Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd í Kristíaníu rið synjað um leyfi til veitingarekst- urs áður þar sem þeir töldu hvorki fram til skatts né héldu löglegt bók- hald. Hótaði lögreglan að loka veitinga- húsunum 1. apríl síðastliðinn, en þó var ákveðið að bíða eftir ákvörðun stjómmálamannanna sem virtist vera á næsta leiti. Veitingamennimir í Kristjaníu verða nú framvegis að færa bókhald, ná sér í leyfisbréf og sjá til þess að ekki séu framin lögbrot á stöðunum, en þá er líklegast vísað til hassneysl- unnar. Þetta em skilyrði þau er Hans Engel vamarmálaráðherra setti varðandi veitingu vínveitingaleyf- anna. Kristjanía heyrir undir vamarmálaráðuneytið þar sem hún var áður herstöð og hefúr ráðuneyt- ið í raun nokkur áhrif á hver framtíð staðarins verður. Ríkisstjómarflokkamir sam- þykktu minnihlutaályktun þar sem ráðlagt er að bíða ákvörðunar sér- stakrar neíndar er fjallar um framtið Kristjamu. FramfarEiflokkurinn sker sig Öll spjót standa nú á Færeyingum Þrátt fyrir samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins er talið fullvíst að Færeyingar haidi áfram grindhvalaveiðum Grindhvalaveiðar Færeyinga hafa verið mjög gagnrýndar af samtökum dýraverndunarmanna er lýsa þeim sem ómannúðlegum. Færeyingar gera þó lítið úr utanaðkomandi fordæmingu á gamalgrónum veiðiað- ferðum á grindhval og segjast ætla að halda þeim áfram Eðvarð T.Jónssan, DV, Þórshöfn; Samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðs- ins á fundi sinum i Malmö í síðustu viku, þess efiiis að Færeyingar hætti að nota króka við grindhvalaveiðar, þýðir i raun að Færeyingar neyðast til þess að hætta allri grindhvala- veiði. „Sóknarönglar" umdeildir Krókamir eru notaðir á síðasta stigi veiðanna og er þá höggvið í hvalinn til þess að halda honum föst- um meðan hann er skorinn á háls. Nánast útilokað er að slátra hvalnum ef ekki er hægt að beita þessum krókum, sem Færeyingar nefiia sóknaröngla. Allt bendir samt til að Færeyingar muni láta sér þessa ákvörðun Al- þjóða hvalveiðráðsins í léttu rúmi liggja og enginn færeyskur fjölmið- ill, nema útvarpið, hefur enn séð ástæðu til að skýra frá henni. Fullt í fangi með slátrunina Færeyingar halda þvi fram að svo skammur tími líði frá því að krókur- inn er settur í hvalinn þar til hann er drepinn að það eigi frá mannúðar- sjónarmiði ekki að skipta neinu meginmáli. Raunin er þó sú að veiðimenn grindhvals eiga stundum fullt í fangi með slátrunina og þó nokkur tími getur liðið frá því lagt er í hvalinn og þar til hann er dauður. Umhverfisvemdarsamtök líta því á mótbámr Færeyinga sem hártog- anir. Alþjóða hvalveiðiráðið hefur einn- ig samþykkt bann við notkun spjóta við veiðar á grindhval. Þessi spjót, er notuð vom til að reka hvalinn á land, vom bönnuð i Færeyjum fyrir þremur árum og strangt eftirlit er með því í Þórshöfn og Klakksvík að bannið sé haldið. En sums staðar annars staðar hafa verið brögð að því að banninu sé ekki framfylgt. Lögþingið hefur sétt strangari reglur um veiðamar, meðal annars til að jafna veiðar milli hinna ýmsu byggða en það hefur vakið athygli að í sumum stærri byggðum em þessar reglur hundsaðar og grind- hvalur rekinn á land jafnvel þó viðkomandi yfirvöld hafi fyrirskipað að hvalnum skuli sleppt. Öll spjót á Færeyingum Segja má að öll spjót standi á Færeyingum um þessar mundir og hafa umhverfisvemdarsamtök víða um heim boðað aðgerðir gegn hval- veiðum Færeyinga á næstunni. Fulljóst er hins vegar að Færey- ingarmunu halda grindhvalaveiðum áfram og munu án efa láta reyna á það hvort reynt verður að stöðva þá. Umsjón: Ólafur Arnarson og Hannes Heimisson Stundamiður