Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1987, Blaðsíða 19
18 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1987. FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1987. 31 Iþróttir_______________________________ Kynsíóðaskípti eru fram- undan í danskri knattspymu - Danir þuifa ekki að kvíða framtíðinni á knattspyrnuvellinum Haukur Hauksson, DV, Danmörku: Þaö má meö sanni segja aö danska ólympíuliðið í knattspyrnu sé inni í hlýjunni meðan Evrópuliö- ið fræga er nánast úti í kuldanum. Meðan hinar velstæðu stjörnur danska EM-liösins, sem fá 18.500 danskar krónur hver fyrir hvern unninn leík á Idrætsparken, þurftu hjálp frá Tékkum til að komast í lokakeppni EM á næsta ári eru frekar lítt þekktir leikmenn OL- liðsins er verða að láta sér nægja 2.000 krónur í vasapeninga fyrir hvern leik á fullri ferð í átt til ólympíuleikanna í Seoul á næsta ári. Aðalhlutverk EM-liðsins í hugum knattspymuglaðra Dana virðist vera á síðasta snúningi. Velgengni- bylgjan, sem hófst með 1-0 sigrin- um yflr Englendingum á Wembley 1984, er að hjaðna. Hinar nýju stjörnur OL-liðsins standa viö hliö- arlínuna tilbúnar að taka viö. 5-0 sigur gegn Grikkjum í Aþenu, 8-0 yfir Rúmenuin í Álaborg, 2-1 yfir Rúmenum í Bacau og loks 2-0 sigur yfir Pólverjum á útivelli er sigur- ganga sem tekið er eftir. Markatal- an 17-1 talar sínu máli. En það eru ekki aðeins hin frábæra úrslit sem skipta máli heldur ekki síður hvernig sigrarnir hafa unnist. Það hefur valdið hrifningu. Markavandamál EM-liðsins er OL-liðinu óþekkt fyrirbæri. OL- liöiö stormar áfram og beðið er með eftirvæntingu eftir eins konar úr- slitaleik riðilsins 18. þessa mánaðar gegn Vestur-Þjóðverjum í Kaup- mannhöfn. Það verður auðvitað að athuga að viss gæöamunur er á þeim liðum sem annars vegar OL- liðið leikur gegn og hins vegar mótherjum EM-liðsins. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að ólymp- íuliðið hefur staðið sig betur en nokkur þorði að vona og Danir þurfa ekki aö kvíða framtiðinni á knattspyrnuvellinum. Kynslóðaskiptin Ef EM-liöið kemst ekki í úrslita- keppnina í Vestur-Þýskalandi næsta sumar eru umtalsverð kyn- slóðaskipti óumflýjanleg. Þá segja efasemdarmenn að A-lið Dana detti niður í B-deild í Evrópuknatt- spyrnu eftir glæsta daga i A-deild- inni í EM-keppninni í Fi'akklandi 1984 og á HM í Mexíkó í fyrra. En ekki eru allir á eitt sáttir um þaö. Kynslóðaskiptin margumtöluðu eru þegar hafin og þau munu ganga sársaukalausar fyrir sig en margir halda. Nöfn eins og Lars Olsen, John Jensen, Kent Nilsen og Brian Laudrup (bróðir Mikaels hjá Ju- ventus) frá Bröndby, Flemming Povlsen frá Köln og Per Frimann frá Anderlecht hafa þegar fastan sess í A-liði Dana. Knattspyrnu- samband Danmerkur hcfur fjárfcst eina milljón danskar krónur í OL- liðinu í ár og hefur lagt 600 þúsund krónur til hliðar til næsta árs. Þeir peningar hafa skilað sér með fullu húsi stiga í OL-riðlinum og ekki síst jákvæðri þróun heimaleik- manna í átt að landsliðssæti þegar tími Elkjær, Frimann, Laudrup eldri og fleiri er liöinn. Atvinnumennskan hjálpar Lars Olsen, fyrirliði OL-liðsins, telur velgengni liðsins beina afleið- ingu atvinnumennsku meðal félag- anna hér í Danmörku og markvissrar skipulagningar og samvinnu frá unglingaliöunum og upp eftir stigan. Leikmenn OL- liösins eru að vissu leyti fastur kjarni, þeir þekkja hver annan út og inn og ekki síst utan vallar. Leik- menn erlendis frá tilheyra að vissu leyti einnig þessum kjarna og falla strax inn í