Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986. Sandkorn 39 Þær voru ekki yli húsa fjær, madd- ömurnar sem lentu i pottum iands- manna um jólin. Stolinn jólamatur Menn virðast hafa ýmsar aðferðir til að verða sér úti um krásir í jólamatinn. Nú fyrir jólin seldustrjúpur upp. Fengu því færri en vildu. Einhverjir óvandaðir munu þó hafa hafi þennan hænsnfugl í matinn yfir hátíðamar þótt ekki hafi þeir keypt hann í verslunum. f Kópavoginum bar nefnilega mikið á þvi að rjúpum væri stolið síðustu dagana fyrir jól. Fólk geymdi þær oftast á svölunum þar sem fmgralangir áttu auðvelt með að ná til þeirra. Mest mun hafa borið á þessum þjófnuð- um á Grundunum, svo sem Birkigrund og Furugrund. Voru þess dæmi að íbúamir þar þyrftu að gera út fleiri leiðangra en einn til að ná sér í rjúpur. Höfðu þeir á orði að helsta úrræðið væri að geyma rjúpurnar í svefnherberginu til að þeim yrði ekki stolið. Tómamm Tveir rithöfundar stóðu og skröfuðu saman. „Ég er ekki sáttur við síð- ustu skáldsöguna þína, Hið sársaukafulla tómarúm," sagði annar. „Hvernig getur verið sársauki í því sem er galtómt?" „Þú ættir að vita það,“ svar- aði þá hinn, „ég veit ekki betur en að þú sért með stöð- ugan hausverk." Landsfrægir bræður Frægustu bræður seinni tíma eru án efa þeir Sigmar B. Hauksson sælkeri og Ólaf- ur Hauksson, núverandi sjónvarpsmaður. Það er ekki ofsagt að kjaftakellingarnar hafi tekið kipp í sjónvarpsstól- unum þegar Sigmar tilkynnti í þættinum „í takt við tím- ann“ að Ólafur, bróðir sinn, ætlaði nú að smakka á krás- unum hjá sér. Og svo mætti Ólafur í smökkunina. Þaðfór líka svo að fljótlega eftir þátt- inn fór síminn hjá Hauki, föður Sigmars, að hringja. Á línunni var ólíklegasta fólk sem spurði með andköfum: „Heyrðu Haukur, með hverri áttirðu þennan Ólaf?“ Síðan hafa forvitnilegar fyr- irspurnir dunið yfir Haukana, Ólatur Hauksson. Sigmar B. Hauksson. feður Sigmars og Ólafs, og einnigþásjálfa. Málið er nefnilega það að sælkerinn og sjónvarpsmað- urinn eru alls óskyldir. Sigmar B. varpaði þessu fram í léttu glensi sem einhverjir sáu ástæðu til að taka alvar- lega. Þá skal þess einnig getið til vonar og vara að Eiríkur Hauksson er hvorki bróðir Sigmars né Ólafs þótt hann hafi verið tekinn í bræðra- töluna á góðri stund í sjón- varpinu. Óvinkonur Stína og Stella höfðu verið vinkonur um margra ára skeið. En svo slettist heldur betur upp á vinskapinn svo þær urðu öskuillar hvor út í aðra. Það var svo dag einn að Stína gekk fram hjá húsinu hennar Stellu og sá að Stella sat og horfði út um opinn gluggann. Ef ég hefði útlitið þitt myndi ég heldur snúa bak- hlutanum að glugganum, kallaði Stína illgirnislega. - Ooo, ég gerði það nú í gær, svaraði Stella - og þá kölluðu þeir sem áttu leið fram hjá: „Góðan daginn, Stína." Þetta lagast Héraðslæknar úti á landi sinria oft mörgum byggðarlög- um og þurfa þá að fara langar leiðir á milli staða. Fyrir nokkru var einn héraðslæknir á landsbyggðinni í vikulegri heimsókn í nágrannabyggðar- lagi. Þá skoðaði