Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1988, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1988. Jarðafarir Þórður Sigurðsson lést 21. maí sl. ^ Hann fæddist 13. ágúst 1917 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru Sigurður íshólm og Kristjana Erlendsdóttir. Þórður starfaði lengst af hjá OUufé- laginu hf. Eförlifandi eiginkona hans er Guðlaug Erlendsdóttir. Þau hjónin eignustu tvo syni og er annar á lífi. Útfór Þórðar verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag kl. 13.30. Elísabet Eyjólfsdóttir lést 31. maí. Hún fæddist á Bíldudal 5. október 1896. Hún giftist Eiríki Eiríkssyni en hann lést árið 1963. Þau hjónin eign- uðust sex böm. Útfór EMsabetar verður gerð frá Fríkirkjunni í dag kl. 13.30. Guðmundur R. Brynjólfsson fv. lög- regluvarðstjóri lést 26. maí sl. Hann fæddist á Gelti í Grímsnesi 18. mars 1912 og vora foreldrar hans Sigríður Guðmundsdóttir og Brynjólfur Þórð- arson. Guðmundur starfaði lengst af í lögreglunni. Eftirlifandi eiginkona hans er Jónína Bjarnadóttir og sam- an eignuðust þau þrjú böm. Auk þess eignaðist Guðmundur eina dótt- ur. Útfór hans verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13.30. August Hákansson lést 27. mai. Hann fæddist í Reykjavík 25. desember 1906, sonur Frantz Adolfs Hákansson og konu hans ísafoldar Halldórs- dóttur. August lauk námi í hús- gagna- og skrautmálun. Hann stofn- setti fyrirtækið Skiltagerðina árið 1947 og rak það þar til fyrir átta árum. Efdrlifandi eiginkona hans er Petra Hákansson. Þau hjónin eignuð- ust ijögur böm. Útfór Augusts verð- ur gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Meiming DV Grappelli í Háskólabíói: Enginn ósnortinn Stéphane GrappelU hélt tónleika í Háskólabíói í gærkvöld fyrir troð- fuUu húsi áheyrenda. Með hinum aldna fiðlusniUingi léku hoUenski bassaleikarinn, Jack Sewing, og franski gítarleikarinn, Marc Foss- et. Tónleikarnir hófust með syrpu af gömlum „stöndurdum“ en því næst kynnti GrappelU að leikið yrði lag eftir sinn látna félaga, Django Reinhardt, Swing 42. Þar á eftir kom syrpa af lögum úr öllum undragóðir. Bassaleikarinn Jack Sewing var óhemjumelódískur og var bassinn ekki síður rómantísk- ur en fiðlan, þrátt fyrir öUu klunna- legra sköpulag. Fosset er glettinn gítarleikari og gáskafuUur. Hann átti það til að stela senunni og tók jafnvel upp á því að syngja með sólóum. Hann var eins og hljóm- sveit út af fyrir sig. Það vakti mikla hrifningu er GrappelU settist við flygihnn og tók að leika eins og engiU. Auðheyrt var að enginn hafði átt von á svo Ijúfu spiU. Er tónleikunum lauk vom áhorf- endur ekki á því að sleppa Grapp- elU og félögum. Þeir vora klappaðir upp margsinnis og léku þrjú auka- lög. Hið fyrsta var hið gamalkunna Honeysuckle Rose og var auðheyrt að hver einasti áhorfandi þekkti lagið. Síðari aukalögin vora Nuag- es og Daphne, bæði eftir Django Reinhardt. GrappeUi treysti sér ekki í fleiri aukalög þrátt fyrir áköf fagnaðar- læti í salnum, enda búinn að leika í meira en tvo tíma. Hann bað áhorfendur afsökunar og lofaði að koma aftur. Óskandi væri að hinn aldni ljúflingur ætti eftir að efna