Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Staðan í samningamálum: NÆSTU DAGAR GETA RÁÐID ÚRSUTUM Aðilar á vinnumarkaðinum eru sammála um að nú fari afdrifaríkir dagar í hönd í yfirstandandi samn- ingaviðræðum. Þessa helgi verður fundað stíft með uppbrettar ermar í öllum hugsanlegum undirnefndum og öðrum hópum sem sjá ástæðu til að stinga saman nefjum. Á mánudag- inn verður síðan allsherjar samn- ingafundur ASí og vinnuveitenda. Eftir því, sem gerist á þeim fundi, er beðið með nokkurri eftirvæntingu. „Það er vel mögulegt að við getum staðið með samningsdrögin í hönd- unum strax á þriðjudagsmorgun- inn,“ sagði einn samningamaður í röðum atvinnurekenda. Þokaðist ekkert Fyrsti samningafundur eftir að ríkisstjórnin gaf svar sitt um aðgerð- ir í efnahagsmálum var haldinn á fimmtudaginn. Þrátt fyrir að sá fúnd- ur stæði yfir í fjóra klukkutíma þokaðist ekkert í samningaátt. Aðil- ar urður ásáttir um að vinna hörðum höndum yfir helgina og koma síðan saman á mánudaginn. Það eru ekki allir eins bjartsýnir og samningamaðurinn sem við vitn- uðum í áður. „Mér sýnist að þetta eigi eftir að vera að þæfast fyrir mönnum út þennan mánuð og j afnvel fram í miðjan mars. Bréf ríkisstjórn- arinnar er allt of loðið og í því er lítið bitastætt. Það þýðir ekki að segja: Við skulum gera þetta ef við getum, vinur minn,“ segir einn samn- ingamaður launþegamegin. Það er einmitt bréf ríkisstjórnar- innar sem veldur mönnum heilabrot- um þessa stundina. Það olli von- brigðum að ekki voru nefndar neinar tölur í því bréfi. Aðeins talað al- mennt um hugsanlegar aðgerðir ef samingsaðilum takist að semja á grundvelli þess að verðbólga minnki. Þess vegna er líklegt að nú um helg- ina verði óskað eftir skýrari svörum frá ríkisstjórninni. 1% 450milljónir Það sem samingaaðilar ræða nú Fréttaljós ARNARPÁLL HAUKSSON er hversu mikið kaup á að hækka í prósentum, hversu mikið hægt er að auka kaupmáttinn og hvernig hægt sé að tryggja hann. Þetta eru atriði sem verkalýðshreyfingin hefur sett á oddinn. Hins vegar hafa þau ekki hlotið mikinn hljómgrunn í röðum vinnuveitenda. Menn eru þó sam- mála um að laun þurfi að hækka um einhverjar prósentur en um kaup- máttartryggingu og kaupmáttar- aukningu er bullandi ágreiningur. Atvinnurekendur benda á að það sé ekki á þeirra valdi að semja um kaupmáttartryggingu. Það séu svo margir þættir sem geta haft áhrif á laun sem þeir hafi enga stjórn á. Þeir telja reyndar rétt að kaupmátt- ur verði að aukast. En það sé ekki hægt að gera fyrr en atvinnuvegimir hafa komist á réttan kjöl eftir verð- bólguholskefluna undanfarin ár. Þeir benda á að hver prósenta í kauphækkun kosti atvinnulífið 450 milljónir. Það sé þvf ljóst að um verulegar upphæðir sé að ræða þegar verið sé að tala um háar prósentu- hækkanir. Núna þegar möguleikar séu á að lækka verðbólguna sé raun- hæfara að stefna að því að þessar milljónir verði alvörumilljónir en ekki skammgóður vermir, sem fuðri upp eftir nokkra mánuði. 10 prósent verðbólga Nú er lag, segja menn. Forsætis- ráðherra nefhdi vcrðbólt;u undir 10 prósentum ef allt smellur saman. Það eru ekki allir sem taka mark á þessu því þessar raddir hafa áður heyrst úr herbúðum ríkisstjómarinnar. En það er ekki bara forsætisráðherra sem ber þessa von í brjósti. Hún er einnig fyrir hendi hjá atvinnurek- endum og launþegum. Til þess að þetta megi verða að veruleika segja atvinnurekendur að ekki sé hægt að tala um miklar prósentuhækkanir. Frá þeirra bæj- ardyrum séð verður aðeins hægt að tala um eins stafs hækkun á árinu til þess að verðbólga náist niður í 10 prósent eða jafnvel lengra niður. „Það vantar að fólk geri sér grein fyrir að lág prósentutala núna þýðir gildar krónur í þessari stöðu,“ segja atvinnurekendur. Þeir eru nú að kanna hver greiðslugeta atvinnuveganna er miðað við 10 prósent verðbólgu. •Þrátt fyrir allt tal um bata í efna- hagslífinu telja þeir ekki grundvöll fyir miklum launahækkunum. Fyrst þurfi atvinnuvegimir að vinna sig út úr verðbólguástandinu og eftir það sé hægt að fara tala um kaup- máttaraukningu. Það sé ekki hægt að búa til kaupmáttinn á samninga- fúndum úti í bæ. Fyrst þurfi atvinnu- vegimir að ná sér á strik. Þó að um efnahagslegan bata sé að ræða er