hann m.a. lítið barn sem var veikt. Ekki var augljóst hvað amaði að baminu svo hann bað foreldra þess að hafa samband við sig næsta miðvikudag þegar hann yrði næst á ferðinni í plássinu. Sólarhring eftir að læknir- inn hafði skoðað bamið elnaði því mjög sóttin og var það flutt í ofboði með sjúkraflugvél til Reykjavíkur án þess að lækn- irinn kæmi þar við sögu. Einhverjum mánuðum seinna var læknirinn aftur í vitjun í plássinu. Á leiðinni þangað í vonskuveðri, rign- ingu og roki, sprakk á bíl læknisins. Skipti hann þá um dekk og hélt áfram ferðinni. Læknirinn sinnti sínum störf- um í plássinu og sneri síðan heimleiðis. Þá sprakk aftur á læknisbílnum og nú voru góð ráð dýr því ekkert var vara- dekkið. Sat læknirinn um stund og beið þess að einhver ætti leið um. Dágóðri stund síðar sáust bílljós í fjarska og brátt bar þar að bíl. Aðkomu- maðurinn stoppaði og skrúf- aði niður rúðuna. Sá þá læknirinn að hér var kominn faðir bamsins sem veikst hafði svo hastarlega nokkru áður. Þegar sá aðkomni heyrði hvað amaði að lækninum sagði hann aðeins: „Þetta hlýtur að lagast, hafðu annars samband á miðvikudaginn.“ Að því búnu skrúfaði hann upp rúð- una og ók sína leið. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. ORÐSENDING TIL VIÐSKIPTAVINA SJÓVÁ OG HAGTRYGGINGAR Aðalskrifstofa félaganna að Suðurlandsbraut 4 verður lokuð þann 2. janúar næstkomandi vegna áramóta- uppgjörs. SJÓVÁTRYGGINGARFÉLAG ÍSLANDS HF. HAGTRYGGING HF. Gleðilegt nýtt ár. Sendi nemendum og vinum mínum um land allt mínar bestu nýárskveðjur með þakklæti fyrir ánægjulegar samverustundir á liðnum árum. Dansandi kveðja. Dagný Björk danskennari Urðavegi 80, ísafirði. Sími 94-4647. UNGLINGAR 0G FORELDRAR ARAMOTAFAGNAÐUR GLÆSILEGT! Er aðeins eitt orð af mörgum sem sögð verða um þær stórkostlegu breyting- ar sem gerðar hafa verið á veitingasal okkar. Nú tökum við á móti allt að 400 manns í mat og allt í einum sal. Árshátíðir, ráðstefnur og hvers konar mannfagnaðir og förum létt með Gleðilegt nyar Símatími veisluráðgjafa okkar er kl. 13-16 mánudaga til föstudaga milli Unglingastaður, Skemmuvegi 34, Kóp., sími 74240. # Húsið opnar á miðnætti og verð- ur diskótek til kl. 04.00. # Aldurstakmark: fædd 71. # Miðaverð kr. 600,- Tvær hljómsveitir koma fram og ýmis óvænt skemmtiatriði verða. Rútur heim eftir dansleikinn. Nafnskírteini. ÆFINGASTOÐIN ENGIHJALLA 8, KÓPAVOGI í HÚSIKAUPGARÐS, SÍMI46900, AUGLÝSIR! Ný námskeið í aerobic, með dúndur músík og kvennaleikfimi. Dag- og kvöldtímar. Hefjast 5. jan. Takmarkaður fjöldi í tíma. Kennarar: Soffía og Magnea. Lækkað verð. Látið innrita ykkur strax. TÆKJASALUR Þrekæfingar, vaxtarrækt, kraftþjálfun. Viö getum einn- ig tekið á móti stórum hópum í þrekæfingar og kraftþjálfun. Þjálfari á staðnum sem setur upp æfinga- kerfi við hæfi allra. Afsláttur fyrir skólafólk og hópa. Ljósaböð, gufuböð og nuddpottar. Upplýsingar og innritun i símum 46900, 46901 og 46902. Hugsaðu vel um heilsuna á nýju ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.