Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1986, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1986, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986. Iþróttir • Ásgeir Elíasson. Ásgeir „njósnaði" á Akranesi Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram- liðsins, og Eyjólíur Bergþórsson, liðsstjóri hans, voru á meðal áhorf- enda á Akranesi í gærkvöldi. Þeir félagar voru að „njósna" um Skagamenn, sem eru mótherjar Framara í úrslitaleik mjólkur- bikarkeppninnar á sunnudaginn á Laugardalsvellinum. -SOS Júgóslavi tíl Benfica Portúgalska félagið Benfica keypti í gær júgóslavneska lands- liðsmanninn Zanko Zivkovik frá Partizan Belgrat. Zivkovik er mið- vallarspilari. Þess má geta að áður hafði félagið keypt brasilíska mið- herjann Chiquinho. -SOS Nýr þjátfarí hjá Pólveijuin Wojciech Lazarek, fyrrum þjálf- ari Lech Poznan, var í gær ráðinn landsliðsþjálfari Póllands. Lazarek er 38 ára. Hann tekur við stjóm- inni af Antoni Piechniczek sem sagði starfi sínu lausu i HM í Mexíkó. -SOS Wilander lagði Jimmy Connors Mats Wilander sigraði Jimmy Connors í úrslitum ATP tennis- mótsins í Bandaríkj unum um helgina. Sigur Svíans var ömggur, 6-4 og 6-1. Fyrir sigurinn fékk Wilander 2 milljónir kr. en þetta er í þriðja skiptið á fjórum árum sem hann sigrar í þessu móti. Hann er nú í öðm sæti á heimslistanum, næstur á eftir Ivan Lendl. -SMJ Vísa úr Garðinum Ekki er algengt að menn segi frá íþróttaviðburðum í bundnu máli en Magnús Gíslason, fréttaritari DV á Suðumesjum, er hagyrðing- ur mikill og samdi hann eftirfar- andi vísu að loknum leik Víðis og Vals í 1. deild Islandsmótsins í knattspymu á föstudag. Með einu marki Valur vann Víði, suðr í Garði. Sigurjón Kristjáns. heitir hann sem heiður þeirra varði. •Siguijón Kristjánsson skoraði sigurmark V alsmanna sem sigmðu í leiknum, 0-1. -SK Bann sett á keppnis- spjótið hans Einars - hann verður að keppa með Champion-spjóti í Stuttgart í dag Öm Eiðssan, DV, Stuttgait „Ég er í mjög góðri æfingu og vel upplagður. Þetta verður hörkukeppni og ómögulegt að spá um úrslit. Við Sigurður gerum okkar besta. Spum- ingin er aðeins hvemig okkur tekst upp,“ sagði spjótkastarinn snjalli, Ein- ar Vilhjálmsson, sem verður í sviðs- ljósinu hér á Neckar-leikvanginum í Stuttgart í dag ásamt Sigurði Einars- syni. Þá hefet spjótkastskeppnin á EM og meðal áhorfenda verður Asgeir Sig- urvinsson, fyrirliði Stuttgart, sem kemur sérstaklega í boði DV til að sjá spjótkastskeppnina. „Ég tel að það séu góðir möguleikar á að Einar og Sigurður komist í tólf manna úrslitin, sem verða á morgun,“ sagði Stefán Jóhannsson þjálfari. Bann á spjót Einars Alþjóða frjálsíþróttasambandið setti um helgina bann á þijár gerðir af spjótum. Þar á meðal var sænska gerð- in, Sundviken, sem Einar hefur keppt mest með. „Þetta er að sjálfeögðu slæmt. Það er ekkert annað hægt að gera en að taka þessu mótlæti,“ sagði Einar, sem mun keppa með Champ- ion-spjóti, en hann hefur kastað þeirri