Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1986, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986. Iþróttaannáll 1986 • Bogdan landsliösþjálfari brá á leik á heimleiöinni frá Sviss. Hér er hann ásamf flugfreyjum frá Arnarflugi. DV-mynd Bjarnleifur Janúar • Mótherjar íslenska landsliðsins á HM í Sviss, landslið Suður-Kóreu, komu mjög á óvart er þeir unnu sigur á sterku alþjóðlegu handknattleiks- móti sem fram fór í Sviss. • Manchester United nær íimm stiga forskoti í ensku knattspymunni er lið- ið vinnur United sigur gegn Birming- ham, 1-0. • Frétt birtist í DV þess eíhis að næsti landsliðsþjálfari íslands í knattspymu verði Vestur-Þjóðverjinn Sigfried Held. • 1. deildar keppnin í handknattleik hefst aftur eftir hlé og Valur og Vík- ingur eru í efstu sætunum með 18 stig eftir 11 umferðir. •íslenska landsliðið í körfuknattleik sigrar Dani í landsleik með 62 stigum gegn 59. •Ásgeir Sigurvinsson hjá Stuttgart segir að frétt í þýska blaðinu Kicker, þess efnis að hann sé á leiðinni til Bayer Leverkusen, sé mgl og viðtal við hann í blaðinu tilbúningur. • Vel gengur hjá Þorbergi Aðalsteins- syni sem þjálfar sænska 1. deildar liðið Saab. Liðið vinnur 17 marka sigur á Irsta, toppliði deildarinnar. •Niðurstöður lyijaprófs sem Akur- eyringurinn Víkingur Traustason kraftlyftingamaður gekkst undir á HM í Finnlandi sanna að Víkingur tók ekki inn ólögleg lyf fyrir keppnina. •Víkingum nægir nú aðeins jafntefli gegn KR í 1. deild handboltans eftir ömggan sigur á Val, 19-16. • Ásgeir Sigurvinsson knattspymu- maður er kjörinn sjötti besti erlendi leikmaðurinn í vesturþýsku knatt- spymunni af íþróttablaðinu Kicker. •Sigfried Held staddur á íslandi og ræðir við forráðamenn Knattspymu- sambands Islands. • Víkingar tryggja sér íslandsmeist- aratitilinn í handknattleik. Þetta er átjándi titill félagsins á síðustu ellefu árum. • Manchester United heldur enn fimm stiga forskoti sínu í 1. deild ensku knattspymunnar. • Islenska landsliðið í handknattleik tekur þátt í Baltic Cup keppninni í Vejle í Danmörku. Einar Þorvarðar- son pg Sigurður Gunnarsson fá ekki leyfi til að leika með liðinu frá Tres de Majo á Spáni. • „Islendingar em búnir að eyðileggja Baltic Cup,“ sögðu forráðamenn danska handknattleikssambandsins eftir að íslenska landsliðið vinnur það danska, 20-17, í opnunarleik keppn- innar. • Island tapar, 21-26, fyrir Austur- Þjóðverjum á Baltic Cup. Danir vinna Sovétmenn, 24-22, og sovéski þjálfar- inn sturlast. Einar Þorvarðarson og Sigurður Gunnarsson grýttir á Spáni eftir sigurleik hjá Tres de Majo. •Hroðalegt tap gegn Sovétmönnum á Baltic Cup, 27-12. íslenska liðið skoraði ekki mark í 24 mínútur. • Islenska landsliðið í handknattleik vinnur b-lið Dana, 20-24, og hafhar í fjórða sæti á mótinu, Austur-Þjóðveij- ar sigmðu á mótinu. • Forskot Manchester United komið í tvö stig í ensku knattspymunni. Lið- ið hefur 55 stig en Chelsea 53 stig. •Sigurjón Kristjánsson knattspymu- maður gengur til liðs við Val úr Keflavík. • Breiðablik sigrar í 2. deild í hand- knattleik en sem kunnugt er tróna þeir nú á toppi 1. deildar. • KR-ingar taka á móti Argentínu- manninum Marcelo Houseman en eldri bróðir hans, sem átti einnig að koma til landsins, lét ekki sjá