Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989. 23 Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Fréttir ■ Til sölu Skautar, stærðir 26-44, verð 2760. Sportbúðin, Laugavegi 97, sími 17015, og Völvufelli 17, s. 73070. Smíðum snúin stigahandrið úr tré. Ger- um verðtilboð. Pantanir í síma 675630. ■ Verslun EP-stigar ht. Framleiðum allar teg. tré- stiga og handriða, teiknum og gerum föst verðtilboð. EP-stigar hf., Smiðju- vegi 20D, Kóp., sími 71640. Veljum íslenskt. r Stórútsölunni haidið áfram. Full búð af vönduðum kápum og jökkum á mjög hagstæðu verði. Nokkrar ljósar sum- arkápur úr gaberdíni á kr. 2000. Næg bílastæði. Póstkröfuþjónusta. Kápu- salan, Borgartúni 22, sími 23509. ■ BQar til sölu Otto Versand pöntunarlistinn er kom- in. Nýjasta tískan. Stórkostlegt úrval af fatnaði, skóm o.fl. Mikið af yfir- stærðum. Verð kr. 250 + burðargj. Til afgreiðslu á Tunguvegi 18 og Helg- alandi 3, sími 91-666375 og 33249. I fatadeiid: 20-50% afsláttur til 20. febr- úar á meiri háttar nærfatnaði, dress- um úr plasti og gúmmíefiium. í tækjadeild: Frábært úrval af hjálpar- tækjum fyrir hjónafólk, pör og ein- staklinga. Athugið! Allar póstkröfur dulnefndar. Opið frá kl. 10-18 mánud. til föstud. og 10-14 laugard. Erum í Þingholtsstræti 1, sími 14448. Oldsmobile dísil Deita Royal 88 ’78, vél ’83, er í góðu lagi, skipti/skuldabréf. Mazda 626 ’83, vel með farinn, ekinn 95 þús., vetrar/sumard. skipti/góður staðgr.afsl. Benz 1017, ekinn 330 þús., er með lyftu, selst með eða án kassa, skipti/skuldabr. staðgr.afsl. Hafið SEunband við DV í s. 27022. H-2805. ■ Ýmislegt —---- i \ Hárgreiös'lustofan ^fjþena Leirubakka 36 S 72053 Allar nýjustu tiskulínur i permanenti. Margar gerðir af spíralpermanenti o.fl., einnig alhliða hársnyrting fyrir dömur og herra. Opið laugardaga 10-15, Visa, Euro. fæst á Endurski í s járnbrautar- stöðinni» í Kaup- mannahöfn M Þjónusta RN COMBI SYSTEM* FOR FLEXIBLE PRODUCTION OF WINDOWS ANO DOORS Smíðum allar gerðir af gluggum og hurðum. Sérsmíðum glugga í gömul hús. Sérstakar læsingar fyrir vængja- hurðir. Gluggar og hurðir, s. 641980, Kársnesbraut 108, kj., Kópavogi. ■ Þjónusta Húsaeinangrun hf. Að blása steinull ofan á loft/þakplötur og í holrúm er auðveld aðferð til að einangra án þess að rífa klæðningar. Steinullin er mjög góð einangrun, vatnsvarin og eldþol- in, auk góðrar hljóðeinangrunar. Veitum þjónustu um land allt. Húsa- einangrunin hf., símar 91-22866/82643. Gröfuþjónusta, sími 985-25007. Til leigu í öll verk Cat. 428 traktors- grafa. Höfum einnig vörubíl. Leitið tilboða. Kvöldsími 91-21602 og 641557. lÍIvWiSREKr OG IJÓS "I|S|MI 652212 Samkeppni erlendra banka brátt staðreynd - segir viðskiptaráöherra íslenska bankakerfið verður að búa sig undir samkeppni erlendra aðila á næstunni. Þetta kom fram í máli Jóns Sigurðssonar viðskipta- ráöherra á Alþingi í gær þegar hann mælti fyrir lögum um viðskipta- banka. Lög þessi eru hluti af efna- hagsráðstöfunum þeim sem Stein- grímur Hermannsson forsætisráð-, herra boðaði í upphafi þings. í lögunum eru ákvæöi um þátttöku bankaráðsmanna í atvinnulífinu sem eru til þess að koma í veg fyrir hugs- anlega hagsmunaárekstra. Sagði ráö- . herra að með þessum ákvæðum væri verið að færa þessi mál í sama horf og í nágrannalöndunum. Forvitnilegastar voru þó yfirlýs- ingar hans um að á næstunni verði opinberaö með hvaða hætti erlendir bankar fái aö starfa hér á landi. Sagði viðskiptaráðherra að þau ákvæði yrðu í samræmi við ákvarðanir rík- isstjórnarinnar um útvíkkun banka- kerfisins. Um leið boðaði ráðherra að hann myndi fljótlega greina frá hugmyndum sínum um samruna banka. Einnig sagði ráðherra aö~ bráðlega kæmi fram frumvarp um sparisjóðina þar sem sett yrðu sam- svarandi lög um starfsemi þeirra og ’lögin um viðskiptabankana fela í sér. -SMJ Þjóðhagsstofhun: Atvinnuleysið mun fara vaxandi Þjóðhagsstofnun spáir því aö á .