Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986. 21 Innlendur annáll 1986 Steingnmur og snjórinn Snjóþyngsli hrjáðu landsmenn þónokkuð i fyrravetur. Og ollu háum sem lágum töfum og basli. GVA rakst á Steingrím í hörkuátökum við beinfrosið snjóhröngl á framrúðu farkosts síns. Menn sögðu að svipurinn á honum væri dæmigerö- ur framsóknarsvipur. Hermann á flótta Hermann frílystaði sig i Bandarikjun- um - kom svo heim til að „syngja" fyrir rannsóknardómara í Kópavogi. Hermann Björgvinsson, sem um tíma var nefhdur „höfuðpaur" í okur- málinu, hvarf af landi brott i aprílbyrj- un. Hermann hafði verið í farbanni fram í miðjan mars vegna rannsóknar málsins - en þeirri rannsókn var hvergi nærri lokið þegar Hermann gufaði upp. Við eftirgrennslan kom í ljós að stjúpmóðir Hermanns hafði lánað honum nokkur þúsund þýsk mörk svo hann gæti hvílt sig í Bandaríkjunum eftir erfiðar yfirheyrslur í tengslum við okurmálið. „Fuglinn er floginn,“ sagði vinur Hermanns og hló að yfirvöldunum. En Hermann skilaði sér heim aftur - birtist í júní hjá héraðsdómaranum í Kópavogi eins og hann hafði lofað þjóð sinni í samtali við DV - kom út- hvíldur og samvinnuþýður - og spuming hvort ekki eigi að senda það fólk sem lögreglan þarf á að halda í sambandi við upplýsingar til útlanda í hvíld. Hvað segir stjúpmóðirin við því? Sambandinu svelgdist á kaffinu Sambandsmenn urðu sumir ævareiðir þegar DV birti meðfylgjandi mynd sem KAE tók af Erlendi Einarssyni, þáverandi forstjóra SÍS, þegar forstjórinn kom út úr réttarhaldi vegna kaffibaunamálsins, sem enn er óútkljáð, þótt ýmsar kurlaðar baunir hafi komið til grafar. Það er Jón Finnsson, verjandi Erlends, sem gengur á undan. Fjárfrekur kaup- félagsstjóri Kaupfélagið á Svalbarðseyri við Eyjafjörð var oft í fréttum á árinu. Farið var fram á opinbera rannsókn á fjármálum kaupfélagsins nokkur ár aftur í tímann. í ljós kom að kaup- félagsstjórinn og fyrrum gjaldkeri kaupfélagsins lánuðu sjálfúm sér milljónir úr sjóðum félagsins til að byggja sér einbýlishús. Fyrir rösku ári nam skuld þeirra um 8 milljónum króna. Gjaldþrot kaupfélagsins á Sval- barðseyri hafði alvarlegar afleiðingar fyrir starfsfólk, eigendur og atvinnu- rekstur á Svalbarðseyri. Nærri 200 manna byggð stóð uppi útvegslaus - og ný kartöfluverksmiðja missti fjár- hagslega fótfestu. Einn fjórði íbúðar- húsa í þorpinu fór á nauðungarupp- boð. Helgi huldu- maður snar- aði upp hóteli og keypti flugfélag Helgi Þór Jónsson, liðlega fer- tugur rennismiður, var trúlega einn umtalaðasti íslendingurinn á vormánuðum þegar hann keypti 44% hlut í Amarflugi með því að snara 3 milljónum á borðið - ög hafði notað vetrarmánuðina til að koma upp Hótel Örk í Hveragerði. Nafii Helga Þórs mun fyrst hafa vakið athygli fyrir um þremur árum þegar hann komst í hóp þeirra „útvöldu" peningamanna sem keyptu lóðir í Stigahlfðinni í Reykjavík. Hann bauð einna best f reitinn þann. Fyrir þrettán árum var Helgi rennisihiðm- og álmennur launþégi Helgi Þór Jónsson, hóteleigandi og hótelstjóri f Hveragerði, á jafn- framt 44% í Arnarflugi - og varð í einu vetfangi sá athafnamaður sem þjóðin talaði um. hjá ÍSAL. Þá ákvað hann að ger- ast eigin herra. Hann keypti sér útbúnað til að hreinsa málningu af málmhlutum. Árin liðu og smám saman bætti hann við sig vélum og tólum og hann fór að reka véla- leigu - og fór að koma afgangsaur- um sínum í steinsteypu. Hann kom upp stórhýsum í Kópavogi, húsum sem hann leigði svo sambandi eg- gjaframleiðenda og Iðntæknistofn- \m. Síðan seldi hann þessar húseignir og byggði 800 fermetra verkstæðishús í Reykjavík jafn- framt því að flytja til landsins stærsta kranabíl sem hér hefúr sést. Auk hússins við Eirhöfða á Helgi Þór 1400 fermetra iðnaðarhús á Ártúnshöfða. Þessar húseignir eru í útleigu. Auk þessara húsa á Helgi einbýlishús í Seláshverfi. Þar er vélaleiga hans skráð til húsa. Sjálf- ur býr hann í Grænuhlíð, skammt frá lóðinni við Stigahlíð. Hann borgaði 125 þúsund krónur í