þetta loforð sitt. -PLP Tónlist Pétur L. Pétursson áttum, allt frá Gershwin til Stevie Wonder. AUt var þetta rómantísk sveifla og þótti undirrituðum sér- staklega mikið til um túlkun GrappeUis á verkum Gershwins sem var sérstakíega yndisleg. GrappelU spilaði sig inn í hjarta áheyrenda með einstakri bUðu. Þrátt fyrir háan aldur eru fingurn- ir undranæmir, hljómurinn tærari en nokkra sinni og aUt fiðluspU fullkomið, rétt eins og á hljóm- plötu. Hann ætti nú líka að vera farinn að kunna lögin eftir 60 ár í „bransanum“. Lítið samspU var mUU hljóm- sveitar og salar framan af. Það voru helst glettur Fossets sem vöktu kátínu meöal áhorfenda. Þetta breyttist þó er líða tók á tónleikana og undir lokin var GrappelU búinn að töfra hvern einasta áheyranda upp úr skónum. Meðleikarar GrappeUis vora Grappelli, Sewing og Fosset í léttri sveiflu. Margrét Jóhannsdóttir og Eymund- ur Austmann Friðlaugsson, Víghóla- stíg 4, Kópavogi, veröa jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. júní kl. 16.30. Ketilfríður Dagbjartsdóttir, Selja- hUð, sem andaðist í Borgarspítalan- um 31. maí sl„ verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 9. júní kl. 13.30. Stefán G. Sigurðsson kaupmaður, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfj arðarkirkj u miðvikudaginn 8. júní kl. 13.30. Útíör Önnu Pjeturss píanóleikara, Kaplaskjólsvegi 41, sem lést 27. maí sl„ fer fram frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 8. júní kl. 10.30. Jón Valdimarsson vélsmiður, Hlíðar- vegi 25, ísafirði, verður jarðsettur frá ísaflarðarkapeUu miðvikudaginn 8. júní kl. 14. Valdimar Kristinsson, SólvöUum, Innri-Akraneshreppi, verður jarð- sunginn frá Innra-Hólmskirkju í dag, þriðjudaginn 7. júní, kl. 14.30. Magnea Júlía Þórdís Ólafsdóttir, Njálsgötu 72, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 8. júní kl. 15. Útíör Hrefnu Leu Magnúsdóttur, EIU- og hjúkranarheimiUnu Grund, áður tíl heimUis að Hraunteigi 15, Reykjavík, fer fram frá Bústaða- kirkju miðvikudaginn 8. júni kl. 13.30. Ingibjörg Stefánsdóttir, Austurbrún 6, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 8. júní kl. 15. Andlát Gunnar J. Möller hæstaréttarlög- maður er látinn. HaUa Guðrún Markúsdóttir, Bolla- görðum 7, Seltjarnarnesi, andaðist aðfaranótt 5. júní. Jón Emil Guðjónsson, fyrrvercmdi framkvæmdastjpri, Eskihlíð 6, lést í Landakotsspítala sunnudaginn 5. júrú. Friðþjófur Helgason, fyrrverandi brunavörður, Þinghólsbraut 26, Kópavogi, lést 5. júní. Jóna Kristín Jónsdóttir, fyrrverandi húsfreyja, Jaöri, Hrunamanna- hreppi, andaðist á Droplaugarstöð- um 3. júní. Fréttir Umðasvæðin í Mývatnssveit: 260 urriðar komnir á land „Veiðin gengur vel hérna og það munu vera komnir 170-180 in-riðar á land. Stærstu fiskamir, sem veiðst hafa, eru 5 punda og fyrstu veiðimennimir byrjuðu 1. júní,“ sagði Hólmfríður Jónsdóttir á Am- arvatni í samtah við DV í gær- kveldi er við spurðum um veiðina á urriðasvæðinu. „Hérna vora meðal annars Rafn Hafnfjörð, Pálmi Sigurðsson, EgUl Ó. Krist- insson og Kolbeinn Grímsson við veiðar fyrstu dagana. Pálmi Sigurðsson veiddi tvo 5 punda. Rafn Hafnfiörð og frú fengu