Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1988. LífsstQI Gigtin er dýrasti sjúkdómur á íslandi en jafnframt sá afskiptasti. Vegna alls þess fjölda sem þjáist af gigt dag hvem, er vinnutapið gífurlegt og örorkubætur og sjúkrapeningar sem gigtveikir fá em margfalt meiri en það fé sem veitt er 1 gigtlækningar. Jón Þor- steinsson, yfirlæknir á Landspítalanum, bendir á að þó aðeins litlum hluta þessa fjármagns yrði varið til forvarnarstarfs og bættrar beilbrigðisþjónustu við gigtsjúka, myndi það borga sig margfalt til baka. „En því miður hefur reynst erfitt að fá ráðamenn til að líta á málið frá þessari hbð.“ Forvarnarstarf:... - notkun bílbelta - borgarsig 1351,4 falt - notkun mótorhjólahjálma - borgar sig 55,6 " - gigtarsjúkdómar - borgarsig 42,5 " -áfengismál- borgar sig 21,5 " -legkrabbamein- borgar sig 9,0 " - lungnakrabbamein - borgarsig 5,7 " - brjóstakrabbamein - borgar sig 4,5 " -ristilkrabbamein- borgar sig 0,5 " Máli sínu til stuðnings bendir hann á skýrslu frá ráöstefhu um heilbrigöismál er haldin var hér á landi í maí 1980. Þar eru sýndar tölur úr rannsókn er gerð var í Bandaríkjunum til könmmar á hvaða forvamarstarf innan heil- brigðiskerfisins borgaði sig mest til baka. Tölurnar fara hér á eftir og eins og sjá má á þeim eru gigtar- sjúkdómar þar hátt á blaði. Ofar en bæði áfengismál og krabba- meinssjúkdómar. -gh .............................................................................................................................................• Talið er að allt að helmingur fiskvinnslufólks á íslandl þjáist af vöðvabólgu. i x r„l J "_.i_i_ VelcUir orkumlum en sidlddn dðuðd. „Þó félagar í Gigtarfélagi íslands séu um tvö þúsund og tvö hundruð taisins eru gigtsjúkir á landinu ekki undir fimmtíu þúsundum,“ segir í nýjasta tímariti Gigtarfélags íslands. Þetta segir okkur aö allt að fimmti hver íslendingur hafi einhver einkenni gigtarsjúkdóma. Tíðni þessara sjúkdóma er svipuö hér á landi og i öðrum Evrópulönd- um. HvaÖergigt? Gigtarsjúkdómar eða bandvefs- sjúkdómar, eins og þeir einnig kall- ast, einkennast af sársauka, stirð- leika og bólgum í bandvefjum iík- amans. Bandvefir eru þeir hlutar Ukamans sem eru samansettir úr bandvefsfrumum. Bein, brjósk, vöðvar, sinar og liðpokar eru allt bandvefir. Til eru um það bil tvö hundruð mismunandi sjúkdómar i bandvef. Orsakir þeirra eru marg- ar og fara eftir þvi um hvaða gigt- sjúkdóm er að ræða. í alvarlegri tiifellum er oft ekki vitað um orsak- ir. Gigt veldur oft á tíöum miklum og langvarandi þjáningum. Hún getur valdið örkumlum en veldur sjaldan dauða. SiHgigt og vöóvabólga Tveir algengustu flokkar band- vefssjúkdóma eru slitgigt annars vegar og vöðvabólga og festuraeln hins vegar. Ura áttatíu af hundraöi gigtsjúkra tilheyra þéssum flokk- um. Þegar um siitgigt er aö ræða koma til sjúklegar breytingar á liö. Liöbrjóskiö, sem er mjúkur vefur, byijar að harðna og flagna eða springa vegna óhóflegs álags, tll dæmis við iökun einhverra iþrótta. Hreyfingar um liðinn verða sárar og hann stirðnar. Afleiöing þess er rýmun aðlægra vöðva vegna minnkaðrar notkunar. Siitgigt er algengust í stærstu liöum líkam- ans, sem á hvílir verulegur þungi, það er mjöðmum, Imjám og hrygg. Hún leggst einkum á eldra fólk. Vöðvabólga og festumeiii eru stirðleiki og eymsli djúpt í vöðvum. Orsakir hennar geta veriö allt frá Heilsa likamlegri áreynslu tengdri við- komandi vöðva til andlegrar van- h'ðunar sem veldur spennu i vöðv- um. Vöðvabólga er oftast i ofan- veröu baki, hnakka, aftanverðura hálsi og herðum, þó getur hún komiö víðar fram. Taliö er að ailt að helmingur fiskvinnslufólks á íslandi þjáist af vöðvabólgu. Heílsuræktarfólki, sem fer of geyst af staö í byrjun, er einnig mjög hætt við aö fá slæma vöðvabólgu. Liðagigt Liðagigt, sem einnig gengur und- ir nafninu iktsýki, er langvarandi bólgusjúkdómur í liöamótum. Hún er langalvarlegasta gigtartegundin, veldur mestri þjáningu, vinnutapi og örorku. Liðhimnan í liöunum bólgnar og þrútnar. Með tímanum bólgna og skemraast aðrlr hiutar liðamótanna, aðlæg bein veröa veikbyggö og í alvarlegri tiifellura eyöist beinvefurinn. í langflestum tilfellum er orsök sjúkdómsins ekki fundin. í nokkr- um tílfeilum verður hans þó vart í kjölfar veirusýkingar. Iðulega finn8t mikll brenglun í ónæmi- skerfi sjúklinga með liöagigt. Helst ieggst sjúkdómurinn á litiu liðina í höndum og fótum en Uöskeramdir geta einrng oröið viöar. Liðagigt er mun algengari hjá konum en körlum. Flestir eru sjúklingar á milU fertugs og sex- tugs en sjúkdómuriim getur lagst á fólk á öUum aldri og hefur til- hneigingu til að ganga í erfðir. Um það bU tveir af hverjum hundraö Islendingum hafa Uöagigt eöa á milU flögur og fimm þúsund manns. Rauðir úlfar og þvagsýrugigt Tíu af hundraði gigtsjúkra þjást af óalgengari gigtsjúkdómum. Rauðir úlfar eða lúpus lýsir sér oft sem roðl í húð. Þetta er alvarlegur sjúkdómur sem einkum leggst á konur. Liðbólga í hrygg og þvag- sýrugigt eru á hinn bóginn band- vefssjúkdómar sem einkum leggj- ast á kariraenn. Á síðari árum hef- ur psoriasis Uðagigtar orðiö vart í síauknum mæU á meðal psoriasis sjúkUnga. -gh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.