hópinn. Knattspyrnu- sambandið styður líka OL-liðið í einu og öllu, formaöur þess fer ásamt Sepp Pinotek A-liös-þjálfara með í allar leikferðir. Þjálfarinn Richard Möller Nilsen, sem er frekar varfærinn maður, á þó inestan heiðurinn af velgengn- inni. Hann lætur ekki mikið yfir sér en myndar afar góða stemmn- ingu meðal leikmanna. Fyrirliði Dana trúir á þátttöku Dana á ólympíuleikunum á næsta ári en þjálfarinn vill ekki tjá sig um þaö að svo stöddu. Slíkar vangaveltur þar að lútandi lætur hann veð- mangarana um. Sterk liðsheild Knattspyrnukunnátta, taktískur agi og vel virkt samstarf liðsheild- arinnar, þar sem pláss er fyrir einstaklingana, er þó að'flestra áliti ástæða sigurgöngunnar. Sá leik- maður sem blómstrar best er tónn 20 ára Flemming Polvsen sem leik- ur með Köln í Bundesligunni. Ástæöa þess að atvinnustjömur eins og Eljkær, Laudrup og Lerby geta ekki leikið með OL-liðinu er sú að þeir hafa leikið með danska landsliðinu í HM leik og því útilok- aöir samkvæmt reglum UEFA. En það eru fleiri atvinnumenn erlend- is frá með í OL-liðinu, Per Larsen hjá Grasshoppers og John Laurits- en hjá Espanol á Spáni eru gildir með liðinu en fá varla frí hjá liðum sínum næsta haust þegar ólympíu- leikarnir verða haldnir. Nú gildir að vinna Vestur-Þjóðverja þann 18. þessa mánaðar þannig að Danir geti verið vissir um þátttöku í OL- leikunum á næsta ári. Átta örlagadagar innanlands Á átta dögum mun tvennt verða deginum ljósara. 11. nóvember sátu allir Danir á nálum þegar Wales lék gegn Tékkum í Prag. Þá ákvörðuð- ust örlög EM-liðsins varöandi lokakeppnina í Vestur-Þýskalandi næsta vor. Tékkar unnu leikinn og • Danir eru yfir sig ánægðir með árangur danska OL-liðsins i knattspyrnu. Liðið hefur unnið hvern stórsigur- inn á fætur öðrum i undankeppnl ólympíuleikanna. Á myndinni eru átta leikmenn frá Bröndby sem eiga sæti i OL-liðinu. Þeir eru frá vinstri: Kent Nilsen, Kim Vilfort, Peter Schmeichei, Brian Laudrup, John Jensen, ^^Lars Olsen, Per Steffensen og Claus Nilsen. Danir komust áfram. 18. nóvember getur OL-liöið tryggt sér OL-miða til Seoul meö sigri yfir Vestur- Þjóðverjum. JK^j Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Bíldshöfði 16, hluti, þingl. eig. Stein- tak hf., mánud. 16. nóvember ’87 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur eru Baldur Guðlaugsson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Ólafúr Garðarsson hdl., Eggert B. Ölafsson hdl., Klemens Egg- Kambsvegur 21, neðri hæð, þingl. eig. Sigurður Guðjónsson og Kristín Ól- afsd., mánud. 16. nóvember ’87 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjald- Vagnhöfði 17, þingl. eig. Hellu- og steinsteypan, mánud. 16. nóvember ’87 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Hákon H. Kristjónsson hdl. Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: heimtan í Reykjavík og Baldur Guðlaugsson hrl. Vatnagarðar 16, þingl. eig. Lyftarasal- an hf., mánud. 16. nóvember ’87 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjald- ertsson hdl., Sigurmar Albertsson hrl., Helgi V. Jónsson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík, tollstjórinn í Reykjavík og Sigurður G. Guðjónsson hdl. Kelduland 15, 2.t.h., talinn eig. Sús- anna Erla Oddsdóttir, mánud. 16. nóvember ’87 kl. 14.45. Uppboðsbeið- endur em Tryggingastofnun ríkisins og Valgeir Kristinsson hrl. Blöndubakki 11, 2. hæð t.h., þingl. eig. Birgir Halldórsson, mánud. 