Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1988, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988. 15 Hver á sér fegra foðurtand? Oft er því haldið fram að ísland sé á mörkum hins byggilega heims. Vafalaust er nokkuð til í þvi. Veð- urfar er hér þannig að það mætti stundum ekki vera miklu verra til að leggja hólmann endalega í auðn. Það yersta við íslenskt veðurfar er þó að við getum aldrei treyst neinu því viðkomandi. Við getum farið á fætur í sunnan- þey með sannkölluðu Miðjarðar- hafsloftslagi og háttað í frosthörk- um og fimbulvindum eftir að vera búin að upplifa yflr daginn snjó- komu, haglél, regn, heiðskírt veður með stillu, austanátt, vestanátt, jafnvel þrumuveður. Útlendingur, sem hingað kom til dvalar eftir að hafa alið aldur sinn í staðfastara tíðarfari en hér gerist, sagði eftir nokkra dvöl á íslandi: „Það er ekkert veður þarna norð- urfrá, þetta eru eintóm sýnishorn." Furðulegur ferðabúnaður En við íslendingar erum yfir okk- ur stoltir af landinu okkar - veðurfarinu þar með. Við gerum frekar meira úr þessu en minna og látum útlendinga halda að við sé- um mjög hraust þjóð. Einkum á það við þegar við hittum fólk af suðlæg- um slóðum. Þá eru íslendingar alhr heimskautafarar sem víla ekki fyr- ir sér að ferðast um landið þvert og endilangt í stormum og stór- hríðum. Viö fórum létt með að ganga yfir fjöll og fimindi að vetrinum í kaf- aldsbyljum og krapahríðum og sér enginn okkur bregða. Eða þannig viljum við að sé Utið á okkur; ís- lendingar - þjóðin sem býr á mörkum hins byggilega heims - þessi heljarmenni sem alast upp við hvæsandi illviðrin, hafisinn, brimið og snjóflóðin og eitt og eitt eldgos í bland. Þegar allt þetta er haft í huga er ekki laust við að það veki nokkra furðu hvernig íslendingar ferðast að vetrinum tU. Maður skyldi nú ætla að þessi þjóð, sem borin er og brauðfædd norður við heimskauts- baug, kynni öðrum þjóðum betur að búa sig út til ferðalaga, einkum með tilUti til þess að Islendingar þurfa mikið að ferðast. . Ekki væri úr vegi að ímynda sér að þjóðin, sem býr við sífelldar breytingar á veðrinu, væri stöðugt undir það búin að mæta því versta og hefði með sér í farteskinu ullar- klæðnað og úlpur, húfur og handvetti, vindhelda jakka og bux- ur eða mokkajakka, kuldaskó, ullarsokka, trefla og lambhúshett- ur. Það má að minnsta kosti gera fastlega ráð fyrir því að Suður- landabúar, sem kynnst hafa íslend- ingum og heyrt þá sjálfa segja frá högum sínum og háttalagi að vetr- inum, sjái fyrir sér alklæðnað úr kanínuuU með öllu tilheyrandi þegar minnst er á þjóðflokkinn sem býr á eyjunni með kuldalega nafn- inu. Að vera eða vera ekki ,,sveitó“ En Islendingar eiga við fleira að stríða en hið óblíöa veðurfar. Þeir þurfa líka að kjást við ýmsar kenndir sem eru þeim þungar í skauti. Vegna þessara kennda, sem eiga svo rík ítök í sálarUfinu, óttast þeir ýmis orð meira heldur en sjálf- an dauðann. Eitt af þessum orðum er „sveitó“. Það er fátt ef nökkuð sem sönnum íslendingi er verr við en þetta ljóta orð. Að vera „sveitó" er í hugum heimskautafaranna ferðaglöðu smán og orkar svipað á sjálfsvirð- ingu fólks hér eins og ef Þorgeiri Hávarðssyni hefði verið borið á brýn að hann væri skræfa og mömmustrákur. Þess vegna vUja landar vorir að sjálfsögðu ekki klæðast hveiju sem er. Það er „Það er nefnilega „sveitó“ aö vera i föðurlandsbrók,11 segir meðal ann- ars í greininni. - Nema kannski á tiskusýningum! „Það er „sveitó“ að ganga með ullar- vettlinga. Það er „sveitó“ að hafa húfu og sannur mörlandi, nú síðla á tuttug- ustu öldinni, á ekki húfu.