Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989. Sviðsljós Heillaprinsessan sldrð Beatrice Þetta er opinbera skírnarmyndin frá drottningarfjölskyldunni. Á henni eru aðeins nánustu skyldmenni og svo náttúrlega guðmæður og guðfeður. Litla dóttir hertogahjónanna af York, Söru og Andrews, var skírö þann 20. desember síðastliðinn. Hlaut prinsessan nöfnin Beatrice Elizabeth Mary, allt nöfn sem drottningar Bretaveldis hafa boriö. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Beatrice htla hlotið mikið umtal frá fyrstu tíð. í fyrsta lagi af því að hún er konungborin sem þykir nægi- lega fréttnæmt. í öðru lagi komst hún á milli tanna á fólki þegar móðir hennar fór frá henni til að hitta prinsinn í Ástralíu seint á síð- astliðnu ári. Það þykir enn hin mesta hneisa, hvort sem almenn- ingur eða konungbornir eiga í hlut. Stjörnuspekingar spá litlu prins- essunni mikilli hamingju og góðu gengi. Helgast það af fæðingartíma prinsessunnar sem er fædd 8.8.88 og klukkan 8.18 en talan átta er mikið heillatákn í stjörnuspekinni. Nafnið Beatrice þýðir einnig ham- ingjuberi og því ættu allar spár að ganga eftir. Prinsessan er skírð Beatrice í höfuðið á fimmtu og yngstu dóttur Viktoríu drottning- ar. Beatrice eldri giftist prinsinum af Battenberg en þeirra dóttir var Viktoría Eugenina sem giftist Al- fonso XIII. Spánarkonungi. Illar tungur benda á að nafnið eigi sér allt aðrar forsendur. Þegar karl faðir hennar, Andrew prins, átti í ástarsambandi viö Koo Stark áttu turtildúfumar athvarf í íbúð bestu vinkonu Koo. Sú heitir Beatrice Nash og hafa menn fyrir satt að prinsinn hafi heitið því að ef hon- um einhvem tíma fæddist dóttir yrði hún skírö Beatrice. Beatrice er næst á eftir foðursyst- ir sinni, Önnu, að bera prinsessu- titilinn því ríkisarfinn Charles á eingöngu drengi og dætur Önnu prinsessu bera engan titil. Hún er fimmta í röðinni til arfs krúnunnar því faðir hennar, föðurbróöir og hans synir, eru á undan. En þrátt fyrir allt titlatog er henni spáð góð- um gáfum og skapferli og hún muni í framtíðinni geisla af bjart- sýni og sjálfsöryggi. Hún mun gift- ast tvisvar og eignast þrjú böm. Eina svartsýnishjalið í spámönn- unum er í sambandi við ytra útlit- ið, þvi hún mun, eins og mamma hennar, eiga í erfiðleikum með Prinsessan var sæl og hjalaði í fangi móður sinnar við skírnina. Ljósmyndarar heimspressunnar voru ánægðir og töldu hana lofa góðu sem myndefni í framtíðinni. Stóru frændur prinsessunar, synir Díönu og Charles, fengu auðvitað að vera með í hátíðahöldunum. Með þeim á myndinni eru guð- mæður Beatrice og Díana móðir þeirra. holdafarið. Hér er sem sagt komin slúðurdálkamatur framtíðarinnar sem ætti, miðað við allar spár, aö endast langt fram eftir næstu öld. Skamm- astu þín, Fergie Nei, ekki aftur. Bretar eru nú í miklu uppnámi yfir Fergie her- togaynju því nú þeytist hún um Alpana á skíðum ásamt eiginmanni sínum Andrew prins og vinum þeirra hióna á meðan Bea grætur ein í höllinni. Bretar voYu tæplega búnir aö jafna sig á Ástralíuför hertogaynjunnar á haustmánuð- um en þar dvaldi hún í heilar sex vikur og skildi bamið eftir heima í umsjá bamfóstra. Það þótti meiri háttar skandall í því landi. Sálfræðingar og uppeldisfræð- ingar tjáöu sig um máliö og töldu að barnið gæti hlotið andlegan skaða af þvi að vera móðurlaust svo lengi. Eftir aö Fergie kom heim • lýsti hún því yfir að hún myndi aldrei yfírgefa Bea aflur, ekki einu sinni í þijá eða fjóra daga. En hún var fljót að gleyma. Nú em menn jafnvel þeirrar skoðunar að Fergie hefði aldrei átt að eignast barn, það sé á mörkun- um að hún sé hæf móðir. Fergie var fljót að gleyma fyrri yfir- lýsingum og skildi Beu eftir eina heima einn ganginn enn. Með tvær í takinu. Þannig vill Mike helst hafa það um þessar mundir. Innfellda myndin er af Suzette Charles, fyrrum ungfrú Ameríku, en Mike hefur verið að gera hosur sínar grænar fyrir henni upp á síðkastið. Mike Tyson: lifir ljúfa lífinu Stelpur og aftur stelpur er það eina sem hnefaleikarinn Mike Tyson hugsar um þessa dagana. Minningin um fyrrnrn eiginkonu hans Robin er löngu fölnuö. Mike hefur sést í fylgd með hinum og þessum glæsikonum, alsæll með nýfengið frelsi. Sú sem hann hefur oftast sést með upp á arminn að und- anfömu er LaToya Jackson. Að sögn vina Mikes hefur hann hegðað sér eins og smákrakki í sæl- gætisbúð síðan hann skildi við Rob- in. Hann hefur tekið hverja glæsi- meyjuna á fætur annarri á löpp. Þeirra á meðal er leikkonan Temper- ance Lance en þau hafa verið vmir í um það bil ár. Lance segir að eftir að Robin yfirgaf hann hafi Mike stöð- ugt hringt í sig í leit að huggun. Ég er hrifin af Mike og ég myndi ekki hugsa mig um eitt augnablik bæði hann mín. Hins vegar veit ég að það em miklu fleiri konur í lífi hans en ég, segir leikkonan. Á hveijum degi berst hnefaleika- kappanum aragrúi aðádendabréfa frá konum sem vilja að hann hafi samband við sig. Ein sendi honum segulbandsspólu og á henni var ein- ungis að finna orðin „Ég elska þig“. Og önnur bauðst til að búa til voo- doo dúkku svo hann gæti hefnt sín á Robin, fyrrum eiginkonu sinni. En Mike nýtur lífsins út í æsar, alsæll með lífið og tilveruna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.