sig. •íslenska landsliðið í handknattleik verður fyrir gífurlegu áfalli er Þorgils Óttar Mathiesen úr FH slítur ytra krossband í hné og líkur á að hann leiki ekki með landsliðinu á HM í Sviss. Febrúar •Sigurður Jónsson, atvinnumaður í knattspymu, lánaður til enska 2. deildar liðsins Bamsley og leikur mjög vel í sínum fyrsta leik gegn toppliðinu Norwich, lokatölur 2-2. •íslenska landsliðið í handknattleik vinnur sigur á Flugleiðamótinu í handknattleik og Einar Þorvarðarson er kosinn besti markvörður mótsins. Kristján Arason kosinn besti útileik- maðurinn á mótinu. •Everton tekur forystuna í 1. deild ensku knattspymunnar, hefur nú 56 stig eftir 28 leiki en Manchester Un- ited er í öðm sæti með 55 stig eftir 26 leiki. • Eftir Flugleiðamótið í handknatt- leik lýsir pólski landsliðsþjálfarinn því yfir að svo gæti farið að ísland léki gegn Pólverjum um sjötta sætið á HM í Sviss. •Gísli Felix Bjamason meiðist illa á hné í leik með danska liðinu Ribe gegn Kolling. • F ranski knattspymusnillingurinn Michel Platini endumýjar samning sinn við ítalska félagið Juventus í eitt ár. •Danski landsliðsmaðurinn í knatt- spymu, Preben Elkjær Larsen, kjörinn fþróttamaður Norðurlanda. •íþróttafélag Reykjavíkur fellur í fyrsta skipti í sögu félagsins úr úrvals- deildinni í körfuknattleik en áður en úrvalsdeildin var tekin í gagnið hafði félagið aldrei leikið í 2. deild. •Bandaríkjamaðurinn Billy Olson setur nýtt heimsmet í stangarstökki er hann stekkur 5,94 metra. • Handknattleiksmaðurinn Hans Guðmundsson, sem leikur með spænska liðinu Martim, skorar 23 mörk í tveimur leikjum með liðinu í 1. deildinni. • Vestur-Þjóðverjinn SigfHed Held ráðinn landsliðsþjálfari Islands í knattspymu til tveggja ára. •íslendingar, með Atla Hilmarsson í broddi fylkingar, vinna stórsigur á Norðmönnum í fyrri leik liðanna i Laugardalshöllinni. Lokatölur 30-19 og Atli skorar 8 mörk og missir ekki skot í leiknum. • ísland sigrar Noreg öðru sinni, 25-24, og Þorgils Óttar Mathiesen leikur með íslenska liðinu á ný eftir meiðsli. •DV birtir íslenska landsliðshópinn sem heldur til Sviss á HM sama dag og hann er tilkynntur. 200 íslenskir áhugamenn um handknattleik fylgja íslenska liðinu til Sviss. •Sigurður Pétursson, kylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur, kosinn íþróttamaður Reykjavíkur. • Handknattleiksdeild Þróttar á í miklum fjárhagserfiðleikum og líklegt er að handknattleiksdeildin verði lögð niður. • Njarðvíkingar standa efstir í barátt- unni um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik þegar deildarkeppnin er afstaðin og úrslitakeppnin ein eftir. • Everton hefúr nú þriggja stiga for- skot í 1. deildinni ensku, er með 62 stig að loknum 30 leikjum. Manchest- er United er með 59 stig eftir 29 leiki. • Mikil spenna er einnig í skosku knattspymunni. í úrvalsdeildinni hef- ur Hearts 37 stig eftir 28 leiki en Aberdeen er í öðm sæti með 34 stig eftir 27 leiki. • ísland tapar fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Sviss gegn Suður-Kóreu. Lokatölur 21-29. Hrikalegasta áfall í sögu ís- lensks handknattleiks segir í fyrirsögn ÍDV. • Island bætir fyrir tapið gegn Kóreu- mönnum með sætum sigri gegn Tékkum, 19-18. Möguleikinn á að komast í úrslitakeppnina