Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989. Utlönd Sleppur North við réttarhöld? Steinunn Böðvaisdóttir, DV, Washington: Vafl leikur nú á hvort íran kontra vopnasölumálið í Bandaríkjunum komi nokkurn tímann fyrir rétt. Fyrstu réttarhöldin í málinu yfir Oli- ver North, sem ákærður er fyrir aö- ild að leynilegri sölu vopna til írans og ólöglegum flutningi hluta ágóðans í Nicaraga, áttu að heíjast á mánu- dag. Nú er ljóst að þau hefjast í fyrsta lagi í næstu viku ef þau hefjast þá á annaö borð. Ástæðan er sú að Gerhard Gesell, alríkisdómarinn í réttarhöldunum, hafnaði hluta samkomulags sem sak- sóknaraembættið og dómsmálaráðu- neytið höföu komið sér saman um og hefði takmarkað mjög hvaða leynileg gögn North hefði getað notað í vörn sinni. Sá hluti samkomulags- ins sem dómarinn hafnaði heimilaði Richard Thornburgh dómsmálaráð- herra að mótmæla og banna notkun leynilegra gagna og skjala í réttar- höldunum, skjala er innihalda upp- lýsingar sem varða þjóðaröryggi landsins að mati ráðherráns. Gesell sagði að ef dómsmálaráð- herrann óttaðist að hulunni yrði svipt af leyndarmálum er geta stefnt öryggi þjóðarinnar í hættu hefði Thornburgh lagalegan rétt og skyldu til að fella niður einstaka eða allar af hinum tólf ákærum á hendur North. En margir telja að Thorn- burgh óttist það pólítíska fjaðrafok sem óhjákvæmilega myndi fylgja í kjölfar slíkrar ákvörðunar. Ágreiningurinn um hvaöa leynileg skjöl hann geti notað í vörn sinni virðist ætla að kæfa réttarhöldin áð- ur en þau hefjast. Thornburgh vill allt til vinna að halda leyndum upp- lýsingum er hann telur varða þjóöa- röryggi Bandaríkjanna en lögftæð; ingar Norths kveða þessar upplýs- ingar nauðsynlegar fyrir vörn hin's ákærða. North hefur haldið því fram að Reagan, fyrrum forseti, og hátt- settir embættismenn hans hafi hald- ið leyndum aðgerðum til að tryggja kontraskæruliðunum aðstoð á þeim tíma sem bann við slíkri aðstoð Bandaríkjastjórnar var í‘ gildi. Þá hefur North sagt aö Reaganstjórnin hafi heitið einstökum erlendum ríkj- um endurgjaldi fyrir veitta aðstoð til skæruliðanna, endurgjaldi meðal annars í formi aðstoðar leyniþjón- ustu Bandaríkjanna. LÖgfræðingar North vilja skýra frá því hvaða erlend ríki hafl veitt kontraskæruliðunum aðstoð. Banda- ríkjastjórn hefur viðurkennt að ein- stök ríki Suður-Ameríku hafi verið henni innan handar í þessum efnum en neitar að gefa upp hvaða önnur ríki utan þeirrar heimsálfu hafi veitt aðstoð. Ólíklegt er að réttarhöldin hefjist fyrr en í næstu viku. Hæstiréttur Bandaríkjanna, sem á sunnudag frestaði réttarhöldunum aö beiðni dómsmálaráðherra, mun taka ákvörðun á fostudag hvort veita skuli frekari frest. Veiti hæstiréttur frest mun áfrýjunardómstóll fjalla um ágreininginn um notkun leyni- legra skjala í réttarhöldunum. Veiti hæstiréttur aftur á móti ekki frest er það í raun undir dómsmálaráö- herra komið hvort réttarhöldin hefj- ast eður ei. Oliver North á leið frá yfirheyrslum, Simamynd Reuter Oscar Arias, forseti Costa Rica, undirritar friðarsamkomulag fimm Mið- Amerikuríkja. Símamynd Reuter Samkomulag um brott- rekstur kontraskæruliða Leiðtogar fimm Mið-Ameríkuríkja komust að samkomulagi í gær um að kontraskæruliðar frá Nicaragua yrðu reknir frá Honduras gegn því að haldnar verði fijálsar kosningar í Nicaragua snemma á næsta ári. Samkomulagið, sem gæti þýtt endalokin fyrir hernaö