Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1986, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1986, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGtJST 1986. 11 Heimilissýningin: Hvalur með bás - Greenpeacesamtökin gengin úr skaftínu Hvalur hf. verður með sýningar- bós á Heimilissýningunni, sem hefet í næstu viku, til að kynna starfsemi sína. Bandarísk náttúrufriðunar- samtök, sem einnig höfðu hug á slíkum bás, munu hins vegar ekki verða með. Eins og DV sagði frá fyrir stuttu hafði fulltrúi náttúrufriðunarsam- taka í Bandaríkjunum samband við Þorstein Fr. Sigurðsson, einn eig- enda Kaupstefhunnar, sem gengst fyrir Heimilissýningunni, til að spyrjast fyrir um hvort þeir hefðu sýningarbás á lausu. Þorsteinn sagði honum að slíkur bás væri fyrir hendi og sagðist þá maðurinn mundu hafa samband við hann síðar. „Maðurinn hefúr ekki haft sam- band aftur, þannig að básinn var úthlutaður öðrum,“ sagði Þorsteinn. „Hins vegar verður Hvalur hf. með kynningu á sinni starfsemi í sam- vinnu við sjávarútvegsráðuneytið. Því er ekki að neita að það hefði óneitardega verið gaman að fá þessa aðila báða á sýninguna." Heimilissýningin hefet á fimmtu- dag í næstu viku og stendur til 7. september. Rúmlega 100 aðilar sýna þar og kynna starfeemi sína. -KÞ Veiddu tvo minka upp í skattinn Helga Melsteð og Ingólfur Finnsson með minkana sem þau veiddu á dögun- um. Veiðigjaldið létu þau ganga upp i skattinn. DV-mynd SGM Sgurateim Melsteö, DV, Braðdalsvík: Nýlega fengu tvö ungmenni leyfi til að fenna fyrir silung í fjallavatni einu í Breiðdal. Komu þau heim með góðan feng, þijá silunga og tvo minka. í upphafi hafði ferðinni verið heitið til silungsveiða, eins og áður sagði, en ekki til minkaveiða. En þegar unga fólkið þau Helga Melsteð og Ingólfirr Finnsson voru að hefja veiðina komu þau auga á fjóra minka í stórgrýti rétt hjá sér. Þau voru auðvitað vopnlaus en gripu það sem hendi var næst og unnu á tveim dýrum. Hin tvö sluppu. Fóru þau Helga og Ingólfur síðan á skrifetofu hreppsins og borguðu skatt- inn sinn. Ekki hafði verið vitað um mink á þeim slóðum þar sem þessir tveir veiddust. En skömmu eftir þetta var farið með þjálfaða hunda þangað og veiddust þá þrjú dýr til viðbótar. Þrír menn hlutu heiðursborgarabréf á 200 ára afmæli Eskifjarðarkaupstað- ar. Það voru Arnþór Jensen, Einar Bragi og Jóhann Klausen. DV-myndir Emil. Þrír Eskfirðingar heiðraðir Emil Iboiaiensen, DV, Eskffiiði: Þrem Eskfirðingum hefur verið af- hent heiðursborgarabréf Eskifjarðar- kaupstaðar. Fór athöfhin fram í tengslum við 200 ára afinæli kaupstað- arins. Þeir sem hlutu heiðursborgara- bréf að þessu sinni voru Amþór Jensen, fyrrverandi forstjóri Pöntun- arfélags Eskfirðinga, Einar Bragi rithöfundur og Jóhann Klausen, fyrr- verandi bæjarstjóri. Það var Hrafhkell A. Jónsson for- seti bæjarstjómarsem afhenti heiðurs- borgarabréftn að viðstöddu fjölmenni. Að þessu afloknu var efiit til kvöld- vöku undir stjóm Aðalsteins Valdi- marssonar, formanns hátíðamefndar. Þar lék Lúðrasveit Neskaupsstaðar, Eskjukórinn söng og loks var sögu- dagskrá á vegum Byggðasögunefhd- ar. Osvikinn kvöldmatur Regína Hioiaiensen, DV, Gjögri: Við hjónin fórum ásamt vinkonu okkar á Hótel Djúpuvík til að fá okk- ur góðan kvöldmat á dögunum. Hótelstýran var að enda við að af- greiða gesti sem höfðu komið óvænt í rútubíl. Vom matargestimir mjög án- ægðir með fljóta og góða þjónustu á hótelinu. . Við pöntuðum okkur Londonlamb með öllu tilheyrandi, en hótelstýran sagði að við yrðum að bíða í 20-30 mínútur, svo ég brá mér bara í næstu hús að afla frétta. Þegar við sáum að rútan var farin fórum við inn í hótel- ið. Þá var maturinn tilbúinn, sann- kallaður herramannsmatur. Ég spurði hver útbyggi svona krásir. Hét sú Barbara Armanns. Ég vildi fá að sjá þessa Barböru og spurði hana síðan hvar hún hefði lært, hvort hún væri húsmæðraskólagengin. Hún hló bara við og sagðist vera venjuleg elda- buska, sem hefði lært kúnstina hjá móður sinni. Eva hótelstýra sagði að alls ekki stæði til að loka hótelinu í vetur eins og margir vildu halda. Nýting hefði verið góð í sumar og nær fullbókað sumar helgamar. YIÐ KYNNUM NÝTA BLÁA BORÐANN Annað cins smjörlíki hefur þú aldxei bragðað. Stórkosdegt til steikingar - bragðgott á brauðið. Við hlökkum til að heyra þitt ábt. CD smjörlíkl hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.