Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989. fþróttir • Eðvarð Þór Eðvarösson með við- urkenningar sínar. DV-mynd Ægir Már Suöumes: Eðvarð bestur Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Mér er það mikill heiður að öðlast titilinn íþróttamaöur Suðurnesja 1988 og það verkar örvandi á mann,“ sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson, sund- kappi úr Njarðvík, þegar DV ræddi við hann að lokinni afhendingu í Glaumbergi í Keflavík um helgina en það voru íþróttabandalag Suður- nesja og ÍBK, sem gengust fyrir hátíö þar sem íþróttafólki af Suöumesjum voru veittar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu. „Ég hef ekki æft síöan í september. Nauösynlegt er að hvíla sig um sinn, en ég ætla aö byrja á heilsubótar- sundi í mars og stefni síðan á heims- meistaramótið í sundi 1990. Þótt ég æfi ekki fer ég næstum daglega að sundlauginni, en ekki í hana. Ég þjálfa sundfólk í Njarðvíkunum og vonast til að ná góðum árangri með það enda mörg góð efni á ferðinni." í öðru sæti varö Sigurður Berg- mann, júdómaður úr Grindavík, en þriðji varð Sigurður Sigurðsson golf- maður, frá GS. Samtals voru veittar viöurkenn- ingar fyrir átta greinar og þar urðu fyrir valinu í frjálsum íþróttum, Már Hermannsson, ÍBK, fimleikum Sig- rún Gróa Magnúsdóttir, ÍBK, júdó Sigurður Bergmann, UMFG, sundi Eðvarð Þór Eövarðsson, UMFN, körfuknattleik, Teitur Örlygsson, UMFN, knattspyrnu Gestur Gylfa- son ÍBK, golfi Sigurður Sigurðsson, GS, og handknattleik Harpa Magnús- dóttir, UMFN. Einnig var kjörinn þjálfari ársins, Friðrik Ólafsson, sundþjálfari úr Njarðvíkum. Vestur-Þýskaland: Bayern úr leik í bikarnum Sigurður Bjömsson, DV, V-Þýska]andi: Bayem Munchen féll í gærkvöldi út úr vestur-þýsku bikarkeppninni í knattspymu er liðið beið mjög óvænt ósigur á heimavelli gegn Karlsruhe, 3-4. Þetta er fyrsta tap Bayem gegn þýsku liði á keppnistímabilinu. Karlsmhe komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik, Wegmann færði Bayem for- ystu um-tíma með tveimur mörkum, en Júgóslavinn Bogdan skoraði sig- urmark gestanna tíu mínútum fyrir leikslok og þrátt fyrir stanslausa pressu í lokin náðu meistaraefnin ekki að jafna. Stúfar frá b'keppninni Ste&n Kiistjánssan, DV, Cherbourg: íslenska liöið fyrsttil Cherbourg íslenska landsliðið mætti til Cherbourg fyrst af þeim liðum sem leika í C-riðlinum. Kuwait- menn mættu í fyrrakvöld, Búlg- arar í gærkvöldi og Rúmenar ekki fyrr en um miðhættið í gær. Rúmenar em sagðir mjög sterkir um þessar inundir og hingað kom þeir meö alia sína bestu hand- knattleiksmenn, þar með talda þá Stinga og Voinea en sá síðar- nefndi er talinn einn besti hand- knattleiksmaður heims í dag. Hann hefur átt viö meiðsli að stríða, sleit krossbönd en hefur náð sér að fullu eftir læknismeð- ferð 1 Vestur-Þýskalandi, Skipulag og matur Frakkar hafa staðið sig vel í skipulagtúngu B-keppninnar enn sem komið er en auðvitað á mik- ið vatn efttr að renna til sjávar. íslensku leikmennimir kviðu því mikið að maturinn hér í Frakk- landi yrði ekki nægilega góður en sá kvíði hefur reynst ástæðu- laus fram að þessu. Aftur veisla í „Veisluhöllinni“ Þeir em eflaust margir sem muna eftir glæsilegum sigmm ísienska liðsins gegn því tékkneska og því rúmenska i heimsmeistara- keppninni. Á þessum leilgum glötuðu rólegustu menn ró sinni. Iþróttahöllin, sem leikið verður í hér í Cherbourg, er mjög áþekk Fest Hallen í Bern í Sviss en þar léku íslendingar gegn Tékkum og Rúmenum 1986. Vonast menn eftir áþekkum úrslitum og þá. Rúmenarsterkir Landslið Rúmeníu er