Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1988. 31 LífsstQl nú er svo komið aö ný alda bílskúrs- rokkara ei> að koma fram á sjónar- sviðiö. Aftur eru að myndast skóla- hljómsveitir, hverfahljómsveitir og bæjarhljómsveitir. Nú er það að komast í tísku að halda hljómsveita- keppni, músíktilraunir og hvað þetta heitir allt saman. Það er virkilega gaman að fylgjast með þessari nýju þróun sem hlýtur að gleðja „gamla“ hljómsveitarmenn og hippa. Nú er bara að fylgjast með því hvað kemur út úr þessu öllu sam- an. -ATA Hljómsveitin Axlabandið á fleygiferð. Ingólfur Ólafsson pikkar bassann, Jóhannes Hjaltason þenur raddböndin, Kristinn H. Schram strýkur hljómborðið, Þröstur Elías Óskarsson gælir við gítarinn og Baldvin A. Baldvinsson lemur húðirnar í hörkurokksveiflu sem er frumsamið lag Axlabandsins. DV-mynd ATA Fáum ekkert borgað ennþá en stefnum hátt „Þetta er svo hrikalega skemmti- legt, annars værum við ekki að þessu. Það er skemmtilegur andi inn- an hljómsveitarinnar. Hér gengur á með bröndurum og þó að einstaka sinnum komi upp deilur, bæði um tónlistina og annað, þá leysist það strax og deilurnar lognast út af og skemmtilegheitin hefjast að nýju.“ Ingólfur Ólafsson er 13 ára bassa- leikari. - Hvernigstóðáþvíaðþiðstofnuðuð hljómsveitina Axlabandið? „Það var tilviljun að hljómsveitin fór af stað. Við höfðum þó allir geng- ið með hljómsveitardellu í maganum en það var eiginlega ekki fyrr en eft- ir að Kristinn var búinn aö fara í orgelskólann að hann lagði í að skrapa saman hljómsveit. Og viö hin- ir vorum aUir reiðubúnir," sögðu flmmmenningarnir og munduðu hljóðfæri sín og hljóðnema glaðir í bragði. Aldrei fengið borgað - Hafið þiö fengið vel borgað fyrir þessa tónleika sem þið eruð búnir að halda? „Nei, við höfum ekkert fengið borg- að ennþá. Til þessa má segja að við höfum verið að kynna hljómsveitina og koma henni til vegs og virðingar. Fyrstu skiptin sem við komum fram segja félagamir í Axlabandinu Baldvin A. Baldvinsson, 13 ára trommuleikari. urðu eins og fyrr sagði lítt til þess fallin að auka hróöur okkar en nú ætti það að vera komið í liðinn aftur. Með tímanum förum við vonandi að fá einhverjar greiðslur fyrir spila- mennskuna og að því stefnum við.“ - Stefniðþiöaðþvíaðverðaatvinnu- menn í faginu? „Ef þess væri nokkur kostur, já. Eins og við sögðum áðan stefnum við bæði hátt og langt, eins langt og við komumst." Dýrt sport - En ef þiö fáið ekkert borgað er þá ekki dýrt aö gera út svona hljóm- Dægradvöl sveit með öllum hljóðfærum og fylgi- hlutum? „Jú, þetta er hrikalega dýrt. Það fer allt sumarkaupið okkar í hljóðfæri og tæki. Núna erum við búnir að leggja svona tvö hundruð þúsund kall í hljóðfæri og þetta er bara byrj- unin, ef vel gengur. Þaö er fullt af hljóðfærum, mögnurum, mixerum og dóti sem okkur langar í en það verður bara að bíða síns tíma. Við erum svo blankir að við kom- umst ekki nema örsjaldan í bíó enda hefðum við lítinn tíma til þess vegna æfinga. Það er lika svo með alla hljómsveitargæja að þeir eru allir blankir, alltaf!“ Gamaldags rokk - Hvers konar tónlist flytjið þið? „Við leggjum mikla áherslu á að flytja frumsamið efni. Við erum bún- ir að æfa upp þrjú lög eftir Kristin og Þröst og erum með nokkur til við- bótar í æfingu. Svo leikum við einnig Jóhannes Hjaltason syngur af mik- illi innlifun. Hann er 15 ára. danstónlist, aðallega rokk og ról, hljómhst af gömlu gerðinni. Við er- um lítið hrifnir af diskói og spilum það ekki. Annars má segja að tónhst- arlega séum við blanda af rokki og poppi.“ - Hvernig semjið þið lögin? „Kristinn og Þröstur koma yfirleitt með hugmyndir sem við þróum svo í sameiningu á æfingum. Það kemur enginn með nótur og útsetningar af lögum, þetta eru bara hugmyndir sem við reynum að vinna úr saman.“ Þeir fimmmenningarnir eru á aldr- inum þrettán th sextán ára og eru allir í skóla. Flestir voru í Digranes- skóla en einn í Hjahaskóla í vetur. Þeir ætla að halda áfram i skóla þrátt fyrir tónhstina og stefna á nám í menntaskóla. En í sumar ætla þeir aö vinna eins og hestar th að eignast Kristinn H. Schram er 15 ára gam- all hljómborðsleikari. peninga th að fjármagna hljómsveit- arreksturinn næsta vetur. Bærinn sér um aðstöðuna - Hvemig er með æfingaaðstöðuna. Er hún dýr? „Nei, við fáum að vera hérna ókeypis. Kópavogskaupstaður á þetta húsnæði sem er kjallari undir leikskólanum Vörðufelh í Þver- brekkunni. Þetta er ágætisaöstaða nema hvað við getum ekki æft á dag- inn virka daga því að þá titrar allt og skelfur hjá krökkunum fyrir ofan okkur og þau fá engan frið. En í al- vöru er þetta fin aðstaða sem við deilum hér með annarri hljómsveit og trommuleikara. Við erum með lyklavöld og getum æft þegar okkur hstir nema þegar leikskólinn starf- ar.“ - Er mikhl áhugi meðal unglinga á táningahljómsveitum eða eruö þið einir um hituna? Uppsveifla! „Nei, nei, þaö er gífurleg uppsveifla í þessu í dag og mikhl áhugi hjá krökkum að komast í hljómsveit. Það er einnig ánægjulegt að áhuginn meðal jafnaldra okkar á því að mæta á tónleika er mjög mikill, jafnvel þó þar fari lítiö þekktar hljómsveitir. Á hljómleikunum í Félagsheimhi Kópavogs í gær var til dæmis troð- fuht hús, mörg hundruö krakkar og skemmtheg stemmning. Unghnga- hljómsveitimar eða bílskúrshljóm- sveitimar, eins og þær voru einu sinni kahaðar, em greinhega að komast í tísku aftur,“ sögðu íimm- menningamir í Axlabandinu úr Kópavogi. -ATA í hörkustuði í æfingaaðstöðunni í kjallaranum undir leikskólanum Vörðufelli í Kópavogi: Ingólfur, Jóhannes og Kristinn. DV-myndir ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.