er enn fyrir hendi. Mars • Islenska landsliðið vinnur stór- kostlegan sigur á Rúmenum og tryggir sér áframhaldandi þátttöku á HM í Sviss. Suður-Kórea hafhar í efsta sæti riðilsins, Rúmenar í öðm sæti og ís- land í þriðja sætinu, öll liðin fengu fjögur stig. •íslenska landsliðið tapar með eins marks mun fyrir Ungveijum í fyrsta leiknum i milliriðlunum í leik sem svo sannarlega átti að vinnast. •Ungverski landsliðsþjálfarinn segir Kristján Arason vera í hópi tíu bestu handknattleiksmanna heimsins. • Sergei Bubka bætir heimsmetið í stangarstökki og stekkur 5,95 metra. • Everton hefúr nú náð sex stiga for- skoti í ensku deildarkeppninni í knattspymu, er með 65 stig eftir 31 leik en Manchester United er enn í öðm sæti með 59 stig eftir 30 leiki. • Vestur-þýski landsliðsþjálfarinn í handknattleik, Simon Schöbel spáir íslenska landsliðinu verðlaunasæti á HM í Sviss. • Kristján Arason hefur leikið frá- bærlega vel með íslenska landsliðinu í Sviss og er sem stendur í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn keppninn- ar. • Forráðamenn Gummersbach ræða málin við Kristján Arason og hann segir í samtali við DV að honum lítist vel á að leika með félaginu. •íslendingar vinna stórkostlegan níu marka sigur á Dönum á HM í Sviss og möguleikinn á að leika um brons- verðlaunin verður ávallt meiri. • Misjafiit er álit þjálfara andstæð- inga íslands á íslenska liðinu á HM í Sviss. Leif Mikkaelsen, þjálfara Dana, segir íslenska liðið ekkert gera nema slást og að liðið leiki mddalegan hand- bolta. Rúmenski landsliðsþjálfarinn segir hins vegar að íslenska liðið sé best Norðurlandaliðanna og spáir ís- landi sigri gegn Svíum. •ísland tapar fyrir Svíum, 23-27, en sjötta sætið á HM er tryggt og þar með þáttaka í úrslitakeppni næstu ólympíuleika. Gífurlegur fögnuður Is- lendinga í Sviss og ekki síður hér heima á Fróni. Möguleiki enn fyrir hendi á að íslenska liðið hafni í fimmta sæti sigri það Spánveija í síðasta leiknum á HM. •ísland tapar fyrir Spáni en sjötta sætið er í höfn. Gífurleg fagnaðarlæti Islendinga og landsliðsmönnum fagn- að sem þjóðhetjum við komuna til Keflavíkurflugvallar. Júgóslavar tryggja sér heimsmeistaratitilinn með sigri á Ungveijum í úrslitaleik. • Það ríkti mikill fögnuður í herbúð- um íslenska landsliðsins í Sviss, og þá ekki síst á meðal forystumanna Hand- knattleikssambands Islands, er þær fréttir bárust frá íslandi að á alþingi hefði verið samþykkt að veita fimm milljónir króna til Handknattleiks- sambandsins vegna frammistöðunnar í Sviss. Það vakti þó mikla athygli að þingkonur Kvennalistans sáu sér ekki fært að sjá á eftir þessum krónum til manna sem fómað höfðu sér gersam- • Jón Hjaltalin Magnússon fagnar hér gifurlega enda rík ástæða til. DV-mynd Bjarnleifur lega svo mánuðum skipti fyrir ísland. •Annar markvarða rúmenska lands- liðsins á HM í Sviss var sekur um að neyta ólöglegra lyfja. Hann fékk tveggja ára bann fyrir vikið. • Dregið í riðla í Evrópukeppninni í knattspymu. Island hafnar í riðli með Evrópumeisturum Frakka, Sovét- mönnum, Norðmönnum og Austur- Þjóðveijum. •DV birtir frétt þess efnis að hugsan- legt sé að Einar Bollason, landsliðs- þjálfari í körfuknattleik, taki að sér þjálfun 1. deildar liðs