Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1988. á5 Afmæli Ami Ibsen Ámi Ibsen Þorgeirsson, leiklist- ar- og bókmenntaráöunautur Þjóð- leikhússins, til heimilis aö Hraun- kambi 9, Hafnarfiröi, er fertugur í dag. Árni fæddist í Stykkishólmi en ólst upp á Akranesi frá fjögurra ára aldri, hjá móður sinni og móðurfor- eldrum. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1970, stúdentsprófi frá KÍ 1971, stundaði enskunám við HÍ 1971-72, nam við Háskólann í Exet- er, Devon á Englandi, frá 1972 og lauk þaðan BA-prófi í leikhstar- fræðum og enskum bókmenntum. Árni kenndi með námi við Ár- múlaskóla 1970-72 og kenndi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði 1975-79. Hann var leikhúsritari Þjóðleikhússins frá 1979 og til síð- ustu áramóta en var ráðinn leik- hstar- og bókmenntaráðunautur Þjóðleikhússins 1.3. sl. Meö störfum sínum hjá Þjóðleik- húsinu hefur Árni leikið og leik- stýrt ýmsum verkum en auk þess hefur hann bæði þýtt og skrifað leikrit fyrir flest atvinnuleikhúsin. Nýlega kom út ritið Sögur, leikrit og ljóð eftir Samuel Beckett í þýð- ingu Árna. Þá þýddi hann Hörkutól stíga ekki dans eftir Norman Mail- er. Árni skrifaði leikritið Skjald- bakan kemst þangað líka fyrir Egg-leikhúsið en það leikrit hefur verið sýnt í fjórum löndum. Þá samdi hann fyrir Þjóðleikhúsið barnaleikritið Ohver Twist, eftir skáldsögu Dickens. Ljóðabók sína, Kom, gaf Árni út 1975. Kona Árna er Hildur, f. 5.6.1951, dóttir Kristjáns Jónssonar, mat- ráðsmanns í Arnarhvoli, og Þyrí Sigurðardóttur. Árni og Hildur eiga þrjá syni. Þeir eru: Kári, f. 4.11. 1973; Flóki, f. 1.5. 1976, og Teitur, f. 28.9. 1983. Árni á tvær eldri alsystur og tvö hálfsystkini, samfeðra. Alsystur hans eru: Rannveig Heiðrún, starfsmaður í Apóteki Keflavíkur, f. 1940; gift Benedikt Sigurðssyni, apótekara í Keflavík, en þau eiga þrjú böm; og Brynhildur Halla, aðstoðarupptökumaður hjá ríkis- sjónvarpinu, f. 1944, gift Magna Baldurssyni arkitekt, en þau eiga tvær dætur. Hálfsystkini Árna eru: Ásgerður, húsmóðir og kennari í Njarðvík- um, f. 1960, gift Júlíusi Vaigeirs- syni, en þau eiga tvö börn, og Þor- geir Ibsen flugnemi, f. 1966, en sam- býliskona hans er Rut Káradóttir. Foreldrar Árna em Þorgeir Guð- mundur Ibsensson, fv. skólastjóri viö Lækjarskóla í Hafnarfirði, f. 26.4.1917, og fyrri kona hans, Halla Árnadóttir, tadsímavörður á Akra- Árni Ibsen. nesi, f. 25.5. 1920. Systir Þorgeirs er Arína, móðir Hauks Angantýssonar skákmanns og Ólafs Angantýssonar leiklistar- fræðings. Föðurforeldrar Árna: Ibsen Guö- mundsson, formaður á Suðureyri við Súgandafjörö, og kona hans, Lovísa Rannveig Kristjánsdóttir. Móðurforeldrar Árna: Árni Böðvarsson, sparisjóösstjóri á Akranesi, og kona hans, Rannveig Magnúsdóttir. Árni sparisjóðs- stjóri var sonur Böðvars Sigurðs- sonar, pósts og b. í Vogatungu, og konu hans, Höhu Árnadóttur. Böðvar var sonur Sigurðar Böðv- arssonar, b. á Fiskilæk, og konu hans, Hahdóru Jónsdóttur. Halla var dóttir Áma Jónssonar, b. á Hlíðarfæti, og konu hans, Þorbjarg- ar Gunnarsdóttur. Rannveig var dóttir Magnúsar Gunnlaugssonar, b. á Iðunnarstöð- um í Lundarreykjadal, og konu hans, Elísabetar, dóttur Gísla Egg- ertssonar, íjármanns á Norður- reykjum og víðar, og konu hans, Guðrúnar Einarsdóttur. Foreldrar Gísla voru Eggert Gíslason, b. á Eyri í Flókadal, og kona hans, Guð- rún