Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1986, Blaðsíða 26
Hátíðinni lauk með skeltilegum bardaga ófreskjanna tveggja, ormsins og vonda skrímslisins. Vonda skrímslið beið auðvitaö ósigur og var hræið hift upp í þyrlu og flutt á braut. Fyrst var þó blöðrum sleppt úr lofti yfir fagnandi mannfjöldann. Karnivalstemmningin setti sterkan svip á hátíðahöldin, barðar voru bumbur og alls kyns risakvikindi dönsuðu um göturnar með hljóðfæraslætti og húllumhæi. Blöðrur, fánar, rellur, skærlitir hattar og púkablístrur. Einkenni þjóðhátíðardagsins sem fengu að njóta sín til fullnustu i sólarblíðunni. DV. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviósljós Sólin skein á þúsundir Reykvíkinga í miðbænum -17. júní heppnaðist með eindæmum vel Sjaldan eða aldrei áður hefur safn- ast jafnmikill manníjöldi í miðbæ Reykjavíkurborgar eins og gerði á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, í gær. Óhætt er að segja að þúsundir ef ekki tugir þúsunda Reykvíkinga hafi verið í miðbænum þegar mest var um miðjan daginn. Enda hjálp- aðist allt að til að dagurinn yrði eftirminnilegur, sólin braust fram úr skýjum þegar hátíðarhöldin voru að hefjast um tvöleytið og hún skein í heiði það sem eftir var dagsins. Það sem haíði líka mikið að segja voru skemmtiatriðin sem boðið var upp en þau hafa aldrei verið jafngífur- lega fjölbreytt. Alls staðar var eitthvað að gerast, segja má að allt miðbæjarsvæðið hafi verið eins og himnaríki fyrir bömin. Og ekki féll einn einasti dropi úr lofti, þó óvenjulegt sé á sautjándan- um, það var ekki nema úðinn úr gosbrunninum f Hljómskálagarðin- um sem setti fólk í viðbragðsstöðu í fyrstu. En engra regnhlífa eða polla- galla var þörf, staðreyndin var að sjaldan hefur 17. júní heppnast eins vel og hann gerði í gær. -BTH Lækjargatan og Hljómskálagarðurinn voru líka troðfull út í hvern krók og kima. Fáir minnast eins mikils mannfjölda í miðbænum og i gær. .:■ Þjoöhatiöin var samkvæmt venju sett um morguninn þegar forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir lagði blóm- sveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Þar fóru með ávörp, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og fjallkonan. DV-mynd PK „Jibbijei, 17. júní er kominn", sögðu bömin og klöppuðu saman lófunum og réðu sér ekki fyrir kæti, á meðan þau gægðust úr fangi foreldranna á hvað var að gerast uppi á sviði. Heljarstór ormur hlykkjaðist um Tjarnarbrúna og Hljómskálagarðinn, og vakti skelfingu meðal þeirra yngstu. Sumir buðu ófreskjunni þó birginn, „Iss, þetta er bara plat“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.