Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Blaðsíða 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1986. íþróttir__________________íþróttir___________________íþróttir__________________Iþróttir ! „Guð stendur með okkur“ - sagði markvörður Brasilíu „Fyrri hálfleikurinn var ekki góð- ur hjá brasilíska liðinu. Við gáfum I þeim of mikið rými - pólska liðið kom okkur talsvert úr jafnvægi með sóknarleik sínum. í síðari hálfleikn- Ium með eins marks forustu voru leikmenn mínir ákveðnari. Eftir I annað markið gáfust pólsku leik- mennimir upp og við hefðum jafhvel I getað skorað fleiri mörk en við gerð- um í leiknum," sagði Tele Santana, þjálfaii HM liðs Brasilíu, eftir 4-0 sigur á Póllandi 16. júní. „Ég var ekki ánægður með leik IJunior og Socrates á miðjunni. Þeir voru of seinir en ég hef ákveðið að | láta þá leika á laugardag í ótta liða ■ úrslitum. Mér er sama hvort við IB mætum þá Ítalíu eða Frakklandi. Ég hef á tilfinningunni að við séum I.____________________________________ tilbúnir til að mæta hvoru liðinu sem er,“ sagði Santana. Mikið hefur verið skrifað um víta- spymuna sem Brasilía fékk í leikn- um og Socrates skoraði fyrsta mark Brasilíu úr. Þar sýnist sitt hverjum en almennt talið að dómurinn hafi verið mjög strangur. Leikhæfileikar Careca blekktu dómarann, sem af nær öllum fréttastofufregnum var talinn mjög hliðhollur Brasilíu. Sumir ganga svo langt að telja hann 12. mann Brasilíu í leiknum. „Þar sem ég sat get ég ekki dæmt um réttmæti vítaspymunnar. Dóm- arinn var hins vegar vel staðsettur og þess vegna tel ég að brotið hafi verið á Careca," sagði Tele Santana. „Ég er ekki samþykkur vítaspymu- dóminum fyrri. Hins vegar held ég að hann hafi ekki breytt úrslitmn leiksins. Brasilíumenn vom sterkir,“ sagði Antoni Piechniczek. Hann hef- ur verið landsliðsþjálfari Póllands frá 1981 og taldi að þó Pólland hefði verið slegið út á HM mundi það ekki breyta neinu hvað stöðu hans snerti. Stangarskot pólskra „Guð stendur með okkur,“ sagði markvörður Brasilíu, Carlos, eftir leikinn. Sagði að Brasilíumenn hefðu verið mjög heppnir að fá ekki á sig mörk í leiknum. Tarasiewicz átti skot í stöng marks Brasilíu á annarri mínútu. Jan Karas hörku- skot í þverslá á tíundu mín. Þar vom Brassamir heppnir og einnig þegar knötturinn sleikti stöngina að utanverðu eftir aukaspymu og þegar knötturinn fór rétt framhjá eftir glæsilega hjólhestaspymu Boniek. Það fór þó ekki milli mála að lið Brasilíu var mim betra í síðari hálf- leiknum, einkum eftir að Josimar skoraði glæsimark á 64. mín. eftir mikinn einleik. Edinho skoraði þriðja markið á 77. mín. eftir skyndi- sókn. Careca það fjórða úr víta- spymu á 83. mín. Zico, sem komið hafði inn sem varamaður fyrir Socr- ates, hafði verið felldur. Mikil fögnuður var í Brasilíu eftir sigurinn, einkum í Ríó þar sem hundmð þúsunda þyrptust út á göt- ur borgarinnar og dönsuðu sömbu til morguns. Mikið skrifað um leik- inn í brasilísk blöð og þar viður- kennt að Brasilíumenn hefðu á Carlos, markvörður Brasiliu. stundum verið meira en lítið heppn- | ir. Hins vegar sagt að leikmenn séu | að ná sömu hæfhi og á HM á Spáni I fyrir fjórum árum. „Frábær mörk - I frábær sigur“ var fyrirsögnin í 0 ■ Globo og hjá Jomal do Brasil „Við ' erum á leiðinni". Stefnan sett á | heimsmeistaratitilinn. hsím | _________________ „Skiptir engu þó það verði Englendingar“ - segir þjálfari Argentínu „Leikmenn mínir vita að stjómmál og knattspyma eiga