Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989. Lesendur 13 Margt býr í flugmálunum Flugfarþegi skrifar: Er þaö hugsanlegt aö umfjöllun um flugöryggismál á íslandi sé hlutdræg og ekki eins ábyrgöarfull og æskilegt væri? - Nei, alveg- áreiöanlega ekki, ef marka má blaðlestur aö undan- fómu! „Flugráö" nefnist fyrirbæri í kerf- inu og eins og nafnið bendir til ræður það hinu og þessu varðandi flugmál- in, t.d. því hverjir fái áætlunarleyíi. Þaö hefur nú komið í ljós aö Flugleið- ir hf. eiga „aðeins“ þrjá fulltrúa í flugráði, aðalmenn eða varamenn. Það <hlýtur að vera alltof lítið! - Reyndar eiga hin flugfélögin engan fulltrúa og hlýtur og að teljast sann- gjarnt... Það má því segja að fé skattborgar- anna sé vel varið þarna því þeir fé- lagar í flugráði hafa nefnilega nýver- ið stóraukið þekkingu sína og þjóðar- innar allrar á flugmálum með því að finna út með lögreglurannsókn að til þess að flugstjórar geti notaö vara- flugvöll í Skotlandi þurfi eldsneyti til að komast þangað! - Þetta hefur áreiðanlega engum dottið í hug síðan flug var hafið. I flugráði situr framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða og er jafnframt formaður flugráðs. í flug- ráði er hann búinn að sitja í aðeins 17 ár. Hann ritaði athyglisverða blaðagrein í Morgunblaðið hinn 8. þ.m. í greininni fjallar formaður flug- ráðs um ágæti ráðsins og það fyrir- komulag að hafa þar þrjá fulltrúa frá einu félagi. Svoleiðis hefur þó ekki gefist vel, nema kannski einhvers staðar í Suður-Ameríku eða þar sem siðferði er ekki hátt á loft haldið. - Bendir flugráðsformaður réttilega á að þeir aðilar, sem leyfa sér að gagn- rýna ráðið, geri það m.a. til að sverta það. í feitletruðum útdrætti greinarinn- ar er ábending, að því er virðist, til annarra flugfélaga og farþega þeirra um að engum sé greiði gerður með óeðlilegum frávikum frá viður- kenndum öryggistölum, eða með öðrum orðum tildrögum flugslysa. - Þetta hlýtur að vera alveg nýtt fyrir þá sem hingað til hafa ekki áttað sig á þessu! Þessi grein framkvæmdastjórans er líka smekklega myndskreytt með fjölda fyrirsagna með stórfréttum úr Morgunblaðinu um kæru- og klögu- mál á hendur hinna flugfélaganna. Svoleiðis fyrirsagnir eru aldrei sjá- anlegar þegar Flugleiðamenn eiga sjálfir í hlut, enda ekki óeðlilegt að atvik minni flugfélaganna séu frétta- matur á meðan hhðstæð atvik hjá þeim stóru eru það ekki. En þetta er vegna þess að Flug- leiðamenn í lítillæti sínu vilja ekkert endilega vera að trana fram fréttum frá þeim sjálfum, heldur láta ýmis- legt smávegis fljóta með frá hinum. - Þetta heitir sanngirni. Til þess að koma svona góðverkum á framfæri eru Flugleiðamenn örlát- ir við suma fjölmiðla og á möti leyfa fjölmiðlarnir kannski Flugleiða- mönnum að auglýsa ofboð lítið hjá sér. - En það er nú bara greiðasemi því um þessar mundir er skortur á blöðum sem vilja birta stórar og dýr- ar auglýsingar! - Já, það er margt kyndugt í flugmálunum, það væri synd að segja annað. Staögreiðslukerfi skatta: Stirðbusalegir afgreiðsluhættir Atvinnurekandi skrifar: Það er með eindæmum hve stað- greiðslukerfi skatta er þunglamalegt um margt eins og tækninni fleygir fram á öllum sviðum, ekki síst í þjón- ustu og á flestum sviðum viðskipta og boðleiða. Það er t.d. aðeins á einum stað hér á Reykjavíkursvæðinu sem hægt er að afhenda staðgreiðslu skatta per- sónulega, þ.e. hjá Gjaldheimtunni í Tryggvagötu. Það er að vísu hægt að afhenda staðgreiðslu skatta sem ábyrgðarbréf á pósthúsi en þá verður maður að viðhafa ýmis formsatriði og skattinum á að skila inn fyrir 15. hvers mánaðar og hætt er við að ekki náist alltaf að senda slík bréf í tæka tíð. Þessar greiðslur ætti að vera hægt Oft er biðröð við Gjaldheimtuna, eina afgreiðslustað staðgreiðsiukerfisins i Reykjavík. að inna af hendi í hvaða banka sem er, svo og öllum pósthúsum. - Ef liðk- að væri til um afgreiðsluhætti fyrir skil skattastaðgreiðslunnar myndi hún sennilega einnig skila sér betur inn. Það er því brýnt að endurskoða þessa afgreiðsluhætti og gera mönn- um auðveldara að koma þessum greiðslum frá sér víðar en á einum stað hér í höfuðborginni. Fjöldi bílasala og bílaumboða auglýsir fjölbreytt úrval bíla af öllum geröum og öllum verðflokkum. Auglýsendur athugið ! Auglýsingar í DV-Bílar þurfa aö berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Sauðárkrókur Blaðbera vantar í Ytri-bæ. Upplýsingar í síma 5914. Umboðsmaður Útboð - gatnagerð Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð gatna og lagna í Setbergi. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt 4000 m3, fylling 7800 m3, holræsalögn D = 200 mm 680 Im og holræsalögn D = 300 mm 425 Im. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjarverkfræð- ings, Strandgötu 6, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 23. febrúar kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur FORVAL Póst- og símamálastofnunin hyggst láta leggja Ijós- leiðarastreng á milli Borgarness og Búðardals og á milli Búðardals og Blönduóss. Verkið felur í sér lögn á strengnum ásamt frágangi á tengibrunnum. Óskað verður eftir tilboðum í verkin sitt í hvoru lagi, þó þannig að hægt verði að semja við einn verktaka um bæði verkin. Til greina kemur að leigja til væntan- legs verktaka sérhæfðan búnað (plóg, kapalvagn o.s.frv.). Þeir sem óska eftir að gera tilboð í fyrrgreind verk sendi upplýsingar um vinnuvélakost sinn og fyrri verk til Póst- og símamálastofnunar, Tæknideild, Landssímahúsinu, 150 Reykjavík, merkt: Forval Borgarnes - Blönduós, fyrir 21. febrúar nk. BLAÐ ^ BURDARFÓLK ei Ö&iwvv edcblA óöA&átr REYKJAVIK Safamýri, oddatölur Ármúla 1-9 Kleppsveg 62-100 Hjallaveg 1-15 Kambsveg 1-13 Leifsgötu Egilsgötu Kvisthaga Einimel Bleikargróf Blesugróf Jöldugróf ÞVERHOLTI 11 AFGREIÐSLA $ SÍMI 27022 Gefum okkur tíma í umferðiiHii. Leggjum túnanlega af staðl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.