Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð I lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Endurheimtum stéttafrið Hremmingar ríkisstjórnarinnar byrjuðu í alvöru í vinnudeilum vorsins. Hin vanhugsuðu bráðabirgðalög hennar voru tilviljanakenndur áfangi í þokugöngu, sem varð fyrst mögnuð í sífelldu vanmati hennar og raunar flestra annarra á þunganum í gremju láglaunafólks. Það var verzlunar- og skrifstofufólk utan Reykjavík- ursvæðisins, sem kom mest á óvart í vinnudeilunum. Hvað eftir annað kom í ljós, að það sætti sig ekki við niðurstöður, sem reyndir menn töldu vera í þolanlegu samræmi við hefðir og reynslu fyrri ára á þessu sviði. Eftir á að hyggja eru á þessu gildar skýringar. Kjarni verzlunarstéttar þessa svæðis starfar hjá kaupfélögum og öðrum samvinnufélögum, sem hafa verið í farar- broddi hinnar auknu stéttaskiptingar í landinu á und- anfórnum árum. Þetta starfsfólk gerði uppreisn. Láglaunafólk verzlunarmannafélaga landsbyggðar- innar taldi sig ekki eiga frumkvæði að rofi hefða. Það taldi sig vera í vörn gegn atvinnurekendum, sem hefðu rofið hefðbundin hlutföll í stéttakjörum þjóðarinnar. Það bar sig saman við nýráðinn Sambandsforstjóra. Enginn vafi er á, að óvæntar upplýsingar um kjör dýrustu yfirmanna samvinnuhreyfmgarinnar voru olía á eld óánægju láglaunafólks. Hin afbrigðilegu launakjör forstjóra sölufélags íslenzkra samvinnumanna í Banda- ríkjunum voru borin saman við eigin smánarkjör. Samvinnuhreyfingin er ekki ein um að hafa rofið hefðbundin hlutfóll í kjörum starfsfólks, þótt hún hafi gengið einna lengst. Milljón krónur á mánuði þekkjast ekki í einkarekstri, en þar eru menn þó farnir að skríða í hálfa milljón, meðan þrælarnir hafa tæp 40 þúsund. Samkvæmt nýrri úttekt Þjóðhagsstofnunar er tíundi hluti launþega með rúmlega 250 þúsund krónur á mán- uði að meðaltali um þessar mundir. Þetta er tekjuyfir- stétt þjóðarinnar, þau 10%, sem fá 27% kökunnar. í rauninni er þetta furðulega fjölmennur hópur. í hinum endanum eru þeir, sem taka lágmarkslaun- in, sem tókst með hörku í vor að hækka upp í 36.500 krónur, einn sjöunda af launum hátekjufólks. Úttekt Þjóðhagsstofnunar sýnir að vísu mun lægri tekjutölur á botninum, en það eru tekjur fólks í hlutastörfum. Samkvæmt útreikningum Kjararannsóknanefndar hófst misgengi almenns kaupmáttar og kaupmáttar lág- markslauna eftir samningana í árslok 1984. í stað þess að jafna kjörin, juku þeir ójöfnuðinn fram á mitt ár 1985. Síðan varð hlé, sem stóð fram undir árslok 1986. Misræmið magnaðist svo í alvöru í fyrra. Hefur ekki annar eins aðskilnaður tekjuþróunar hálauna- og lág- launafólks orðið í manna minnum. Verulegur hluti þjóð- arinnar baðaði sig í góðærinu, meðan sá hluti hennar, sem verst var settur, mátti sæta skerðingu lífskjara. Þetta misgengi hleypti illu blóði í kjarasamingana í vor. Láglaunafólkið setti hnefann í borðið. Niðurstaða upphlaupsins varð engin. Það þýðir ekki, að máhð sé úr sögunni. Búast má við harðnandi stéttaátökum í landinu á næstu árum, ef misgengið verður ekki leiðrétt. Slæm reynsla er af minnkun tekjubils í kjarasamn- ingum. Launaskriðið hefur jafnan eyðilagt slíkar til- raunir og jafnvel breikkað bihð enn frekar. Hér í leiðar- anum á laugardag var bent á kosti og gaha annarrar leiðar, lagasetningar, svo sem tíðkast í Bandaríkjunum. Þótt