greinilega sterkt um þessar mundir sem endranær. Á dögunum léku Rúmenar tvo landsleiki gegn Spánveijum á Spáni og geta vel við úrslit leikjanna unað. Fyrri leiknum lauk með jafhtefli en síð- ari leikinn unnu Rúmenar með eins marks mun. Spánverjar eru jafnan erfiðir heim að sækja og tapa ekki mörgum landsleikjum á sínum heimavelh. Spánveijar leika sem kunnugt er hér í b- keppninni í Frakklandi. Dómarar: Rauchfuss og Buchda í kvöld Steiáii Kristjánsaon, DV, Cherbouig: Búið er aö ákveða hvaöa dóm- arapör dæma leikina í C-riðUnum sem fara fram hér í Cherbourg. Það er talið skipta miklu máfi hvaða dómarar dæma hvetju sinni og forráðamenn íslenska liðsins eru nokkuö ánægðir með þau dómarapör sem dæma leiki íslenska liðsins. TaUÖ er víst að Austur-Þjóö- veijamir Peter Rauchfuss og Rudolf Buchda dæmi leik íslands og Búlgaríu í kvöld. Auk þeirra dæma Bandaríkjamennirnir Pet- er Buehning og Bernard Iwascs- zyn og spánskir dómarar sem heita Ramon G. Santos og Victor P.L. Perez. Þeir spönsku eru tald- ir mjög góðir en sömu sögu er ekki hægt að segja um banda- rísku dómarana sem líklega dæma leik fsiands gegn Kuwait á morgun. ! B-keppnin hefst í kvöld: Mikill kvíði er I íslensku leikmönnunum - Alfreð og Bjarki Stefán Kristjánsson, DV, Cherbourg: Það er greinilegt að leikmenn ís- lenska landshðsins eru allt annað en bjartsýnir fyrir leikina í B-keppninni hér í Frakklandi. Mikill kvíði er í leikmönnum en íslendingar leika sem kunnugt er fyrsta leik sinn í keppninni í kvöld gegn Uði Búlgaríu. Þeir Alfreð Gíslason og Bjarki Sig- urðsson eiga báðir við meiðsli að stríða en munu örugglega leika í kvöld gegn Búlgaríu. Gunnar Þór Jónsson, læknir íslenska Uðsins, sagði í samtali við DV í gærköldi að þeir væru báðir leikhæfir en gætu ef til vill ekki beitt sér af fuUum krafti. Þeir Valdimar Grímsson, Hrafn Margeirsson og Birgir Sigurðsson munu nær örugglega hvíla í kvöld gegn Búlgörum en líklegt er að þeir Alfreð og Bjarki munu hvíla gegn Kuwait á morgun. íslenska liðið æfði í gær í hálfa aðra klukkustund í höll- inni þar sem keppt verður í kvöld og leist mönnum ekki vel á aðstæö- með gegn Búlgaríu ur. Fannst mörgum mikið vanta á nægilega birtu og þá sérstaklega yfir mörkunum. Erfiður leikur og allsekki unninn Liö íslands og Búlgaríu mætast í þriðja sinni í kvöld. Arið 1983 lékum við gegn Búlgörum í B-keppninni og þá sigraði ísland, 26-24. Á Eyrar- sundsmótinu á dögunum sigruðu ís- lendingar með fimm marka mun, 22-17. Þrátt fyrir þessi úrslit er ör- uggt að Búlgarir verði íslendingum erfiðir í kvöld en ef aUt verður eðli- legt á íslenska liðið að vinna sigur. Aldrei er meiri hætta á að eitthvað fari úrskeiðis en einmitt á stórmóti sem þessu og því verða leikmenn ís- lenska liðsins að taka á öllu sínu í kvöld. Leikmenn íslands ættu ekki að vera búnir að gleyma hrakfórun- um gegn Suður-Kóreu í fyrsta leikn- um í heimsmeistarakeppninni í Sviss 1986 en þar voru allir búnir að spá íslandi auðunnum sigri. Ellefu íslensk gull í Malmö - íslenska sveitin langstigahæst Fatlaðir íslenskir íþróttamenn slógu heldur betur í gegn á Málmeyj- arleikunum sem fram fór um síðustu helgi. íslensku keppendurnir sópuðu að sér verðlaunum á mótinu. Þegar upp var staðið unnust 11 gull, 13 silf- ur og 2 bronsverðlaun, alls 26 verð- laun. Keppendur frá íslandi voru 43 en keppendur á öllu mótinu voru yfir eitt þúsund, frá Noregi, Danmörku, Svíþjóö og Finnlandi auk íslands. ísland vann til flestra verðlauna og í mótslok fékk íslenska sveitin bikar en hún var langefst í stigagjöfinni á mótinu. íslenska