eigna- skatt á fyrra ári. Hafskips- > m ■ ^ ■ ■ At i gqobð Rannsóknarlögreglan hafði að vanda snör handtök þegar hún handtók sex manns úr yfirstjóm Hafskips hf. f maí í vor. Rannsókn gjaldþrotamáls skipafélagsins hafði staðið nokkra hríð þegar Björgólfúr Guðmundsson, Ragnar Kjartansson, Helgi Magnússon, Þórður Hilmarsson, Páll Bragi Kristjónsson og Sigurþór Guð- mundsson voru gripnir heima hjá sér og settir í einangnm til að flýta fyrir rannsókn málsins. Mönnunum var síðan sleppt eftir því hvemig yfirheyrslur gengu - og afleiðing þessara handtaka hef- ur m.a. orðið sú að Helgi Magnús- son endurskoðandi berst nú um á jólamarkaði eins og fleiri rithöf- undar og falbýður mönnum endurminningar sínar úr Síðu- múlafangelsinu. Allír sigruðu í kosningunum „Það er greinilegt að borgarbúum hefur líkað við orð okkar og efndir þeirra eins og fyrir síðustu borgar- stjómarkosningar," sagði Davíð Oddsson þegar DV talaði við hann að afstöðnum borgarstjómarkosningum i vor. „Við erum hamingjusöm héma,“ sagði Kristinn Finnbogason hjá Fram- sóknarflokknum þegar fyrstu kosn- ingatölur fóm að berast „Það er allt í blús hjá okkur,“ sögðu þau hjá Flokki mannsins. „Við erum mjög ánægðar," sögðu Kvennalista- konur. „Þetta er æði!“ sögðu kratar og kjósendur í Ólafsvík og í Kópavogi kusu sér áfengisútsölu jafnframt bæj- arstjórn. Þær útsölur hafa reyndar enn ekki verið opnaðar og heldur ekki í Hafharfirði, en þar hafa íbúar lýst yfir vilja sínum til að fá áfengisverslun í bæinn. DV var reyndar hinn eini og sanni sigurvegari kosninganna, því skoð- anakönnun blaðsins um fylgi flokk- anna stóðst best af þeim könnunum sem gerðar vom dagana fyrir sveitar- stj ómarkosningamar. Bergman Ingmar Bergman leikstjóri gisti fs- land í vor. Hingað kom hann í tengsl- um við sýningu leikhóps frá Dramaten á „Fröken Júlíu“ og notaði tækifærið til að dýfa fingri í Bláa lónið. Og lækn- aðist af exemi að sjálfsögðu. Bergman fór eins og öllum útlend- ingum sem hingað koma (nema Ronald Reagan) að hann hreifst af hráslagalegu veðrinu, þumbaralegu viðmóti og geðillsku íslendinga og mddalegum húmor fylgdarsveina sinna um landið. Svo skoðaði hann skinnhandrit í Ámasafni og saup kampavín með forsetanum - og lofaði að sjálfsögðu að koma hingað ein- hvem tíma seinna og dvelja þá lengur. VinslK og sættir Þeir perluvinir Albert Guðmundsson þeirra Alberts. Reymdar vilja þeir helst og Guðmundur J. tengdust rannsókn kenna lögfræðingum sínum um hvern- Hafskipsmálsins með undarlegum ig fór um vináttuna, en þeir sömdu hætti. I ljós kom að þegar Guðmundur og vélrituðu sendibréf sem gengu á taldi sig vera að taka við peningum milli vinanna gömlu varðandi pening- úr hendi Alberts Guðmundssonar. vin- ana sem Guðmundur hélt að Albert ar síns, var í raun um að ræða peninga hefði gefið sér en Albert hélt að Guð- frá Hafskip og Eimskip - sem verka- mundur vissi að væm söfhunarpen- lýðsforinginn notaði síðan til að greiða ingar frá vinum og vandamönnum. fyrir hressingardvöl sína á Flórída. Fjaðrafokið vegna þessara peninga „Fyrst og síðast vil ég ekki bregðast og Flórídaferðar varð svo til þess að verkamönnum í Reykjavík," sagði Guðmundur Joð gaf ekki kost á sér í Guðmundur Joð við blaðamann DV forvali Alþýðubandalagsins í haust - þegar hann kom til landsins frá Sviss. og hverfur því af þingi næsta vor. en þar sat hann ráðstefhu þegar frétt- „Ég ber virðingu fyrir Alþingi," ist að nafn hans væri nefnt í tengslum sagði Guðmundur í DV-viðtali. „En við gjaldþrotamál Hafskips. ég held að ég mundi halda bæði eðli- Rannsókn þessa Guðmundar-anga legum svefni og matarlyst ef ég hætti af Hafskipsmálinu olli síðan vinslitum á þingi.“ Vinslit þeirra Alberts urðu fljótt á allra vörum - sem og sættir þeirra sem ekki fóru opinberlega fram - félagamir vom myndaðir í Alþingishúsinu þar sem þeir sátu að tafli. Aðspurðir hvort þeir væm sáttir svömðu þeir einum rómi, en stuttlega þó: „Já.“ á íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.