máhð sé erfitt í framkvæmd, er nauðsynlegt, að þjóðin geri sér grein fyrir, að sæmilegur stéttafriður næst ekki nema með minnkun munar lífskjara í landinu. Jónas Kristjánsson Aðilar ríkisstjórnarinnar ásamt efnahagssérfræðingum funda um efnahagsmál. Efnahagsráðstafanir og gengishrellingar Hinn 20. maí sl. sendi ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar frá sér yfirlýs- ingu um aðgeröir í efnahagsmálum samfara bráðabirgðalögum í kjöl- far gengisfelbngarinnar 16. maí sl. Þetta er í fimmta eða sjötta sinn, sumir segja sjöunda, á tæplega 11 mánaða ferb ríkisstjórnarinnar að gripiö er tfi sérstakra ráðstafana í efnahagsmálum. Á u.þ.b. tveggja mánaða fresti hefst upp mikfi skálmöld hjá ríkisstjórninni. Ráð- herramir rífast eins og hundar og kettir svo hriktir í, fréttamönnum tfi mikillar gleði. Veðbankar starfa og menn velta því fyrir sér hvort stjórnin lifi af orrahríðina. Hingað tfi hefur hún endað með einhvers konar málamiðlun sem kallast efnahagsaðgerðir. Þingflokkur Borgaraflokksins og nokkrir ráðgjafar hans í efnahags- málum hafa farið yfir síðustu afrek ríkisstjómarinnar. Langar mig til þess í tveim blaðagreinum að láta í ljósi álit á þessum aðgeröum nú. Til hægöarauka eru millifyrirsagn- ir og greinarnúmer í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjómarinnar. I. Aðgerðir til að treysta afkomu atvinnuvega og atvinnuöryggi á landsbyggðinni 1. Borgaraflokkurinn lýsir yfir stuðningi við hvers kyns aðgeröir, sem miða að því að treysta atvinnu- líf landsmanna, hvar sem er á landinu. Boðaðar aðgerðir ríkis- stjómarinnar em því miður ekki líklegar tfi þess aö ná tfiætluðum árangri. Fyrst má nefna, að með gengis- fefiingunni er farið aftan að hlut- unum. Gengisfelling sem shk er lokalæknisaðgerð. Fyrst þarf að ákveða allar ráðstafanir og síðan á að láta reikna nákvæmlega út, hversu mikið þarf að fella gengið tfi þess, að þær virki. Ríkisstjómin hefur hins vegar ákveðið 10% geng- isfefiingu, áður en nokkrar ráðstaf- anir höfðu verið ákveðnar. Gengis- felhngin er nánast málamiðlun mihi Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins, ákveðin meö handauppréttingu á fundi ríkis- stjómarinnar. Sjálfstæðisflokkur- inn í ríkisstjóm hafði að því er virðist enga skoðun á máhnu frek- ar en endranær. Það er kyndugt að horfa upp á tilraunir fjármálaráðherra til þess að kenna bankakerfinu og nokkr- um atvinnufyrirtækjum um geng- isfelhnguna. Sannleikurinn er sá, að almenningur virðist hafa mun betur vit á efnahagsmálum en ráð- herrar ríkisstjómarinnar, þótt sumir þeirra hafi látið þá einkenni- legu skoðun í ljós, aö almenningur sé ekki eins vitlaus og þeir hafi haldiö. 2. Varðandi erlendar lántökur má benda á, aö með ráðstöfunum er veriö að heimila fyrirtækjum að taka erlend lán, aht að 800 mfiljón- unum kr., til að fjármagna tap- rekstur imdanfarinna missera. Þau (fyrri grein) KjaUarinn Júlíus Sólnes alþingismaður fyrir Borgaraflokkinn mega hins vegar ekki nema að tak- mörkuðu leyti taka erlend lán tfi þess að skapa ný atvinnutækifæri með nýjum stofnfjárfestingum. Þetta ætti að sjálfsögðu að vera öfugt. Þá fær Byggðastofnun heim- ild tfi þess að auka erlendar lántök- ur sínar um 200 milljónir króna tfi að aðstoða mjög illa stödd fyrir- tæki, sem ættu erfitt með að fá er- lend lán beint. í því sambandi er spurt, hvort hér sé aðeins átt við ifia stödd fyrirtæki úti á landi eöa hvort illa stödd fyrirtæki á höfuð- borgarsvæðinu fái einnig aðstoð. 