Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1987. 7 Fréttir Fiskveiðistefnan: Þingmenn varpa fram sprengju - Frumvarpsdrögum ráðuneytisins verður mikið breytt, segir Karl Steinar Guðnason alþingismaður Stöðunni í undirbúningi frum- varps til laga um nýja fiskveiði- stefnu var gerbreytt með bréfi til ráðgjafanefndar sjávarútvegsráðu- neytisins, undirrituðu af 32 alþing- ismönnum. Þeir leggja til að hætt verði að mismuna togurum á norð- ur- og suðursvæði í kvótakerfinu varðandi þorskveiðar. Þessi þing- mannahópur hefur meirihluta á Alþingi og þar mun hann beita sér fyrir viðamiklum breytingum á þeim frumvarpsdrögum sem sjáv- arútvegsráðuneytið hefur þegar lagt fram um stjórnun fiskveiða. Undir bréfið skrifa þingmenn Vesturlands, Reykjavíkur, Reykja- ness og Suðurlandskjördæmis að undanskildum ráðherrum úr þess- um kjördæmum. „Það er alveg ljóst að þeim frum- varpsdrögum, sem lögð hafa verið fram, verður gerbreytt á fleiri svið- um en þessu sem nefnt er í bréf- inu,“ sagði Karl Steinar Guðnason alþingismaður í samtali við DV. „Ef þessu eina atriði verður breytt leiðir það af sér enn frekari breytingar á frumvarpsdrögun- um,“ sagði Margrét Frímannsdótt- ir alþingismaður í samtali við DV um þetta mál. Það er samdóma álit þeirra al- þingismanna, sem DV ræddi við í gær, að fiskveiðistefnan verði mesta hitamál þessa þings enda er málið þverpólitískt og spá menn þar mikilli orrahríð þegar frum- varpið að stjórnun fiskveiða verður lagt fram. Sjávarútvegsráðuneytið er fyrir löngu komið í tímaþröng með málið og eru menn efins í að það náist að afgreiöa frumvarpið fyrir jólafrí þingmanna. Því verði að framlengja núverandi kerfi þeg- ar það rennur út um áramót. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, var inntur álits á bréfi alþingismannanna 32ja en hann sagðist ekkert vilja um málið segja. -S.dór Rekstrargjald af símstöðvum hjá Pósti og síma: Kaupendur fa valfrelsi Póstur og sími hefur innheimt svo- kallað „rekstrargjald" af símstöðv- um sem stofnunin hefur selt fyrirtækjum og nemur rekstrargjald- ið 1,5% af kaupverði stöðvarinnar. Er hér um að ræða fyrirfram greitt viðhald á stöðvunum. Hafa kaupend- ur símstöðva almennt ekki verið látnir vita af gjaldtökunni þegar kaup hafa verið gerð en menn hafa jafnvel verið látnir greiða rekstrar- gjaldið fyrsta árið þegar símstöðv- arnar eru enn í ábyrgð. Rekstrargjald hefur ekki verið inn- heimt af öðrum seljendum símstöðva en Pósti og síma. í samtali við DV sagði Ólafur Tómasson póst- og síma- málastjóri að rekstrargjaldið hefði veriö hugsað sem viðhaldssamning- ur en fyrir nokkru hefði verið ákveðið að gefa kaupendum sím- stöðva valfrelsi um það hvort þeir greiddu rekstrargjald eða viðgerðar- kostnað samkvæmt reikningi. Hann sagði að þessi breyting hefði ekki komið til framkvæmda enn en tók fram að vegna fyrirspurna DV yrði breytingunni þegar í stað hrint í framkvæmd. Ólafur sagðist álíta að uppbygging rekstrargjaldsins væri í eðli sínu röng þar sem það væri miðað við kaupverð en það væri breytilegt eftir tímum. Þá sagði hann að undanfarið hefðu kaupendur átt þess kost að velja hvort þeir greiddu rekstrar- gjald eða ekki en þó aðeins þeir sem hefðu haft orð á því að fyrra bragði. Ólafur sagði að nú yrði hins vegar tilkynnt um valmöguleika í þessu efni og réðu því menn hvort þeir greiddu rekstrargjald eða ekki og þeir sem slíkt gjald hefðu greitt und- anfarið ættu þess kost að segja upp þeim samningi. -ój Auður Auðuns: Er ennþá i flokknum „Eg vil ekki segja annað a þessu stigi en að ég sagði mig úr Sjálfstæð- iskvennafélaginu Hvöt en er ennþá í Sjálfstæðisflokknum," var