ÍR-inga. • Njarðvíkingar tryggja sér íslands- meistaratitilinn í körfúknattleik eftir tvo æsispennandi úrslitaleiki gegn Haukum. • Haukar vinna aftur á móti bikar- keppnina eftír mjög spennandi úrslita- leik gegn Njarðvíkingum. Síðastí leikurinn sem Einar Bollason kemur nálægt hjá Haukum, í bili að minnsta kosti. Annar þekktur maður úr körfu- knattleiknum átti merkilegan leik í úrslitaleik bikarsins. Hér er átt við dómarann þekkta, Hörð Tuliníus frá Akureyri, en hann dæmdi úrslitaleik- inn og var það kveðjuleikur hans. • Pálmar Sigurðsson valinn besti leik- maður íslandsmótsins i körfuknatt- leik. Linda Jónsdóttir valin best hjá konum. • Atli Hilmarsson hjá vesturþýska handknattleiksliðinu Gúnsburg slítur hásin og er frá keppni í þijá mánuði. • Everton hefur enn forystu í 1. deild ensku knattspymunnar. Liðið er nú með 65 stig eftír 31 leik en Liverpool er nú komið í annað sætið með 63 stig eftir 33 leiki. • Björgvin Björgvinsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, ráð- inn þjálfari hjá norska 1. deildar liðinu Kristiansand. • Kristján Arason, landsliðsmaður í handknattleik, skrifar undir tveggja ára samning við vesturþýska liðið Gummersbach. Enn ein skrautfjöðrin horfin af landi brott. • Hið sigursæla lið Þróttar i blaki vinnur enn einn sigurinn er Þróttar tryggja sér bikarmeistaratitilinn í blaki eftir sigur gegn ÍS í úrslitaleik, 3-1. •Úrvalslið körfuknattleiksmanna, valið af íþróttafréttamönnum, sigrar íslenska landsliðið í körfuknattleik með tíu stiga mun, 71-61. • Þróttar tiyggja sér Islandsmeistara- titilinn í blaki sjötta árið í röð. • íþróttaunnendur trúðu ekki sínum eigin augum er þeir litu á íþróttasíðu DV mánudaginn 24. mars. Pétur Guð- mundsson körfuknattleiksmaður hafði unnið það ótrúlega afrek að komast á samning hjá besta körfúknattleiksliði heims, bandaríska liðinu Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Samningur- inn var til tíu daga en þetta var aðeins lognið á undan storminum. •Allt bendir til þess að Hearts muni tryggja sér skoska meistaratitilinn í knattspymu. Liðið hefur nú leikið 22 leiki í röð án taps og er í efsta sæti skosku úrvalsdeiídarinnar með 41 stig eftir 30 leiki. Dundee United er í öðru sæti með 38 stig eftir 29 leiki. •Ásgeir Guðbjartsson og Jón Öm Sigurðsson tryggja sér Islandsmeist- aratitilinn í tvíliðaleik í billiard. • Koma Péturs Guðmundssonar til Los Angeles Lakers vekur feiknalega athygli. Pétur segist í samtali við DV ekki geta hugsað sér betri stað og Josh Rosenfeld, blaðafulltrúi Lakers, segir í samtali við DV að hann vonist til þess að Pétur verði áfram hjá félag- inu. •Jóhann Ingi Gunnarsson, sem þjálf- aði vesturþýska handknattleiksliðið Kiel, gerir samning við lið Essen sem Alfreð Gíslason leikur með. Apríl • Pétur Guðmundsson byrjar að leika með Lakers og stendur sig vel en hann er skiptimaður fyrir Kareem Abdul Jabbar. • Knattspymulandsliðinu boðið í keppnisferð til Brasilíu. Þetta var glæsilegt boð þar sem Brasilíumenn buðust til að greiða uppihald og ferð- ir. því miður var fyrirvarinn of stuttur svo að enn eiga íslenskir knattspymu- menn eftir að fara til draumalands knattspymunnar. •Daníel Hilmarsson og Anna María
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.