Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1987, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1987, Side 32
44 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Charlie Chaplin, flakkarinn góðkunni, gekk alltaf með sama hattinn, bam- busstafinn og í sömu skónum í myndum sínum. Nú geta einlægir aðdáendur hans far- ið að taka spariféð sitt út úr banka því að meiningin er að bjóða þessa frægu muni hans upp á uppboði. Þá dugir ekki fyrir þá sem ætla að bjóða í að taka út nokkrar krónur því lægsta boð er ákveðið 1,2 milljónir króna. Joan Collins er ekki nógu ánægð með að vinsældir Dynastyþáttanna fara dvínandi. Þess vegna befur hún nú á prjónunum að koma af stað nýrri sápuó- peru sem á að slá öllum öðrum þáttum við í vinsæld- um. Þeir eiga að innihalda allt það sem áhorfendur vilja sjá, svik og pretti, framhjá- hald, erótík, peninga og þess konar safaríka hluti. Hún hef- ur fengið aðra stjörnu í lið með sér í þessum tilgangi. Það er engin önnur en Victor- ia Principal. Margaret Thatcher er þekkt fyrir að skipuleggja tíma sinn ákaflega vel og fram ítímann. Nýlega sásttil henn- ar í stórversluninni Marks og Spencer í London. Þar var hún mætt til þess að kaupa jólagjafir fyrir fjölskylduna. Hún kláraði innkaupin á tveimur tímum og gekk út með jólagjafir fyrir 60 þúsund krónur. Það er eins gott að gera hlutina tímanlega. Fjölmenni var á hátíðardagskrá { Háskólabíói. Forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir, fékk afhent gullmerki Bandalags ís- lenskra skáta númer 1 úr hendi Ágústs Þorsteinssonar skátahöfðingja. DV-myndir S Hátíö hjá skátum Á 75 ára afmælishátíð skáta í Nes- kirkju um síðustu helgi var meðal annars 26 skátum veitt forsetamerki. Forsetamerki skáta er æðsta verk- efnamerki sem skátar geta fengið fyrir sitt starf. Það er afrakstur mjög strangrar vinnu í tvö ár í ýmiss kon- ar skátastarfi. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, sem jafnframt er vemdari skátahreyfingarinnar, afhenti for- setamerkin í Neskirkju. Auk þess afhenti Ágúst Þorsteinsson skátafor- ingi forseta íslands gullmerki Bandalags íslenskra skáta númer 1. í Háskólabíói var einnig um helg- ina hátíðardagskrá sem var loka- atriði hátíðahalda skáta á 75 ára afmæh skátastarfs á íslandi. Mikill mannfjöldi kom og fylgdist með margs konar skemmtiatriðum. Með- al skemmtiatriða var látbragðsleikur og skemmtiatriði ungra skáta frá Akranesi og 20 manna afmæhs- hljómsveit skáta af höfuðborgar- svæðinu. Fjöldi skáta var í Neskirkju við afhendingu forsetamerkis. Eitt af skemmtiatriöunum í Háskólabíói var 20 manna hljómsveit skáta frá höfuðborgarsvæðinu. Fegurðoghæfíleikar Lengi var tahð að leikkonan Farrah Fawcett hefði aðeins komist áfram á fegurðinni í Hohywood. Á síðustu tveimm- árum hefur hún af- sannað það rækhega með frábærum leik í tveimur kvikmyndum. Hún þótti ekki standa sig nema rétt í meðallagi í þáttunum Charhes Angels en í honum var spilað mikið upp á fegurð leikendanna og leikur- inn krafðist ekki mikils. Síðan tók Farrah að sér mjög erfltt hlutverk í kvikmyndinni Extremities. Sú mynd fjallar um konu sem verður fyrir nauðgunartilraun en snýst heiftar- lega til varnar. Hún þótti sýna stórkostleg tilþrif í þeirri mynd. Síð- an tók hún nýlega að sér annað erfitt hiutverk í kvikmyndinni Poor Little Rich Girl. Þar leikur hún Barböru Hutton sem var erfingi Woolworth auðæfanna. Sú kona fæddist með silfurskeið í munninum og erfði gíf- urleg auðæfi en var bláfátæk þegar hún lést, 66 ára. Fawcett þykir ekki síður hafa tek- ist vel upp í þeirri mynd. Vegna frammistöðu hennar er hún nú talin th hæfheikameiri leikara hvíta tjaldsins í dag. Hún hefur því fetað í fótspor Raquel Welch sem í fyrstu var aðeins tahn kyntákn en er nú viðurkennd leikkona. : : ; Farrah Fawcett er nær óþekkjanleg í gervi Barböru Hutton, erfingja Wool- worth auðæfanna, í nýjustu mynd sinni. Þarna búa Paul Newman og Jim Fitzgerald sig undir átökin, örstuttu áður en sá síðarnefndi lét lífið. Símamynd Reuter Hættuleg íþrótt Dauðinn er oft skammt undan þegar kappakstur er annars vegar og margir frægir kappar hafa látið hfið á kappakstursbrautinni. Leikarinn Paul Newman hefur lengi stundað kappakstur og keppir fyr- ir Nissan fyrirtækið. Hann hefur aldrei náð umtalsverðum árangri en hefur ekki látið það hindra sig. Eiginkona hans, Joanne Woodward, hefur aldrei verið hrifm af dehu hans, þótt hjónabandið sé að öðru leyti mjög gott. Fyrir nokkrum dögiun tók Newman þátt í Grand Prix kappakstri á Floridaskaga ásamt félaga sínum úr sama hði, Jim Fitzgerald. Svo iha vhdi th að Fitzgerald missti stjóm á bh sínum og keyrði á vegg með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Hætt er við að Joanne reyni nú allt th þess að fá Paul th að hætta við þessa lífshættulegu dehu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.