“ nefnilega „sveitó“ að vera í fóður- landsbrók. Það er „sveitó" að ganga með ullarvettlinga. Það er „sveitó“ að hafa húfu og sannur mörlandi nú síðla á tuttugustu öld- inni á ekki húfu. Flestar gerðir af kuldaskóm eru „sveitó" og eiga því ekki upp á pallborðið hjá fjöldan- um. Úlpur, treflar, lambhúshettur - „sveitó", við látum nú ekki hafa okkur að fifium hér. Nei, við göngum „smart“ klædd, erum í „stælnum", eftir nýjustu tísku, karlmennirnir greiddir og konurn- ar málaðar og þegar fárviðrið skellur á þá setjum við rúðuþurrk- urnar í gang og kveikjum á mið- stöðinni. KjaUarirm Ragnar Ingi Aðalsteinsson kennari og stjórnarmaður í Krýsuvíkursamtökunum Eins og þér viljið að veðrið sé Eitt sinn þegar ég kom úr allf jöl- mennú ferðalagi á frostköldum janúardegi og var í algjörri for- undran yfir klæðnaðinum á ferða- félögum mínum hafði ég orð á þessu við kunningja minn. Svar hans er mér minnisstætt. Hann sagði: „íslendingar klæðast eins og þeir vilja að veðrið sé.“ Að líkind- um er nokkuð til í þessu. Og íslendingar vilja þá samkvæmt því að það sé gott veður þegar þeir ferð- ast. Og svo ferðast þeir bara. „Smart“ - ekki „sveitó“ - með mið- stöðina í gangi. Ef bíllinn bilar eða fer út af vegin- um eða eitthvað óvænt kemur upp á þannig að fólk þurfi að yfirgefa farkostinn með miðstöðinni og rúðuþurrkunum þá verður það gert meö „stæl“ - og brosað máluð- um vörum móti norðanáttinni sem beljar um húfulaust höfuðið. Allt frá dögum Þorgeirs Hávarðs- sonar hafa íslendingar verið stoltir. Og það eru þeir enn, svo stoltir að þeir vilja fremur skjálfa með sæmd í vonlausri aðstöðu úti í hinu óblíða, íslenska vetrarveðri heldur en aö vera kallaðir „sveitó". 'Oft- sinnis enda þessi ævintýri svo með því aö björgunarsveitirnar eru kallaöar út. Hér á íslandi eru við- bragðsfljótar og vel þjálfaðar björgunarsveitir enda kemur það sér oftar en ekki vel fyrir svona stolta þjóð. Ragnar Ingi Aðalsteinsson Subaruumboðið og Bifreiðaeftirlitið Miklar umræöur hafa átt sér stað undanfarnar vikur vegna innflutn- ings þriggja Keflvíkinga á 235 Subarubifreiðum frá Drammen í - Noregi. Óþarft er að rekja forsögu þessa máls þar sem hún hefur feng- ið ítarlega umfjöllun í íjölmiðlum en nauðsyn ber til að kanna sér- staklega afskipti Subaruumboðsins á íslandi undir forsjá Júlíusar Víf- ils Ingvarssonar af máli þessu og ekki síður þátt Bifreiðaeftirlits rík- isins varðandi skoðun og skrán- ingu umræddra bifreiða. Eins og kunnugt er er bifreiða- innflutningur frjáls til íslands og því höfðu Keflvíkingarnir fullan lagalegan rétt á að flytja inn téðar bifreiðar. Öllum lögmætum skil- yrðum var framfylgt við kaup bifreiðanna í Noregi og sama gildir um innflutning þeirra. í þessu sambandi er rétt og skylt að geta þess að Hekla keypti 350 Mitsubishi bifreiðar af sama vatns- flóðasvæði. Engar teljandi umræð- ur áttu sér stað varðandi innflutn- ing, skoðun og skráningu þeirra bifreiða enda engir hagsmunaá- rekstrar þar fyrir hendi. Þungt í skauti Afstaða Júlíusar Vífils í þessu máli virðist dæmigerð fyrir mann sem á erfitt með að skilgreina og tileinka sér viðurkennda sam- keppnis- og viðskiptahætti. Eða er um að ræða þekkingarleysi á eðli málsins? „Tollyflrvöld eiga að sjálfsögðu að afla sér slíkra upplýsinga milliliðalaust frá framleiðendum bifreiða og láta Bif- reiðaeftirlitið vita.