Vigfúsdóttir. Guðrún Daðadóttir Jóhann Bogason Guðrún Daðadóttir húsmóðir, Austurbrún 4, Reykjavík, er níræð i dag. Guðrún fæddist að Dröngum á Skógarströnd. Hún giftist Pétri Eyvindssyni trésmið en hann lést 1951. Guðrún og Pétur eignuðust þrjú börn. Þau em: Jónína, skrifstofu- maður hjá Miklagarði í Reykjavík; Björn Eyvindur, vélaverkfræðing- ur í Reykjavík, kvæntur Ehsabetu Sigurðardóttur frá Borgamesi; Valdimar Már, stýrimaður í Reykjavík, kvæntur Ásdísi Krist- jánsdóttur frá Suðureyri við Súg- andafjörð. Systkini Guðrúnar urðu fjórtán og eru nú tveir bræður hennar á lífi. Systkini hennar: Katrín, átti Björn Kristjánsson að Straumi, en þau eignuðust fimm böm; Kristín, dó nýfædd; Ingibjörg, átti Sigurð, hreppstjóra í Stykkishólmi, og eignuðust þau fimm dætur, en Ingi- björg lést hundrað og þriggja ára og Sigurður var hundrað og fjög- urra ára er hann lést; Valdimar, dó í bamæsku; Ingólfur, var lengi verkstjóri hjá Alhance í Reykjavík, átti Lilju Halldórsdóttur og eignuð- ust þau sjö börn; Theodóra, dó fjög- urra ára; Sesselja, átti Klemens Samúelsson, kennara að Gröf í Miðdölum; Sigurður, var lengi verkamaður í Keflavík; Theodóra, átti Ólaf Jónsson frá Elliðaey, en þau eignuðust einn son; Valdimar, var tollþjónn í Reykjavík, átti Ragnheiði Erlendsdóttur, en þau eiguðust tvo syni; Kristín, dó upp- komin; Jón, b. í Miðhúsum í Reyk- hólasveit, en fyrri kona hans var Petrína Halldórsdóttir og eignuö- ust þau þrjú börn, og síöari kona hans var Ingibjörg Árnadóttir og eignuöust þau eina dóttur; Guð- mundur, var b. að Ósi á Skógar- strönd en hann býr nú í Reykjavik, kvæntist Sigurlaugu Jónsdóttur og eignuöust þau fimm börn; Ólafur, er húsgagnabólstrari í Reykjavík, kvæntist Guðnýjui Guðjónsdóttur, en þau eignuðust fjögur börn. Foreldrar Guðrúnar voru Daði Daníelsson, b. að Setbergi og víðar á Skógarströnd, en hann lést 1939 og kona hans, María Magdalena Andrésdóttir, f. í Flatey á Breiða- firöi 1859, en hún var hundrað og sex ára er hún lést og mun, eftir því sem best er vitaö, hafa orðið þriðji elsti íslendingurinn. Systur Maríu voru hinar þjóð- kunnu skáldkonur, Herdís og Ólína. Daði var sonur Daníels, b. í Litla- Langadal á Skógarströnd, Sigurðs- sonar hreppstjóra og skálds á sama stað, Daðasonar á Leiti á Skógar- strönd, Hannessonar. Kona Sigurö- ar var Þorbjörg Sigurðardóttir, b. á Setbergi, Vigfússonar. Bróðir Þorbjargar var Siguröur stúdent, langafi Steinunnar, móðurömmu Þorsteins Jónssonar í Sögusteini. Systir Daníels var Þorbjörg, lang- amma Guðbergs, föður Þóris, elli- málafuhtrúa Reykjavíkurborgar. Móöurforeldrar Guðrúnar voru Andrés Andrésson frá Skáleyjum og kona hans, Sesselja Jónsdóttir Guðrún Daðadóttir. frá Djúpadal, systir Sigríöar, móð- ur Bjöms Jónssonar ráðherra og ritstjóra, föður Sveins Björnssonar forseta. Andrés var sonur Andrésar frá Hehissandi, Bjömssonar og konu hans, Guðrúnar Einarsdóttur. Systir Guðrúnar var Þóra, móðir Matthíasar skálds Jochumssonar. Bróðir Guðrúnar var Guðmundur, prestur á Kvennabrekku í Miðdöl- um, en María, móðir Guðrúnar Daðadóttur, ólst upp hjá honum. Dóttir Guðmundar og uppeldis- systir Maríu var Ásthhdur, kona Péturs Jens Thorsteinssonar, kaupmanns og útgerðarmanns á Bíldudal, móðir Muggs og Katrínar Thorsteinsson Briem, móður Pét- urs sendiherra. Guðrún tekur á móti gestum frá klukkan 17-20 á fjórðu hæð að