Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989. 25 LífsstOl Skammdeginu er lokið hjá inniplöntum - margar tegundir að taka við sér Tími skammdegisins, sem er nauð- synlegur hvíldartími fyrir margar stofuplöntur, er senn á enda. Nú eru margar tegundir famar að taka veru- lega við sér eftir að hafa legið í dvala. Á síðustu mánuðum hefur þurft að halda vökvun í lágmarki og ekki hef- ur verið tímabært að gefa áburð. En nú fer sól hækkandi, dagarnir orðnir lengri og birtu gætir í verulega rík- ari mæh en verið hefur. Á næstunni geta blómaræktendur vænst þess 'áð sjá stofujurtir sínar vaxa og jafnvel blómstra. Nú fer að verða tímabært að umpotta, klippa og snyrta og sá fyrir einæram inniplöntum. En hvernig skyldi vera heppilegast að meðhöndla plöntumar? Arangur hvers og eins ræðst að miklu leyti af hirðingu stofujurtanna og einmitt þessi árstími er tilvalinn til að und- irbúa gróðurinn fyrir nýtt vaxtar- tímabil. Heimilið Á heimihssíðunni í dag eru gefln nokkur hohráð um hirðingu plantna og undirbúning þeirra fyrir aðal- vaxtartímabihð sem stendur frá apríl til maí. Þessar framkvæmdir á heim- ihnu ættu kannski að fá fólk til að komast í gott skap í skammdegis- drunganum, sem núna sér fyrir end- ann á. -ÓTT ,V::: 1| Nú er rétti tíminn til undirbúa heimilisplönturnar fyrir nýtt vaxtartímabil. Væntanlega fara allir í gott skap viö aö nostra við blómin þegar sér fyrir endann á skammdegisdrunganum. Nú er heppilegur tími fyrir umpottun Sumar plöntur þarfnast umpottun- ar á hverju ári, aðrar annað eða Liggi rætur þétt utan með „klumpin- um“ er tími til kominn að umpotta. þriðja hvert ár. Th að skoða þetta má slá plöntuna úr pottinum og at- huga hvort ræturnar hafi vaxið út úr moldinni. Sé þétt lag af rótum utan um moldina er tími th kominn að skipta um. Tíðni umpottana ræðst að mestu leyti af því hvemig ræturn- ar vaxa. Rætur stofujurta eru viðkvæmar og því er gott ráð að byrja á því að bleyta vel í „klumpinum" og passa að moldin sé vel blaut - það er betra fyrir plöntuna. Ágætt er að leyfa rót- unum að sjúga vatnið í sig í nokkurn tíma áður en moldin er fjarlægð. Nýr pottur á alltaf að vera dáhtið stærri en sá sem plantan var í til þess að ný mold geti huhð „klump- inn“. Þegar þarf að skipta algerlega um mold er sú gamla fjarlægð var- lega frá rótunum. Langar og e.t.v. dauðar rætur eru khpptar í burtu. Að þessu loknu er ágætis ráð að setja nokkra smásteina við opið í botnin- um og sléttfyha svo botninn af mold. Setjið síðan plöntuna í pottinn og fylhð hann með nýrri mold án þess að þjappa. Að því loknu má gjarnan þjappa með því að slá pottinum létti- lega 2-3 sinnum við borðið - fyhið síðan aftur og þjappið með fingr- unum. Setjið svo mold enn aftur en skhjið eftir 1-2 cm fyrir vatn þegar vökvað er. Pottar, vökvun og staðsetning Þegar verið er að meðhöndla blómapotta skal hafa í huga að best er að nota nýja potta - sé það ekki gert er mikhvægt að þvo þá notuðu vel. Þetta er gert th þess að forðast skorkvikindi eða önnur óþrif sem léttilega geta borist á milli plantna. Plöntur á að setja í stærri pott þegar skipt er um og mikilvægt að bleyta í gömlu moldinni þegar hún er fjarlægð. Smásteinar koma oftast að góðu gagni við botngatið. Einnig er mikhvægt að hafa ávallt th' taks rétta mold sem best er að spyrja um í blómabúðinni. Þegar stofujurtir taka við sér vakna óþrif oft samtímis af dvala. Því er vert að skoða plöntumar vel og eitra ef skorkvikindi og annað slíkt uppgötvast. Um þetta er best að fá ráð t.d. í blómaverslunum. Að lok- inni umpottun er ráðlegast að hlífa plöntunni við sterkri birtu fyrst um sinn, þó svo að um sé að ræða teg- undir sem þurfa mikla sól. Látið plönturnar jafna sig í 1-2 vikur og færið þær síðan á sinn stað. Strax að lokinni umpottun má vökva dáhtið, en ekki of mikið. Gæt- ið þess þó að fara varlega með slíkt á meðan rótarstarfsemin er aö aðlag- ast nýrri mold. Vatnsþörfm verður minni th að byija með en eykst smátt og smátt þegar hitastig hækkar og birtu fer að gæta enn frekar. Best er fyrir ahan gróður að vökvað sé með volgu vatni - kalt vatn getur verið of mikh viðbrigði fyrir plöntumar. -ÓTT Aburðargjöf að verða tímabær Áburðargjöf er ekki nauðsynleg strax á plöntur sem nýlega hefur verið umpottað. Ný mold á að sjá plöntunni fyrir næghegri næringu fyrsta mánuðinn. Þegar sá tími er hðinn ætti plantan að þurfa áburð til jafns við aðrar plöntur. Er þá stuðst við regluna að aukin birta stuðlar að meiri vexti sem krefst meiri nær- ingar. Einmitt vegna þessa er ekki ráðlegt að gefa plöntum áburö í mesta skammdeginu því áburðurinn stuðlar þá að ótímabærum vexti - plönturnar verða að fá sína hvíld. Hvað varðar plöntur sem ekki hafa þurft umpottun þurfa þær stöðugt meiri vatns- og áburðargjöf með vor- inu, samfara meiri vexti. Nú þegar er orðið tímabært að gefa áburð teg- undum eins og júkkum, gúmmítrjám og pálmum og öðrum blaðmiklum plöntum. Betra er að gefa fyrst veika blöndu en gefa þá frekar oftar. Ágætt er að gefa þeim á þriggja vikna fresti núna og auka svo gjöfina á ipesta vaxtar- tímanum frá aprh til ágúst - þá má gefa á l-2ja vikna fresti. En munið að áburðarþörf fer eftir stærð plantn- anna og umfangi blaða. Klipping og ráðgjöf Margar plöntur þarf að klippa fyrir nýtt vaxtartímabil. Þetta á við um jurtir sem fella blöð, t.d. pelargóníu, hawahrós, tígurskrúð (kólus), gyðing o.tl. Ef plöntur eru míög þéttar er gott að grisja úr fölnaðar eða þunnar - greinar. Hve mikið er skorið niður fer mikið eftir því hvað maður vhl hafa plöntuna háa. Nokkrar geta orð- ið mjög háar eins og t.d. hawaiirós. En þessu er hægt að ráða sjálfur. Sumar plöntur hafa gott af því að vera toppstýföar th að þær greini sig betur - þetta á t.d. við um einærar plöntur og klifurplöntur. Aðrar teg- undir mega vel við því að vera klippt- ar töluvert mikið. En það verður að fara varlega því nokkrar tegundir geta skaðast vegna of mikillar klipp- Sumar tegundir hafa gott af þvi að vera klipptar til. Best er að leita ráða með slíkt hjá blómakaupmönnum. ingar. Tegundirnar eru margar og er að leita ráða hjá blómakaup- því erfltt að aUiæfa um shk.t - best manninum hverju sinni _óTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.