fyrirsjáanlegt að áhrifa verðbólg- unnar eigi áfram eftir að gæta sem atvinnuvegimir verði að taka á sig. Svo heyrast raddir um að þetta sé allt sjónarspil. Fullyrt er að alþýðu- bandalagsmenn innan verkalýðs- hreyfingarinnar séu tilbúnir til að spengja þessa samninga og hleypa öllu í uppnám. Þeir geti bent á að ríkisstjómin hafi brugðist. Þetta gæti skapað þeim góðan hljómgmnn fyrir komandi borgarstjórnarkosn- ingar. Þá heyrast einnig þær raddir að alþýðubandalagsmenn og sjálf- stæðismenn séu famir að skjóta sér saman. Þar sé vilji fyrir því að efna til nýrra alþingiskosninga þar sem þessi tveir flokkar fæm saman í sæng. Þett em þó ekki áþreifanlegar staðreyndir en margt kann að leyn- ast í þokunni. Einn samningamaður meðal atvinnurekenda fullyrti að Ásmundur Stefánsson hefði sýnt til- burði til að sprengja samningana á síðasta samningafundi. Það gerði hann með því að krefjast þess að samið yrði fyrst um kauptryggingu áður en farið yrði að tala um prósent- ur. Þetta þykir mönnum öfugt farið að hlutunum og illframkvæmanlegt. Venja sé að semja um slík atriði í lok samninga. Hins vegar er rétt að benda á að verkalýðshreyfingin samanstendur ekki aðeins af alþýðubandalags- mönnum. Þar em menn úr öllum flokkum. Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verkamannasam- bandsins og þingmaður Alþýðu- flokksins, hefur talað um að nú færu tímamótasamningar í hönd. Líklegt þykir að hann vilji reyna til þrautar að semja þannig að verðbólgan þjóti ekki af stað eftir samninga. „Við gætum verið komnir með samningsdrögin í hendurnar í byrjun næstu viku ef kommarnir reyna ekki að sprengja. Ef menn vinna ákveðið þessa helgi og ríkisstjómin gefur ákveðnari svör ættu samingar að takast á næstu dögum," sagði einn viðmælandi DV. Verðum að nota batann Innan verkalýðshreyfingarinnar er mjög horft á þá staðreynd að ýmis batamerki eru nú á lofti hjá atvinnu vegunum. Þar ræður mest lækkandi olíuverð og fiskverðshækkanir er- lendis. Kaupmáttaraukning og kaupmáttartrygging eru algjört skil- yrði í þessum samningum séð frá bæjardyrum launþega. „Við sættum okkur ekki við að semja um óbreytt- an kaupmátt. Hins vegar er ljóst að 8 prósent kaupmáttaraukning er engin heilög tala hjá okkur. Hins vegar hefur ekkert jákvætt svar borist frá atvinnurekendum um þessa hlið málsins. Við gemm okkur einnig grein fyrir og teljum að fólk hafi skilning á því að ekki verður hægt að semja um miklar kauphækkanir ef ná á verð- bólgunni niður. En til þess verður að gera trúverðugar áætlanir sem em líklegar til að standast," segir einn samningamaður í verkalýðs- hreyfingunni. En aðilar em ekki sammála hvem- ig verður hægt að nýta þennan bata. Atvinnurekendur segja að batinn nægi rétt til þess að koma atvinnu- vegunum á rétta kjöl. Þessu em verkalýðsforingjamir ekki sammála. Verkföll Viðmælendur eru sammála um að nú verði hlutimir að gerast hratt. Ef samningar dragast á langinn er hætt við því að verkföll skelli á. Dagsbrún mun afla sér verkfalls- heimildar nú um helgina og búist er við að önnur félög fylgi á eftir. Þá er einnig ljóst að samningar verði að takast nú á næstu dögum ef ríkis- stjómin á að hrinda einhverjum aðgerðum í framkvæmd. Breytingar á skattavísitölunni, lækkun gjalda og fleira er tímafrekt og verður'jað gera helst strax ef úr á að verða. Þá er einnig rétt að geta þess að það er ekki bara verið að semja um kaupmátt og kaupmáttartryggingar. Einnig er verið að ræða um aðra þætti eins og húsnæðismál og lífeyr- ismál. Á þessum sviðum er búist við að samningar takist. Einn viðmæl- andi sagði að nú lægu fyrir drög að samningum um húsnæðismál og væru miklar vonir bundnar við þau. En víst er að samningaviðræður eru nú á mjög viðkvæmu stigi. Hvemig til tekst um helgina og á næsta samningafúndi gæti ráðið úrslitum. -APH ÍSAKSTUR - FIRMAKEPPNI Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur heldur ísaksturskeppni sunnu- daginn 16. febrúar á Leirtjörn (ef veður leyfir). Búnaður bifreiða skal vera samkvæmt reglum Bifreiðaeftirlits ríkis- ins. Skráning, reglur og nánari upplýsingar fást á skrifstofu BIKR, Hafnar- stræti 18, milli kl. 9 og 12 virka daga, s. 12504. Keppnin er öllum opin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.