gerð yfir 80 metra. Það vakti nokkra athygli að ekki var sett bann á App- alo-spjótin, sem Rússar nota. • Tveir aðrir íslendingar taka þátt í EM. Það eru Helga Halldórsdóttir hlaupari og íris Grönfeldt spjótkastari. • Þrír hafa hætt við þátttöku: Ragnheiður Ólafedóttir, Vésteinn Haf- steinsson og Oddur Sigurðsson. -sos Skagamenn sendu Blikana niður Leikur ÍA og Breiðabliks í gær- kvöldi var lélegur knattspymulega séð. Barátta Blikanna var það eina sem var lofevert í leiknum. Þegar upp var staðið hefði jafntefli líklega verið sanngjöm úrslit en heppnin var með Skagamönnum sem sigruðu, 2-1. Blik- amir voru mun sterkari í síðari hálf- leik og vom þá miklir klaufar að ná ekki að tryggja sér sigur, í upphafi leiksins sóttu Skagamenn meira og þurfti þá Ólafur Bjömsson tvívegis að veija skot þeirra á línu. • 'Á 18. mínútu kom fyrsta mark leiksins. Guðbjöm Tryggvason náði þá að splundra vöm Blikanna og gefa á Sveinbjöm sem lék nær marki þar til hann náði að skjóta úr þröngri stöðu undir Svein Skúlason í marki Blika. Klaufalegt hjá honum að verja ekki og staðan 1-0 fyrir Skagamenn. Fjórum mínútum síðar varði Birkir meistaralega frá Jóni Þóri eftir að hann hafði brotist í gegnum slaka vöm Akranesliðsins. Blikamir sóttu heldur meira það sem eftir var hálf- leiksins en tóks ekki að skora. Jón Þórir jafnar • Eftir aðeins 30 sekúndna leik i seinni hálfleik hafði Blikum tekist að jafna. Þegar miðjan var tekin var bolt- inn gefinn út á hægri kant á Hákon Gunnarsson. Hann fékk að leika óá- reittur upp að endamörkum þar sem hann gaf fyrir á Jón Þóri sem stóð óvaldaður við markteig. Hann átti ekki í vandræðum með að skora. Á 52. mínútu var Valgeir nærri því að skora en skot hans hrökk af Sveini í þverslána og aftur fyrir. Á 67. mín- útu fékk Magnús Magnússon loksins að sjá gula spjaldið eftir sex ljót brot á Pétri Péturssyni. Fimm mínútum síðar var lánið með Skagamönnum þegar Guðmundur Guðmundsson komst í dauðafæri á markteig en skaut í samheija. Og áfram hélt sókn Blika. Þrem mínútum fyrir leikslok komust þrír Blikar í dauðafæri en Guðbjöm náði að bjarga á síðasta augnabliki. Mínútu síðar skaut Valgeir í stöngina í góðu færi. • -Sigurmarkið kom á 91. mínútu eða einni mínútu eftir að venjulegum leiktíma var lokið. Það var enginn annar en markaskorarinn mikli, Pétur Pétursson, sem skoraði markið eftir sendingu frá Sveinbimi. 14 sekúndum síðar flautaði Sveinn Sveinson leikinn af. Þetta var óverðskuldaður sigur hjá Skagamönnum en nú em Blikar að öllum líkindum fallpir eftir aðeins eitt ár í 1. deild. Guðmundur Guðmunds- son ásamt Jóni Þóri vom bestir Blika. Þá áttu þeir Ólafur Bjömsson, Vignir Baldursson og Hákon Gunnarsson ágætan dag. Pétur Pétursson var best- ur hjá heimamönnum og í raun sá eini sem barðist af þeim. Valgeir lék einnig ágætlega. Það sást greinilega á leik Skagamanna að þeir Sigurður Lárus- son og Ólafur Þórðarson gátu ekki leikið með. Sigurður meiddui- en Ólaf- ur í banni. Áhorfendur: 682 