hót- el Holiday Inn að Sigtúni 38. Jóhann Bogason, rafvirkjameist- ari og verkstjóri, th heimihs að Einigrund 22, Akranesi, er sextug- ur í dag. Jóhann fæddist í Reykjavík en flutti tveggja ára með fjölskyldu sinni norður í Skagafiörð þar sem hann átti heima th fimmtán ára aldurs er fiölskyldan flutti á Akra- nes. Hefur hann síðan verið búsett- ur á Akranesi. Jóhann fór sextán ára á síld og var við síldveiöar á sumrin þar th hann fór í Loftskeytaskólann en þaðan útskrifaðist hann 1948. Hann stundaði svo síldveiðar eftir það og var í verkamannavinnu á Akranesi en var loftskeytamaður á togaran- um Akurey frá 1953-56. Þá fór Jó- hann í land og hóf nám í rafvirkjun en sveinsprófi í þeirri iðn lauk hann 1960 og meistararéttindi öðl- aðis hann 1964. Jóhann starfaði síö- an sjálfstætt sem rafvirki frá 1964-74 en hóf þá störf hjá Sements- verksmiðju ríkisins og er nú verk- stjóri á rafmagnsverkstæði þar. Kona Jóhanns er Vigdís, f. 20.1. 1927, dóttir Guðbjarna Sigmunds- sonar, verkamanns á Akranesi, og konu hans, Guðnýjar Magnúsdótt- ur, sem er látin. Jóhann og Vigdís eignuðust þrjú börn en eldri sonur þeirra er lát- inn. Börn þeirra: Rúnar Már yfir- kennari, f. 7.12. 1947, en hann drukknaði 22.9.1979 og lét þá eftir sig konu, Erlu Maríu Eggertsdótt- ur, og tvær dætur, Helenu og Önnu Lísu; Vignir, myndlistarmaður, rafvirki og búfræðingur, f. 8.5.1952, hann býr í Santa Fe í Nýju Mexíkó og á tvö börn, Marsibh Brák og Nikulás Inga, og Brynja, sjúkrahöi og húsmóðir á Akranesi, f. 1.12. 1956, gift Magnúsi Ebenesersyni, rakarameistara á Akranesi, en þau eiga tvö börn, Rúnar Már og Irmu Ösp. Jóhann á þrjú systkini. Þau eru ÓU Jón, fyrrv. skipstjóri í Keflavík en starfar nú við fiskeldi, f. 17.4. 1930; Þorgerður Una, húsmóðir í Grindavík, f. 25.7. 1931, og Guðríð- ur, húsmóðir á Dalvík, f. 10.12.1935. Foreldrar Jóhanns voru Bogi Theodór Björnsson, sjómaður og verkstjóri, f. á Framnesi viö Kálfs- hamarsvík 3.9. 1903, d. 29.1. 1969, og kona hans, Sigrún Jónsdóttir, f. í Höfnum á Skaga í Austur-Húna- vatnssýslu, f. 16.4.1896, d. 4.3.1970. Föðurforeldrar Jóhanns voru Sigurður Björn Árnason, b. aö Malarlandi í Kálfshamarsvík, og Sólveig Benediktsdóttir. Móðurforeldrar Jóhanns voru Jón Jóhann, bátsformaður aö Brú- arlandi á Skagaströnd, Bjarnason og ÓUna Sigurðardóttir ljósmóðir. ÓUna var dóttir Siguröar, b. að Lækjarbrekku í Höfðakaupstaö, Ólafssonar og Steinunnar Ólafs- dóttur, vinnumanns á Kollafiarð- arnesi í Strandasýslu, Eyjólfsson- ar. Móðir Steinunnar var Katrín Magnúsdóttir frá Gestsstöðum. Jóhann dvelur erlendis þessa dagana. Páll Jónasson Til hamingju með daginn Páll Jónasson bóndi og trésmíða- meistari að Utanverðunesi í Rípur- hreppi, er áttræður í dag. Páll fæddist í Hróarsdal í Skaga- firöi og ólst þar upp í foreldrahús- um. Tvítugur var hann fiósamaður viö berklahæUð á Vífhsstöðum en lærði síðan trésmíðar og hefur unnið við þær víða á Norðurlandi. Páll var við nám í Samvinnuskól- anum 1930-31 og hugði á nám í byggingaUst en var synjað um gjaldeyri til fararinnar. Páll hóf búskap í Hróarsdal 1936 en 1956 fluttu þau hjónin í Utan- verðunes og hafa búið þar síðan. Þó hafa þau haft vetursetu í höfuð- staðnum frá 1963 vegna skólagöngu barna sinna. Kona Páls er Þóra, f. 20.11. 