ekki samleið og það skiptir engu þó það verði Englend- • Diego Maradona. Verður hann leikmaður heimsmeistarakeppn- innar?. irigar sem við mætum í átta liða úrslitum. Falklandseyjastríðið bland- ast þar ekkert inn í, það heyrir nú fortíðinni til. Mér er reyndar alveg sama hvort við leikum við Paraguay eða England í næsta leik,“ sagði Car- los Bilardo, þjálfari Argentínu, eftir að lið hans hafði sigrað Umguay, 1-0, á mánudagskvöld. Leikur Argentínu og Uruguay gleymist fljótt, reyndar aðeins tvennt sem vert er að minnast á. Snilli Diego Maradona og ítalska dómarann Agn- olin. Þeir vom báðir frábærir - loksins sást stórsnjöll dómgæsla á HM. Pasc- ulli skoraði eina mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins. Argentína hefði átt að skora mun fleiri mörk í leiknum. Fékk til þess færin. Þjálfari Umguay, Omar Borras, mætti ekki á blaðamannfundinn eftir leikinn en hann fékk ekki að stjóma liði sínu í honum. Hins vegar mætti Roberto Recalt, framkvæmdastjóri knattspymusambands Uruguay. Ræddi aðeins um frábæra frammi- stöðu ítalska dómarans. „Sá besti sem dæmt hefur í leikjum okkar.“ Og Bil- ardo hrósaði einnig dómaranum mjög. hsím Meistaramótið í frjálsíþróttum - fyrri hlutinn verður um helgina Fyrri hluti meistaramóts íslands í frjálsum íþróttum verður háður um næstu helgi, 21. og 22. júní. Keppt verður í tugþraut karla og sjöþraut kvenna, einnig í 10.000 m hlaupi karla, 5000 m hlaupi kvenna og 4x800 m boð- hlaupi karla. Framkvæmd mótsins er að þessu sinni í umsjón frjálsíþróttadeildar ÍR. Þátttökutilkynningar þurfa að berast Jóhanni Björgvinssyni, Unufelli 33, eða skrifstofu FRÍ, á þar til gerðum keppnisspjöldum í síðasta lagi 18. júní eða í dag. Erlingur á 48,85 sek. Erlingur Jóhannsson, UBK, keppir fyrir norska félagið Tjavle í Osló í sumar. Hann er nýkominn úr æfinga- búðum í Portúgal. Þar hljóp hann 400 m á 48,85 sek. Þá keppti hann fyrir Tjavle í 4x400 m boðhlaupi á norska meistaramótinu og varð Noregsmeist- ari. Sveitin sigraði á 3:11,80 mín. Millitími Erlings þar var 48,00 sek. Talsverðir möguleikar á að landssveit íslands, Oddur Sigurðsson, Aðalsteinn Bemharðsson, báðir KR, Egill Eiðs- son, og Erlingur nái lágmarksárangri í 4x400 m fyrir EM í sumar. Þrír aðrir íslendingar keppa í Osló í sumar. Kári Jónsson og Friðrik Þór Óskarsson fyrir Tjavle og Sigurður Matthíasson fyrir Vidar. óU/hsím Vésteinn bestair á sumarmóti ÍR • Wladyslaw Zmuda. Zmuda jafh- aði metið - 21. HM-leikur hans Pólverjinn Wladyslaw Zmuda jafn- aði met Uwe Seeler, Vestur-Þýska- landi, þegar hann kom inn sem varamaður seint í leik Póllands og Brasilíu. 21. leikur Zmuda í úrslita- keppni HM en það hafði Seeler, miðherjinn snjalli, gert á árum áður. Það vom sjö mín. til leiksloka þegar Zmuda var sendur inn á. Þjálfari Pól- lands hafði þá gefið upp alla von. Wladyslaw Zmuda er 32 ára og hefur um langt árabil verið einn besti maður pólska landsliðsins. Vamarmaður í fremstu röð og lék á HM 1974, 1978 og 1982 og nú í Mexíkó. Þar með komst hann í hóp frægra leikmanna sem leik- ið hafa fjórum sinnum í úrslitum HM. Þeir em átta fyrir. Djalma Santos og Pele, Brasilíu, Uwe Seeler og Karl- Heinz Rummenigge, V-Þýskalandi, Herandez, Mexíkó, Ivan Kolev, Búlg- aríu, Pedro Rocha, Umguay og Gianni Rivera, Ítalíu. Metið á hins vegar Carlos Carbajal, markvörður Mexíkó, sem tók þátt í fimm heimsmeistara- mótum frá 1950 til 1966. Wladyslaw Zmuda hefur síðustu árin leikið með liðum utan Póllands, meðal