Dómari: Sveinn Sveinsson og hæfir dómgæsla hans í þessum leik ekki 1. deildar dómara. Liðin. Akranes: Birkir Kristjánsson, Haf- liði Guðjónsson, Heimir Guðmundsson, Hörður Rafiisson, Sigurður B. Jónsson, Ámi Sveinsson, Guðbjöm Tiyggvason, Sveinbjöm Hákonarson, Pétur Pétursson, Valgeir Barðason, Júlíus P. Ingólfsson (Aðalsteinn Víglundsson). Breiðablik: Sveinn Skúlason, Ingvaldur Gústafsson, Magnús Magnússon, Ólafúr Bjömsson, Vignir Baldursson, Hákon Gunnarsson, Rögnvaldur Rögnvaldsson (Steindór Elís- son), Guðmundur Guðmundsson, Guð- mundur V. Sigurðsson (Gunnar Gylfason), Jón Þórir Jónsson. Maður leiksins: Pétur Pétursson. -SMJ Njarðvfldngar taka á móti KR Fyrsti leikurirm í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik fer fram þann 3. október nk. og em það Islands- meistarar Njarðvfkur sem taka á móti KR-ingum. Körfúknattleiksmenn em byij- aðir að æfa á fúllu og eiga menn von á fiörugu Islandsmóti. Keppn- istímabilið hefst um miðjan sept- ember með Rey kjavíkurmóti en því lýkur ekki fyir en 10. apríl en þá fer fram úrslitaleikurinn í bikar- keppni karla og kvenna í Laugar- dalshöll. Komandi keppnistimabil verður því mánuði lengra en það síðasta. Tvö 2. deildar félög, sem vom með í síðasta íslandsmóti, hafa hætt við þátttöku, Körfú- knattleiksfélag Isafjarðar og Esja, Reykjavík. -SK Valur og Fram örugg með Evrópufarseðil - Akranes, Keflavík og KR elga mögulelka á þriðja Evrópusætinu Það er nú þegar ljóst að Valsmenn og Framarar hafe tryggt sér rétt til að leika í Evrópukeppni í knattspymu fyrir hönd íslands næsta keppnistfma- bil. Farseðlar í Evrópukeppni meist- araliða og UEFA-bikarkeppninni em í höndum þessara félagsliða. • Ef Valsmenn verða meistarar, hafa Framarar tryggt sér UEFA-far- seðilinn. Ef Framarar verða íslands- meistarar leikur Valur í UEFA-bikar- keppninni og Akranes í Evrópukeppni bikarmeistara. • Aðrir möguleikar em fyrir hendi: Ef Valsmenn verða meistarar og Framarar bikarmeistarar þá geta þijú félög tryggt sér rétt til að leika í UEFA-bikarkeppninni: Keflavík, Akranes og KR sem berjast um þriðja sætið í 1. deildar keppninni. • Siguröur Einarsson og Einar Vilhjálms keppnina í spjótkasti? • Ingrid Kristiansen. j Norðurianda- j þjóðimar j bjartsýnar öm Hðason, DV, StuMgait Fulltrúar Norðurlandaþjóðanna komu saman hér í fyrradag og kom þá fram að j Svíar em bjartsýnastir á gengi sinna manna. Þeir vonast eftir verðlaunum í tveim til þrem greinum. Þá vonast Jjeir til að koma ■ sínu fólki í úrslit í 12 greinum. Helsta von þeirra er Patrick Sjöberg í hástökkinu. • Norðmenn binda mestar vonir við Ingrid Kristiansen í 5 og 10 þúsund metra ■ hlaupi.EinnigKnutHjeltnesíkringlukasti. • Danir em hógværir en vonast til að ■ koma þrem keppendum í úrslit. • Finnar vonast eftir þrem til fjórum | verðlaunapeningum. Langhlauparinn Va- ino keppir nú að nýju eftir að hafa verið dæmdur í bann eftir ólympíuleikana í Los 6 Angeles. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.