sundfólkið vann til ellefu gullverðlauna og þrettán silfurverð- launa og sýndi mikla yfirburði eins og verðlaunin gefa glöggt til kynna. Sex íslenskar sveitir kepptu í boc- cia. Ein sveitin komst í úrslit og vann síðan úrshtaleikinn eftir hörku- spennandi leik. Haukur Gunnarsson, nýkjörinn íþróttamaður Reykjavík- ur, var einn þeirra sem skipaði sveit- ina. Þrjár sveitir komust í 16-liða úrsUt. íslendingar sendu í fyrsta skiptið ungUnga og barnasveit og hafnaði sveitin í 7. sæti af 15 sveitum. Tveir keppendur tóku þátt í borð- tenniskeppninni, Örn Ómarsson og Viðar Árnason og höfnuðu þeir í þriðja sæti. Árangur Viðars er sér- lega glæsilegur þegar haft er í huga að þetta var í fyrsta skipti sem hann tekur þátt í keppni fatlaðra íþrótta- manna. Þetta var í þriðja skiptið sem fatlað- ir íslenskir íþróttamenn taka þátt í Málmeyjarleikunum og árangurinn var glæsilegur. Næsta mót fatlaðra íþróttamanna verður íslandsmótið í frjálsum íþróttum sem haldið veröur í mars. 14.-16. apríl verður síðan ís- landsmótið í öllum greinum haldið í Reykjavík. -JKS Valur á sigurbraut - vann Víking, 22-21, í 1. deild kvenna Valur nældi sér í tvö stig í 1. deild kvenna í handknattleik með því að bera sigurorð af Víkingum í Laugar- dalshöU í gærkvöldi. Lokatölur leiks- ins urðu 22-21 eftir mikinn darraðar- dans á lokamínútunum. Valsmenn hófu leikinn af miklum krafti og höfðu ávallt undirtökin. Mikil barátta var í vörn liðsins og tekið hressilega á móti sóknarmönn- um Víkings. Valsstúlkur náðu þriggja marka forskoti sem þær héldu út fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 11-8. Valur hóf síðari hálfleikinn af sama krafti og jók enn forskot sitt. Mestur munurinn var sex mörk, 18-12. En á síðustu mínútum leiksins var eins og aUt loft væri úr liðinu og spiliö varð ráðleysislegt. Víkingsstúlkum- ar gengu á lagið og skoruðu hvert markið af öðru en tíminn nægði þeim ekki. Guðrún Kristjánsdóttir var at- kvæðamikil í liði Vals og skoraði 9 mörk. Einnig varði Arnheiður Hreggviðsdóttir, markvörður Vals, oft vel þar á meðal íjögur vítaköst. Halla Helgadóttir var atkvæöamest Víkinga. Leikinn dæmdu þeir Guðmundur Skúli Stefánsson og Birgir Ottósson og voru þeim oft mislagðar hendur. • Mörk Víkings: Halla 6, Inga Lára 5, Svava 4, Heiða 3, Valdís 2, Jóna 1. • Mörk Vals: Guðrún Rebekka 9, Katrín 6, Ásta Björk 3, Kristín Anna og Una 2 hvor. -ÁBS/EL • Alfreð Gíslason ætti að geta leiki en hann hefur átt við meiðsli í öxl i líklega hvíldur gegn Kuwait á morc Stefán Kristj blaðamaði skrifar frá b-k í Frakklc Körfubolti: Öruggt hjá IR IR-ingar unnu öruggan sig- ur á KR-ingum, 91-80, í Flug- leiðadeildinni í körfuknatt- leik í Seljaskóla í gærkvöldi. Þrátt fyrir ósigurinn eru KR- ingar nánast öruggir í úrshta- keppnina en þeir eru 6 stigum á undan ÍR-ingum og Haukum sem eru næstu hð. Vesturbæj- arliðinu nægir reyndar einn sigur til að tryggja sér sæti í úrshtakeppninni. ÍR-ingar höfðu forystu í hálfleik, 48-36, og komust mest 17 stigum yfir í síðari hálfleiknum. Jón Örn Guðmundsson og Karl Guölaugsson voru bestir í liði ÍR og skoruðu margar 3 stiga körfur. Hjá KR var Guðni Guðnason langat- kvæðamestur og sá eini sem lék af eölilegri getu. Stig ÍR: Karl 26, Jón Örn 25, Bragi 14, Björn S. 12, Ragnar 6, Sturla 6 og Jóhannes 2. Stig KR: Guðni 30, Birgir 20, Jóhannes 11, Matthiías 8, ívar 7, Lárus 2, Ólafur 2. • Tindastóll og ÍBK áttu að leika á Sauðárkróki í gær- kvöldi en leiknum var frestað þar sem Keflvíkingar komust ekki norður. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.