1919, dóttir Jóns, b. í Mýralóni, Ólafsson- ar og Jónasínu Helgadóttur frá MöðrufelU í Eyjafirði. Páll og Þóra eignuðust átta börn. Þau eru Jónas, tæknifræöingur hjá Veðurstofunni, kvæntur Þórunni Skaftadóttur, húsmóður og jarö- fræðingi, en þau eiga tvær dætur; Páll lést í barnæsku; Jón, vélstjóri í Reykjavík, en hann á tvær dætur; Lhja, húsmóðir í Reykjavík, gift Pétri Ársælssyni, verkstjóra hjá Reykjavíkurborg, en þau eiga eina dóttur; Sigríöur, húsmóðir í Reykjavík, gift Reyni Sigurðssyni rafvirkja, en þau eiga einn son; Hróar, sölumaður í Reykjavík, kvæntur Kristínu Guðmundsdótt- ur húsmóður, en þau eiga tvö börn; Heiðbjört, húsmóðir í Utanverðu- nesi, gift Bart Brennan jámsmið og eiga þau fióra syni, og Hallfríð- ur, dehdarstjóri hjá Sparisjóði vél- stjóra, en sambýlismaður hennar er Kristján Guðmundsson, endur- skoðandi hjá Landssambandi iðn- aðarmanna, og eiga þau eina dótt- ur. Páll átti þrjátíu og eitt systkini, tólf alsystkini og nítján hálfsystk- ini, en hann á nú fimm alsystkini á lífi. Faðir Páls var Jónas Jónsson, b. í Hróarsdal og ljósfaðir, en hann þótti sérstaklega laginn við fæðing- arhjálp, enda hefur þess oft verið getið að hann tók á móti fimm hundruö börnum án þess að missa eitt þeirra eða móður þess. Móðir Páls og þriðja kona Jónas- ar var Lilja, dóttir Jóns, b. á Syðstu-Grund í Blönduhlíð, og konu hans, Bjargar Jónsdóttur. Foreldrar Jóns á Syðstu-Grund Páll Jónasson. vom Jón, b. og söðlasmiöur á Ytri- Kotum og víðar, Jónsson, hrepp- stjóra á Silfrastöðum, Erlendsson- ar og kona hans, Þuríður Sigurðar- dóttir Beck á Bakka í Öxnadal, Símonarsonar. Hálfsystir Jóns á Kotum, samfeðra, var Kristín Jóns- dóttir, föðuramma dr. Helga Pjet- urss. Föðurforeldrar Páls voru Jón, b. í Hróarsdal, Benediktsson, b. aö Hehu í Blönduhlíð, Vhhjálmssonar og kona Jóns, Guöný Sigurðardótt- ir, b. að Egg í Hegranesi, Sigurðs- sonar, b. að Daufá, þess er varð úti með Reynisstaöabræðrum. 85 ára______________________ Freysteinn Jónsson, Vagnbrekku, Skútustaðahreppi, er áttatíu og fimm ára í dag. 80 ára_______________________ Páll Pálsson, Melholti 6, Hafnar- firði, er áttræður í dag. Guðmundur Guðmundsson, Bjarmalandi 24, Reykjavík, er átt- ræður í dag. Þórdís Einarsdóttir, Hlíðarenda- vegi 5B, Eskifirði, er áttræð í dag. 75 ára________________________ Guðmundur Ásgrímsson, Fornósi 8, Sauðárkróki, er sjötíu og fimm ára í dag. Ingibjörg Þórarinsdóttir, Borgar- hrauni 1, Grindavík, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára______________________ Benedikt Franklínsson, Ártúni 12, Selfossi, er sjötugur í dag. Sigmundur Karlsson, Hraukum, Djúpárhreppi, er sjötugur í dag. 60 ára_____________________ Sigrún Sæmundsdóttir, Hcifnar- braut 7, Höfn í Hornafirði, er sex- tug í dag. 50 ára______________________ Greipur Sigurðsson, Haukadal II, Biskupstungnahreppi, er fimmtug- ur í dag. 40 ára____________________________ Sigurður Fr. Lúðvíksson, Dalsseh, Vestur-Eyjafiallahreppi, er fertug- ur í dag. Inga Hanna Kjartansdóttir, Frosta- fold 93, Reykjavík, er fertug í dag. Jónína G. Einarsdóttir, Birkigrund 11A, Kópavogi, er fertug í dag. Magnús Arnar Sigtryggsson, Rjúpufelh 35, Reykjavík, er fertug- ur í dag. Sigrún Þ. Friðgeirsdóttir, Heiðar- lundi 18, Garðabæ, er fertug í dag. Pétur Reynir Björnsson, Uhar- tanga 6, Fehahreppi, er fertugur í dag. Þóra Egilsdóttir, Flúðaseh 91, Reykjavík, er fertug í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.