16. heimtan í Reykjavík og Landsbanki íslands. nóvember ’87 kl. 11.00. Uppboðsbeið- andi er Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTH) í REYKJAVÍK Borgartún 32, þingl. eig. Sigurbjöm Eiríksson, mánud. 16. nóvember ’87 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Kirkjuteigur 9, þingl. eig. Kjartan BORGARFÓGETAEMBÆTriÐ í REYKJAVÍK Ingimarsson, mánud. 16. nóvember ’87 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Ferjubakki 12, 2.t.h., þingl. eig. Einar Sigurðsson, mánud. 16. nóvember j87 kl. 13.30. Úppboðsbeiðendur er Út- vegsbanki Islands hf. Laugavegur 132, rishæð, þingl. eig. Hannes Elísson, mánud. 16. nóvember ’87 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Eggert B. Ólafsson hdl. og Þorvaldur Lúðvíks- son hrl. þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Miðstræti 8 A, þingl. eig. Hlöðver Sig- urjónsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 16. nóvember ’87 kl. 16.45. Hólmaslóð 2, þingl. eig. Jakob Sig- urðsson, mánud. 16. nóvember ’87 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Tryggvagata, Hamarshús, íb. 03-05, talinn eig. Guðbrandur ívar Ásgeirs- son, mánud. 16. nóvember ’87 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Jón Þóroddsson hdl. Uppboðsbeiðendur em Guðni Har- aldsson hdl., Gjaldheimtan í Reykja- vík og Baldur Guðlaugsson hrl. BORGARFÓGETAEMBÆTm) í REYKJAVÍK Ásvallagata 25, kjallari, þingl. eig. Gunnar Þ. Sigurðss. og Kolbrún Þor- geirsd, mánud. 16. nóvember /87 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru Útvegs- banki íslands hf. og Veðdeild Lands- banka íslands. Hólmgarður 31, tahnn eig. Ami Ing- ólfur Arthursson, mánud. 16. nóvemb- er ’87 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Jón Finnsson hrl. Tunguvegur 90, þingl. eig. Jón Hall- grímsson, mánud. 16. nóvember ’87 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Ólafúr Gústafsson hrl., Útvegsbanki íslands hf. og Landsbanki íslands. Iþróttir Mættir til leiks • Kristján Arason og Sigurður Sveinsson, vinstri handar skytturnar i islenska landsliðinu í handknattleik, komu til landsins i gær, en þeir leika með íslenska landsliðinu gegn Pólverjum á miðvikudag og fimmtudag og svo á alþjóðlega mótinu á Akureyri og Húsavík um aðra helgi. Brynjar Gauti tók þessa mynd af köppunum í gær í flugstöðinni á Keflavikurflugvelli. Sigur Grindvíkinga var aldrei í hættu - UMFG sigraði Hauka í úrvalsdeildinni, 68-65 Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Grindvíkingar áttu ekki í miklum erfiðleikum með að leggja Hauka að velli í íþróttahúsinu í Grindavík í gærkvöldi þegar liðin mættust í úr- valsdeildinni í körfuknattleik. Grindvíkingar sigruðu með 68 stig- um gegn 65 eftir að hafa haft yfir í leikhléi, 37-29. Þrátt fyrir að sigur heimamanna væri öruggur var ekki að sjá á fyrstu mínútum leiksins að þeir myndu fara með sigur af hólmi. Haukarnir kom- ust í 4-11 og síðar 10-15. Þá tóku Grindvíkingar við sér og skoruðu á Sigrún setti met ■ Sigrún Jóhannsdóttir, ung og mjög efnileg frjálsíþróttakona úr KR, setti í gærkvöldi nýtt íslandsmet í telpna- flokki í kúluvarpi. Sigrún varpaði kúlunni 10,01 metra en eldra metið átti Guðbjörg Viðarsdóttir, HSK, 9,86 metra. Sigrún þessi þykir mjög efni- leg fijálsíþróttakona og þá ekki síst í sjöþraut. Fróðir menn segja að Sigr- ún sé mesta efni sem fram hafi komið hér á landi í frjálsum íþróttum. Þess má geta að hún er frænka systranna þekktu hér á árum áður, Sigrúnar og Láru Sveinsdætra. -SK skömmum tíma 8 stig gegn 2 stigum Hauka og breyttu stöðunni í 18-17 sér í hag. Eftir þetta var sigur