- næstu vikum muni atvinnuleysi fara vaxandi hér á landi. Einkum mun atvinnuleysi vaxa í öllum öðrum greinum en fiskvinnslu. Um þessar mundir eru um 3 þúsund manns án atvinnu. Það er einkum fólk úr versl- unar- og þjónustugreinum sem er atvinnulaust, en í fiskvinnslu er talið að vanti fólk í á annað hundrað störf. í apríl í fyrra vantaði fólk í 2.900 störf í öðrum greinum en fisk- vinnslu, samkvæmt könnun Þjóð- hagsstofnunar sem þá var fram- kvæmd. Þá vantaði 750 manns til fiskvinnslustarfa. Könnun Þjóðhagsstöfnunar að þessu sinni náði til tæplega 200 fyrir- tækja í öðrum greinum en land- búnaði og fiskvinnslu. Hjá þessum*" fyrirtækjum kom fram að á næstu mánuðum fækki starfsfólki enn frá því sem nú er. -S.dór Norðurvinaráðstefnan „Ertu að fara á rétt eina norðurvin- aráðstefnuna núna, gæskan?" „Já, gæskurinn, þetta er meiri vinnu- þrælkunin. Fundir fram á nótt og hundleiðinlegar, þrautfúlar ræður sem maður verður að hlusta á. Það er ekki eins og þetta séu tómar veislur sem maður er að fara í, eins og sumir virðast halda. Ó, nei, ó, nei.“ „Já, en heyrðu, gæskan, ekki ætlarðu svona búin til fótanna. Bara á sauðskinnsskónum. Ég veit að peysufötin og sjalið þitt eru hlý og af bestu gerð því að það er auð- vitað praktískast að vera á peysu- fótunum. Þú getur ekki alltaf verið að kaupa þér dýrindiskjóla á þess- um lúsarlaunum sem þú færð en þú veröur bara að kaupa þér þessi nýmóðins stígvél í þessum kaíbyl og snjó.“ „Æ, hættu nú að hafa áhyggjur af mér, gæskurinn. Við verðum auðvitað á Saga Class í flugvélinni. Flugfreyjurnar eru líka svo indælar að þær redda ábyggilega sauðslcinnsskónum mínum einhvern veginn. Við fáum nú líka áreiðanlega einhverja brjóstbirtu, ef aö líkum lætur, þarna á Saga Class, svo að þá hitn- KjaUarinn Erna V. Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur ar manni nú öllum að innan, eins og þú veist.“ „Jæja, gæskan, ég hætti þá bara að hafa áhyggjur af þessu og dríf mig út í frystihús í vinnuna. Þú veist sem er að það er mikið að gera. Þessi líka stórafli kom á land í gær og við vorum að fram eftir nóttu og ekki tekur betra við núna. Við verðum að gera að aflanum nætur og daga svo að hann fari- í fyrsta flokk. Ekki væri það gott að hann félli í verði á þessum síðustu og verstu tímum í þjóðarbúinu.” „Já, gæskurinn, drífðu þig bara. Þú ert vonandi með nýja gúmmí- vettlinga núna, ekki þessa sem þú varst með í gær, gauðrifna, enda varstu nú bara blár af kulda á höndunum. En fiskvinna er göfugt starf og það er ekki svo sem mikið á sig lagt þótt manni sé svolítið kalt og verði svolítið blautur öðru hverju við það.“ „Já, gæskan, ég veit þetta. mundu að ég bið að heilsa öllum þessum fínu háverð- ugheitum þarna úti í útlöndum og vonandi verða ræðurnar eitthvað skemmtilegri en síðast. En á meðan ég man, reyndu nú að láta þessa lúsaraura, sem þú færð fyrir þessar eilífu erfiðu ferðir þínar, duga fyrir einhverju öðru en pylsum og kók og vertu á einhverju Kongens hót- eli í stað þess að kúldrast á Hjálp- ræðishernum eins og þú ert vön. Ég veit auðvitað að þú gerir það fyrir mig svo að ég þurfi ekki að vinna alveg svona langan vinnu- dag, en mundu, gæskan, þú ert andlit þjóðarinnar og út á við verð- um við að bera okkur borgin- mannlega." „Já, gæskurinn. Ég veit að þú hefur alltaf ætlað að byggja höll handa mér, þótt aldrei hafi þér tek- ist að koma upp nema þessum timburhjalli. Já, það er auðvitað út af laununum sem þú hefur í frystihúsinu að við erum ekki kom- in hærra héma í þorpinu í mannfé- lagsstiganum. Ég veit nú samt, . 3 J í ■ : . . . . , gæskurinn, að þú hefur lagt nótt við dag að byggja þettahús og eytt öllum þínum frístundum í þetta þótt ekki sjáist meira eftir. En, gæskurinh, þú ert almenn- ingur þessa lands og þótt þú vinnir mikið, bæði við húsið og í frysti- húsinu, þá vinnur þú náttúrlega aldrei neitt á við mig og mínalíka.” „Já, ég veit það, gæskan. Ég skil bara ekkert í fólki að vera að agnú- ast út í þig og þína líka á þínum háæruverðuga vinnustað. Þar eru heldur ekki haldnar svona graut- fúlar innihaldslausar ræöur eins og á Norðurvinaráðstefnunni. Nei, þaö er reisn yfir þínum háæmverð- uga vinnustað og öllum sem þar sitja. Það hef ég alltaf sagt og segi enn. Þetta er ekki eins og í frysti- húsinu, að menn séu að öfundast hver út í annan út af einhverju smotteríi. En farðu nú að drífa þig á Norðurvinaráðstefnuna, gæskan. Ég verð með hugann hjá þér í þín- um erfiðu störfum á meðan ég er að gera að blessuðum þorskinum í frystihúsinu." Ema V. Ingólfsdóttir íiH „Þaö er auövitaö út af laununum sem þú hefur 1 frystihúsinu að viö erum ekki komin hærra hérna í þorpinu í mannfélagsstiganum. ‘ ‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.