meðal annars tvo 4 punda. Flug- urnar, sem hafa gefið best, era black goast og Hólmfríður svo að einhverjar séu nefndar. Það era gróðrarskúrir núna eins og er, gott veiðiveður. Guðmundur „Víking- ur“ Guðmundsson og frú eru hérna við veiðar þessa dagana og veiða aUtaf ágætlega," sagði Hólmfríður að lokum. Niðri í Laxárdal era komnir 65-70 urriðar og era þeir stærstu 5 pund. Silungsveiðin gengur viða vel þessa dagana og hann Jón Sig- urðsson slær ekki slöku við frekar en aðrir veiðimenn. Þennan afla fékk hann i Borgarfirðinum fyrir nokkrum dögum. G.Bender Ásmundur Steingrímsson, Siglufirði, andaðist 3. júní í sjúkrahúsi Siglu- fjarðar. Jakob HagaUnsson frá Grannavík lést að heinúli sínu, Hlíð, ísafirði, fóstudaginn 3. júní. Áslaug Jensdóttir, Stýrimannastíg 4, lést fóstudaginn 3. júní í hjúkranar- deUd Hrafnistu, Reykjavík. Andrés Auðunssoij, Efra-HóU, Vest- ur-Eyjaijöllum, lést 5. júní. Egill Óskarsson, Breiðagerði 19, Reykjavík, lést að morgni 6. júní í Landspítalanum. Sigurþór Hersir bryti, Rauðalæk 13, andaðist í landspítalanum 5. júní. Lilja Guðrún Þórðardóttir, Hátúni lOb, lést á Borgarspítalanum sunnu- daginn 5. júní. Tapaðfundið Vasahnífur tapaöist Rauður vasahiúfur tapaðist á leið frá Markinu að Hagkaup. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 39772. Fyrirlestur Fyrirlestur Daniels Graffin á listahátíð Franski myndlistarmaðurinn Daniel GrafQn heldur fyrirlestur í Norræna hús- inu í dag, þriðjudag 7. júni, kl. 20.30. Fyr- irlesturinn, sem er fluttur á ensku, fjallar um samband myndlistar pg byggingalist- ar og mun hstamaðurinn segja frá sam- starfl sínu við arkitekta og sýna Ut- skyggnur af verkum sínum. Fyrirlestur- inn er haldinn á vegum Listahátíðar í Reykjavfk, Sambands íslenskra mynd- Ustaimanna og L’Alliance Francaise. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis. TiUcyimingar Hallgrímskirkja -starf aldraðra Nk. fimmtudag, 9. júni, er fyrirhuguð ferð í Galtalækjarskóg. Komið veröur við á HeUu, ekið að Tröllkonuhlaupi og á hehn- leið skoðuð kirkjan á Skarði í Landsveit. Nánari upplýsingar gefur Dómhildur Jónsdóttir í síma 39965. Kvenfélagasamband Kópavogs Skógræktameöidin biður konur að koma að Einbúanum í Kópavogi miðvikudag- inn 8. júní kl. 20 til að hlynna að og gefa áburð þeim birkiplöntum sem konur gróðursettu vorið 1985. Mætið allar hressar. Nefiidarkonur veita upplýsing- ar: Soffia Eygló, s. 41382, Svana Svan- þórs, s. 43299, og Jónina Þ. Stefáns, s. 43416. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag. Kl. 14 félagsvist, kl. 17 söngæfing. Kynningarspjaldfrá iandvarðafélagi íslands Landvarðafélag íslands hefur gefið út kynningarspjald þar sem kynnt er hlut- verk landvarða og dagleg störf á friðlýst- um svæðum. Spjaldinu verður dreift til íslenskra ferðamanna sem dveþa á þess- um svæðum. Með þessu vfija landverðir vekja athygU á því að til þeirra er hægt að sælga aðstoð, auk upplýsinga og fræðslu um viökomandi staði. Eftirtaldir aðilar styrktu gerð kynningarspjaldsins: Náttúruvemdarráð, Ferðamálaráð og Ferðamálasamtök Norðurlands. Letur- prent prentaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.