Grindvík- inga aldrei í hættu. Haukar náðu að vísu að minnka muninn í síðari hálf- leik eftir að Guðmundur Bragason hafði fengið fimmtu villuna en sigur- inn var öruggur og sanngjarn. Grindvíkingar verða erfiðir heim að sækja í vetur fyrir öll lið úrvalsdeild- arinnar vel hvattir af fiölmörgum stuöningsmönnum eins og í gær- kvöldi. Haukarnir náðu sér aldrei á strik og sérstaklega var varnarleikur þeirra slakur. Pálmars Sigurðssonar var nú sárt saknað en hann leikur ekki með liðinu í næstu leikjum. Stig Grindvíkinga: Guðmundur Bragason 12, Hjálmar Hallgrimsson 12, Rúnar Árnason 10, Steinþór Helgason 8, Guðlaugur Jónsson 6, • Ólafur Jóhannesson 6, Eyjólfur Guð- laugsson 6, Jón P. Haraldsson 4 og Dagbjartur Willardsson 4. Stig Hauka: ívar Webster 20, Henn- ing Henningsson 11, Ólafur Rafnsson 10, Tryggvi Jónsson 8, Sveinn Steins- son 6, Reynir Kristjánsson 6, ívar Ásgrímsson 2 og Ingimar Jónsson 2. • Leikinn dæmdu þeir Sigurður Valgeirsson og Jón Bender. ■ Níu leikmenn á sölu n lista hjá Portsmouth - Aian Ball æstur þessa dagana Litli Alan Ball, heimsmeistari 1966 og núverandi stjóri 1. deildar liös I Portsmouth, er argur þessa daga. Hótaði að segja af sér stjórastöðunni á I ■ dnpiinnm hppar fnrmaftnr fplapsins vilHi rpIíp Tan RaírH aftnrtíl T.ppHq no ■ I I dögunum, þegar formaður félagsins vildi sefia Ian Baird aftur til Leeds, og1 I í gær setti Ball níu af leikmönnum Portsmouth á sölulista. Varð yfir sig I : reiður þegar liö hans tapaöi á þriöjudag, 3-0, fyrir Stoke sem leikur í 2. : | deild. Mike Fillery var meðal þeirra sem settur var á listann aöeins fiór-1 ^nn mánuöum eftir aö Ball keypti hann frá QPR. -hsinj Moskva sovéskur meistari Spartak Moskva varð sovéskur meistari í knattspyrnu á þriðjudag. Sigraði þá Guria Lanchkhuti, 1-0, á útivelli. Fyodor Cherenkov skoraði eina mark leiksins og Spartak hefur nú 42 stig. Dnepr frá Dnepropetrovsk er í öðru sæti með 38 stig. Bæði liðin hafa leikið 29 leiki - ein umferð eftir. Þetta er 11. meistaratitill Spartak í sovésku knattspyrnunni. Jafnaði þar með árangur Dynamo Moskvu en Dynamo Kiev hefur oftast orðið sov- éskur meistari, 12 sinnum. í sovésku bikarkeppninni hefur Spartak unnið níu sinnum eða oftar en nokkurt annað félag. Dynamo-liðin tvö í Moskvu og Kiev hafa sex bikarsigra hvort. -hsím Fyrri hluta íslandsmótsins í hand- knattleik lýkur um helgina en þá fara fram leikir í 9. umferð mótsins. íslands- mótið heldur síðan áfram 20. janúar og síðasti leikur mótsins fer fram 30. mars en þá leika Valur og FH að Hlíðarenda. Hápunktur íþróttaviðburða hér heima um helgina verður án efa viðureign toppliðanna í 1. deild, FH og Vals. Liðin eru jöfn í efsta sæti með 15 stig en markatala FH-inga er ögn skárri. Leik- ur liðanna fer fram í Iþróttahúsinu í Hafnarfirði á sunnudagskvöld og hefst klukkan 20.15. Bæði liðin eru taplaus í íslandsmótinu en hafa gert eitt jafntefli. Valsmenn gerðu jafntefli gegn Fram í fyrsta leik sínum í mótinu en FH-ingar misstu sitt stig til KA í leik liðanna á Akureyri. Gífurlegur áhugi virðist vera á ís- landsmótinu að þessu sinni og áhorft endur streyma á leiki liðanna. Hafnfirðingar hafa ekki farið varhluta af því og í flestum leikjum þeirra á sín- um heimavelli hefur orðið að vísa fólki frá vegna þrengsla. Það er því vissara fyrir þá sem ætla sér að fylgjast með toppslag 1. deildar á sunnudgskvöld að mæta tímanlega í íþróttahúsið í Hafnar- firði. • Á morgun fara fram þrír leikir í 1. deild karla. Þór frá Akureyri, sem tap- aði naumlega