Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Blaðsíða 28
28 DV. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1986. Gíslína Magnúsdóttir frá Hnjóti lést 8. júní sl. Hún fæddist að Hnjóti í Örlygshöfn í Rauðasandshreppi 18. janúar árið 1889, dóttir hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og Magnús- ar Ámasonar. Gíslína var tvígift. Fyrri mann sinn, Einar Hólm Ólafs- son, missti hún eftir tveggja ára sainbúð. Þau eignuðust einn son. Seinni maður hennar var Jón Hall- dórsson og lést hann árið 1973. Þau eignuðust þrjú böm. Útför Gíslinu verður gerð frá Fríkirkjunni í dag kl. 13.30. Ásta Kristjánsdóttir, Eskihlíð 149, verður jarðsungin frá Hallgrims- kirkju miðvikudaginn 18. júní kl. 15. Helga Laufey Ólafsdóttir frá Jörfa, Melgerði 15, Reykjavík, sem lést þann 12. júní sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 19. júní kl. 13.30. Walter Raymond PettyfValur Vilhjálmsson) lést í Börgarspítal- anum 13. júní. Jarðarförin verður frá Háteigskirkju föstudaginn 20. júní kl. 13.30. Einar Valdimar Guðlaugsson, frá Efra Hofi í Garði, andaðist á heimili sínu, Arnartanga 56, Mosfellssveit, 14. þ.m. Þorsteinn Stefánsson húsasmíða- meistari verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 19. júni kl. 10.30. Þorbjörg Magnúsdóttir lést í San Fransico 13. júní sl. Þórbjörg Sigursteinsdóttir, Skarðshlíð 4 c, Akureyri, sem lést mánudaginn 9. júní, verður jarðs- ungin frá Akureyrarkirkju fímmtu- daginn 19. júní kl. 13.30. Kristjana Þórdís Árnadóttir, Laugavegi 39, lést mánudaginn 9. júní á Hrafnistu, Reykjavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Skák 8. landsmót Skólaskákar var haldið í Reykjavík 25. til 28. maí. Teflt var í húsakynnum Taflfélags Reykjavík- ur. Skákstjóri var Árni Jakobsson. Sigurvegari í yngri flokki var Héð- inn Steingrímsson (Hvassaleitis- skóla) en hann sigraði alla keppinauta sína. I öðru sæti varð Helgi Áss Grétarsson (Breiðholts- skóla) og í þriðja sæti Magnús Ármann (Breiðholtsskóla). I eldra flokki urðu þeir Hannes Hlífar Stefánsson (Hagaskóla) og Þröstur Árnason (Seljaskóla) efstir og jafnir. Hannes sigraði síðan Þröst í tveggja skáka einvígi. I þriðja sæti varð Sigurður Daði Sigfússon (Selja- skóla). Sigurvegaramir hlutu útskorna riddara og ferðir á skákmót erlendis í verðlaun. Landsbanki Islands gaf verðlaunin. Á meðan þeir Hannes og Þröstur tefldu til úrslita tefldi Helgi Ólafsson stórmeistari klukkufjöltefli við landsmótskeppendur. Þeir Bogi Pálsson (Gagnfræðaskóla Akur- eyrar), Magnús Pálmi Örnólfsson (Grunnskóla Bolungarvíkur) og Sverrir Guðmundsson (Heimavistar- skólanum Örlygshöfn) héldu jöfnu gegn meistaranum. Landsmótið í Reykavík lokar hringnum því nú hefur verið teflt í öllum kjördæmum landsins. Landsmót Skólaskákar eru ár hvert lokaþáttur fjölmennustu skák- keppni landsins, sem hefst í grunn- skólunum, síðan eru haldin sýslu- og kaupstaðamót og að lokum lands- mót. Ymislegt Ferðir Brúðubílsins önnur umferð. 18. júní kl. 14 Dunhaga, kl. 15 Vesturg. 19. júní kl. 10 Njálsgötu, kl. 14 Iðufelli, kl. 15 Yrsufelli. 