svar Auð- ar Auðuns, fyrrverandi ráðherra, þegar DV innti hana eftir skýringum á úrsögn hennar. Eins og greint var frá í gær sagði Auður sig úr félaginu á aðalfundi í fyrrakvöld en hún var heiðursfélagi Hvatar. Samkvæmt heimildum DV var Auður ósátt við kosningu for- manns sem búsettur er utan Reykja- víkur og gerði það að úrslitaatriði. -HERB Hvatarhvellurinn: Linda Ros for líka Það var ekki einungis Auður Auð- uns sem sagði sig úr Sjálfstæðis- kvennafélaginu Hvöt á aðalfundi í fyrrakvöld. Linda Rós Michaelsdóttir gerði slíkt hið sama og hverfur þar með úr stjórn Landssambands sjálf- stæðiskvenna en þar var hún fulltrúi Hvatar. Linda Rós sagði sig úr Hvöt af sömu ástæðu og Auður Auðuns, vegna kosningar félagsmanna, sem búa ut- an Reykjavíkur, í trúnaðarstöður hjá Hvöt. Hún var í uppstillingarnefnd vegna stjórnarkjörs og varð ein í minnihluta um þessa skoðun. Linda Rós sagði í samtali við DV að eftir margítrekaöar tilraunir til þess að fá því framgengt að annaðhvort yrði farið eftir lögum félagsins um kjör- dæmisbúsetu félágsmanna eða þá lögunum breytt, án árangurs, hefði hún séð sig nauðbeygða til þess að segja sig úr Hvöt. -HERB Rætt um byggðastefnu Um 200 áhrifamenn í þjóðlífinu, þeirra á meðal alþingismenn, sveit- arstjórnarmenn og forstöðumenn stofnana og fyrirtækja, hafa boðað komu sína á ráðstefnu um byggða- mál sem hefst á Selfossi í dag. Byggðastofnun og Samband ís- lenskra sveitarfélaga efna til ráð- stefnunnar, sem lýkur á morgun, undir heitinu Hefur byggðastefnan brugðist? „Undirtektir við boðun ráðstefn- unnar benda til að tímabært þyki nú, á fyrsta heila ári kjörtímabils nýrra sveitarstjórna og í upphafi starfs- ferils nýrrar ríkisstjórnar, að ræða byggöamálin að viðstaddri stjórn Byggðastofnunar og í hópi sveitar- stjórnarmanna," segir í frétt frá fundarboðendum. Fjölmörg framsöguerindi verða flutt um þá þætti stjórnsýslu, at- vinnu-, menningar- og ijármála, sem líklegastir þykja til þess að hafa áhrif á búsetu í landinu. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra mun gera grein fyr- ir stefnu ríkisstjórnarinnar í byggða- málum. Davíð Oddsson borgarstjóri mun flytja erindi um hlutverk höfuð- borgarinnar í byggðamynstrinu og leitað verður hugmynda um kjarna- atriði nýrrar byggðastefnu. -KMU Sóknarfólk útskrifað af námskeiði: Færist upp um einn launaflokk í haust hefur 128 manna hópur fé- laga úr Starfsmannafélaginu Sókn setið námskeið hjá Námsflokkum Reykjavíkur og var hópurinn út- skrifaður miðvikudaginn 11. nóv- ember. Að sögn Þórunnar Sveinbjörns- dóttur, formanns Sóknar, er um það samið í kjarasamningum að þeir Sóknarfélagar sem sækja þessi nám- skeið flytjist upp um einn launaflokk. Hún sagði að eins og málin stæðu nú munaði það ekki meiru en 900 krónum á mánuði en til stæði að fá þessu breytt þannig að það yrði meira metið í framtíðinni ef fólk lyki námskeiði. -S.dór Frá útskrift Sóknarfólks af námskeiöi sem þaö sótti i haust hjá Náms- flokkum Reykjavikur. Það voru 127 konur og einn karlmaður sem námskeiðið sóttu. DV-mynd GVA NILFISK GS 90 hefur mótor með yfir 2000 tíma endingu á kolum = um 20 ára meðalheimilisnotkun. Þetta er einsdæmi og annað er eftir því. Nilfisk er tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. Reynslan sannar rekstraröryggi og einstaka endingu. nilhsk /FDniX engin venjuleg ryksuga Hátúni6AsiMK9i)2442o ^ Sólbaðsstofa Ástu B. Vilhiálms Grettisgötu 18 - sími 28705 Nýjar perur 24 tímar aðeins, 1800 krónur. Hvar annars staðar er það betra og ódýrara? ATH! Tilboðið stendur eina viku. VISA OG EURO VERIÐVELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.