“ Kjallaiiim Ótímabært fiölmiðlamas og aug- lýsingar fyrir hundruð þúsunda kr. í dagblöðum virðist fyrst og fremst vera í þeim tilgangi aö skapa tor- tryggni og skaða viðskipti Keflvík- inganna. Vanmat Júlíusar Vífils á þessum mönnum, sem allir eru dugmiklir og heiðarlegir menn, mun þó reynast honum þyngst í skauti þegar fram líða tímar. í þess- um orðum felst engin hótun, aðeins þau raunhæfu sannindi að sá sem ekki getur mætt andstreymi og erf- iðleikum með heiðarlegum aðgerð- um uppsker í samræmi við það. Innflutningur Keflvíkinganna á Subarubifreiðunum hefur þó orðið þess valdandi að umboðið býður nú upp á 3 ára ábyrgð og lækkandi söluverð a.m.k. um stundarsakir. Samkvæmt þessum aðgerðum um- boðsins væri æskilegt að flytja inn fleiri ársgamlar ónotaðar Subaru- bifreiðar ef það gæti orðið til þess að lækka verð þeirra enn frekar. Það sama gildir að sjálfsögðu um önnur bifreiðaumboð hérlendis. I þágu viöskiptavina? Skoðun og skráning bifreiðanna, sem Keflvíkingarnfr fluttu tií landsins, hjá Bifreiðaeftirlitinu þarfnast sérstakrar athugunar. Hér er átt við þær forsendur, sem lagðar voru til grundvallar skoðun- inni, yfirlýsingar forstjóra Bif- reiðaeftirlitsins í fiölmiðlum áður en fagleg skoðun fór fram á bifreið- unum. Ennfremur sé kannað hvort afskipti og umfiöllun Subaruum- boðsins hafi(valdið töfum eða haft áhrif á framkvæmd skoðunar bif- reiðanna. í skrifum sínum um þessi mál hefur Júlíus Vífill látið í það skína að aðgerðir hans væru fyrst og síö- ast í þágu viðskiptavina. Ekki veit ég hversu trúverðugt það er, nær er manni að halda að hagsmunir umboðsins standi hjarta hans næst. Við lauslega athugun virðist skráning Subarubifreiða frá um- boði Ingvars Helgasonar hjá Bif- reiðaeftirliti ríkisins sýna, að Kristján Pétursson deildarstjóri við Toll- gæsluna á Keflavikurflugvelli árgerð bifreiða 1987 hafi verið skráð árgerð 1988. Dæmi: Framleiðslunr. JFIAK5- CLOCE233736 (Innflutt af Subaru- umboðinu, skráð árg. 1988.) Dæmi: Framleiðslunr. JFIAK5- CLOCE234190 (Innflutt af Keflvík- ingunum, skráð árg. 1987.) Hagsmunir í veði í þessu sambandi er rétt aö geta þess að allar Subarubifreiðarnar, sem Keflvíkingarnir fluttu inn frá Noregi, eru árgerð 1987 samkvæmt kaupsamningi. Eins og framan- greind framleiðslunr. bera með sér er nr. Subaruumboðsins lægra og ætti samkvæmt því að vera árgerð 1987 en ekki 1988 eins og áður grein- ir. (Ath. að 6 síðustu tölustafimir í framleiðslunr. sýna heildarfram- leiðslu fiölda viðkomandi bifreiöa- tegundar). Ef rétt reynist að Bifreiðaeftirht ríkisins hafi ranglega skráö bifreið- ar frá Subaruumboðinu árgerð 1987 sem árgerð 1988 þá virðist eðli- legt framhald málsins vera að fram fari opinber rannsókn á meintum brotum þar að lútandi. Þá em ekki síður ríkar ástæður fyrir Neytendasamtökin og Félag íslenskra bifreiðaeigenda að taka af festu á þessum málum þar sem verulegir hagsmunir eru í veði fyr- ir eigendur slíkra bifreiða. Eðhleg- ast væri að fram færi samtímis hjá öllum bifreiðaumboðunum hlut- laus athugun á árgeröaskráningu allra innfluttra bifreiða en upplýs- ingar um árgerðir bifreiða til Bifreiðaeftirhtsins og tollyfirvalda munu nú vera í höndum bifreiða- umboðanna sjálfra. Tohyfirvöld eiga að sjálfsögðu að afla sér shkra upplýsinga mihihðalaust frá fram- leiðendum bifreiða og láta Bifreiða- eftirlitið vita. Þess er hér með farið á leit að viðkomandi aðhar skýri frá stað- reyndum þessa máls eins fljótt og auðið er. Kristján Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.