annars á Ítalíu. Hann hefur leikið 92 landsleiki fyrir Pólland. hsím Sumarmót ÍR í fijálsum íþróttum fór fram síðastliðinn fimmtudag í rigningu í Laugardal. Vésteinn Hafsteinsson, HSK, vann besta afrek karla með því að kasta 59,44 m í kringlukasti. Unnar Garðarsson, HSK, sigraði í spjótkasti með nýja spjótinu með því að kasta 65,40 m sem er fjórða besta afrek ís- lendings og afrek á Norðurlandamæli- kvarða. í 100 m hlaupi sigraði Stefán Þ. Stef- ánsson, ÍR, á 11,0 sek. Oddný Árnadóttir, ÍR, hljóp 100 m á 12,0 sek. og 400 m á 57,0 sek. I spjót- kasti kastaði íris Grönfeldt, UMSB, 53,46 m. Nýsett rnet hennar er 59,12 m. Úrslit Karlar 100 m, meðv. Sek. 1. Stefán Þór Stefánsson, ÍR 11,0 2. Guðni Sigurjónsson, FH 11,1 400 m hlaup 1. Guðni Sigurjónsson, FH 53,4 2. Magnús Haraldsson, FH 54,2 800 m hlaup Mín. Guðni Gunnarsson, UMFK 2.03,2 2. Magnús Haraldsson, FH 2.03,5 1500 m hlaup Mín. 1. Hannes Hrafnkelss., UBK 4.09,8 2. Jóhann Ingibergsson, FH 4.14,4 3. Daníel Guðmundsson, KR 4.14,6 Hástökk m 1. Hafsteinn Þórisson, UMSB 1,85 2. Jóhann Ómarsson, ÍR 1,85 Spjótkast m 1. Unnar Garðarsson, HSK 65,24 Kringlukast m 1. Vésteinn Hafsteinss., HSK 59,44 2. Eggert Bogason, FH 54,96 3. Þorsteinn Þórsson, ÍR 48,12 4. Helgi Þór Helgason, USAH 47,72 Konur: 100 m hlaup meðv. sek. -1. Oddný Ámadóttir ÍR 12,0 2. Súsanna Helgadóttir, FH 12,6 3. Guðbjörg Svansdóttir, ÍR 12, 7 4. Ingibjörg ívarsdóttir, HSK 13, 0 400 m hlaup sek. 1. Oddný Ámadóttir, ÍR 57, 0 2. Hildur Bjömsdóttir, Á 59, 1 800 m hlaup m 1. Hulda B. Pálsd., A 2.27,9 2.-3. Fríða R Þórðard., UMFA 2.34,4 2.-3. Þórunn Unnarsd., FH 2.34,4 Hástökk m 1. Inga Úlfsdóttir, UBK 1,63 2. Guðbjörg Svansdóttir, ÍR 1,60 3. Þórdís Hrafhkelsdóttir, UÍA 1,60 Langstökk, meðv. m 1. Súsanna Helgadóttir, FH 5,36 2. Fanney Sigurðardóttir, Á 5,23 3. Sigurb. Jóhannesd., UMFK 5,03 Kringlukast m 1. Guðrún Ingólfsdóttir, KR 45,28 2. Margrét Óskarsdóttir, ÍR 39,74 3. Soffía Rósa Gestsd., HSK 36,02 Spjótkast m 1. íris Grönfeldt, UMSB 53,46 2. Bryndís Hólm, ÍR 38,42 3. Unnur Sigurðard., UMFK 32,26 Ó.U. Besb arstami hjá Biynjúlfi í Gautaborg Austfirski hlauparinn Brynjúlfur Hilmarsson, sem dvelur í Gautaborg, náði nýlega besta árstíma íslendinga í 1500 metra hlaupi á móti þar í borg. Hann hljóp á 3:48,78 mín. Þá h'jóp hann einnig 400 m grindahlaup á mót- inu í Gautaborg á 56,97 sek. Guðmundur Karlsson, FH, sem er við nám í Köln í Vestur-Þýskalandi, tók þátt í móti í Mönchengladbach fyrir skömmu. Kastaði sleggju 52,94 metra. Það er sjötta besta kast íslend- ings í greininni frá upphafi. Islandsmet Erlendar Valdimarssonar er 60,74 m. Svanhildur snjöll Svanhildur Kristjónsdóttir, UBK í Kópavogi, dvelst nú í Lundúnum við æfingar og keppni fram að íslandsmot- inu í júlí. Á breska meistaramótinu í Birmingham hljóp Svanhildur 100 m á 11,83 sek. og varð í sjöunda sæti í úrslitum hlaupsins. Islandsmet hennar er 11,79 sek. I 200 m hlaupinu náði Svanhildur einnig góðum tíma. Hljóp á 24,46 sek. Met hennar þar er 24,30 sek. Þá keppti hún í Watford, útborg Lundúna, og sigraði í 100 m á 12,0 sek.og 200 m á 24,9 sek. KR-ingar í Köln Fjórtán KR-ingar eru nú við æfingar og keppni í Köln. Aðalsteinn Bem- harðsson hefur hlaupið 400 m þar á 48,2 sek. Einar Kristjánsson stokkið 1,95 m í hástökki. Það var á móti í Essen. Þá má geta þess að Sigrún Markúsdóttir hefur hlaupið 100 m grindahlaup á 16 sek. ÓU/hsím.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.