Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988. Sandkom Hugrakkir strákar Mörgum þykir sem strákarnir sjö, sem keppa um titilinn „Herra ís- land“ í veitingahúsinu Zebra á Akureyri um næstu helgi, sýni hug- rekki með þátttöku sinni. Það mun vera staðreynd að strákamir hafa þurft aö sitja undir háðsglósum fé- laga sinna vegna þátttökunnar. Sennilega stafar það að hluta til vegna öfundar þeirra sem eru ósjá- legri útlitis en einnig hlýtur það aö vera vegna þess að svona keppni hef- ur ekki farið fram hér á landi í áratugi og menn eru óvanir shkum krbppasýningumkarla. Strákamir sjö em hins vegar sammála um að kvenfólk sé mun jákvæðara varðandi þátttöku þeima í keppninni. Erfittá sundskýlunni Strákamir em flestir á því að þaö erfiðasta við keppnina verði að koma fram á fjölum Zebra á sundskýlum. Svo illa fer sá hluti keppninnar í þá aö þeir harðneita að láta mynda sig í slíkum klæðnaði fyrir keppnina, segja að það sé meira en nóg að þurfa að koma fram á sundskýlu keppnis- kvöldið. Allir keppendur nema einn em óvanir slíkri kroppasýningu en þessi eini hefur oftar en einu sinni komið fram klæddur sundskýlu í vaxtarræktarkeppni. En hvað um það, stundin nálgast og á laugardags- kvöldið verður einhver piltanna útnefndur „Herra ísland" ogfær silf- urslegirm pípuhatt á höfuð sitt þvi til staðfestingar. Gunnar með alltáhreinu Gunnar Níelsson nefnist ungur sveinn sem gegnir stöðu baðvarðar í íþróttahöllinni á Akureyri og þykir sveinninn oft nokkuð skondinn í til- svörum sínum. Sama kvöldið og þeir Jóhann og Kortsnoj vom að tefla 8. einvígisskákina fór fram kappleikur í íþróttahöllinni og vom sumir þeirra er þar þurftu að vera óneitanlega meö hugann við skákina einnig, enda bein útsending hafin hjá Stöð 2 frá Kanada. Gunnar átti leið fram hjá borði blaðamannanna þegar klukkan var langt gengin í tíu og var spurður hvort eitthvað væri að frétta af skák- inni. Og ekki stóð á svarinu: „Það er allt vitlaust í St. John. Kortsnoj reykir eins og vitlaus maður og núna rétt áðan sprautaði hann úr sjálf- blekungi sínum beint í andlit Jó- hanns og hló ógurlegaum leíð. Annars er lítið að frétta af skák- inni,“ sagði Gunnar hinn sperrtasti. Hlaupið frá hægri Jóhannes Siguijónsson, ritstjóri Víkurblaðsins landsfræga á Húsavík, er einn þeirra sem skipa Mð Þingey- inga í keppninni „Hvað heldurðu?" sem fram fer i sjónvarpinu. Þingey- ingamir unnu Eyfirðinga i 1. umferð eins og þekkt er vegna „hauskúpu- málsins" og í 2. umferð lögðu þeir Húnvetninga á heimavelh þeirra. Jóhannes skýrir frá ýmsu í síðasta tbl. Víkurblaðsins sem gerðist á bak viö tjöldin áður en keppnin hófst og eins og sést hér á eftir er að ýmsu að hyggja. Jóhannes sagði m.a.: „Þeg- ar Þingeyingar komu á keppnisstað var það fyrsta verk þeirra að athuga hvort „hlauparinn" fengi að hlaupa frá hægri i þetta skipti en síðast hljóp hann frá vinstri. Þó ótrúlegt sé getur þetta skipt sköpum í leiknum. Þeir sem stokkið hafa hástökk eða spila fótbolta vita að réttfættur maður er miklu sneggri að hlaupa upp á vinstri fótinn en þann hægri. Og það kom í