Haukur Láms Haukssan, DV, Kaupmannah. Efhahagsnefiid danska þingsins samþykkti fyrir skömmu að taka skref er reynst gæti það fyrsta i átt- ina að „lögleiðingu“ Kristjaníu. Felur það meðal annars í sér að veit- ingaaðilar fái notkunarrétt á húsnæðinu sem þeir nota í dag auk vinveitingaleyfis í takmarkaðan tima, eða til 1. febrúar 1987. Ákvörðun þessi fylgir í kjölfar ályktunar sem meirihluti þing- manna utan stjómarflokkanna samþykkti varðandi framtíð Kristja- níu. I ályktun þessari segir meðal annars að varðveita eigi sérkenni staðarins og veita eigi hveijum fast- búandi Kristjaníubúa 2500 Dkr. árlega. Er þeim penir.gum þá ætlað að styrkja félagslegan grundvöll staðarins og það félagsstarf sem unnið er, en þangað leita að jafnaði margir einstaklingar sem ekki eiga í nein hús að venda. Segir einnig að vinna eigi að blöndun íbúðar- og atvinnuhús- næðis. Gerð verði upp hús þau er fyrir em með hjálp íbúanna og at- vinnulausra ungmenna í næsta hverfi, Kristjánshöfh. í þvi sambandi verði útbúin kennsluáætlun fyrir iðnaðarmenn svo þeir geti fengið meiri innsýn í byggðasögu og gam- alt handbragð en gengur og gerist við endumýjun gamalla húsa. Gera á græn svæði Kristjaníu eftirsóknar- verð fyrir íbúa nærliggjandi hverfa og lögð er áhersla á stöðuga sam- vinnu yfirvalda og íbúa staðarins í þeim efhum. Loks er lagt til að sett verði upp lítil lögreglustöð í Kristjaníu sjálfri í von um að eyða spennu þeirri er ríkir milli íbúanna og Iögreglunnar og þá sérstaklega sérdeild lögregl- unnar. Kæra veitingahúsaeigenda Reyndar hafði samband veitinga- húsaeigenda í Danmörku kært tigendur veitingahúsanna i Kristja- níu til lögreglunnar þar eð þeir héldu rekstrinum áfram í leyfisleysi. Hafði veitingamönnunum í Kristjaníu ve- nokkuð úr í þessu sambandi, en þingmenn hans krefjast þess að Kristjama verði jöfnuð við jörðu hið snarasta. Fjögurra stjörnu veitingahús fbúar Kristjaníu em fullir efa- semda í garð yfirvalda en leyfa sér að vona hið besta þar sem yfirvöld hafa aldrei gengið svo langt til móts við þá. Hugsa sumir þeirra nú um frelsi Kristjaníu og sjá fyrir enda ofbeldis og félagslegra vandamála auk bctra sambands við lögregluna. Veitingahúsaeigandi í Kristjaníu segir reyndar að „lögleidd" Kristjan- ía sé tálsýn, þar sem ekki sé hægt að veita vínveitingaleyfi án þess að veita hasssölunum „hassveitinga- leyfi". Aðrir segja að stjómmálamenn standi ráðalausir frammi fyrir vandamálinu Kristjanía. „Þeir vita einungis að allt verður vitlaust ef þeir em ekki eftirgefanlegir og að íbúamir breytist í hryðjuverka- menn, nauðugir viljugir, ef jarðý- tumar mæta á staðinn." Annars furða íbúamir sig á ákvæðum ályktunarinnar þar sem gert er ráð fyrir að gera eigi náttúm- svæði Kristjaníu aðgengilegri fyrir íbúa nærliggjandi hverfa. Segja þeir Kristjamu alltaf vera opna og hverj- um sem er. Um 20 þúsund manns eiga leið um Kristjaníu á degi hveijum og þar af em margir er leggja leið sína í gufu- baðið, en það er marglofað sem hið besta í allri Kaupmannahöfn. Einn veitingastaðanna, Spiselop- pen, fékk ekki alls fyrir löngu 4 stjömur af fimm mögulegum hjá matarskríbentum dagblaðsins Pol- itiken og fóm þá meira að segja starfsmenn utanríkisráðuneytisins, sem liggur steinsnar frá, að birtast í hádeginu af og til. Loks má geta þess að einungis Hafmeyjan slær Kristjaníu út hvað vinsældir meðal ferðamanna varðar. En lögin em brotin og það virðist ætla að standa Kristjaníu fyrir þrif- um enn um sinn. Við vatnið í Kristjaníu hafa verið reist nokkur reisuleg hús, þar á meðal þetta í sænskum sveitastíl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.