skaérulið- anna, náöist í lok tveggja daga fundar forseta Costa Rica, E1 Salvador, Gu- atemala, Honduras og Nicaragua. Þeir hafa ákveðið að leggja fram áætlun innan níutíu daga um aö senda kontraskæruliðana heim eða til þriðja ríkis. Leiðtogar kontraskæruliða segja að samkomulag án beinna viðræöna milli þeirra og sandínistastjórnar- innar í Nicaragua sé ekki í gildi. Kontraskæruliðar, sem barist hafa gegn yfirvöldum í Nicaragua í átta ár, tóku ekki þátt í viðræðunum á fundi forsetanna fimm. Daniel Ortega, forseti Nicaragua, lofaði pólitískum endurbótum gegn því að kontraskæruliðar yrðu reknir frá Honduras. Með þeim yrði hægt að halda forsetakosningar og þing- kosningar í febrúar 1990. Bandalag Ameríkuríkja og Sameinuðu þjóð- irnar yröu beðin um að hafa eftirlit með kosningunum. Auk þes^ lofaði Ortega að sleppa pólitískum fóngum. Bandarískir embættismenn í Was- hington neituðu í gær að tjá sig um samkomulagið en segjast munu kannaþað. Reuter Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Bræðraborgarstígur 55, þingl. eig. Hallgrímur S. Hallgrímsson, fóstud. 17. febrúar ’89 kl. 15.00. Uppboðs- beiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands, Gjaldheimtan í Reykjavík, Búnaðarbanki íslands, Jón Finnsson hrl. og Landsbanki íslands. Eiríksgata 21, kjallari, þingl. eig. Ás- laug Benediktsdóttir, fóstud. 17. febrú- ar ’89 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Jón Ingólísson hdl. Fálkagata 26, kjallari, þingl. eig. Hálf- dán O. Guðmundsson, föstud. 17. fe- brúar ’89 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Jóhann Pétur Sveinsson lögfr. Grenimelur 2,1. hæð, þingl. eig. Þor- steinn Þorvaldss. og Þorbj. Valdh marsd., föstud. 17. febrúar_’89 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur eru Útvegsbanki íslands hf. og Fjárheimtan hf. Grettisgata 67, rishæð, þingl. eig. Margrét J. Pálmadóttir, fóstud. 17. febrúar ’89 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Ingi Ingimundarson hrl. Grjótagata 9, þingl. eig. Egill Baldurs- son og Halla Amardóttir, föstud. 17. febrúar ’89 kl. 14.30. Uppboðsbeiðend- ur eru Guðjón Ármann Jónsson hdl. og ólafúr Áxelsson hrl. Gyðufell 14, 4. hæð, þingl. eig. Snorri Ársælsson, föstud. 17. febrúar ’89 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru Þor- steinn Eggertsson hdl., Ólafúr Axels- son hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Hátún 8, jarðhæð í suðurálmu, þingl. eig. Kristinn Einarsson, föstud. 17. febrúar ’89 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Hraunbær 140, 2. hæð t.h., þingl. eig. Valgerður Björgvinsdóttir, föstud. 17. febrúar ’89 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Hverfisgata 82, 5. hæð í nýbyggingu, þingl. eig. Jón V. Guðvarðsson, föstud. 17. febrúar ’89 kl. 14.30. Uppboðs- beiðandi er Reynir Karlsson hdl. Hverfisgata 105, kjallari, talinn eig. Þorgils Axelsson, föstud. 17. febrúar ’89 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Verslunar- banki íslands hf., Iðnlánasjóður, Ás- geir Thoroddsen hdl. og Sigurður G. Guðjónsson hdl. Kambsvegur 8, kjallari, þingl. eig. Garðar Björgvinsson, föstud. 17. febr- úar ’89 kl. 11.45. Uppboðsþeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Kríuhólar 4, 4. hæð nr. 2, talinn eig. Ásgerður Garðarsdóttir, föstud. \1. febrúar ’89 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Tollstjórinn í Reykjavík. Köllunarklettsvegur, fasteign, þingl. eig. Sanitas hf., föstud. 