ljós að a.m.k. eitt stig Þingeyinga réðst af þvi að hlaupið var frá hægri." - Já, það er ýmislegt sem taka þarf með í reikninginn. Ekki er að undra þótt „hlauparamir" mæti vel útbúnir til fótanna til keppninnar, eins og glögglega mátti sjá á Illuga, „hlaup- ara“ Reykvíkinga, sl. sunnudags- kvöld. Umsjón: Gylfi Kristjánsson Fréttir Kostar 63 þúsund á ári að kynda með rafhtagni meðalíbúð á Vestfjörðum: Hagkvæmara að hita með olíu en rafmagni Reynir Traustasan, DV, FLateyn: Nú er svo komiö á Vestíjörðum að hagkvæmara er aö hita upp húsnæði með olíu en rafmagni. Raforka til húsahitunar hækkaði um ríflega 46% á síðasta ári á sama tíma og framfáersluvisitala hækkaði um 24%. Nú kostar 63.000 krónur á ári að kynda meöalíbúð með raforku frá CÍrkubúi Vestfjarða. Þá er miðað við 35.000 kwst. notkun. Ef hins vegar væri notuð olía til upphitunar væri reikningurinn 12.000 kr. lægri eða 51.000 kr. á ári. Samanburður við Hitaveitu Reykja- víkur leiðir svo í ljós að þar yrði kostnaðurinn 22.000 kr. fyrir árið eða 'A af því sem kostar að kynda meðal- íbúðina á Vestíjörðum. Að sögn Kristjáns Haraldssonar orkubússtjóra eru ástæður þessara miklu hækkana m.a. þær að niður- greiöslur ríkisins á orkuverði til húsahitunar hafa sífellt veriö að minnka og hafa staðið í stað í krónu- tölu frá því l.janúar 1985 en þá kostaði kwst. 1,52 kr. og ríkið greiddi niöur um 63 aura eða 41%. í dag kost- ar kwst. 2,38 kr. og niðurgreiðslan er 63 aurar eða 26% af heildarorku- verðinu. Orkubúið getur ekki lækkað verð sitt til neytenda og er reyndar með lægsta útsöluverð á landinu á raf- orku sem stafar af því að 70% af útseldri raforku frá O.V. fer til húsa- hitunar og þá á lægstu töxtum, sagði Kristján að lokum. Eina von raforkukaupenda á Vest- fjörðum til lækkunar orkuverðs virðist því ver a sú að til komi auknar niðurgreiðslur ríkisins en slíkt virð- ist ekki á dagskrá þar sem fjárlög gera ráð fyrir.enn minni hlutdeild ríkisins í raforkuverði til upphitun- ar. Ekki er verð á ljósarafmagni (al- mennu) til að minnka muninn því kwst. á Vestfjörðum kostar 6,44 kr. eða um 26.000 kr. á ári fyrir meðal- notkun meðan kwst. í Reykjavík kostar 4,74 kr. eða 19.000 á ári. Þarna verður að jafna og sú spurning vakn- ar hvort þingmennirnir 32, sem tóku að sér að jafna út þorskkvóta á kostn- að Vestfirðinga og fleiri, vilji ekki taka að sér að jafna út raforkuverð í landinu og þá að sjálfsögöu með því að lækka verð til dreifbýlis. Verð á raforku til húsahitunar (Sundurliðað) Verðallskr. Niðurgr. Verð á/i.wst til notanda Fastagjald (ath. árgjald) 1. jan. 1985 1,52 0,63 0,89 1.870,00 1. jan. 1986 1,79 0,63 1,16 2.570,00 1. jan. 1987 1,80 0,63 1,17 2.190,00 l.jan. 1988 2,38 0,63 1,73 2.780,00 Skv. uppl. frá Orkubúi Vestfjarða. Ath. fastagjald er verð á ársgrundvelli. í meðalíbúð eru notaöar 35.000 kwst á ári. Verð á raforku til húshitunar Janúar1985 Janúar1986 Janúar1987 Janúar1988 Verð á raforku til húshitunar Verð á kílówattstund til notanda 1 73 Janúar1985 Janúar1986 Janúar1987 Janúar1988 Bakarameistarar vilja flytja inn egg: Segja kökur þá