20. júní kl. 14 Safamýri, kl. 15 Kambsvegi. Nýjar reglur um búnað reiðhjóla í Svíþjóð Þann 1. apríl sl. gengu í gildi í Svíþjóð nýjar reglur um öryggisbúnað reiðhjóla. Svíar krefjast þess nú að á öllum reið- hjólum sé svokallað teinaglit sem tryggir að hjólið sjáist frá hlið í allnokkurri fjai'- lægð. Þá varð einnig skylda að hafa framan á hjólum hvítt glitmerki með þrí- hliða endurskyni, rétt neðan við ljósið. Mikil umræða hefur verið þar í landi um notkun örryggishjálma fyrir börn. Stað- reynd er að höfuðþungi barna er hlutfalls- lega miklu meiri en fullorðinna og veldur því að meiri hætta er á að þau slasist á höfði. Danslagakeppni á Hótel Borg Keppnin er öllum opin en aðeins verður tekið á móti lögum sem hæfa hinum hefð- bundnu gömlu dönsum. Sé ætlast til að lögin séu sungin þurfa að fylgja góðir, sönghæfir textar. Lögin þurfa að vera á nótum, með bókstafahljómum og gjarnan á hljómsnældum, ef hægt er, merkt dul- nefni. Þrenn verðlaun verða veitt, kr. 50.000, kr. 25.000 og kr. 10.000. Skiiafrestur er til 10. júlí 1986. Merkja skal lögin Dan- slagakeppnin Hótel Borg, 101 Reykjavík. Allt að 25 lög verða tekin til flutnings og væntanlega hefst keppnin sunnudaginn 21. september á Hótel Borg. Ef óskað er frekari upplýsinga eru höfundar vinsam- legast beðnir að senda Jóni Sigurðssyni, c/o Hótel Borg, línu og símanúmer sitt og mun hann þá hringja til þeirra. Fietrsbcö Loi'&amband; Hjálpoi'lí* Attnxnnnvfitnfi &2L Hjálparsveitatíöindi Blað um björgunarmál Hjálparsveitatíðindi, 3. tbl. 1986 er komið út. Að þessu sinni er fjallað um sporhunda - hvernig þeir starfa og hvernig eigi að umgangast þá svo þeir nýtist best. Einnig er grein um samæfingu Landssambands hjálparsveita skáta sem haldin var í Borg- arfirði í apríl sl. Þá eru styttri fréttir úr starfi hjálparsveitanna, greinterfrá samn- ingi um hjálparlið almannavarna, þjálfun- armál o.fl. Hjálparsveitatíðindi frétta- bréf Landssambands hjálparsveita skáta er regluleg útgáfa, 6. töiublöð komu út í vetur og verður sömu útgáfutíðni haldið næsta vetur. Blaðið er sent öllum áhuga- mönnum um björgunarmál, þeim að kostnaðarlausu. Þeir sem vilja fylgjast með sérhæfðum fréttum af björgunarmál- um og fá blaðið sent geta hringt til Landssambands hjálparsveita skáta í síma 91-26430. Utvarp_____________Sjónvarp Bjöm Loftsson kennari: Líst illa á þessar erlendu lántökur það efiii sem ég reyni að missa ekki af. Útvarpið finnst mér yfirleitt alveg ágætt. I gær heyrði ég Njálulestur- inn hans Einars Ólafs Sveinssonar. Þetta er auðvitað alveg klassískt efhi og snilldarvel lesið. Eg hef mjög gaman af þessu, enda er ég sjálfur orðinn gamall, það er ekkert víst að þetta höfði nokkuð til unga fólksins. Rás 2 hef ég eiginlega aldrei heyrt í og því síður Svæðisútvarpinu. Maður má ekkert vera að þessum ósköpum, ég skil ekki hver á að hafa tíma til að fylgjast með þessum nýju útvarps- og sjónvarpsstöðvum sem fara að spretta upp. Þeirra er ekki þörf mín vegna, ég hef ekki áhuga á að vera mataður á þessu allan sólarhringinn, það er nóg af þessu þegar. -BTH Ég fylgdist svolítið með sjónvarp- inu