Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1988. 5 Fréttir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar: Margsannað að hægt er að geyma fisk í sjónum „Það er algerlega rangt hjá Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi, sem hann segir í viðtali við DV, að hvergi hafi tekigt að geyma fisk í sjónum. Sem dæmi um hvemig það hefur verið gert, vil ég nefna það sem gerð- ist á íslandsmiðum á stríösárunum. Þegar stríöið skaU á 1939 var farið að þrengja að ýmsum flskstofnum hér við land, þar á meðal þorskstofn- inum. Um 1930 var veiðin um 500 þúsund tonn en féll niður í 300 þús- und tonn rétt fyrir stríðið. Meðan á stríðinu stóð fóru allir útlendingam- ir af íslandsmiðum og þá féll aflinn niður í 140 til 150 þúsund lestir. Með- an á stríðinu stóð jókst afli íslend- inga upp í um 200 þúsund lestir. Afli á sóknareiningu var mikill, því við gátum ekki aukið flotann, alveg gagnstætt því sem var þegar við feng- um 200 mílna landhelgina. Þessi mikla friðun frá 1939 til 1945 varð tfl þess að strax eftir stríð fundu menn gríðarlega mikinn fisk og aflinn rauk á fáum árum upp í 500 þúsund lestir. Sum árin veiddust um 100 þúsund tonn af 10 ára gömlum fiski. Ég veit ekkert skýrara dæmi en þetta, um það að fiskur geti geymst í sjónum," sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, í samtali við DV, vegna ummæla þeirra Jóns Kristjánssonar og Tuma Tómasson- ar fiskifræðinga, sem gagnrýnt hafa stefnu Hafrannsóknastofnunar í botnfiskveiðunum. Rangfærslur um Kanada- menn Varðandi þá kenningu að það hafi ekki tekist hjá Kanadamönnum að friða þorskinn og geyma hann í sjón- um, sagði Jakob að það ætti sér eðh- legar skýringar. Þegar Kanadamenn fengu yfirráð yfir sinni fiskveiðilög- sögu ákváöu þeir að nýta þorskstofn- inn skynsamlega. Þeir ákváðu að fiska við svokallaða kjörsókn. Þeir athuguðu hver meðalnýliðun hefði verið á nokkuð löngu árabih og það reyndist hafa verið um 600 milljónir þorska sem áttu að koma í stofninn á hverju ári. Út frá því gerðu þeir sínar spár og komust að því að 600 milljón fiska nýliðun gefi upp undir mfiljón tonna afla eftir nokkur ár. Hin mikla áætlun þeirra miðaðist við þetta. Síðan kom í ljós, eins og stundum hefur gerst hér, að skilyrðin í sjónum versnuðu. Þar að auki kom hafis og hvers konar óáran og vegna þessa misfórst klakið. Þeir hafa fengið að meðaltali 200 til 300 milljóna nýUðun í stað 600 milljóna. Jakob sagði að vegna alls þessa hefðu Kanadamenn ekki fengið þann fisk til að geyma í sjónum sem þeir bjuggust við. „Það er því hreinn útúrsnúningur að segja að það hafi misfarist hjá Kanada- mönnum að geyma fisk í sjónum," sagði Jakob. Uppbygging íslenska síldar- stofnsins „Ég get nefnt enn eitt dæmið, sem er uppbygging íslenska síldarstofns- ins. Sú uppbygging hefur byggst á því að geyma sfidina í sjónum og veiöa ekki nema 20% af stofninum árlega, en til samanburðar má nefna að um 35% til 40% af þorskstofninum er veitt árlega. Með þessu móti höf- um við náð sfidarstofninum upp úr að vera um 20 þúsund lestir 1971 í - 500 þúsund lestir nú. Það er engin smásfid drepin, en eigi að síður vex stofninn. Þetta hefur oröið tfi þess að við fáum gríöarlega stóra ár- ganga, sem við höfum ekki fengiö áður, og auk þess höfum við alltaf getað jafnað síldaraflann frá ári tfi árs, enda þótt miklu meiri sveiflur séu í síldarstofninum en þorskstofn- inum. Við höfum ekki þurft að skrifa svarta skýrslu u'm síld síðan 1971. Ég geri mér grein fyrir að önnur lög- mál gilda um sfid en þorsk, én við höfum aldrei viljað fara í kjörsókn með