17. febrúar ’89 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru Iðn- lánasjóður og Gjaldheimtan í Reykja- vík. Laugavegur 95, þingl. eig. Herluf Clausen, föstud. 17. febrúar ’89 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjald- heimtan í Reykjavík og Fjárheimtan hf. Leifsgata 26, 1. hæð, talinn eig. Haf- dís Pálsdóttir og Snorri Leifsson, föstud. 17. febrúar ’89 kl. 13.30. Upp- boðsbeiðandi er Baldur Guðlaugsson hrl. Logafold 166, hluti, þingl. eig. Sigurð- ur Guðmundsson, föstud. 17. febrúar ’89 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands, Gjald- heimtan í Reykjavík, Iðnaðarbanki íslands hf., Sigurður G. Guðjónsson hdl., Landsbanki íslands, Ólafúr Ax- elsson hrl., Bjöm Ólafúr Hallgrímsson hdl., Hróbjartur Jónatansson hdl., Eggert B. Ólafsson hdl., Brynjólfúr Kjartansson hrl., Jón Finnsson hrl. og Ingólfúr Friðjónsson hdl. Rauðarárstígur 13, 1. hæð t.h., þingl. eig. Haraldur Gunnarss. og Margrét Hreggviðsd., föstud. 17. febrúar ’89 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur em Trygg- ingastofnun ríkisins, Veðdeild Lands- banka íslands, "Gjaldheimtan í Reykjavík og Ingimundur Einarsson hdl. ____________________________ Skeljagrandi 3, íbúð 02-03, þingl. eig. Alma J. Guðmundsdóttir, föstud. 17. febrúai' ’89 kl. 14.45. Uppboðsbeiðend- ur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Tollstjói'inn í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. Sogavegur 115, jarðhæð, talinn eig. Stefán L. Gíslason, föstud. 17. febrúar ’89 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Suðurgata 7, hl. 01-02, þingl. eig. BM. Vallá hf., föstud. 17. febrúar ’89 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Eggert B. Ólafsson hdl. Tryggvagata, Hamarshús, íb. 03-05, þingl. eig. Guðbrandur ívar Ásgeirs- son, föstud. 17. febrúar ’89 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Reynir Karls- son hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Klemens Eggertsson hdl., Jón Þór- oddsson hdl. og Sigurður Sigurjóns- son hdl. Vaðlasel 5, þingl. eig. Gunnar Guð- jónsson, föstud. 17. febrúar ^89 kl. 14.15. Úppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík, Atli Gíslason hrl., Eggert B. Ólafsson hdl., Ásgeir Þór Ámason hdl. og Arni Einarsson hdl. Vesturberg 147, þingl. eig. Trausti Tómasson, föstud. 17. febrúar ’89 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Guðríður Guðmundsdóttir hdl. Þykkvibær 8, þingl. eig. Hrönn Vig- gósdóttir, föstud. 17. febrúar ’89 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTID1REYKJAVÍK Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Orrahólar 5, hluti, þingl. eig. Guð- mundur Oddgeir Indriðason o.fl., fer fram á eigninni sjálfri föstud. 17. febr- úar ’89 kl. 17.30. Uppboðsþeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands og Guðjón Armann Jónsson hdl. Sraiðshöfði 23, þingl. eig. Fóðurbland- an hf., fer fram á eigninni sjálfri föstud. 17. febrúar ’89 kl. 18.15. Upp- boðsbeiðendur em Eggert B. Ólafsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík og Verslunarbanki íslands hf. Stíflusel 6, íb. 02-02, þingl. eig. Elvar Geirdal Þórðarson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 17. febrúar ’89 kl. 16.00. Úppboðsbeiðendur em Landsbanki íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.