fyrir Breiðabliki í Digra- nesi í síðustu umferð, fær íslandsmeist- ara Víkings í heimsókn og hefst leikur liðanna í Iþróttahöllinni á Akureyri kl. 14.00 á morgun. KR-ingar, sem sigruðu Framara verðskuldað á dögunum, fá KA í heimsókn í Laugardalshöll á morg- un og hefst leikurinn kl. 14.00. KA-menn gerðu jafntefli við ÍR í síðasta leik sínum í mótinu og ætla sér örugglega sigur gegn KR-ingum á morgun. Þriðji leikur- inn á morgun er viðureign Stjörnunnar kl. 19.00 en ekki kl. 21.30 eins og áður var ákveðið. • Staðan í 1. deild kvenna er þannig: Fram.............5 4 1 0 119-73 9 FH...............5 4 0 1 113-74 8 Valur............5 4 0 1 96-72 8 Haukar...........5 2 1 2 106-91 5 Stjarnan.........5 2 0 3 98-98 4 Víkingur.........5 2 0 3 96-98 4 KR...............4 1 0 3 53-94 2 Þróttur.........6 0 0 6 80-161 0 • Markahæstu leikmenn í 1. deild kvenna eru þessir: Guðríöur Guðjónsdóttir, Fram...43/17 Margrét Theódórsdóttir, Haukum. .36/22 Erla Rafnsdóttir, Stjarnan.....33/13 Eiríka Ásgrímsdóttir, Víkingi..26/15 Inga Lára Þórisdóttir, Víkingi.25/13 Rut Baldursdóttir, FH..........25/13 EL/ÁBS/-SK Kylfingar á Akureyri hafa ekki setið auðum höndum undanfarna daga þótt komið sé fram undir miðjan nóvember. Ein- dæma veðurblíða hefur verið á Norðurlandi að undanförnu og um siðustu helgi var haldið golfmót á vellinum á Akureyri. Völlurinn er eins og á vor- degi, auður og nokkuð þurr og um 40 manns mættu þar og léku 18 holur. Veður var sérstaklega gott, logn og biíða og sólskin af og til. Þetta kann að breytast á næstu dögum og þá leggja kylfingar væntanlega kylfum sinum. DV-mynd GK/Akureyri og Fram. Á miðvikudagskvöldið tapaði Stjarnan illa fyrir Val. Gengi Fram hef- ur ekki verið gott í síðustu leikjum og verða Framarar að fara að rétta úr kútnum ef 2. deildin á ekki að verða vettvangur liðsins næsta vetur. • Auk toppleiks FH og Vals leika ÍR og Breiðablik á sunnudag kl. 14.00 í íþróttahúsi Seljaskóla. ÍR-ingar verða að teljast „spútnikliö" 1. deildar og verða Blikum erfiðir í ljónagryfiu sinni í Breiðholtinu. Verður fróðlegt að fylgj- ast með gengi ÍR á sunnudag. • Þrír leikir fara fram í 1. deild kvenna um helgina. í kvöld eigast við í Laugardalshöll Víkingur og efsta lið deildarinnar, Fram. Hefst leikurinn kl. 21.15. Á laugardag fá Stjörnustúlkur KR í heimsókn kl. 15.15 í Digranes og á sunnudag mætast svo Hafnarfiarðarlið- in tvö FH og Haukar. Sá leikur hefst Spartak Hiynur Árnasson, sölustjóri Bifreiða- og landbúnaðarvéla, af- henti iíalli Hallssyni, formanni handknattleiksdeildar Vikings, Lada Samara bil að verðmæti 295 þúsund krónur í leikhléi leiks Vikings og FH í Laugardalshöll á miðviku- dagskvöld. Þetta var áheit fyrirtækisins ef Víkingar sigruðu danska meistaraliðið Kolding í Evrópukeppni meistaraliða og kæmust i 3. umferð. Það tókst Vikingum með glæsibrag - sigruðu danska liðið í báðum leikjunum. Myndin að ofan var tekin eftir að Hlynur, til hægri, hafði afhent lykla bílsins. DV-mynd Brynjar Gauti jvinsson var nýlega útnefndur knattspyrnumaður KeflavHcúr i hófi sem efnt var tlfí' KeflavHc Sigurður er vel að þessari útnefningu kominn. Hann lék mjög vel fyrir ÍBK á síðasta keppnistimabili og átti mjög jafna leiki. Með honum á myndinni er Guðný Magnús- dóttir sem vann sama titil i kvennaflokki. DV-mynd Ægir Már Kárason/Suðurnesjum FH eða Valur a toppinn? - Eins gott fyrir áhorfendur að mæta tímanlega í Fjörðinn á sunndag er toppliðin FH og Valur mætast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.