þorskinn, hann er nýttur meira en það,“ sagði Jakob. Mikið drepið af smáfiski Þá sagði Jakob að þessir gagnrýn- endur Hafrannsóknastofnunar töluðu alltaf eins og enginn smáfisk- ur sé veiddur og því sé hafið yfirfullt af smáþorski. Hann sagðist vfija benda á að á síðasta ári voru veiddar um 390 þúsund lestir af þorski. Tfi þess þurfti 130 milljónir fiska, þar af voru yfir 60 milljónir ijögurra ára fiskur. Svo tali menn um að smáfisk- urinn sé friðaður. „Svo láta menn alltaf eins og farið sé eftir tillögum okkur um nýtingu þorsksins. Það hefur ekki verið farið eftir þeim tillögum, sem við höfum lagt fram,“ sagði Jakob. Meiri vistfræðirannsóknir Hann var spuröur hvemig á þess- um deilum stæði mfili fiskifræðinga, manna með sömu menntun. „Þessir menn heimfæra sína reynslu úr vötnunum beint yfir í hafiö og mér finnst þeir gefa sér rangar forsendur. Jón Kristjánsson talar um firna stóra árganga 1983 og 1984. Þetta er ekki rétt, það hafa oft komið jafnstórir árgangar og raunar miklu stærri. Það er heldur ekki rétt hjá honum að vaxtarhraði þess fisks sé lítill, þvert á móti, hannhefur alls ekki dottið niður. Ég viðurkenni hins vegar að það þarf að hafa gát á varð- andi uppbyggingu fiskstofna. Sá tími getur komið að skfiyrði í sjónum séu þannig að það beri ekki stóra fiskár- ganga. En það sem við höfum veriö að tala um er að nýta góðærið í sjón- um og meðan vaxtarhraðinn er mik- fil til að ná þorskstofninum dálítið upp. Þótt ég telji hæpið að yfirfæra reynslu úr vötnum yfir á hafið, þá er ég alltaf tfibúinn tfi að nýta mér reynslu manna, hvaðan sem hún kemur. Við höfum verið biðja um stórauknar fjárveitingar tfi aukinna vistfræðirannsókna í hafinu, enda þurfum við að stórauka þær rann- sóknir,“ sagði Jakob Jakobsson. S.dór f jarmál þín - sérgrein okkar ÞEGAR HUN GUÐRUN OLGA VANN HÁLFA MILLJÓN Á HAPPAÞRENNU KEYPTIHÚN KJARABRÉF TIL PESS AÐ PENINGARNIR SKILUÐU GÓÐUM VÖXTUM! Það fer ekki á milli mála. Hún Guðrún Olga veit hvað hún syngur. Þessi unga Reykjavíkurmær vann 500.000,- krónur á Happaþrennu fyrir nokkru síðan. Það er ekki á hverjum degi, sem menntaskólastúlkur eignast svona mikla peninga á einu bretti. Enda var Guðrún Olga í sjöunda himni með vinninginn. Nú var úr vöndu að ráða. Það var auðvitað freistandi að kaupa ýmislegt sem unglingar meta mikils. Tískufatnaður, hljómflutn- ingstæki, innréttingar í herbergið, fjórhjól, snjósleði eða jafnvel sportbíll gat komið til greina. Að vel athugðu máli komst hún Guðrún Olga að þeini niður- stöðu að Kjarabréf væru vænlegasti kosturinn. Kjarabréf bera háa vexti. Og fyrir vextina gæti hún smátt og smátt safnað sér fyrir sínum eigin bíl. Við erum ekki viss um hvað Guðrún Olga ætlar að gera í sam- bandi við bílakaup. En eitt vitum við upp á hár. Guðrún Olga er búin að kaupa sér Kjarabréf. Hún er svo sem ekki sú eina sem álítur Kjarabréfin vera góða fjárfestingu. Undanfarnar vikur hafa margir unglingar keypt Kjarabréf, til dæmis fyrir ferming- arpeningana sína. Þó að allir séu ekki eins heppnir og Guðrún Olga, þá er margt ungt fólk búið að kanna bestu kostina í sambandi við ávöxtun á peningunum sínum. Margir þeirra hafa leitað ráða hjá Fjár- festingarfélaginu í Kringlunni og í Hafnarstræti. Sumir hafa ineira að segja keypt Kjarabréf. Við teljum Kjarabréfin vera góða lausn á vandanum. Við teljum líka að þetta svokallaða unglingavandamál sé ekki til! FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ Hafnarstræti 7 101 Reykjavík S (91) 28566 Kringlunni 103 ReykjavíkS 689700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.