lækka í verði - hafa flutt inn nokkur „Vissulega yröi um að ræða lækk- un á okkar vörum til neytenda ef viö fáum að flytja inn egg,“ sagði Harald- ur Friðriksson, formaður Landssam- bands bakarameistara, en þeir hafa sótt um að fá að flytja inn allt að 25 tonnum af eggjum á mánuði. Harald- ur sagði að verð á eggjum hefði hækkað mjög að undanfómu og gæti skipt miklu fyrir bakara að fá að kaupa egg frá útlöndum þótt þeir vildu auðvitað kaupa þau hér ef verð- ið væri samkeppnishæft. „Annars var okkur lofaö því, þegar gengið var í EFTA, að viö fengjum allar vörur á heimsmarkaðsverði nema landbúnaðarvörur. Þetta breyttist vemlega þegar vömgjaldið var fellt'niður nú um áramótin og hefur samkeppnisstaða okkar viö innfluttar kökur versnað til mikilla muna. Það er hluti af baráttu okkar til þess að geta keppt við þessar vör- TVeir teknir í Lögreglan í Reykjavík tók tvo menn um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. Mennimir höfðu lent í slagsmálum á gatnamótum Berg- staðastrætis og Hallveigarstígs. Báöir höfðu þeir hnífa á lofti er lög- tonn af eggjadufti á ári ur að fá að kaupa egg á sama verði og samkeppnisaðilar okkar,“ sagði Haraldur. Reyndar hefur verið um að ræða nokkum eggjainnflutning á undan- fórnum árum í formi eggjadufts sem bakarar geta notað við suma fram- leiðslu sína. Að sögn Haralds er mun þægilegra að nota þetta duft og það sparar töluverða vinnu. Að sögn eggjaduftsinnflytjenda datt sala á þvi niður þegar eggja- bændur áttu í verðstríöi. Er talið að sala þess aukist aftur núna því að miklu munar á verði. Eggjaduft, sem samsvarar einu kílói af eggjum, kost- ar 90 kr. tfl bakara en þess ber að gæta að duftið er ekki eingöngu þurrkuð egg heldur blandað hveiti. Talið er að innflutningur á eggja- dufti hafi numið um þrem til fjórum tonnum á síðasta ári. -SMJ hnifabardaga reglan kom aö þeim. Mennirnir vora fluttir á lögreglu- stöð. Þeir höföu ekki skaðaö hvor annan er þeir vom handteknir. -sme Mæðginin, Guðrún Sigurðardóttir og Garðar örn Dagsson, með bikarana. DV-mynd G. Bender Mæðgin hlutu bikara Á árshátíð veiðifélagsins Strauma um helgina afhenti Hans Kristjáns- son verðlaun Straumamönnum, konum og krökkum fyrir veiðiárið síöasta. Þeir leigja meðal annars Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum. Silungabikarinn hlaut annað árið í röð Ingólfur Kolbeinsson fyrir 7 punda bleikju, veidda í Lóninu í Döl- unum. Stærsta lax á vatnasvæðið félagsins veiddi Guðbrandur Jónas- son, 14 punda fisk tekinn á maök í Kaupfélagshyl í Hvolsá og hlaut hann bikar fyrir. Stærsta flugulax- inn veiddi Jón Pétursson í Máskeldu- fljótinu í Hvolsá og tók laxinn Bæsa bakara, laxinn var 7 pund. Konubikarinn Guðrún Sigurðar- dóttir og barnabikarinn fékk sonur hennar, Garðar Örn Dagsson. Lax Guðrúnar var 4 pund en lax Garðars var 8 pund. Þetta er í fyrsta skipti í sögu stangveiðinnar hérlendis sem mæðgin vinna til bikarverðlauna fyrir laxveiði. Garðar Örn hlaut þennan bikar líka í fyrra. Kannski vinnur hann þriðja árið í röð. -G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.