálfsölum á höfuðborgarsvæð- inu á síðasta ári, upphófst verðstríð milli olíufélaganna og hefur það geisað æ síðan. Hefur útsöluverð á bensíni oft breyst allt að þrisvar sinnum á dag og nokkrum sinnum hefur verðið fallið niður í 5 krónur danskar fyrir lítrann. „Hann er farinn” — syngja Haitíbúar og fagna falli Duvalier í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 1425%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Haiharfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj. 3) Vaxtaálag á skuldabréf tii uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, teeði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. Eftir 28 ára einræðisstjóm er veldi Duvalier-fjölskyldunnar á Haití nú lokið. Jean Claude Duvalier, eiginkona og böm ásamt nokkrum tugum ætt- ingja og vina, flúðu land í gærmorg- un og hefur nú verið veitt tímabund- ið landvistarleyfi í Frakklandi. Baby-Doc Duvalier og fylgdarlið kom sér i burtu í skjóli nætur um borð í C-141 flutningavél frá banda- ríska flughemum er flaug með þau til Parísar. Eftir að fréttin um brottför ein- ræðisherrans barst út streymdi fólk út á götur bæja og borga og dansaði og söng í fögnuði sínum. „Lengi lifi herinn," öskraði múgur- inn og virtist það trú manna að það væm fyrst og fremst yfirmenn hers- ins er fengið hefðu Duvalier til að afsala sér stjórnartaumunum og koma sér úr landi. Fulltrúar hersins og borgaralegra yfirvalda hafa nú myndað bráða- birgðastjóm í höfuðborginni Port Au Prince. Stjómvöld í Washington sögðu í gærdag að þau hefðu haft hönd í bagga með brottflutningi Duvaliers og fylgdarliðs, meðal annars vegna beiðni frá Frökkum og yfirvalda á Haití. Ný stjóm Haití, fátækasta ríkis vesturálfu, hefur skipað foringja í hemum, Henry Namphy, forseta ríkisráðsins. Hjónin Jean-Claude Duvalier og Michele fengu hæli til bráðabirgða í Frakklandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.