í gær þótt ég geri ekki mikið að því vanalega. Þar fannst mér mest um ávarp forsætisráðherra. Mér líst illa á þessar erlendu lántökur sem Steingrímur talaði mikið um og seg- ir að við séum að fara að greiða erlend lán sem liggja eins og farg á íslensku þjóðinni. Ég get ekki séð að það sé útlit fyrir að við getum greitt þessi lán á næstunni nema síð- ur sé, við erum að komast inn í eins konar vítahring, tökum eitt lán til að geta greitt annað. Svo kom þessi nýja íslenska mynd, Ást í kjörbúð. Hún var bara nokkuð spaugileg, en ekki mikið meira, svona sæmileg aíþreying. Stiklumar hans Ómars sá ég, og fannst alveg frábærar, þessi þáttur er með því betra sem sjónvarpið býður upp á. Stiklur og sjónvarpsfréttir, þetta er Trimmaðstaða í Breiðholti Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í starfi félagsmiðstövarinnar Fellahellis að nú í sumar verður íbúum Breiðholtshverfis boðið upp á trimmaðstöðu á laugardögum. Verður húsið opið frá kl. 10-16. Verður m.a.boðið upp á aðstöðu til þrekæfinga, borðtennis, góða baðaðstöðu fyrir hlaup- ara og síðan verður kaffitería opin fyrir gesti. Með þessu tilboði vilja foráðamenn Fellahellis gefa hverfisbúum kost á að nýta sér félagsmiðstöðina og kynnast þeim stað sem unglingamir sækja daglega. Styrkur úr minningarsjóði dr. Phil. Jóns Jóhannessonar prófessors Hinn 6. júni sl. var veittur styrkur úr Minningarsjóði dr. phil. Jóns Jóhannes- sonar prófessors. Styrkinn hlaut að þessu sinni Páll Valsson. Páll vinnur nú að kandídatsritgerð um skáldskap Snorra Hjartarsonar. Þar mun fjallað um ein- kenni ljóða Snorra og hvaða nýmæli hann hefur fsert inn í óslitna hefð íslenskrar ljóðagerðar. Minningarsjóður dr. phil. Jóns Jóhannesar prófessors er eign Há- skóla íslands og í skrifstofu hans fást minningarkort sjóðsins. 4r«rtnjBm»»a)»aoutmttr*osffu «i Iw«kb • Hu TOífxmV**) * Uta « TíWmtaýjuwrcn j ttmtW*nxsto. Þannig býr sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon j Skotlandi I nýjasta tölublaði H&H er myndskreytt frásögn af heimsókn blaðamanns og ljós- myndara blaðsins til þess góðkunna sjónvarpsmanns, Magnúsar Magnússon- ar, sem vinnur fyrir BBC og býr í 80 ára gömlu húsi í Skotlandi. Ennfremur eru í blaðinu myndir úr íbúð við Laugaveg þar sem trésmiður nokkur hefur dundað við það í átta ár að skera út skreytingar í loft og veggi. Þá er einnig varið 15 síðum í kynningu á hinum margverðlaunuðu arkitektum Guðna Pálssyni og Dagnýju Helgadóttur og birtar myndir af mörgum verkefnum sem þau hafa leyst af hendi. Af öðru efni blaðsins má svo nefna fallega myndsjá Jóns Hermannssonar sem sýnir Hesteyri sem lagðist í eyði fyrir þremur áratugum. Rætt er við listakonuna Koggu og birtar myndir af listmunum hennar, sagt frá nýjungum í símatækninni, fylgst með „súpudegi" stórrar fjölskyldu sem hittist reglulega yfir súpupotti og heima- bökuðu brauði. Auk þess eru í blaðinu greinar um ferðamannaslóðir Hollands og Italíu, litanotkun, ofna, húsgögn og síðast en ekki síst með hvaða hætti naut, krab- bar og tvíburar inrétta helst íbúðir sínar. Þetta er annað tölublað H&H á þessu ári. Útgefandi er SAM útgáfan en ritstjóri er Þórarinn Jón Magnússon. Sölustaðir minningarkorta Hjartaverndar Reykjavík. Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3. hæð, sími 83755. Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16. Dvalarheimili aldraðra, Lönguhlíð. Garðs Apótek, Sogavegi 108. Bókabúðin Embla, Völvufelli 21. Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102 a. Bókabúð Glæsibæjar, Álfheimum 74. Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22. Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Hafnarfjörður. Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur. Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. Keflavík. Rammar og gler, Sólvallagötu 11. Samvinnubankinn, Hafnargötu 62. Akranes. Hjá Kristjáni Sveinssyni, Samvinnu- bankanum. Borgarnes. Verslunin Ögn. Stykkishólmur. Hjá Sesselju Pálsdóttur, Silfurgötu 36. ísafjörður. Pósti og síma. Strandasýsla. Hjá Rósu Jensdóttur, F'jarðarhorni. Siglufíörður. Verslunin Ögn. Akureyri. Bókabúðin Huld, Hafnarstræti 97. Bókval, Kaupvangsstræti 4. Raufarhöfn. Hjá Jónu Ósk Pétursdóttur, Ásgötu 5. Egilsstaðir. Hannyrðaverslunin Agla. Eskifjörður. Pósti og síma. Vestmannaeyjar. Hjá Arnari Ingólfssyni, Hrauntúni 16. Sýningar Sýning í Café Gesti 17. júni nk. verður opnuð myndlistarsýn- ing í Café Gesti, Laugavegi 28b, Reykja- vík. Ein yfirskrifta sýningarinnar er: Látið myndirnar tala. Kona sú er fyrir sýning- unni stendur er 31 árs, heitir Ingihjörg Rán Guðmundsdóttir og hefur verið búsett í Kaupmannahöfn sl. 8 ár. Tilkynningar Frá húsmæðraorlofi Kópavogs Húsmæðraorlof Kópavogs verður á Laug- arvatni, í Héraðsskólanum, vikuna 30/6- 6/7. Farið verður frá bókabúðinni Vedu, Hamraborg 5, mánudaginn 30. júni kl. 10 árdegis. Áætlaður komutími til Kópavogs aftur er milli kl. 15 og 16 sunnudaginn 6. júli. Tekið verður á móti umsóknum og þátttökugjaldi í Félagsheimili Kópavogs, 2. hæð, milli kl. 17-19, fimmtudaginn 19. júni. Vikudvöl og ferðir fram og til baka kosta fyrir hveija konu 2500 kr. Konur eru eindregið hvattar til að notfæra sér þessi réttindi sín. Allar nánari upplýsingar eru veittar í símum 41352 Sæunn, 40576 Katr- ín, 42546 Inga, 40725 Jóhanna, 42365 Steinunn og 41084 Stefanía. Leiðrétting I minningargrein um Skúla Guð- mundsson, sem birtist í blaðinu á mánudaginn sl., er sagt að eftirlif- andi eiginkona hans sé Málfríður Pálsdóttir en rétt er að Málfríður lést 2. febrúar 1985. Biðst blaðið vel- virðingar á þessum mistökum. 70 ára afmæli á í dag, 18. júní, Mar- ía Jónsdóttir frá Nónvörðu 2, Keflavík. Ung að árum fluttist hún til Keflavíkur frá Fossi í Staðarsveit er hún giftist Gunnari Sigurðssyni útgerðarmanni sem látinn er fyrir allmörgum árum. Hún er að heiman. 80 ára afmæli á i dag, 18. júní, Jón Guðbjartsson byggingameistari frá Flateyri, Hraunbæ 166, Reykjavík. Hann og kona hans, Ólafía Stein- grímsdóttir, ætla að taka á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Eskiholti 8, Garðabæ, á sunnudaginn kemur, 22. júni, eftir kl. 15.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.