Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju umfrétt- hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 18. júní 1986. Hallvarður Einvarðsson: Albert og Guðmundur valinkunnir sæmdarmenn í gærkvöld var lesin í fréttatíma Ríkisútvarpsins ný yfirlýsing frá Hall- varði Einvarðssyni, rannsóknarlög- reglustjóra ríkisins, varðandi Hafskipsmálið og þá Albert Guð- mundsson ráðherra og Guðmund J. Guðmundsson þingmann. Ekki verður annað skilið af yfirlýsingunni en að hvorugur þeirra tengist Hafskipsmál- inu með saknæmum hætti. „Ég vil fyrst og fremst segja það að rannsókn þessa máls fer fram hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins en ekki * á vettvangi fjölmiðla," var haft eftir \ Hallvarði. „Þær fregnir sem nú síðustu dægur hafa verið fluttar af þessu máli á vettvangi fjölmiðla, þar á meðal rík- isfjölmiðla, eru ekki byggðar á heim- ildum frá rannsóknarlögreglunni og harma ég þau meiðandi ummæli sem samfara þeim hafa birst í þessum frét- taflutningi um tilgreinda aðila. Efast ég ekki um að þeir valinkunnu sæmdarmenn, sem spjótalög fjölmiðla hafa nú beinst að síðustu dægur, muni standa þau vel af sér. Er það og von mín að menn snúi þá ögn hógværari til síns heima eftir þann fyrirgang." Við þetta hnýtti útvarpið: „Aðspurður lun við hverja hann ætti sagði Hall- varður að ekki þyrfti að fara í neinar grafgötur um að hér ætti hann við þá j Albert Guðmundsson og Guðmund J. I Guðmundsson." ' Rannsóknarlögreglustjón neitaði að ræða við DV í morgun. HERB | Rauðka á Flateyri „Við alþýðuflokksmenn höfum kom- ist aö samkomulagi við ffamsóknar- menn um myndun meirihluta," sagði Ægir Hafberg á Flateyri í samtali við DV. Ægir, sem var efsti maður á lista ^ Alþýðuflokks, verður oddviti. Viðræð- ur eru hafnar við Kristján Jóhannes- son, fráfarandi sveitarstjóra, um áffamhaldandi störf. Alþýðuflokkurinn hefur tvo menn í hreppsnefnd Flateyrar. Framsóknar- menn hafa einn en sjálfstæðismenn með tvo menn. -ás ALLAR GERÐIR SENDIBlLA Skemmuvegur 50 LOKI Næst úthlutar RLR fálkaorðum. Flugsiys á Flúðum: Einn ntaður fórst er flugvél hrapaði í aðflugi Einn fórst og annar liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild eftir að fiugvélin TF-MOL hrapaði í aðflugi skammt ffá flugbrautinni á Flúðum um kl. 22.00 í gærkvöldi. Mennimir tveir eru úr Hrunamannahreppi og munu hafa verið í lendingaræfingum er slýsið átti sér stað. Ixigreglan á Selfossi og menn úr Loftferðaeftirlitinu komu strax é staðinn en vélin hrapaði niður um 200 metra austur af flugbrautinni á Flúðum, rétt við þjóðveginn sem liggur þarna ffamhjá. Blíðskaparveður var er fiugslysið átti sér stað. Flugvélin var í aðflugs- beygju inn á flugbrautina á lítilli ferð er hún féll skyndilega niður og hafiiaði í vegkantinum á þjóðvegin- um. TF-MOL er af gerðinni Maule M5, smíðuð árið 1978, eins hreyfils, þriggja sæta, í eigu einstaklinga úr Hrunamannahreppi. -FRI/KMU ALLT BRJÁLAD! Hljómsveitin Madness setti bókstaflega allt á annan endann á tónleikunum í Höllinni í gær- kvöldi. Áheyrendur sungu, stöppuðu, klöppuðu og blístruðu og uppskáru í staðinn hátt á annan tug laga frá „Brjálæðingunum" sem voru að vonum hæstánægðir með viðtökurnar. Veðrið á morgun: Hæg- viðri Á morgun verður hægviðri eða vestan gola á öllu landinu. Hiti verð- ur á bilinu 7-9 stig vestan lands en annars staðar 10-14 stig. Víða ætti að sjást til sólar. DV-mynd GVA Tveir hjarta- skurðir á Landspít- alanum - sá þriðji á morgun Hjartaskurðlækningar eru hafnar hér á landi. Síðastliðinn laugardag gekkst fyrsti hjartasjúklingurinn undir skurðaðgerð á Landspítalan- um og er líðan hans eftir vonmn. Annar sjúklingur var svo skorinn upp á mánudag og ráðgert er að þriðja aðgerðin verði gerð á morgun. Það eru læknamir Grétar Ólafsson, Hörður Alfreðsson og Þórarinn Am- órsson sem hér eru að verki. Á undanfomum árum hafa hundr- uð íslenskra hjartasjúkhnga farið í hjartaaðgerðir til Bretlands og Bandaríkjanna þar sem aðstaða til slíkra aðgerða hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi. Hafa læknar jafnt sem hjartasjúklingar verið á einu máli um að ákjósanlegra væri að aðgerðimar yrðu fluttar hingað heim þar sem öll sérffæðikunnátta væri til staðar. Einnig hefur verið bent á að erfitt ferðalag fyrir og eft- ir hjartaaðgerð væri óheppileg og gæti jafhvel stefht lífi sjúklinga í óþarfa hættu. -EIR Votaberg enn á strandstað I gær strandaði fiskibáturinn Vota- berg SU 14 á Héraðssöndum skammt vestan við Jökulsá á Dal. Snæfugl SU 20 var kvaddur á strandstað og var unnið við það í alla nótt að koma togvírum á milli bátanna. Um áttaley- tið í morgun hafði tekist að koma einni taug á milli og beðið var eftir flóði til þess að unnt væri að toga Votabergið af strandstað. Menn voru bjartsýnir á að það tækist þar sem báturinn hafði hreyfst lítillega er taugin var fest. Um borð í Votabergi em 8 skipverjar. í morgun var togarinn Börkur kominn á strandstað, tilbúinn til aðstoðar. -KB Meirihluti í Bessa- staðahreppi Sjálfstæðismenn og Framfarasinnar hafa gert samkomulag um að mynda meirihfuta í Bessastaðahreppi. Núver- andi sveitarstjóri, Sigurður Valur Ásbjamarson, verður endurráðinn. ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.