4. Þingmenn Borgaraflokksins gagnrýndu óeðhlega skerðingu á framlagi til Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga fyrr í vetur. Með 40 milljóna kr. auknu framlagi til sjóðsins er komið til móts við þá gagnrýni og er það vel. II. Aðgerðir til að verja kaupmátt lægstu launa og draga úr launamun 1. Það er mjög varhugavert að hrófla við kjarasamningum á þann hátt, sem ríkisstjómin hefur ákveðiö. Hníga sterk rök að því að um stjómarskrárbrot sé að ræða, enda hafa samtök launþega ákveð- ið aö kæra aðgerðir ríkisstjórnar- innar fyrir Alþjóða vinnumála- stofnuninni. Það er ámæhsvert aö ætla launþegum enn einu sinni að taka á sig afleiðingar af rangri efnahagsstefnu. Vestfjarðasamn- ingunum, sem á sínum tíma var fjarstýrt af Alþýðuflokknum, hefur nú verið þröngvaö upp á aha laun- þega. 2. -4. Borgaraflokkurinn lagði fram á þingi einu raunhæfu tfilög- una um að hækka laun hinna lægstlaunuðu án þess að sama hækkun gengi upp allan launastig- ann. Tillagan gerði ráð fyrir að persónuafsláttur skattgreiðenda yrði hækkaður í rúmar 19 þúsund kr. og skattleysismörk í 55 þúsund kr. á mánuði. Þeir sem hefðu lægri mánaðartekjur fengju ónýttan per- sónuafslátt greiddan út. Þá lagði Borgaraflokkurinn til við af- greiðslu staðgreiðsluskattkerfisins að persónuafslátturinn yrði endur- skoðaður mánaðarlega. Annars væri hætta á því að skattbyrði ykist of mikið fram tfi 1. júh en þá átti fyrst að endurskoða persónuaf- sláttinn. Nú hefur komið í ljós að beinir skattar hafa hækkaö veru- lega hjá stómm hópi launþega. Skattheimta ríkisins hefur aldrei verið meiri en um þessar mundir. Ríkisstjórnin sér sig því neydda tfi þess að viöurkenna þessa réttmætu gagnrýni okkar og hefur því ákveð- ið að flýta endurskoðun persónuaf- sláttar um einn mánuð. Segir það þó lítið til þess að draga úr hinni ógnvænlegu skattfrekju ríkisins. III. Aðgerðir til að auka verðlagsaðhald og verðsamanburð 1. Sjálfsagt er að leita allra ráða tfi að halda verðlagi niðri. Tökum við hefis hugar undir það. 2. Það er sjálfsagt að ríkið gangi á undán með góðu fordæmi og stilh í hóf hækkun á þjónustugjöldum sínum. Það getur hins vegar verið tvíeggjað að ætla ríkisstjórninni að bremsa gjaldskrárhækkanir ríkis- stofnana og ríkisfyrirtækja. í mik- illi verðbólgu er hætta á því að rekstrargrundvöhur þessara fyrir- tækja verði lagður í rúst eins og raunin varð á undir lok áttunda áratugarins. 3. -4. Það er afar erfitt að hafa hemil á gjaldskrám einkaaöila eða ætla sér að grípa inn í lögmálið um framboð og eftirspurn. Nauðsyn- legt er einnig að gera sér raunhæfa grein fyrir því hversu markaður- inn á íslandi er lítill og hversu erf- itt er að fá fram nægilega sam- keppni til þess aö halda verðlagi niðri. Við verðum að sætta okkur viö það að 250 þúsund manna sam- félag getur ekki skapaö þaö mark- aðsástand að vöruverð haldist í lág- marki nema í sárafáum greinum. í seinni grein verður farið yfir aðra þætti efnahagsráðstafana rík- isstjómarinnar. JS „Þetta er 1 fimmta eða sjötta sinn, sum- ir segja sjöunda, á tæplega 11 mánaða ferli ríkisstjórnarinnar að gripið er til sérstakra ráðstafana í efnahagsmál- um.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.